Morgunblaðið - 01.09.1962, Page 17
Laugardagur 1. sept. 1962
MORCVNBt AÐIÐ
17
Talið írá vinstri: Guðbrandur Magnússon, Áslaug Sigrurðar-
dóttir, Samúel Jónsson, Guðrún Einarsdóttir o'1' Tryggvi Sig-
tryggsson frá Laugabóli í S-Þingeyjarsýslu. Tryggvi hlaut
silfurblkar að verðlaunum fyrir skógræktarstarf.
Skógrækf
Guðmundur Ingl Kristjánsson
skáld á Kirkjubóli á
skógargöngu.
Sumarslátrun
í Hafnarfirði
HAFNARFIRÐI — Sumarslátrun
hófst hjá Guðmundi Magnússyni
(Sláturhúsi Hafnarfjarðar) á
þriðjudaginn var. Verður nú fyrst
um sinn slátrað tvisvar til þrisv-
ar í viku, en 17. september hefst
haustslátrun. Hyggst Guðmundur
slátra að þessu sinni um 8000 fjár
en var 6700 í fyrra. Féð fær hann
sem fyrr hér austan úr sveitum
og segir hann það vænt eða svip
að og í fyrra. Lömbin séu upp í
20 kíló.
Guðmundur Magnússon hefir
síðan 1926 haft hér með slátrun
að gera, og síðan 1959 í stóru og
myndarlegu húsi í Víðistöðum.
Þar eru hin ákjósanlegustu skil-
yrði til slátrunar og sölu afurð-
anna, en hann selur á staðnum
slátur og kjöt. Verzlanir í bænum
fá ávallt nýtt slátur og kjöt hjá
bonum og Hka leggja margir leið
sína í sláturhúsið til að fá „innan
úr“. — G. E.
Framhald af bls. 13.
Báðir þessir skógar benda á-
leiðis um það sem koma skal í
skógræktarmálum íslendinga. Ef
þjóðin sinnir skógræktinni eins
og henni ber og hagnýtir nútíma
vísindi og tækni réttilega munu
á nokkrum áratugum vaxa hér
upp fagrir og víðlendir skógar,
sem gefa af sér arð, auk þess
sem þeir gera landið betra og
byggilegra.
Stapafell, nýtt
29. ÁGÚST hljóp af stokk-
unum í Elmsh'Orn í V.-Þýzkalandi
nýtt olíuflutningaskip, sameign
Sambands ísl. samvinnufélaga
og Olíufélagsins. Frú Guðrún
Hjartar gaf skipinu nafn. Heitir
það Stapafell.
Stapafell er 1100 smálestir að
stærð og ætlað til olíuflutnings
með ströndum fram. Heímahöfn
þess verður Keflavik. Skipið
verður afhent fyrir október-lok.
— Suðurnesjavegur
inn starir undrandi á þessar
vinnuaðferðir, sem óneitanlega
minna á tíma atvinnubótavinn-
unnar.
Það má öllum vera Ijóst, að
til þess að vinna svona verk
með stórvirkum vinnuvélum,
verða þær að vera starfræktar
stanzlaust allan sólarhringinn,
því afköst þeirra eru margfalt
verðmeiri en handaflið sem þarf
til að stjórna þeim. Það er eins
og íslendingum ætli seint að lær
ast að tíminn er peningar.
Vegarstæðið
í stað þess að leggja veginn
yfir hraunið frá Hváleyrarholti
sunnan við Hafnarfjörð í svo-
nefnt Kúagerði, sem er um það
bil miðleiðis að Vogastapa, er
vegurinn lagður í hlikkjum og
krókum niður við sjó. Hvað
veldur?
Ég ætla ekki að leggja út á
þann hála ís að deila við sér-
fræðingana. Það væri álitið sama
og eggið færi að kenna hæn-
unni. En eftir að farið var op-
inberlega að deila á krókana og
hlikkina á veginum sá verkfræð
ingur vegarins sér ekki annað
fært en leiða vanþroska sálir
á rétta braut með grein í Vísi
er fylgdi stór mynd af þýzkum
„Autobane". Var sú bílabraut öll
í kfókum. Skýring verkfræðings
ins á því fyrirbæri var sú, að
komið væri í ljós að beinir vegir
væru hættulegir, aðallega vegna
þess að mönnum hætti til að
þreytast fyrr á beinum vegum
en krókóttum, þ.e.a.s. menn
sljóvgast og hættir við svefni á
beinni og athugalausri akbraut.
Þetta á við, þar sem hægt er að
aka á slíkum brautum klukku-
tímum eða dögum saman, eins
og er í Þýzkalandi og víðar er-
lendis, en tæplega á hálftíma
akstri milli Hafnarfjarðar og
Keflavíkur.
Önnur ástæða. — Verkfræðing
urinn segir: Landslagið er til-
breytingarmeira, sé ekki alltaf
ekið í beina stefnu. Ja, hver
mundi vilja missa af landslaginu
í hrauninu fyrir sunnan Hafnar-
fjörð?!! Skýring á þessu atriði
mun þó nærtæk, og ég skil ekki
af hverju verkfræðingurinn fær
sig ekki til að nefna hana. Til
eru þeir aðilar, sem af einka-
ástæðum eða einhverju öðru,
hafa frá upphafi viljað fram-
kvæmd þessa feiga og gátu tal-
ið ráðamönnum vegamála trú
um það að tilvalið væri að
LOFTUR hf.
lngólfsstræti 6.
Pantið tíma í sima 1-47-72.
byggja flugvöll í svokölluðu
Kapeliuhrauni sunnan Hafnar-
fjarðar. Með hliðsjón af því var
sjálfsagt að þenja með veginn
niður að sjó, yfir erfiðara og
seinunnara land. Þessum sömu
mönnum var ljóst að hraðfara
lagning hraðbrautar til Kefla-
víkur nundi leiða af sér bylt-
ingu í flugmálum hérlendis, þar
sem leið opnaðist til að hagnýta
Keflavíkurflugvöll betur en nú
er gert.
Við það að hraða vegarlagn-
ingunni skapast einnig mögu-
leikar, sem aðrar þjóðir hafa
notfært sér til lagningu vega og
brúa, það er að skattleggja veg-
ina. Mér telzt svo til, að með
þeim umferðarþunga, sem nú er
um Suðurnesjaveg mundi hann
gefa af sér nettó sex til átta
milljónir króna á ári, miðað við
það að hver sex manna bíll og
minni greiddi tíu krónur í hverri
ferð um veginn, stærri bílar
samsvarandi meira. Þetta gjald
veit ég að allir mundu inna af
hendi með mikilli ánægju, mið
að við núverandi slit á farar-
tækjum á þessari leið.
Rétt er það, að hægt er að
vera vitur eftir á, en hefði Suð-
urnesjavegur verið byggður fljót
lega eftir styrjöldina síðustu og
þá strax skattlagður, væri hann
í dag skuldlaus eign.
Með tilkomu sementsverk-
smiðju á íslandi hefur opnazt
leið til byggingar varanlegra
vega og um það atriði hefur ver-
ið sett nú þegar merk löggjöf
Það er þess vegna ömurlegt tím-
anna tákn að svo hörmulega
skuli takast til með byrjunar-
framkvæmdir, sem raun ber
vitni.
Þessi smáspotti, sem nú er
langt komið að undirbyggja, er
ekki aðeins í hlykkjum og krók-
um, heldur og blindhæðum. Ég
hef ekið nýja veginn og get þess
vegna um þetta dæmt. Vera má
að mér vaxi vankantar hans í
augum fyrir það að mig skortir
sérmenntun á þessu sviði og ber
ekki verkfræðiskírteini upp á
vasann.
Það hefur verið látið í veðri
vaka að hámarkshraði á þessum
vegi yrði leyfður 100 km. Ég fæ
ekki betur séð, eftir því sem veg
urinn er lagður, en reynslan
verði sú að það teljist ekki fært.
Má vera að í því rætist líka ósk
þeirra, sem stein hafa lagt í
götu framkvæmdarinnar og vilj-
að hafa feiga frá upphafi.
Ef núlifandi kynslóð á það
fyrir sér að sjá steinsteypta vegi
hér á landi, meira en rétt í næsta
nágrenni höfuðborgarinnar,
verða vinnubrögðin að breytast
mikið frá því sem nú er í verð-
andi Suðurnesjavegi. Ef alls
staðar á að krækja með vegina
framhjá þeim stöðum, sem „sér-
fræðingar“ um flugmál telja sér
og öðrum trú um að hægt væri
að byggja flugvöll, er þarflaust
að gera áætlanir um varanlega
vegi á íslandi.
Keflavíkurflugvelli, 28/8 1962
Þórður E. Halldórsson.
Auglýsing um
greiðslu samlagsiðgjalda, samlagsréttindi o. fl.
Frá og með 1. september skal greiða iðgjöld til Sjúkra-
samlags Reykjavíkur Gjaldheimtunni í Reykjavík, hvort
sem um er að ræða iðgjöld þessa árs eða eldri iðgjalda-
skuldir.
Til næstu áramóta gilda fyrri samlagsbækur og sam-
lagsskírteini sem sönnunargögn fyrir samlagsréttindum
manna, og veita réttindi til næstu áramóta, ef þau sýna
greiðslu á einhverjum liluta iðgjaldsins 1962.
Jafnframt skal þó athygli vakin á því, að eingöngu
þeir, sem eiga lögheimili í Reykjavík, mega vera í Sjúkra
samlagi Reykjavíkur og nota skírteini þess. Þeim sem
flutt hafa úr bænum, en hafa undir höndum samlags-
skírteini frá S. R., ber því brýn skylda til að afhenda
þau til samlagsins nú þegar og fá í staðinn flutnings-
vottorð til þess samlags, er starfar þar sem þeir nú eiga
heima.
Þeir sem öðlast eiga réttindi í samlaginu 1. september
eða síðar á árinu, fá útgefin samskonar skirteini, þó
þannig, að engin greiðsla verður innfærð á þau.
Sjukrasamlag Reykjavíkur
HliMIR VIÐURKEIMIMDIj \ V O IM HJOLBARÐAR
eru nu aflur fyrirliggjamli i eftirtoldum stærðum
520x12 4 str. kr. 605.00 165x380 6 — — 1.042.00
520x13 4 — — 622.00 640x15 6 — — 1.076.00
560x13 4 — — 697.00 670x15 6 — — 1.106.00
590x13 4 — — 700.00 710x15 6 — — 1.223.00
640x13 4 — — 822.00 550x16 4 — — 904.00
520x14 4 — — 693.00 550x16 6 — — 1.032.00
560x14 4 — — 762.00 600x16 6 — 1.156.00
590x14 4 — — 820.00 650x16 6 — 1.323.00
750x14 6 — — 1.109.00 450x17 4 — 680.00
135x380 4 — — 506.00 500x17 4 — — 680.00
560x15 4 — — 798.00 500x17 4 — — 835.00
590x15 4 str. kr. 863.00 550x18 4 — — 1.012.00
Einkaumhoð:
Þ. ÞORGRIIHSSOIM & CO.
Borgartúni 7 — Sími 2 22 35.
Söluumboð:
Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar
við Nesveg — Sími 231 20.