Morgunblaðið - 01.09.1962, Page 23
/
Laugardagur 1. sept. 1962
MOÍtCUNBLÁÐIÐ '
23
Erlendar
fréttir
í STUTTU MALI
GENF, 31. ág. — Arthur
’ Dean, aðalfulltrúi Banda-
' ríkjanna á afvopnunarráð-
1 stefnunni í Genf, hefur >
1 lagt til að haldið verði á-
’ fram viðræðum þríveld-
' anna um bann við tilraun-
um kjarnorkuvopn,
um
þann tíma, sem hlé verðurí
gert á störfum afvopnun-j
arnefndarinnar. Það hlé J
hefst nú eftir mánaðamót-J
in. —
Verði þá lagt allt kapp á
að ná samkomulagi um bann,
1 er gangi í gildi næstu ára-
mót. Bandaríkjamenn halda
enn fast við eftirlit, en af-
’ staða Rússa mun vera ó-
breytt. Mundu umræðurnar
l því snúast aðallega um það
atriði.
’ ALSÍR, 31. ág. — Herliðar
þeir, sem stjórnarnefnd Ben
' Bella sendi í fyrrakvöld í
; áttina til Algeirsborgar, virð-
[ ast ekki hafa sótt fram síð-
asta sólarhringinn. Mun her-
inn nú vera um 100 km frá
Algeirsborg.
f Algeirsborg hafa her-
i stjórar 4. svæðisins látið
loka skrifstofum fulltrúa Ben
Bella i borginni. títvarp Al-
geirsborgar tilkynnti síðdegis
1 i dag, að búast mætti við
’ blóðsúthellingum, þar sem
I Ben Bella hefði nú „stefnt
bróður gegn bróður. Blóði
; mun verða úthellt i Algeirs-
j borg“, sagði útvarpið og
hvatti fóik til að safnast sam-
an til mótmæla. — Herstjór-
arnir munu staðráðnir í því
, að verja borgina til hins síð-
' asta.
LONDON, 31. ág. — Afrýjun
lögfræðinga dr. Soblens til
hæstaréttar bar ekki árang-
ur, — segir í fréttum frá
London í dag. — Lögfræð-
ingar njósnarans tilkynntu,;
að þeir myndu nú Ieita á náð-
ir Henry Brooke, lnnanríkis-
ráðherra, en þeir telja hann
hafa vald til þess að ógilda
brottvisun dr. Soblens frá
Englandi.
★
LONDON, 31. ág. — Við-
skiptamálaráðherra Astralíu
sagði á þingfundi, þar sem
rætt var um Efnahagsbanda
lagið, að hann vonaðist til
þess, að ef Bretar tækju á-
kvörðun um að ganga í Efna
hagsbandalagið, þá myndu
þeir nota tímann, sem liði,
þar til þeir gengju formlega
í það til að taka upp við-
skiptahætti, sem bætt gætu
þann skaða, sem Astralía
kynni að verða fyrir, vegna
aðildarinnar. _ Menzies, for-
sætisráðherra Astralíu, held-
ur senn til London til að sitja
fund forsætisráðherra sam-
veldislandanna, er hefst 10.
sept. Þar verður Efnahags-
bandalagið til umræðu.
HAVANA, 31. ág. _ Sex
„andbyltingarmenn" voru í
dag tegnir af lifl eftir opin-
ber réttarhöld í Havana. __
Þeir eru sagðir hafa banað
fjórum af stuðningsmönnum
Castros.
Niðurjöfnunarnefnd lagði nú útsvör á borgarbúa í siðasta sinn, en héreftir mun framtalsnefnd annast það verkefni. Á myndinni,
er tekin var af niðurjöfnunarnefnd á fundi með blaðamönnum í gær, eru, talið frá vinstri: Björn Snæbjörnsson, Sigurbjörn Þor-
björnsson, Guttormur Erlendsson (formaður), Haraldur Pétursson og Zophonías Jónsson. •* ,
- Afsláttur
útsvara
Framihald af bls. 1.
sem einstaklingar leggja fram ut
an reglulegs vinnutíma við bygg-
ingu íbúða til eigin afnota. Frá
hreinum tekjum, eins og þeim nú
hefur verið lýst, eru dregin álögð
útsvör 1961, ef þau hafa verið
greidd að fuilu til borgarsjóðs.
Notuð er hámarksheimild laga
nr. 69/1962, 32. gr. 4. mgr., um
800 kr. aukafrádrátt. Tekjur, sem
lægri eru en svo, að útsvar af
þeim nemi 600 kr., eru ekki út-
svarslagðar, sbr. 5. mgr. 32. gr.
laga nr. 69/1962.
Frekari frádráttur á útsvari er
veittur þeim gjaldendum, sem á
hefur fallið verulegur kostnaður
vegna veikinda eða slysa, enn-
fremur ef starfsgeta þeirra er
skert vegna örorku eða aldurs.
Dauðsföll, eignatjón, mikil tekju
rýrnun eða önnur óhöpp, sem
skerða greiðslugetu gjaldenda
verulega, hafa einnig áhrif á út-
svörin til lækkunar. Uppeldis- og
menningarkostnaður barna
þeirra, sem eldri eru en 16 ára og
gjaldendur annast greiðslu á, hef
ur sömu áhrif. Sbr. 33. gr. laga
nr. 69/1962.
Útsvör álögð samkv. 32. gr.
laga nr. 69/1962 eru lækkuð um
15,5%.
• 14 félög greiða yfir 500.000 kr.
Samkvæmt upplýsingum nið
urjöfnunarnefndar eru hæstu
gjaldendur þessir:
Félög, sem greiða útsvar og að-
stöðugjald kr. 500.000 og þar yfir:
Eggert Kristjánsson & Co h.f. .
Eimskipafélag Islands h.f. ...
Flugfélag íslands h.f..........
Heildverzlunin Hekla h.f.......
Jöklar h.f.....................
Kassagerð Reykjavíkur h.f. ...
Loftleiðir h.f.................
O. Johnson & Kaaber h.f. .....
Olíufélagið h.f................
Olíuverzlun íslands h.f........
Ræsir h.f......................
Samband fsl. Samvinnufélaga .
Sláturfélag Suðurlands ........
Slippfélagið h.f...............
Ástæðan til þess, að Olíufélöginf
bera ekkert aðstöðugjald er sú,
að á þau verður lagt svokallað
landsútsvar, sem einnig verður
lagt á ríkisfyrirtæki.
Friðrik Jörgensen, gjaldkeri ......
Haraldur Ágústsson, sjómaður ....
Herbert J. Jósefsson, gleraugnafr. ...
Jóhann Ólafsson, kaupmaður .........
Karl Lúðvíksson, lyfsali...........
Lárus G. Lúðvígsson, kaupmaður ...
Magnús Vigfússon, trésmiður ........
Ottó Kornerup Hansen ...............
Ragnar Þórðarson, lögfræðingur ..,
Svavar L. Gests....................
Stefán Thorarensen, lyfsali .......
Þóroddur E. Jónsson, heildsali ....
Þorsteinn J. Jónsson, verkstjóri ....
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, lyfsali
Þorvaldur Guðmundsson, kaupm. ...
Útsvar: Aðst.gj.: Samtals:
661.500 385.300 1.046.800
129.800 2.746.300 2.876.100
0,— 555.600 555.600
554.500 216.900 771.400
111.500 703.400 814.900
291.600 392.700 684.300
1.588.700 1.693.800 3.282.500
135.300 551.100 686.400
999.900 0 — 999.900
1.012.900 0.— 1.012.900
368.200 246.600 614.800
1.378.400 2.934.200 4.312.600
118.900 525.800 644.700
449.300 900.000 1.349.300
15 einstaklingar greiða yfir
100.000 krónur.
Einstaklingar, sem greiða út-
svar og aðstöðugjald kr.
100.000 og þar yfir:
Útsvar: Aðst.gj.: Samt.:
62.600 71.200 133.800
110.300 0.— 110.300
90.700 24.200 114.900
100.200 39.400 139.600
67.700 35.500 103.200
38.800 86.100 124.900
41.500 95.100 136.600
88.700 75.700 164.400
55.100 44.900 100.000
85.900 30.000 115.900
63.700 49.300 113.000
20.200 84.300 104.500
78.800 71.600 150.400
155.300 97.800 253.100
62.200 237.700 299.900
• Liggur frammi til 13. sept.
Útsvarsskráin mun liggja
frammi til og með 13. sept. n.k. í
gamla Iðnskólanum við Vonar-
stræti og á Skattstofunni. Er
kærufrestur til kl. 12 á miðnætti
þann dag. Loks má geta þess, að
öll gjöld, sem greiða á samkvæmt
skránni, verða nú greidd á ein-
um og sama stað, Gjaldheimtunni
við Tryggvagötu.
Möskvastærðin hfá
dragnótabátunum
Akranesi, 28. ágúst.
SL. laiugardag átti ég tal við
Guðna Pálsson, eftirlitsmann
veiðarfæra dragnóta’báta, og
sagði hann mér, að hann hefði
mælt mösikvastærðina hjá drag-
nót .át, sem þá var staddur í
Reykjavik. Nótin mældist of smá
riðin. Skiljanlega er mikilvægt
fyrir uppfæðinginn, að möskvar
dragnótanna fullnægi þeirri
stærð, se i lögin ákveða.
í dag fi itti ég, að skipstjórinn
á þessum bát hafi brugðizt fljótt
og vel við og keypt samdægurs
nýtt net með löglegri möskva-
stærð í ‘báða dragnótapokana:
— Oddur
Söltun stöðvuð
SÍLDARÚTVEGSNEFND sam-
þykkti á fundi í gær að stöðva
söltun á cut-síld frá miðnætti í
nótt, því að þegar hefur verið
saltað ríflega upp í gerða sölu-
samninga. Telja má víst, að
Sovétríkin kaupi 20 þús. tunn-
ur í viðbót, eins og Mbl. hefur
þegar skýrt frá. — Heildarsölt-
unin á öllu landinu nam í gær
362.852 tnnnnm,
Glaumbær
Allir salirnir opnir
í kvöld
Hljömsveit
Gunnars Ormslev
Dansað til kl. 1.
Borðapantanir i
jima 22643 og 19330.
Glaumbær
Drœtti
frestað
DRÆTTI í Happdrætti Sjálf-
stæðismanna í Reykjaneskjör-
dæmi hefur verið frestað til 15.
október.
Sakaðir um tilræði
við Nkrumah
Accra (NTB) 30. ágúst.
BIAÐ, sem er hlynnt stjórninni
í Ganah skýrði frá því í dag,
að ráþherrarnir tveir, sem hand-
teknir voru í gær hefðu staðið
að tilræði við Nkrumah forseta
fyrr í sumar. Lagði blaðið til, að
þeir yrffu hengdir.
— Saltslld
Framhald af bls. 24.
svo, að bandaríski markaðurinn
hefur brugðizt og mun útflutn-
ingur norskrar Íslandssíldar þang
að minnka í ár. Svipað er að
segja um markaðinn í Sviþjóð,
þar sem innflytjendur hafa nú
aðeins gert fyrirframsamninga
um nál. 70.000 tunnur af norskri
fslandssíld. Venjulega hafa slíkir
samningar falið í sér 80—90% af
heildarmagninu þangað. Við eðli-
legar aðstæður hafa Svíar keypt
um 115.000 tunnur af saltaðri
Íslandssíld frá Noregi.
Þá segir Clement Johnsen enn-
fremur:
— Með tilliti til árstímans
sitjum við ennþá uppi með til-
tölulega miklar birgðir af ó-
seldri vetrarsíld, og bað enda
þótt afli hafi brugðizt og sölt-
un verið takmörkuð.
Samikeppni við fslendinga
í viðtalinu kemur það fram,
að versnandi sölumöguleikar
Norðmanna eigi m. a. rætur að
rekja til harðrar samkeppni við
íslendinga. Er í því sambandi
greint í höfuðdnáttum frá salt-
síldarsölum héðan á þessu ári,
m. a. því, að íslendingar hafi
verið búnir að selja fyrirfram
meira en 200.000 tunnur af salt-
síld og síðar náð samningum um
sölu 80.000 tunna til Sovétríkj-
anna.
Blaðamaður spyr Johnsen
m. a.:
— Áttu Norðmenn ekki
samningaviðræður við Rússa,
áður en þeir sömdu við fs-
lendinga?
— Jú, svarar Johnsen.
— Við höfðum átt viðræffur
viff þá og Rússarniir sýndu
áhuga, en þeir gátu ekki
greitt bað verð, sem við urð-
um að fá.
Næg saltsíld
— Við vonumst til, segir
Clement Johnsen um saltsíldar-
afla Norðmanna i sumar, — að
hann muni í ágúst—septemiber
komast upp í- 150.000 tunnur, ef
sæmilega veiðist. Er það hæfilegt
magn fyrir markaðinn, þar sem
erlendir síldarinmflytjendur sitja
ennþá uppi með íslandssíld frá
í fyrra. Er þar einnig um að
ræða norsk Íslandssíld. Allt dreg
ur þetta úr markaðsmöguleikun-
um.
★
Það kemur að lokum fram í
viðtalinu, að eini markaðurinn,
sem raunverulega geti talizt
eðlilegur nú, sé innanlandsmark-
aðurinn í Noregi.
Til leigu
er rúmgóð ný og vönduð 2ja herb. íbúð í Háaleitis-
hverfi frá 1. október n.k. Leigist aðeins barnlausu
fólki gegn húshjálp að einhverju leiti. Tilboð merkt:
„Húshjálp — 7638“ sendist MbL