Morgunblaðið - 19.09.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 19.09.1962, Síða 2
2 MORGVNRLAÐIÐ Miðvikudagur 19. sept. 196z Mnirn i ■M Krafa reykv'iskra verkamanna er: Allir verkamenn fái full réftindi Kommunistar tryggja völd sin i „Dagsbrún" með þvi oð halda fjölda verkamanna réttindalausum EIN helzta ástæSa þess, að kommúnistum hefur tekizt að halda völdum í „Dagsbrún" á undanförnum árum, er sú, að mtkill fjöldi starfandi verka- manna í Reykjavíkur hefur ekki öðlazt full réttindi í fé- laginu. Kommúnistar hafa Xagt mikla áherziu á það, að „smala“ inn í félagið öllum flokksbræðum sínum, sem með nokkru móti hefur verið hægt að halda fram að við- riðnir væru verkamanna- vinnu. Hafa þeir ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum — og eru „litlir" verkamenn ýmsir þeir, sem þannig hafa flotið inn í félagið á flokks- stimpliniim. Hitt hafa þeir svo ekki lagt minni rækt við, og það er að halda réttinda- lausum sem alira flestum úr hópi þeírra, sem ekki hafa verið líklegir til að sætta sig við það, að félagið væri mis- notað í pólitískum tilgangi. Þannig hefur t. d. síðustu ár- in hundruðum verkamanna verið haldið á aukameðlima- skrá, enda þótt þeir ættu kröfu á fullum rétindum í félaginu. Með þessum hætti hefur kommúnistum tekizt að koma í veg fyrir að menn þessir gætu greitt atkvæði við kosn- ingar í félaginu. Er það vissu lega mjög alvarlegt mál, að þannig skuli vera loku fyrir það skotið að hinn sanni vilji starfandi verkamanna í Reykjavík fái komið í ljós. Og það er ekki síður alvarlegt, að um leið eru umræddir verkamcnn sviptir margvisleg um hlunnindum, sem verka- menn eiga að geta notið góðs af, svo sem styrkjum úr sjúkra sjóði, atvinnuleysistryggingu, þegar á slikt reynir, o. s. frv. í mörgum tilfellum greiða þessir menn þó full gjöld til félagsins. Allir þeir verkamenn, sem svona er ástatt um, ættu vissu lega að nota tímann fram að hinni fyrirhuguðu allsherjar- atkvæðagreiðslu í félaginu, til þess að ganga fast eftir þvi, að fá full réttindi í félagi sínu. Ef þeir fylgja þeirri kröfu sinni eftir af einurð og festu, geta kommúnistar ekki enda- laust staðið í vegi fyrir því, að slíkt réttlætismáli nái fram að ganga. Þeir munu verða að láta undan, þótt þeim þyki það súrt í broti. •*r> UM hádegi í gær var alldjúp lægð yfir Grænlandshafi og olli S-strebkingi og rigningu hér vestan lands, en austan lands var hægviðri og létt- skýjað. Lægðin þokast NA- eftir og lítur því út fyrir SV- átt hér á landi og skúraveður uim vestan vert landið. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Vestfjarða og | miðin: SV kaldi, skúrir, léttir L tii síðdegis í dag með vestan- J átt. I Norðurland og miðin: SV i kaldi, skúrir vestan til. U NA-land, Austfirðir og mið- J in: SV kaldi, rigning öðru 1 hverju. 1 Austurdjúp: Sunnan stinn- U ingskaldi, rigning. £ Bolfana vantaði í Maríu Júlíu og skipshöfnin fór út á varÖskipinu Gaut Kynningarkvöld Norræna félagsins NORRÆNA félagið efnir til kynningarkvölds í Þjóðleikhús- kjallaranum n. k. fimmtudags- kvöld, 20. sept., og er þangað boðið þeim, sem nú eru á för- um utan til náms við lýðháskóla á Norðurlöndum fyrir milli- göngu félagsins og einnig þeim, sem áður hafa stundað nám á slíkum skólum á vegum þess. Margir fyrri nemendur vilja án efa nota tækifærið til að biðja fyrir kveðju til skóla sinna, en þeir sem nú fara utan — flestir í fyrsta sinn á ævinni — gætu um leið fræðst um margt af þeim, sem áður hafa verið á þeim skólum, sem þeir fara nú til. Þessi fræðslu- og skemmti- fundur hefst kl. 20.30, aðgangur er ókeypis og nemendum heim- ilt að taka með sér gesti. Þeir Sveinn Ásgeirsson, ritari Nor- ræna félagsins, og Magnús Gísla son, framkvæmdastjóri þess, munu ræða við nemendur, en dansað verður til kl. 23.30. Sviþjóð. Á sl. 8 árum hafa um 500 íslendingar notið fyrir- greiðslu félagsins í þessu efni, og er þessi liður starfsemi þess því mjög umfangsmikill. Allir hljóta nemendurnir styrki til námsdvalarinnar í þeim löndum, sem þeir dvelja í, og verður því skólavistin þeim tiltölulega mjög ódýr. Hér er um heimavistar- skóla að ræða, þar *em áherzla er lögð á almenna menntun og félagslegan þroska. Þá er það auk sjálfs námsins mikils vert fyrir hina íslenzku nemendur, að þeim gefst sérstakt tækifæri til að tileinka sér vel eitt Norð- urlandamálanna, sem þeir búa að æ síðan, og tengjast frænd- þjóðum vorum traustum vináttu böndum. Er reynslan af dvöl ís- lenzkra nemenda á lýðháskól- um á Norðurlöndum hin ágæt- asta. Norræna félagið. Læknafundur í kvöld um hjartasjúkdóma í TfLEFNI af komu þriggja danskra hjartasérfræðinga frá Ríkisspítalanum í Kaupmanna- 'höfn verður haldinn aukafundur í Læknafélagi Reykjavíkur í kvöld, miðvikudagskvöld, klukk an 20,30 í hinni nýju kennslu- sfcofu Landsspítalans, Hver lækn ir flytur erindi í sinni sérgrein í hjartasjúkdómum. Allir læknar og læknastúdent ar eru velkomnir á fundinn. 1 GÆRMORGUN var fyrirhug- að að hefja að steypa nýja Keflavíkurveginn, en því varð að fresta vegna mikillar úr- komu. Ráðgert var að hefja framkvæmdirnar í morgun ef veður leyfði. Ákveðið hefur verið að steypa 5 km. kafla af nýja veginum í haust, en hann verður 7,5 m. Á UNDANFÖRNUM árum hefur skipshöfnin á varðskipinu Maríu Júlíu veitt því eftirtekt að óeðli- lega mikið marraði í skipinu þeg ar það valt, og virtist marrið einkum koma undan yflrbygg- ingu skipsins, og lét stundum mjög hátt. Ekki þarf að því að spyrja að skipsliöfnin og starfs- menn Landhelgisgæzlunnar hafa gert saumnálaraleit að orsökun- um til þessa marrs í skipinu. En ástæðan kom ekki í ljós fyrr en í fyrri viku. Vegna þess að þá virtist svo sem nokkur bitasamskeyti hefðu breiður. fslenzkir aðalverktak- ar hafa tekið verkið að sér og hafa þeir á að skipa fullkomnum vélum, sem steypa 150—200 m. á dag. Byrjað verður að steypa veginn fyrir ofan Hafnarfjörð og er það Snæbjörn Jónasson, verkfræðingur, sem hefur eftir- lit með verkinu fyrir hönd vega málastjóra. opnast, bað Landhelgisgæzlan sér fróða menn í tréskipasmíði frá Landssmiðjunni og Skipaskoðun ríkisins að athuga málið. Kom þá í ljós að í skipið vantaði stóra bolta, sem halda dekkinu sam- an sitt hvoru megin við keisinn. Eiga þeir aS vera í íslenzkum skipum, en María Júlía var smíð uð í Danmörku fyrir 12 árum, og átti að uppfylla allar kröfur, sem gerðar eru til tréskipa hér- lendis. En siglt hefur hún 12 ár- in án boltanna, sem halda eiga skipinu saman. Er þetta kom á daginn varð uppi fótur og fit, og bannaði skipaskoðun ríkisins að skipið færi á sjó fyrr en búið væri að laga þetta. Átti María Júlía að fara út til gæzlu á Faxaflóa sl. laugardag en þegar skipaskoðun in bannaði brottför skipsins, var úr vöndu að ráða. Varð það úr að skipstjóri og skipshöfn voru sett um borð í varðskipið Gaut, en það gerðist með slíkum hraða að ekki náðist í kokkinn. Fór Gautur kokkslaus út með þær ráðleggingar að ef menn svengdi skyldu þeir bara fara inn til Keflavíkur og fá sér að borða! Unnið er að því að koma bolt- unum fyrir í Maríu Júlíu. Rign!ngin tafði steypu- vinnu á Keflavíkurveginn Ágætt héraðsmot Sjálf- stæðismanna á Austfj. Um 500 nemendur á 8 árum Um 60 íslenzkir unglingar munu stunda nám á vetri kom- anda fyrir milligöngu Norræna félagsins á lýðháskólum í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Komin heim f rá Konsó FRÚ Margrét Hróbjartsdóttir og Benedikt Jasonarson, kristniboð ar, eru nýkomin heim í hvildar- leyíi frá starfi sínu á íslenzku kristniboðsstöðinni í Konsó. Hafa þau þá lokið fvrsta starfstíma- bili lcristniboða, sem er um 4% ár þar í landi. Munu bau dvelja hér heima sér til hressingar í rúmt ár. Samband ísl. Kristniboðsfélaga Bem reist hefir kristniboðsstöðina i Konsó og staðið straum af Starfrækslu hennar, efnir til al- mennrar samkomu í húsi K. F. U. M. og K. í kvöld kl. 8,30 þar sem hjónunum verður fagn að við heimkomuna og þau flytja kveðjur til vin« og velunnara starfsins. SÍÐASTL. laugardag efndu Sjálfstæðismenn á Austfjörðum til héraðsmóts í hinu veglega fé- lagsheimili í Neskaupstað. Fór mótið hið bezta fram og var vel sótt, þrátt fyrir slæmt veður. Dagskráin hófst með því að Kristinn Hallsson, óperusöngv- ari, söng einsöng; undirleik ann- aðist Skúli Halldórsson, píanó- leikari. Þá flutti Jónas Pétursson, al- þingismaður, ræðu. Síðan söng Þórunn ólafsdóttir, söngkona, einsöng. Þessu næst flutti Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, ræðu. Fluttur var gamanleikurinn „Mótlætið göfgar“ eftir Leonard White og fóru með hlutverk leikararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir. Að leiksýningu lokinni sungu þau Kristinn Hallsson og Þór- unn ólafsdóttir tvísöng við und- irleik Skúla Halldórssonar. Vai’ ræðumönnum og listafólk inu mjög vel fagnað. Samkomunni lauk síðan með því, að stiginn var dans fram fólkinu mjög vel fagnað. Lauk Rétfir í Ár- nessýslu EINS og kunnugt er standa nú réttir yfir.. í gær voru Hafravatns réttir og mun nú lokið við að rétta víðast hvar fyrir sunnan fjall, en í Árnessýslu verður rétt að í dag, fimmtudag og föstu- dag. Selvogsréttir eru í dag, og Grimsnes eða Klausturghóla- réttir eru á morgun fimmtudag. Ölfusréttir, Hrunamannaréttir og Gnúpverjaréttir eru á morgun, en stærstu réttir í Amessýslu, Skeiðaréttir eru á föstud. Laugar dalsréttir voru í gær fc.* í dag eru Tungnarétiir. Námsstyrkur KVENSTÚDENTAFÉLAG fs- lands hefur ákveðið að veita nú í haust styrk, að upphæð kr. 20.000.00, til framhaldsnáims er- lendis. Styrkurinn veitist konu, sem tekið hefur lokapróf í ein- hverri grein við Háskóla fslands. Umsóknir um styrkinn sendist Kvenstúdentafélagi íslands, Rvík á þar til gerðum eyðublöðum. Eyðublöðin fást í skrifstofu Há- skóla íslands. Slökkviliðið gabbað Hafnarfirði — í gær varl slökkviliðið gabbað út og það beðið að koma að Hverfis- götu 69, en hús með bví núm 1 eri er -kki til. Var hringt á „lökkvistöðina og fóru allir bílarnir út eða brír talsins., Við sliku gabbi eru háar sekt ir en að sjálfsögðu er það líka vítavert afchæfi, sem get- ur orðið stórhættulegt ef um raunverulegan eld er að ræða um sama eyti. * - • . . llX, , Eigandi Land Roverbílsins FYRIR nokkru var dregið í Happ drætti Krabbameinsfélags ís- lands. Vinningar voru þrír, tvö hjólhýsi og Land Roverbíll. Hjól hýsanna var beggja vitjað strax, en nú hefur eigandi Land Rover bílsins vitjað hans. Kom bíllinn á miða nr. 13524, og reyndist eig andi hans frú Guðrún Thorsten- sen, Túngötu 3, Reykjavík. — Bilslys Framhald af bls. 24. ir eftir áreksturinn. Þess má geta, að rannsókn- arlögreglumaður, sem kvaddur var á staðinn. lagði biil sínuin undir ljósastur með biðljós á. For vitinn bílstjóri, sem ók framhjá og varð starsýnna á slysstaðinn en veginn, ók aftan á bíl lögreglu mannsins. Skemmdist bíil lög- reglumannsins lítillega en hinn bíllinn töluvert. — Geta má þess að veður var hið versta til akst- urs í gær, rigning og slagveður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.