Morgunblaðið - 19.09.1962, Page 3

Morgunblaðið - 19.09.1962, Page 3
Miðvikudagur 19. sept. 1962 MOKGU1SBLAÐ1Ð 3 STAKSTEINAR Hlutverk Dagsbrúnar í Hafravatnsrétt komu að þessu sinni um 8000 fjár að því er fróðustu menn töldu og var það raunar venju frem- ur margt. Þó hafði féð leitað niður undanfarna daga sökum kuldanna sem gengið hafa. Mjög virtust dilkar misjafnir að væníeika og gat raunar að líta marga „kettlinga", eins og bændur nefna hina rírari. Fé á þessu svæði er yfir höfuð vel fóðrað og fer því vænt á fjall, en kemur þaðan frem ur rírt, sökum þess hve sum- arhagar eru yfirleitt lélegir á þessum slóðum. Mikil bót er talin að því að áburði var dreift á alistórt svæði af heið- unum í sumar og leitaði féð þangað inikið. Hinsvegar er það almeunt talið að ekki hafi enn verið nóg að gert þar sem Framhald á bls. 23. Alþýðublaðið birtir í gær for- ustugrein um pólitíska misnotk- un kommúnista á verkamannafé- laginu Dagsbrún. Er þar m. a. komizt að orði á þessa leið: „Það er athyglisvert fyrir Dags brúnarmenn, hvaða hlutverk kommúnistar hafa ætlað félagi þeirra. Þeir eru alltaf látnir ríða á vaðið, þegar taka þarf upp baráttu fyrir hækkunum. Oft verða þeir að leggja hart að sér í löngum verkföllum, en svo koma launaliærri stéttirnar á eftir og fá án fórnar sömu hækk- anir — og oftast meiri. Þetta kerfi þjónar sannarlega ekki hagsmunum verkamanna, en það virðist þjóna pólitískum hags munum kommúnista. Með stjórn sinni á Dagsbrún nota þeir að- stöðu sína, þegar þeim þóknast og eins og þeim þóknast. Væri æskilegt að einhverjir aðrir en Dagsbrúnarmenn beri í framtíð- inni þungann af baráttu, sem allir njóta góðs af síðar“. Þetta er vissulega réttilega | mælt. Það eru ekki hagsmunir verkamanna í Dagsbrún, sem kommúnisar bera fyrst og fremst fyrir brjósti. „Illindastefnan“ á undanhaldi Illindasteína framsóknar »g kommúnista er á undanhaldi. Fulltrúar bænda og neytenda náðu samkomulagi um afurða- verðið, bændur fengu leiðrétt- ingu á skekkjum undanfarinna ára í skjóli skilnings og sann- girni neytenda. 1 svipaðan mund náðist sam- komulag við fulltrúa opinberra starfsmanna um lagfæringu á kaupi þeirra. Þjóðfylkingarflokkamir hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur undanfarna mánuði til þess að hindra allt samkomulag um kaup og kjör og halda uppi stöðugum verkföllum og illind- um í þjóðfélaginu. Samkomulag neytenda og bænda, opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins eru því mikið áfall fyrir þá þjóðfylk- ingarmenn. Þeir höfðu gert sér von um að með haustinu mundi allt fara í uppnám og sölustöðvun jafnvel hafin á landbúnaðaraf- urðum. En fólkið sjálft hefur tekið hér ráðin af postulum illinda- stefnunnar. Það er orðið þreytt á verkföllum og skemmdarstarf- semi kommúnista og framsókn- ar og tekur raunhæfar kjarabæt- ur og eðlilega þróun fram yfir ævintýramennsku stjórnarand- stöðunnar. 1,,Hernámsandstæð- ingar“ í upplausn Alger upplausn er nú í ffðl hinna svokölluðu hernámsand- stæðinga. Þar er hver höndin upp á móti annari. Því fólki fækkar stöðugt, sem lætur kommúnista ginna sig til barátu gegn vest- rænni samvinnu. I íslendingar gera sér almennt ljóst að þeir eiga fyrst og fremst samleið með hinum vestrænu 1 lýðræðisþjóðum. Þeir vilja ekki I Iáta draga sig austur fyir járn- | tjald, þar sem járnkrumla hins Ialþjóðlega kommúnisma hefur kyrkt andlegt og efnalegt frelsi fólksins. Það er vissulega raunalegt Íað sjá ennþá einstaka „nytsama sakleysingja“ brjótast um á fleka umboðsmanna hins alþjóðlega kommúaisma hér á íslandi. Þetta vesalings fólk er orðið að alger- um viðundrum, sem verðskuldar meðaumkvun frekar en fyrirlitn ingu. En einnig það getur séð að sér áður en það lokast algerlega inni í hömrum kommúnismans og hins dómgreindarlausa ofstækis. Nærfellt jafn margt fólk sem fé í Hafravatnsrétt í GÆR brugðu fréttamenn Mbl. sér í fyrstu réttimar á þessu hausti og var haldið upp í Hafravatns- rétt. Að vísu var veðrið leiðinlegt, suddarigning og því lítt ánægjulegt um að litast. í Hafravatnsrétt eiga Reykvíkingar allt sitt fé, svo og Mosfellssveitar- menn og ennfremur fjár- eigendur suður með sjó. í Hafravatnsrétt er smalað fé norður á miðja Mosfells- heiði þar sem skilur landa- mæri við Þingvallasveit og heitir þar í göngunum að fara á Norðurheiði. Suðurheiðar- menn fara hins vegar allt suður á Hólmsheiði og Elliða- vatnsheiði. Syðst er skipaður deildarstjóri af hálfu Reyk- Kristinn á Mosfelli (með Iúð- urinn) var skörulegur réttar- stjóri. Hér kallar hariu á rétt- armenn til þess að reka féð í almenninginn. Ljósm. Ól. K. M. víkinga er þar leita. Er Bragi Ágústsson þar leitarstjóri. Á Suðurheiði er Ólafur Pét- ursson á Ökrum fjallkóngur eða leitarstjóri, en á Norður- heiði Ingimundur Ámundason á Hrísbrú. Áður en fé er rekið til Hafra vatnsréttar hafa heiðarnar verið smalaðar og réttað í svo- nefndri Húsmúlarétt, sem er skammt norðan Kolviðarhóls. Er vestanféð þar dregið frá safni Ölfusinga. Húsmúlarétt var í fyrradag og var komið með féð þaðan á mánudags- kvöld skömmu eftir að safnið rann niður að Hafravatni. í gær sótti mikill fjöldi.fólks réttina þótt slæmt væri veður. Mátti segja að í réttaralmenn- ingnum væri lengst af fleira fólk en fé. Kristinn bóndi á Mosfelli stýrði þar réttum af miklum skörungsskap og hafði mikinn kalllúður til þess verks. Ekki stóð á liðsmönnum við að rétta féð og gekk dráttur greiðlega, enda hrollur í mönnum í rign- ingunni og höfðu því skila- menn fullan hug að ljúka verki sínu sem fyrst. Hvort hér hefir verið rætt um kirkjubyggingu eða væn- leik fjárins vitum við ekki, en sr. Bjarni Sigurðsson (ber- höfðaður t.v.) er hér að rabba við nokkra réttarmenn. Ljósm. Ól. K. M. Við hittum Ingimund á Hrís brú að máli sem snöggvast og lá vel á honum. Lét hann yfir að göngurnar hefðu geng- ið hið bezta, enda veður all gott á mánudaginn. Þessi aldurhnigni réttarmað- ur rekur féð úr nátthaga í almenning, sveiflar stafnum sínum og hóar af krafti. Ljósm. Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.