Morgunblaðið - 19.09.1962, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.09.1962, Qupperneq 5
Miðvikudagur 19. sept. 1962 MORGVNBLÁÐIÐ 5 Sýning á blöðum og tímarifum hjá Eymundsson ÞESSA viku stendur yfir hjá Bókaverzl. Sig-fúsar Eymunds sonar í Austurstræti sýning á yfir 500 erlendum blöðum og tímaritum. Fréttamaður blaðsins leit inn á sýnánguna í gærmorgun og ræddi þar nokkra stund við Gunnar Ragnars, en hann pant aði blöðin á sýninguna og skipulagði hana. Sagði Gunn- ar, að sýningin væri fyrst og fremst tilraun til þess að skapa mönnum betri þjónustu í blaðakaupum. Erfitt hefði verið fyrir menn, sem áhuga hefðu á blöðum og tímaritum að sjá lítið nema lista yfir nöfn þeirra, en nú væri ætl- unin að reyna að ráða bót á því og ef áhugi á þessari sýn- ing reyndist mikill, sem all- ar líkur virtust benda til, yrði haldið áfram á sömu braut. Fullyrða mætti, að þetta væri fyrsta sýning sinnar tegundar, er haldin væri hér í Reykja- vík. Blöðin á sýningunni eru flest frá Þýzkalandi, eða nærri 200, síðan frá Ameríku o.g Englandi en einniig er tölu- vert frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Sagði Gunnar, að Iðnaðarmálastofnun fslanids, Upplýsingaþjónusta Bandaríkj anna og sendiráð viðkomandi lanida hefðu reynzt mjög hjálp leg við úivegun blaðanna. Til þess að menn séu fljótari að finna það, sem þeir hafa. áhuga á, hefur sýningunni ver ið skipt í 61 flokk. Má þar fnna flestar þær tegundir, sem menn óska eftir í vali blaða og tmarita svo sem tæknifr. iðnað, læknisfræði, verzlun, stjóm- og hagfræði, efnafræði húsagerðarlist, búvísindi, ljós- myndun, tízkublöð, íþróttir, bókmenntir, listir og lögfræði. Eru rit þessi allt frá ársrit- um og niður í vikublöð. Þá geta menn gerst áskrif- endur að öllum blöðunum og tímaritunum á sýningunni og má greiða andvirði þeirra í íslenizkum peningum. Frár um malir, fjörur dal, flýgur alinn Valur, bezta talinn blakkaval, brátt ei skal hann falur. (Hestavísa eftir sr. Helga Sigurðsson) í>AÐ er áreiðanlegt, að margir Reykvíkingar af yngri kynslóðinni hafa undanfarna daga lagt leið sína að verzlun arglugga Thorvaldsensfélags ins í Austurstræti og horft vonaraugum á brúður þessar, sem nu eru þar til sýnis. Brúðurnar eru meðal vinn- inga í leikfangahappdrætti félagsins, sem dregið verður í um miánaðamótin næstu. f>ær eru ítalskar 70-100 om á stærð og sérlega skemmti- legar eins og myndin sýnir. Alls eru vinningar í happ- drætti Thorvaldsensfélagsins 50 talsins og verður auk brúð anna dregið um þríhjól, skip, flugvélar, stóra bíla o. fl. Síðar í vikunni verða leikföng in sýnd 1 anddyri Háskólabí- ós, þar sem miðar verða einn- ig seldir. Flugfélag íslands: Millilandaflug: Millilandaflugvélin Hrímfaxi fer til Óslo og Kaupmannahafnar kl. 08:30 í dag. Væntanleg aftur til Reykja- víkur kl. 22:15 í dag. Millilandaflug- vélin Skýfaxi fer til Glasgow og Kaup jnannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Eg- Slsstaða, Hellu, Hornaf jarðar, ísa- fjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir) Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, ísa- fjarðar, Kópaskers, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Loftleiðir: Miðvikudag 19. septem- ber er Þorfinnur karlsefni væntan- legur frá New York kl. 05.00. Fer til Oslo og Helsingfors kl. 06.30. Kem- ur til baka frá Oslo og Helsingfors kl. 24.00 Fer til New York kl. 01.30 Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá New York kl. 06.00. Fer til Gauta- borgar, Kaupmannahafnar og Staf- angurs kl. 7.30. Leifur Eiríksson er mannahöfn og Gautaborg kl. 23.00 Fer til New York kl. 00.30. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla lestar á Austfjarðairhöfnum, Askja er j í Keflavík. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er 1 Hamborg, Esja er í Reykjavík,, Herj- ólfur fer frá Reykjavík kl. 21 í kvöld til Vestmannaeyja, Pyrill er , á Norðurlandshöfnum, Skjaldbreið er | í Reykjavík, Herðubreið er í Reykja- vík. Hafskip: Laxá kom til Akraness 1 þ.m., Rangá fór frá Riga 16. þ.m. til íslands. Eimskipafélag íslands: Brúarfoss er í Reykjavik, Dettifoss er á leið ti'l New York, Fjallfoss er á leið til Kotka, Goðafoss er á leið til New York, Gull- foss er á leið til Reykjavíkur, Lag- arfoss er á leið til Reykjavíkur, Reykjafoss fór til Hólmavíkur og Skagastrandar, Selfoss er í Reykja- vík, Tröllafoss er í Reykjavík, Tungu foss er á leið til Hafnarfjarðar. gj Afgreiðslustúlka Stúlka óskast til afgreiðslu- og skrifstofustarfa. Plastpremt sf. Skipholti 3ö. Stúlka óskast til vinnu á ljósprentstofu. Vinnutími frá 9—6. Umsóknir sendist Mbl., merkt: „Ljósprent — 7909“. Hollenzk þvottavél og stór strauvél. Hjólsög til sölu. — Sími 34079. Loftpressa Vantar loftpressu 460—1000 ltr/mín. með eða án raf- mótors. Plastprent sf. Sími 14160. Kjörsonur Bandarísk hjón óska eftir kjörsyni, 2ja ára eða yngri. Tilboð sendist Morgunlað- inu, merkt: ,,7906“. Kjörblómið Kaupum notaðar blóma- körfur. Kjörblómið, Kjörgarði. F orstofuherbergi til leigu í Kópavogi. Uppl. að Auðbrekku 1. Herbergi óskast með baði og síma. Tilboð send í pósthólf 908, Rvík. Stúlka með barn á 1. ári óskar eftir ráðskonustöðu. Uppl. í síma 36365. Kennsla á Veritas saumavélar. — Tíma pantanir í síma 20755. Roskinn maður óskar eftir herfeergi. — Má vera í kjallara. Uppl. í síma 22160. Kona, sem vinnur úti, óskar eftir 1—2 herb. íbúð, helzt innan Hringbrautar. Upplýsingar í síma 20150. Óska eftir 2ja herb. ibúð. Fullorðið. Ársfyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 18809, 5—7 í kvöld. Haf n arf j örður Barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. íibúð í Hafnar- firði. Uppl. í síma 23100. Ræstingakona óskast til ræstingar á einu stiga- húsi við Eskihlíð. Uppl. i síma 10287. Framr eiðslustúlka óskast strax. Prósentur. Veitingastofan Óðinstorg, Þórsgötu 1. Sími 20490. Herbergi óskast Einhleyp stúlka óskar eftir góðu herbergi og eldhúsi eða eldhúsaðgangi. Uppl. í síma 12023. Ný „Honher“ harmonika til sölu. Upplýsingar í síma 51029. Vil kaupa notaða ritvél. Upplýsingar í síma 18861. De Soto 1947 til sölu milliliðalaust. — Upplýsingar í síma 51020. Keflvíkingar Fordson sendiferðabíll, ár- gerð ’46 til sölu Faxaforaut 33C kl. 18.30—22. Kona sem vinnur úti frá 9—6 óskar eftir 2ja herb. íbúð til leigu 1. október. Helga Jónsdóttir Sími 1518 og 24393 eftir 8. Tvö herbergi óskast til leigu. Tvennt fullorðið, mæðgin, róleg og reglu- söm. Uppl. í síma 35349 í dag til kl. 7. Píanó til sölu Gott píanó (Hornung og M011er) til sölu. Upplýsing- ar í síma 23930. Unglingsstúlka eða fullorðin kona óskast til að gæta 2ja barna í Austurbæ Kópavogs. Uppl. í síma 19000, eftir kl. 18. Stúlka óskast í Vogaþvottahúsið, helzt vön pressuvinnu. Uppl. í síma 3-34-60 millí kl. 8 og 10 á kvöldin. Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn í vetur. Meiga hafa skellinöðru. Upplýsingar ekki í síma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.