Morgunblaðið - 19.09.1962, Page 24

Morgunblaðið - 19.09.1962, Page 24
FRÉTTASÍMAR M B L. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 LANDIÐ OKKAR Sjá bls. 10. 207. tbl. — Miðvikudagur 19. september 1962 Veiki hrjáir hreindýrin Sýnishorn tekin ur veikum dýrum eystra og athuguð ALLMIKIÐ hefur borið á veiki í hreindýrahjöröunum fyrir aust- an, og hefur rannsóknastöðinni á Keldum borizt sýnishorn af líf færum sýktra hreindýra, bæði vetur og í sumar. Á sýnishorn- unum í vetur bar talsvrt á garna ormum, en rannsóknir á sýnis hornum frá í sumar eru enn á byrjunarstigi þannig að ekkert er enn hægt að segja um hvaða veiki er hér á ferðinni. Almennt mun svo hafa verið litið á fyrir austan að hér hefi verið um ormaveiki að ræða, en samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá rannsóknastöðinni að Keldum í gær, er ekki hægt að ákvarða veikina að svo stöddu, þar eð rannsóknir eru enn á byrj- unarstigi. Kjötið af hinum sýktu dýrum er hinsvegar talið neyzlu hæft og segir rannsóknastofan að engin óhollusta stafi af því enda þótt um garnaorma kunni að vera að ræða. Talið er að veikin sé heldur að breiðast út meðal dýranna. Fyrir skömmu fór Halldór Vig- fússon, starfsmaður rannsókna- stöðvarinnar, austur á land og á hreindýraslóðir ásamt Agli Gunn arssyni, eftirlitsmanni. Var er- indið að safna sýnishornum úr líf færum dýranna. Halldór tjáði Mbl. í gær að talsvert hefði borið á iélegum dýrum, horuðum og þróttlitlum. Ekki rákust þeir Egill á hræ, en eina kú sáu þeir að dauða komna. Halldór tók Rauk úr Ijósasfaur í GÆR var slökkviliðið kvatt að ljósastaur við Njálsgötu 112. Höfðu vírar slegist saman úr staurnum og rauk úr honum. Menn frá rafveitunni komu á staðinn og gerðu við bilunina. — Þá var slökkviliðið kvatt í gær- morgun að Háteigsvegi 23. Hafði þar kviknað í gluggatjöldum, en búið var að slökkva er liðið kom á staðinn. sýnishorn úr 13 dýrum, flestum veikindalegum, en sum voru nokkurn veginn heilbrigð að sjá. Halldór á eftir að gefa skýrslu til Menntamálaráðuneytisins um för sína, en hreindýrin heyra undir það ráðuneyti, og rannsókn ir á sýnishornunum eru á byrj- unarstigi þannig að ekki verður enn sagt með fullri vissu um hvaða sjúkdóm hér er að ræða. Nokkru áður höfðu þeir próf- essor Snorri Hallgrímsson, próf- essor Kristinn Stefánsson, dr. Sigurður Þórarinsson og Egill Gunnarsson farið um aðrar hrein dýraslóðir og tekið sýnishorn úr líffærum sýktra dýra þar. Liggja því fyrir sýnishorn úr dýrum af ýmsum svæðum, þannig að ljóst ætti að verða að rannsókn lok- inni hvort hér er um að ræða sýkingu á ákveðnum stöðum eða hvort hún tekur til stofnsins alls. Bílslys á Hríng- braut í gærkvöldi U M klukkan hálf tíu I gær- kvöldi varð harður árekstur á milli tveggja Volkswagen bíla á gatnamótum Hringbrautar og Sóleyjargötu. Slasaðist kona, sem var farþegi í öðrum bíln- um svo, að flytja varð hana í sjúkrahús, og tvennt sem í hin- um bílnum var meiddist lítil- lega. — Nánari atvik voru þau að Volkswagenbílnum R 9284 var ekið austan Hringbraut. Nam hann staðar milli akreina við Sóleyjargötu og ætlaði síðan að aka yfir nyrðri akbraut Hring- brautar inn á Sóleyjargötuna. Segist bílstjórinn hafa séð til ferða Stationbíls, sem ekið var austur Hringbrautina og beðið eftir honum. Á eftir Stationbíln um kom Volkswagenbíllinn R 2464 og ók í sömu átt. Bílstjóri R 9284 segist ekki hafa séð til ferða þessa bíls og því ekið inn á götuna. Skullu bílarnir sam- an af miklu afli og kastaðist R 2464 upp á grasbalann austan Sóleyjargötu en hinn bíllinn nam staðar á umferðaeyjunni, sem skilur gatnamótin. Kona, sem sat við hlið öku- manns R 9284 kastaðist til vinstri í bilnum og skall á fram rúðunni um leið. Skarst hún mikið í andliti og var flutt á slysavarðstofuna og síðan á sjúkrahús Hvítabandsins. Bíl- J stjóri þess bíls kenndi sér ekki meins. R-2464 ólk stúlka, otg meiddist hún lítillega, svo telpa, sem við hlið hennar sat. Báðir bílarnir eru stórsikemnad Framh. á bls. 2 Heybruni á Pafreksfiröi Patreksfirði 18. sept. UM hádegið í dag kviknaði í hey hlöðu að Holti á Barðaströnd. Brunnu þar eða skemmdust um 40 hestar af heyi. Sunnan storm ur var og rigning og má telja það lán í þessu óláni vindur stóð af hlöðugatinu svc eldurinn æst ist ekki að ráði. Hefði annars verr farið, því hlaðan er áföst við önnur skemmuhús, sem þá hefði ekki tekist að bjarga. Strax og vitað var um eldinn tóku menn af flestum bæjum Ihreppsins að koma til hjálpar. Samtímis var beðið um slökkvi bifreið en hún komst ekki á vett vang vegna bilunar. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst að slökxva eldinn, og urðu ekki aðrar skemmdii en áður var gel.ð. Bóndi í Holti er Þórður Mar- teinsson. Heyskapur á Barðaströnd hef ur verið í meðallagi og hey góð. Heyskapur hófst þó ekki fyrr en þremur vikum siðar en venju legt er vegna slæmrar sprettu. — Trausti Mbl. átti nýlega leið um Þingvelli og tók þá þessa mynd. Er hún af gröf Jónasar Hallgrímssonar í þjóðargrafreitnum. Ber legstein hans I kirkjuna og hamravegg Almannagjár. — Eins og kunnugt er voru jarðneskar leifar Jónasar Hallgríms- sonar fluttar til Þingvalla frá Kaupmanahöfn. En síðar var Einari Benediktssyni valinn legstaður að Þingvöllum. Fengu frost og byl á Vatna jökli Le/ðin inn i Tungnaárhotna merkt UM HELGINA fór leiðangur úr Jöklarannsóknarfélaginu upp á Vatnajökul, til að ganga frá mæli stöngun fyrir veturinn, en við mælistengurnar hafði cnjórinn lækkað um 2 m. Einnig merkti Guðmundur Jónasson, fjallabíl- stjóri, sem fór tt.jS leiðangurinn, leiðina frá Tungnaá og inn í Tung.iaárbotna, með tilliti til hugsanlegra vetraferða. Leiðangurinn lagði af stað á föstudag og kom í gær. Voru þetta 9 manns, sem fóru á tveim ur snjóbílum að mælistöngunum Rakupp Haf arfirði — í gærmorgun slitn aði vélbáturinn Anna frá Nýju- bryggjunni og rak upp í fjöruna á móts við Nýju-bílastöðina, sem er rétt við bryggjuna. Ekiki urðu neinar skemmdir á bátunum . ' var hann dreginn upp að bryggj unni aftur. Anna er 40-50 smá- lestir. NV af Pálsfjalli, . m 17 km. inni á jökli. Sagði Guðmundur að skriðjökullinn hafi verið all greið fær, e;* Pálsfjall verið óvenju mikið sprungið. Mjög kalt var inn frá um helg ina. Á sunnudag mældist 12 stiga frost, en þá var 'arið að hlýna aftur. Fékk leiðangurinn hart veður, seinni hluta laugardags og sunnudag og skafbyl bar sem gist var ofarlega á skriðjöklin um. En veður og útsýni var sér lega fagurt á sunnudagskvöld. Fyrirlestur próf. Hurwitz í dag EINN kunnasti lögfræðingur Norðurlanda, prófessor dr. jur. Stephan Hurvitz, flytur í dag kl. 5,30 e. h. fyrirlestur í hátíða- sal Háskóla íslands. Nefnist fyr- irlesturinn „Om den nordiske ombudsmandsinstitution“ — en H það efni gjör- þekkir próf. Hurwitz, sem sjálfur gegnir embætti umboðs manns danska þjóðþingsins. — Mun hann m.a. fjalla um þá reynslu, sem fengizt hefur af embættinu, en það er í því fólgið að rannsaka kvartanir og kærur borgara og annarra aðila um misfellur í starfi opinberra starfsmanna. Fyrirlestur þenn- an flytur próf. Hurwitz í boði Háskólans og er ekki að efa, að hann muni verða hinn fróðleg- asti. öllum er heimill aðgangur. Islendingar unnu Hýpurbúu með 4:0 ÍSLENDINGAR unnu Kýpurbúa á Olympíumótinu í skák í Carna í Búlgaríu á öllum borð- unum fjórum. Friðrik vann Kleopas, Arinbjörn Guðmunds- son vann Lantsias, Jón Pálsson vann Leanides og Björn Þor- steinsson vann Fieros. önnur úrslit í riðli íslendinga urðu þau að Júgóslavia vann Frakkland með 3 vinningiun gegn i, Tékkar unnu Pólverja með 2% gegn 1%, Uruguay vann Luxemborg með 3% gegn % og Finnar unnu Hollendinga með 2Vi vinningi gegn 1%. 150 þús. kr. hásetahlutur Patreksfirði 18. sept. Patrexsijaroarbaiar eru nú komnir heim af sumarsildveiö- um. Sigurfari kom 6 september og var afli hans 7.980 mái og tunnur. Hásetahlutur varð um 42.000 kr. og veiöiúmi 9 vikur. Skipstjóri á Sigurfara er Héðinn Jonsson. Dofri kom í nótt, en hann afl- aði á 11 vikum 20.200 mál og tunnur og er hásetahlutur 105 til 110 þúsund krónur. Skipstjóri er Jón Magnússon. Einnig koan hingað í gær Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum en hann hefur verið gerður út fná Patreksfirði í ár. Skipið varð hið fjórða hæsta á síldveiðunum í sumar og fékik 29.740 mál og tunnur á 89 dögium. 7,000 tunnur af aflanum fóru í salt. Háseta- hlutur á Belga Helgasyni er 150.000 krónur. Skipstjóri er Finnbogi Magnússon, bróðir JÓM á Dofra. — TraustL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.