Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 13
Föstudaffnr 28. sept. 1982 MORCVTSBLAÐIÐ 13 Eitt bezta sumar Isl. ferðamála: Hátt á 4. þúsund gestir á Hótel Garði —nær þriðiungnr þeirra Norðurlandabúar STÆRSTA gistihús landsins, Hótel Garður, sem stúdentar liafa rekið undanfarin sumur, hefur tekið á móti hátt á 4. þúsund gestum á þessu sumri. — Meðalnýting her- bergja mánuðina júní til ágúst var um 80% — og munu gestir á hótelinu aldrei hafa verið fleiri. Samkvæmt upplýsingum Harð ar Sigurgestssonar, hótelstjóra, var ferðamannastraumurinn í sumar bæði mikill og stöðugur. Skráðar gestakomur á Hótel Garði voru 3750, en í sumum til- fellum er þar að sjálfsögðu um að ræða fólk, sem gist hefur oft- ar en einu sinni á hótelinu. Af gestafjöldanum eru Norðurlandabúar fjölmenn- astir pða um 32%, næstir koma Bretar og Þjóðverjar, jafnir með 12%, og síðan Bandaríkjamenn 11%. Eins og að líkum lætur hafa gest- ir hótelsins verið af hinum ó- líkustu þjóðernum. Hörður sagði, að t.d. gæti að líta hlið við hlið i gestabók hótelsins jafn fjarlæga staði og t.d. Perú og Patreksfjörð, Astral- iu og Akranes og svo mætti áfram telja. A hótelinu hefðu í sumar gist þátttakendur í eigi færri eu 8 ráðstefnum og mótum. Endurbætt húsakynni Þetta er þriðja sumarið, sem Stúdentaráð Háskóla íslands rekur sumargistihúsið á stúd- entagörðunum. Kvað Hörður ó- hætt að fullyrða, að það hefði gefið betri raun, en hinir bjart- sýnustu hefðu þorað að vona. öllum hagnaði af rekstrinum hefði verið varið til endurbóta á húsakynnum og hefði aðstað- an til hótelreksturs því batnað að mun. Áfram yrði haldið á sömu braut og stæðu vonir til að strax fyrir næsta sumar yrði unnt að stíga fleiri skref fram á við. Er nú m.a. unnið að athug- un á möguleikum þess að byggja við Gamla Garð. Anægjulegt samstarf Hörður lét 'mjög vel af sam- starfi hótelsins við flugfélögin og ferðaskrifstofurnar, og kvað það hið ákjósanlegasta Væri slíkt ekki sízt mikilvægt fyrir ferðafólkið, sem samstarf þetta miðast fyrst og fremst við. Strax í ferðahug Af þeim tölum, sem tími hefði unnizt til að taka saman, kvað Hörður sýnt, að sumar það, sem nú væri senn á enda, hefði í flestu tilliti verið eitt allra bezta sumar í íslenzkum ferðamálum, sem enn hefði komið. Vonandi yrði þróunin á sömu lund. Og svo mikið væri víst, að einhverj- ir væru strax komnir í ferða- hug, því að fyrsta pöntunin um gistingu næsta sumar hefði bor- izt Hótel Garði einmitt nú um miðja síðustu viku. Landbúnaðarháskólinn í Alnarp 100 ára Á FYRRI hluta 19. aldar fór um Norðurlönd vakninganalda í landbúnaðarmálum. Menn fundu gerla til þess, að bað var ekiki lengur hægt að búa með því einu að feta í fótspor feðra sinna. Ungir menn þurftu fræðslu um undirstöðuatriði búfræðinnar og sú fræðigrein var að eflast með tilraunum og rannsóknum. Það má því segja, að - búnaðar- fræðsla á Norðurlöndum sé rúm lega aldar gömul. Að vísu vorú fyrstu bændaskólarnir stofnaðir á fyrri hluta aldarinnar, í Nor- egi 1925, í Svíþjóð 1935 og í Danmörku 1937, en almennir urðu þessir skólar ekki fyrr en xun og eftir miðja öldina, enda vantaði með öllu æðri búnaðar- menntun fyrir þann tíma. Fyrsti búnaðarháskóli á Norð- urlöndum var stofnaður í Ul- tuna í Svíþjóð árið 1849. Árið 1958 stofnuðu Danir búnaðar- háskóla í Kaupmannahöfn (þá utan við borgina) og Norðmenn stofnuðu búnaðarháskóla sinn í Ási árið 1859. Loks Settu Svíar á laggirnar hjá sér annan búnað arháskóla, og var hann staðsett- ur í Alnarp, sem liggur í Suður- Svíþjóð skammt frá Málmey. Ali ar þessar menntastofnanir starfa enn í dag og hafa gert gagn, sem ekki verður metið til fjár. Hér á landi var fyrsti búnaðar skólinn stofnaður í Ólafsdal ár- ið 1880, og vísir til búnaðarhá- skóla var stofnaður á Hvanneyri 1947. Hinn 22. ágúst sl. minntust Svíar á mjög virðulegan hátt 100 ára afmælis búnaðarháskólans í Alnarp. Konungur og drottning Svíþjóðar voru þar viðstödd, landbúnaðarráðherra, fyrir-menn landibúnaðarstofnana, fjölda margir garnlir og nýir nemendur skólans og aðrir gestir, alls um 1000 manns. í þeim hópi voru og fulltrúar frá Danmörku, Finn landi, íslandi og Noregi, einn frá hverju landi. Hátíðin fór fram úti í hinum stóra og fagra olómagarði í Al- narp, og var henni stjórnað af formanni skólaráðs, Ture Bengts son og skólastjóranum Fnðrik Nilsson, en hann flutti aðalræðu dagsins og skýrði sögu - lrus og framtíðaráform. Landbúnaðar ráðherra flutti ræðu, og ávörp voru flutt af rúmlega 30 fulltrú um landbúnaðarstofnana Svía og Norðurlandanna. Flestir þeirra færðu skólanum gjafir. Nokkr- ir af starfsmönnum Alnarp íengu verðlaun fyrir langa og trygga þjónustu og afhenti konungur þau. Um kvöldið var hátiðamið- dagur í húsakynnum stúdenta í Lundi, og var þangað boðið um 400 manns. í sambaridi við nárið ina var landbúnaðarsýning og kvikmynd frá starfinu í Alnarp, ennfremur gefið út veglegt af- mælisrit. Landbúnaðai'háskólinn í Al- narp hefur til umráða 400 ha stóra jörð^ þar af um 315 ha ak- urlönd eða garða, nautgripir eru um 320 að tölu, 70 gyltur og nokkrar kindur. Búskapur allur er rekinn með mesta myndar- Þrengslavegurinn séður úr lofti ölfusmegin frá. — Fremst á myndinni sést vinnuflokkurinn, sem er að aka í uppfyllingu á síðasta kaflanum. Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag. Þrengslavegurinn að ná saman Verið að aka í síðustu 100 metrana ÞREN GSL A VEGURINN nýi yfir Hellisheiðina er nú rétt að verða samfelldur, búist við að endar nái saman á fjalls- brúninni austan megin í næstu viku. í fyrradag, þegar frétta- maður og ljósmyndari blaðs- ins flugu þar yfir, voru ekki eftir nema ca. 100 m til að endar mættust. í sumar hefur verið unnið að því að leggja veginn upp á heiðina Ölfusmegin, en áður var hann kominn hinum meg in frá fram undir heiðarbrún ina og þar er það, sem endar mætast núna. Ekki er vegurinn þó þar með fullgerður, hvorki að lengd né breidd, en ætlunin er að gera hann þannig færan að beina megi umferð um hann í vetur, ef heiðin lokast annars staðar vegna snjóa. En sem kunnugt er liggur Þrengslavegurinn miklu lægra en gamli Hellisheiðarvegurinn og verður mun snjóléttari. Vegurinn á að koma niður á Ölfusveginn, hjá Vindheimum, en þar á samskeytum veganna vantar enn dálítinn kafla. Þó er þar ruðningsvegur, sem not ast má við til bráðabirgða. Þrengslavegurinn mun vera um 18 km langur, úr Svína- hrauni að Vindheimum. Hann liggur um fallegt mosagróið hraun á heiðinni. í Þrengslunum var hægt að ýta honurn upp, en á löngum kafla þ.a.m. þeim sem nú er verið að leggja, hefur orðið ið ýta burtu mold og mosa og aka hrauni í hann. Á meðfylgj andi myndum sést hvar verið er að v nna að því að aka í uppfyllinguna á síðasta kafl- anum. brag og svarar góðum arði Til- raunir eru gerðar í allstórum mælikvarða, einkum í garðrækt og mjólkurfræði. Búfræðikennslan fer aðallega fram í 3 greinum: venjulegum landbúnaði, garðrækt og mjólk- urfræði. í tveimur síðamefndum greinum tekur námið um 4 ár og er æðsta menntun Svía á þeim sviðum. Landbúnaðarnámið er framhaldsnám búfræðinga og tekur eitt ár. Fá útskrifaðir nem endur titilinn lantmester. Þykir sú menntun vera ágæu Þeir em mjög eftirsóttir sei bústjórar og ráðunautar í „tekniskum" efnum Sérmenntaðir starfsmenn stofn unarinnar eru 57 að tölu. Skóla- stjórinn — Friðrik Nilsson — er þekktur fræðimaður á sviði garðræktar. Var hann meðal þátttakenda í N.J.F.-fundi þeim, sem ua .inn var fyrir Norður- lönd í Peykjavík árið 1954. Þyk- ir hann áhugasamur og dugleg- ur skólamaður. Nemendur Alnarps eru frá upphafi alis rúmlega 11 þús. að tölu, og eru meðal þeirra marg- ir af -fremstu landbunaðarmönn- um Svía. Ég tel, að það væri mjög at- hugandi fyrir.þá íslendinga, sem vilja afla sér æðri nienntunar í sviði garðræktar og mjólkur- fræði að afla sér upplýsinga um þetta nám á landbúnaðarstofn- uninni i Alnarp, Hvanneyri 30. ágúst 1962 Guðm. Jónsson Hinn nýi Þrengslavegur á Hellisheiði myndaður úr lofti. Sést hvernig hann liggur um sjálf Þrcngslin. Kaflanum þar var ýtt upp og eru sár í hrauuið beggja vegna eftir ýturnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.