Morgunblaðið - 28.09.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.09.1962, Qupperneq 6
6 MORGUTSBLAÐ1Ð Fostudagur 28. sept. 1962 Unnið er nú að því að reisa nýtt hús fyrir hælið á Kvía- bryggju í Grundarfirði í stað þess sem brann fyrr á þessu ári. Nýbyggingin sést t.h. á myndinni en gamla hælið t.v. Kirkjufell gnæfir þar yfir. — Ljósm.: SV. Þ. S.Þ. sam- þykkja Frá Sameinuðu þjóðunum 22, september — AP — í GÆR var samþykkt á fundi AUsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna sú lausn er fengizt hafði fyrir tilstuðlan U Thants fram- kvæirdastj. á deilu Hollendinga og Indónesa vegna vestur Nýju Guineu. Er þar kveði'o svo á að landsvæðið verði verndarsvæði S.þ. undir stjórn Indónesíu, en árið 1970 skuli þjir fara fram atkvæðagreiðsla um það hvort íbúarnir lúti Indónesum áfram eða gerast sjálfstæð þjóð. Mál þetta var látið sitja í fyr- irrúmi fyrir öðrum á dagskrá þingsins og fór atkvæðagreiðsla fram síðdegis. Úrslit hennar urðu, að lausnin var samþykkt, að því er snerti SÞ, með 89 at- krvæðum gegn engu. Frakkland, 12 fyrrverandi nýlendur Frakka í Afríku og Haiti sátu hjá. í ávarpi er U Thant flutti að atkvæðagreiðslunni lokinni fagn aði hann mjög undirtektum þingsins, og kvaðst vona að Sameinuðu þjóðirnar ættu oft og lengi eftir að stuðla að frið- samlegri lausn deilumála. Leopoldville, 26. sept. — Cyrille Adoula, forsætisráð- herra stjórnarinnar í Leopold- ville, lýsti því yfir í dag, að það hefðu verið hermenn úr liði Katanga, sem skutu niður flugvél SÞ á dögunum. Hins vegar viðurkenndi hann, að hermenn úr hans eigin her, hefðu í fyrstu búizt til árásar á mennina, er í vélinni voru, eft ir að hún féll til jarðar. Sagði Adoula, að hermennirnir hefðu í fyrstu talið að hér væri um skæruliða að ræða, en kom izt að liinu sanna mjög fljót- lega. Franski herinn verður þrískiptur og búinn kjarnorkuvopnum... París, 22. sept. AP-NTB Reuter FRÁ því var skýrt í París í dag að franski herinn muni, er hann hefur verið endurskipulagður, telja 700 þúsund manns. Hann verður búinn kjamorkuvopnum, svo sem franska stjórnin hefur fyrr boðað. Landvarnamðherrann.. Pierre Messmer, er nýkominn til Par- ísar úr ferðalagi um landið, bar sem hann lagði áætlunina um endurskipulagningu hersins fyr ir helztu hershöfðingja Frakk- lands. Meðan á Alsírstyrjöldinni stóð taldi franski herinn eina milljón manna. Eftir endurskipu'lagninguna mun hernum skipt í þrjár aðal- greinar; kjarnorkuher, íhlutunar her og heimavarnarher. íhlutun arherinn. mun taka yfir þær her deildir, sem tilheyra Atlantsbafs bandalaginu og eru staðsettar í Þýzkalandi — og ennfremur her deildir, sem í neyðartilfellum er unnt að beita til bess að stöðva staðbundna árás. Kjarnorkuiber inn mun fyrst um sinn búinn gerðihni .yfirage V þær geta bor ið kjarnorku sprengjur. Þessar flugvélar verða að öllu leyti und ir franskri stjórn, en fyrirhugað er að unnt sé að beita þeim í sameiginlegri varnaráætlun að- ildarrílkja Atlantáhafsbandalags ins. Mögulegt verður að láta flugvélar þessar flytja vetnir,- sprengju, í stað kjamorku sprengja. Ennfrc jr kann síð- ar að verða breytt bannig til, að í stað sprengjuflugvélanna komi fjarstýrðar eldflaugar sem skjóta úr landi. Nýja Delhi, 26. sept. — — NTB. Indverskir ráðamenn saka Kínverja um bardaga þá, sem standa við landamæri Tíbets. Segja þeir kínversku hermenn ina hafa skipanir yfirboðara sinna um að berjast. Nokkur hundruð hermanna munu taka þátt í bardögunum. Vantar skólastjóra og kennara á Bíldudal BÍLDUDALUR, 21. sept. — Andri er kominn heim af síld- veiðum. Var aflinn 9500 mál og hásetahlutur kr. 50 þús. Skip- stjóri á Andra var Snæbjörn Áriíiason og er þetta í fyrsta skipti sem hann er með bát á síldveiðum. Báturinn mun hefja línuveiðar héðan tun mánaða- mótin. Þrjú Eimskipafé- lagsskip sigla til norskrar hafnar ÞAR SEM viðskipti milli Norð- manna og íslendinga hafa aukizt í seinni tíð, hefur Eimskipafélag ið ákveðið að láta þrjú af skipum sínum hlaða í Kristjansand í mán uðunum fram til áramóta; m.s. Tungufoss um 8. október, m.s. Fjallfoss um 8. nóvember og m.s. Gullfoss um 5. september. Ákvörðun hefur ekki verið tek in ennþá um það hvernig sigling unum verður hagað eftir áramót- in, en fastlega má gera ráð fyrir því, ef svo verður sem nú horfir, að framvegis hafi skip félagsins viðkomu í norskum höfnum. (Frá Eimskipafélagi Islands). Þórleifur B}arnason formaður IMámsstjóra- félagsins NÁMSSTJÓRAFÉLAG fslands hélt aðalfund sinn 28. ágúst sl. Fráfarandi stjórn skipuðu: Jónas B. Jónsson, íormaður; Aðalsteinn Eiríksson og Halldóra Eggerts- dóttir. í stjórn voru kjörnir: Þór leifur Bjarnason, Aðalheiður Jónsdóttir og Magnús Gíslason. Aðalmál fundarins voru skipu lags- og kjaramál. Pétur Thorsteinsson er kominn heim. Hann hefur verið í síldar- leit í sumar. Er hann farinn suð- ur í vélarhreinsun og er væntan- legur aftur í byrjun október. Kennaraskortur er hér mikill, vantar bæði skólastjóra og báða kennarana. Ekki vitað til að úr- lausn sé á næsta leiti. Slátrað 3500 fjár. Slátrun hefst hér um miðja næstu viku og verður slátrað um 3500 úár, sem er heldur meira en í fyrra. Ekkert hefur verið unnið í Mat vælaiðjunni í sumar og ekkert frétzt um hvenær rækjuveiði hefst, en það er aðalverkefni hennar. Verksmiðjan hefur sótt um leyfi fyrir 3 rækjubáta í vet- ur. Afli hjá snurvoðabátum er tregur og gæftir stirðar nú síð- ustu dagana. Engar ferðir til Bíldudals. Áætlunarbíllinn frá Reykjavík er hættur að ganga hingað, en hann kom einu sinni eða tvisvar i viku í sumar. Hann gengur enn þá á Patreksfjörð. Má því segja að orðið sé samgöngulaust við staðinn og er þetta mjög baga- legt fyrir byggðarlagið, og menn mjög óánægðir. Heimta Bílddæl- ingar að þessu verði kippt í lag. — Hannes. Fulltrúar á þing ASÍ EFTIRTALIN félög hafa kjörið fulltrúa á þing Alþýðusambands fslands nú síðustu daga: Sjómannafélag Isafjarðar: Jón H. Guðmundsson og Ólafur Rós irakarsson; til vara: Jón Mark- ússon og Guðmundur Sigurðs- son. Bóbindarafélag íslands: Grét- ar Sigurðsson; til vara: Guðmund ur Þorkelsson. Verzlunarmannafélag Akur- eyrar: Jón Aspar, Sigurður Jóh- annesson; til vara Baldur Hall- dórsson og Jón Samúelsson. Verkalýðs- og sjómannafélag- ið í Hnífsdal: Jens Hjörleifeson. • Alltaf á tali Á Keflavílkurflugvelli býr fjöldi manns og að auki vinnur þar að jafnaði margt manna, sem kunnugt er. Þettá fólk þarf ekki síður en aðrir á land- inu að nota síma, einkum þar sem fjöidinn býr annars staðar Auk þess er þetta alþjóðlegur flugvöllur með allri beirri starf- semi og því umstangi, er því fylgir. En það er ekki auðvelt að ná símasambandi viS fólk á flugvellinum. Og ekki heldur fyrir þá sem þar eiga leið um, að komast í síma og ná sam- bandi við Reykjavík. Þegar við hér á blaðinu þurf- um að ná í einjhvern þar suður frá, fórnar símastúlkan okkar oftast höndum og biður fyrir sér, því það getur tekið hana marga tíma að ná sambandi þegar mesta álagið er á línunum þangað. Alltaí er á tali. # Ekki hægt að komast i sima Hitt urðum við áþreifanlega vör við þegar þýzku flugvéi- arnar lentu vegna hugsanlegra vítissprengna á flugvellinum þá komumst við sem sagt að raun um, að enginn almenn- ingssími er í þessari stóru flug- afgreiðslu, þar sem fólk getur hringt út af vellinum. Á þess- um velli hafa farþegar sem koma með stórum flugvélum, viðdvöl. Það hl; tur oft að kwna fyrir, að einhver vilji hringja /////> ■ • / ÁVt inn í bæ, til að heilsa upp á I íslenzkan kunningja og láta vita af sér, eða eigi einhver önnur erindi. — Margir þeir sem komu suður eftir eiga sjálfsagt lí'ka erindi í síma við umheim- inn. En þá er einasta vonin að maður geti ruðzt inn á flugum sjónarskrifstofuna, og beðið um að fá lánaðan síma. Og flug- umsjónarmenn munu yfirleitt greiða vel úr því, ef þeir geta og eru ekki sjálfir að nota síma sína. En þegar eins stendur á og í gær, að Amsterdam, New York, Reykj avík og guð má vita hvaða staðir eiga við þá brýn erindi, er ekki gott í efni. Eitt á maður erfitt með að skilja. Því er ekki fjölgað lín um suður eftir, úr því álagið er svona mikið á simann? í símaskirá eru gefnar upp 5 lín- ur. Það er greinilega langt frá því að duga svo stórum stað. Og eins virðist alveg nauðsyn- legt að hafa almenningssíma, með sambandi vig bæinn, á flug stöð þar sem önnur eins um- ferð er. • Svanimir komu. Varla hafði Kjártan bruna- vörður skrifað um að svanirn ir væru horfnir af Tjörninni i Velvakanda, þegar 7 svanir settust þar og síðan aðrir 8. Hvoi. þeir hafa lesið Moggann skal ósagt látið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.