Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10‘. okióber 196? Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir I>órðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. FRJALS LAUNÞEGA- SAMTÖK Fellur svarta goðið af stallinum? 1 ð undanförnu hafa komm- ■**• únistar farið miklar hrak farir í verkalýðsfélögunum, þannig að ekki leynir sér, að þeir eru nú á undanhaldi og líkur til þess að völd þeirra og áhrif í verkalýðshreyfing- unni muni senn á enda, ef vel er fylgt eftir þeim sigrum, sem lýðræðissinnar hafa unnið. Launþegar eru þannig í stöðugt ríkari mæli að átta sig á því að forysta kommún ista í málefnum þeirra er ekki líkleg til að færa þeim kjarabætur, enda er það mála sannast, að kommúnist- ar vilja einmitt varast það, að kjörin batni svo, að erfitt reynist að fá menn til póli- tískra verkfalla. Ekki er fullljóst hver styrk leikahlutföllin verða á Al- þýðusambandsþingi. Líklegt er þó að völd kommúnista í Alþýðusambandinu séu i hættu, ef Landssamband ísl. verzlunarmanna verður dæmt inn í samtökin, en von er á dómi í máli því, sem samtökin hafa höfðað, nú á næstunni. Öruggt er hins vegar, að kommúnistar halda ekki völdum án stuðnings Fram- sóknarmanna, og verður fróð legt að sjá hvaða afstöðuþeir taka, hvort þeir ætla enn á ný að reyna að tryggja komm únistum völd í launþegasam- tökunum eða taka heilbrigða afstöðu til mála og velja með öðrum lýðræðissinnum þá forystu í Alþýðusambandinu, sem líkleg er til að gæta hags muna launþega og fylgja kjarabótastefnunni. NÝTT UPPBÓTAKERFI ? fT’íminn hefur sem kunnugt er lýst því yfir, að Fram- sóknarmenn vilji á ný hverfa til þeirra stjórnarhátta, sem hámarki náðu á tímum vinstri stjómarinnar. Þeir vilja með öðrum orðum nýtt uppbóta- kerfi og allt það fargan og spillingu, sem því fylgdi, samhliða því sem það beindi oft og tíðum fjármagninu inn á rangar brautir óg dró þar með úr framförum. ■ I gær víkur Tíminn að samninguni sjómanna og út- vegsmanna á síldveiðum og segir að auðvelt sé fyrir rík- isstjómina að leysa málið. Hún eigi „að beita sér fyrir því að ráðið sé á síldarskip- in samkvæmt gömlu samn- ingunum, en ríkið taki að sér að greiða tækjauppbót til síldveiðiskipanna til bráða- birgða sem svarar þeirri upp- hæð, sem tekin var af sjó- mönnum í sumar með gerð- ardómnum.“ Þarna er það boðað, að á ný eigi að fara inn á uppbóta leiðina. Nú er búið til nýyrð- ið „tækjauppbót“, sem þeir segja að eigi að vera tak- mörkuð og tímabundin og látið að því liggja að slík ráð stöfun myndi tryggja það, að samningar næðust síðar milli deiluaðila. Á þennan hátt vilja Fram- sóknarmenn fara af stað til að tildra á ný upp vanskapn- aði þeim, sem uppbótakerfið var. Ef þeir fengju ráðið yrði byrjað á uppbótum, sem í fljótu bragði virtust e.t.v. ekki hafa úrslitaþýðingu, en síðan yrði nýjum bætt við þar til svikamyllan væri komin í algleyming. 'Svo skammt er um liðið síðan menn bjuggu við upp- bótakerfið, að þeir eru ekki ginkeyptir fyrir því að leggja á ný inn á þá óheillabraut. Sérstaklega er ólíklegt að sjó menn fýsi að stuðla að því, að nýtt uppbótakerfi komist á laggimar, því að með því voru þeir í raun réttri sviptir samningsrétt. — Ríkisvaldið samdi við útgerðarmenn, en sjómönnum var síðan borgað eitthvað falskt verð og eng- inn vissi í raun réttri hve mikinn hluta aflaverðmætis- ins útgerðin fékk og hve mik inn sjómenn. Áreiðanlega er heppilegra fyrir sjómenn að setjast að samningum við útgerðar- menn og sameiginlega eiga þessir aðilar að geta komizt að heilbrigðri niðurstöðu, ekki sízt þar sem hagur beggja er nú betri.en oftast áður. LISTMUNA- UPPBOÐ T Tm þessar mundir eru list- munauppboð Sigurðar Benediktssonar að hefjast aftur. Þau hafa um margra ára skeið vakið athygli og notið trausts, enda orðið mörgum að liði, sem þurft hafa að selja listaverk eða skipta andvirði listaverka, sem oft getur komið fyrir. Listmunauppboðin hafa , einnig skapað verðgrundvöll ÞEGAR yfirvöldin í Ghana til- kynntu, að fresta yrði um óákveð inn tíma hinni opinberu heim- sókn Nehrus, forsætisráðherra Indiands, játuðu þau í fyrsta sinn, og það ekki af fúsum vilja, að ástandið í landinu væri ekki svo gott, sem þau hafa viljað vera láta, og að Kwame Nkrumah, forseti, er síður en svo fastur í sessi. Mörg orð böfðu verið höfð um fyrirhugaða heimsókn indverska forsætisráðherrans, enda hefði hún sennilega orðið til að auka álit Nkrumah innanlands — og utan, einkum í Afríku, þar sem Nehru er" svo sterk rödd í hópi óháðu ríkjanna, sem svo kalla sig. Ghanastjórn aflýsti heim- sókninni á þeim grundvelli, að ekki væri unnt að tryggja öryggi Nehrus, vegna undangenginna óeirða í landinu. Sú viðbáran er í sjálfu sér nógu slæm fyrir stjórn ina — og þó enn verri, þar sem ljöst er, að pað er ekki líf Nehrus, sem var í mestri hættu heldur líf Nkrumah. Hefði Nehru komið til Ghana, hefði Nkrumah orðið að koma oft fram opinberlega — á flugvellinum í Accra, á öku- ferðum um höfuðborgina, við veizluhöld og víðar — og það vogar Nkrumah ekki um þessar mundir, því að hann veit, að þótt misheppnazt hafi þær þrjár tilraunir, sem andstæðingar hans hafa gert til þess að ráða hann af dögum, frá því um miðjan ágúst, þá eru þeir hreint ekki af baki dottnir. Um langt skeið hefur forsetinn ekki farið út úr höll sinni, Ohristiansborg. Hann situr þar eins og fangi óttans og lífvarða sinna. Til að sjá er höllin eins og vígi. Christiansborg' var byggð af dönskum á sínum tíma en frá því Ghana fékk sjálfstæði fyrir fimm árum hefur höllin ver ið stækkuð og innréttuð að nýju með óhófleguin íburði. I Accra og víðar í landinu hafa síðustu vikur farið fram fjölda- handtökur og húsrannsóknir, fundahöld verið bönnuð og ná- kvæmlega fylgzt með mönnum, sem nokkur grunur leikur á að séu andvígir ríkisstjórninni eða forsetanum. Þetta uggvænlega ástand er bein afleiðing af gjörð- um Nkrumah sjálfs sem ríkis- leiðtoga. Hann hefur nær þurrk- að út alla andstöðumenn úr opin- berum stöðum, fangelsað þá fyrir listaverk og fágætar bækur, sem hér var áður ekki til. Fara nú bókamenn og safnarar mjög eftir því verði, sem skapast hefur á uppboðum Sigurðar, er þeir meta til verðs fágætar bæk- ur og söfn. En áður var ekk- ert við að styðjast í þessum viðskiptum. Uppboðin eru jafnan fjöl- sótt og þar kemur í ljós á glöggan og ótvíræðan hátt, hver listasmekkur þeirra er, sem leggja fjármuni sína í listaverkakaup. Og hér sem annars staðar er reynslan sú, að góð myndlist er ekki ein- ungis augnayndi, heldur líka örugg fjárfesting, ef vel og skynsamlega er valið. Þess vegna eru listmunauppboðin líka til þess fallin að styrkja listámenn á hinn heppileg- asta hátt, þ.e.a.s. að komá verkum þeirra í verð. Víðsvegar um Ghana hafa verið reistar myndastyttur af Kwame Nkrumah, sumar í líkamsstærð eða stærri, eins og sú hér á myndinni. Myndir af forsetan- um prýða opinbera staði og hvarvetna er fólkinu gefin sú hugmynd, að Nkrumah sé allt að þakka, hann sé hinn eilífi og alvaldi faðir þjóðarinnar. hundruðum saman eða gert óvirka á annan hátt. Hann hefur komið því fram, að þingið sam- þykkti, að í landinu skyldi ríkja eins flokks kerfi og nú vinnur hann að því ötullega, að hug- takið „eins flokks stjóm“ fái sömu merkingu í Ghana sem hugtakið „eins manns stjórn“. Hann hefur gert mikið til að auka áhrif sín í hernum og gera hann að handbendi sínu — á þar nokkuð hægt um vík, því að hann er æðsti yfirmaður herafla lands- ins alls. Hvort Nkrumah tekst þetta skal ósagt látið, en hann er svo sem ekki iyrsti einvaldurinn, sem hættir á fjandskap og morð tilræði til bess að ná sínu æðsta takmarki í valdastólnum. í fimm ár hefur hann unnið markvisst að því að ná fullu tangarhaldi á þjóðinni með því m. a. að koma á fót samtökum æskufólks, öryggislögreglu og fleiri hreyf- ingum sem nafa verið einkenn- andi fyrir fasískt og kommúnískt einræði — og smótt og smátt grefur hann undan andstöðu mönnum þar til þeir falla án þess að að geta rönd við reist. ★—□—★ Nkrumah byrjaði með því að hefta — og grafa undan starf- semi andstöðuflokkanna og þeirra ættflokka, sem hann vissi sér andstæða. Hann bannaði blöð þeirra og íet handtaka leiðtoga þeirra og senda í fangelsi eða nauðungarvinnu. Hann skipaði mörgum andstæðinga sinna úr landi og hóf þar næst hreinsun í sínum eigin flokki „Conven- Afli Akranessbáta AKRANESI 8. dkt. — Þrjár drag- nótatrillur voru á sjó á iaugar- dag og þrjár f nótt. Fiskuðu þær að meðaltali í róðri 1 tonn af kola og 250 kg af ýsu, þorski og smálúðu. Þilfarstrillan Ingvi fisk- aði í gær 1850 kg af ýsu á línu. Sæljónið aflaði í dag 550 kg. Bensi G50 og Ingvi hellti honum I sig aftur í dag, fékk 1850 kg af þessari lí'ka gómsætu, glimr- andi ýsu. Þið hefðuð átt að sjá ánægjuglampann í augum Þórðar skipstjóra er hann settist við stýr ið og sigldi til lands. - ■'Mdur. tional Pepole’s Partý“. Augljóst var, að Nkrumah var orðinn svo viss um sinn sess og eigið ágæti, sem þjóðarleiðtoga, að hann þoldi hvorki samlteppni veraldlegs né andlegs valds. Hann hefur reynt að gera sig að dýrlingi I augum þjóðarinnar, en það töldu margir upphaflega, að væri aðeins liður í einlægri hugsjónabaráttu hans fyrir sameiningu sundurleitra íbúa stórrar þjóðar. En með hinni hatrömmu baráttu gegn kirkj- unni síðustu mánuðina hefur hann svipt hugsjónahulinni ræki lega af fyrirætlunum sínum. Evangelísk-lúterska kirkjan er sterk í Ghana og leiðtogar henn- ar voru farnir að vara fólkið við að falla fram og tilbiðja Nkrumah eins og guð, enda þótt hann væri í sjálfu sér ágætur maður og hefði margt fyrir þjóð sína gert. Þeir gagnrýndu æskusamtök Nkrumah fyrir afstöðu þeirra til trúarbragða og í sumar, þegar biskupinn í Accra, Richard Rose- veare og erkibiskupinn í Vestur- Afríku Cecil Patterson, sem bú- settur er í Nígeriu, en var þá staddur í Ghana, tóku undir þá gagnrýni, voru þeir reknir úr landinu með þeim ummælum, að þeirra biði ekkert annað en fang- elsi, ef þeir létu sjá sig innan landamerkja Ghana. Þegar árásir stjórnarinnar á kirkjuna hófust, voru margir þeirrar skoðunar, að fyrir þeim stæði upplýsi ngamálaráðherrann, Adamfio, sem er mikill öfga- maður og heittrúaður marxisti. Menn leiddu jafnvel getur að því, að Nkrumah væri aðeins verkfæri í höndum Adamfios. En sú hugmynd varð fljótlega niður kveðin, því að Adamfio var handtekinn um miðjan sept- embermánuð ásamt utanríkisráð herra landsins, Ako Ddjei og framkvæmdastjóra CPP H. Copie Crabbe, sem báðir eru fremur hægrisinna — og voru þeir allir þrír sakaðir um að standa að baki einu morðtilræðanna. Hvert þessi valdastreita Nkrumah kann að leiða hann í framtíðinni er enn óljóst, en svo virðist, sem tíðinda megi vænta frá Ghana næstu mánuðina. Vilja sam- j steypustjórn í S. — Viet Nam 1 Tókíó 6. okt. (AP). 1 PEKINGSTJÓRNIN lét í ljósl í dag fullan stuðning við 4 kröfu hinna kommúnísku 7 skæruliða Viet Cong, semj berjast við stjórn S-Viet Nam, I um að gerðir verði samkonar k samningar við S-Viet Nam og ( gerðir voru við Laos og mynd-l uð þar samsteypustjórn, sernl í eigi sæti fulltrúar allral stjórnmálaflokka í landinu. I Samningurinn um S-Víet | Nam eins og Pekingstjórnin J og Viet Cong skæruliðarnir J I sér að hernaðaraðstoð Banda I vilja hafa hann myndi fela i ríkjanna við S-Viet Nam yrði ’ hætt. Bandaríkjamenn hafa * sent hermenn til S-Viet Nam ^ til að leiðbeina hermönnum > stjórnar Ngo Dinh Diem í bar- f áttu hennar við skæruliðana. 1 Einnig fæli hann í sér, að | Ngo Dinlh Diem og stjórn hans L haettu tilraunum til að brjóta 7 skæruliðana á bak aftur með | hervaldi, en semdu við þá 4 friðsamlega og að tryggt yrði, L að Camibodia, Laos og S-Viet} Nam yrðu hlutlaust svæði. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.