Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 10. október 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 21 aiíltvarpiö F Miðvikudagur 10. október. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 13.30 Útvarp frá setningu Alþingis: a) Guðsþjónusta í Dómkirkj- unni (Prestur: Séra Emil Björns son. Organleikari: Dr. Páll ís- ólfsson). b) íúngsetning. Í5.00 Síðdegisú/tvarp. 18.30 Þingfréttir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Friðþjófur Hraun- dal eftirlitsmaður talar í fjórða sinn um hættur af rafmagni ut- anhúss. 20.05 Lög eftir Rudolf Friml: Manto- vani og hljómsveit hans leika. 20.20 Erindi: Dýralíf undirheima (Ingi mar Óskarsson náttúrufræðing- ur). 20.45 Tónleikar: Hljómsveit Tónlistar háskólans í París leikur tvö frönsk tónverk; Pierre Dervaux stjórnar. 21.05 Erindi: Svanirnir fimm (Einar Pálsson). 21.25 íslenzk tónlist: „Formannavís- ur“ eftir Sigurð Þórðarson. (Karlakór Reykjavíkur). 21.40 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „í sveita þíns and- lits“ eftir Moniku Dickens; X. (Bríet Héðinsdóttir). 22.30 Næturhljómleikar: Fílharmoníu sveitin í NY leikur. 23.10 Dagskrárlok. F élagslíf Sunddeild K.R. Sundæfingar eru byrjaðar í Sundhöll Reykjavíkur og eru sem hér segir; Mánudaga og miðvikudaga kl. 6.45— 8,15 e.h. og föstudaga kl. 6.45— 7,30 e.h, Sundknattleiksæfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 9,50—10,40 e.h. IR-skíðafóIk! Aðalfundurinn í kvöld kl. 8,30 í ÍR-húsinu. Stjórnin. Félag austfirzkra kvenna hdldur fund fimmtud. 11. okt. að Hverfisgötu 21 kl. 8,30. Stjórnin. Sundþjálfarar eru Kristján Þórisson og Sigmar Björnsson. Sundknattleiksþjálfari er Magnús Thorvaldsson. Nýir félagar vel- komnir. Stjórnin. Knattspyrnufélagið Valur, Knattspyrnudeild. Æfingar fram að áramótum verða sem hér segir: Miðvikudagar: 4. fl. kl. 6.50—7.40 3. — — 7.40—8.30 2. — — 8.30—9.20 Mfl. og 1. fl. kl. 9.20—10.10 Mætið vel og stundvíslega á allar æfingar. — Stjórnin. Knattspyrnufél. Valur. Knattspyrnudeild. Aðalfundur deildarinnar verð ur haldinn mánudaginn 15. okt. n. k. í félagsheimilinu að Hlíð- arenda kl. 8.30. Stjórnin. Ármann, körfuknattleiksdeild. Æfingar verða í vetur sem hér segir: Sunnud.: íþróttasal háskólans: 3. og 4. fl. drengja kl. 9. f. h. Sunnud., Hálogaland: Kl. 1,30—2,10 2 fl. drengja. Kl. 2,10—3,00 1. fl. og Mfl. karla. — Miðvikudagur, Iþróttahús Jóns Þorsteinssonar: Kl. 8—8,45 4 fl. drengja. Kl. 8,45—9,30 2. fl. drengja. Kl. 9,30—10,30 1. fl. og Mfl. karla. — Föstud., fþróttahús J. Þ. Kl. 7—5 3. fl. drengja. Kl. 8—Ö 1. og Mfl. karla. Skrifstofustarf óskast Stúlka óskar eftir skrifstofustarfi strax. Hefur Verzlunarskólapróf. — Upplýsingar í síma 24873 frá kl. 6 — 8 síðdegis. Akranes Til sölu lítil veitingastofa ásamt eignarlóð á mjög góðum stað á Akranesi. Nánari uppl. gefur Vil- hjálmur Sigurðsson, Arnarholti 3, Akranesi símar 503 og 406. Óskað eftir tilboðum, réttur áskil- inn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sellofan pokaverksmiðjan er flutt í Bolholt 4 III. hæð (ofan við Shellstöðina við Suðurlandsbraut). Til leigu á sama stað 200 ferm. skrifstofu eða iðnaðarhúsnæði. Sími 10584. Samúel Torfason. Atvinna Stúlka vön afgreiðslustðrfum óskast í tízkuverzlun í miðbænum strax eða 1. nóv., hálfan eða allan daginn. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Morgunbl. fyrir 12. okt. merkt: „Stundvís — 7983“. Piltar á skellinoðru Skrifstofu í Reykjavík vantar duglegan pilt á skellinöðru í nokkrar vikur. Gott kaup. — Upplýsingar í síma 17104. Karl Steingrímsson Djúpavogi — BS ára DJÚPIVOGUR við Berufjörð eystra er kunnur frá liðnum ár- um og öldum, sem aðal verzlun- arstaður Suðausturlands, þangað sóttu fyrrum nauðsynjar sínar allir bænduir úr syðri sveitum Múlasýslu og allri Austur-Skafta fellssýslu jafnvel einnig úr sveit- um vestan Skeiðarársands. Þarna var ein af aðal höfn- um einokunarverzlunarinnar og síðar selstóðu kaupmannanna dönsku. Eiger.dur verzlunarinnar sátu í Kaupmannahöfn og hirtu gróðann, ef emhver var. A seinni hluta 19. aldar og fyrstu tugum hinnar tuttugustu var verzlun Örum & Wulff á Djúpavogi, voru þá oftast íslenzkir menn verzl- unarstjórar. Margir þeirra voru nýtir þegnar okkar þjóðfélags. Um 1920 var kaupfélag stofnað þarna, og fér.k keypt hús og að- stöðu alla er gömlu verzluninni fylgdi. Kaupfélag Berufjarðar — skammstafað — K. B. nær nú yfir þrjá' hreppa — Geithellna- hrepp, Búlandshrepp og Berunes- hrepp. Um merka sögu kaup- túnsins er ekki deilt manna á milli. En um útlit staðarins og um hverfi eru og hafa verið skiptar skoðanir. Mörgum finnst ljótt á Djúpavogi og láta þá stundum íbúana gjalda þess. — Leiðinlegt fólk. Öðrum virðist þarna sérstæð fegurð og txlbreytni í landslagi, kauptúnið aðlaðandi „róman- tískt“ — fólkið sízt lakara en aðr ir landsmenn. Undirritaður hefur mjög oft komið á þennan stað, og fylgst með framvindu hans og fólkinu þar vel hálfrar aldar skeið. Fram- farir og svokölluð menning hafa ekki farið þar alveg hjá garði, og hinar fornu dyggðir eru þar ekki afmáðar né útþurrkaðar. Samt finnst mér eitthvað vanta, sem gladdi gesti er þangað komu fyrir nokkrum misserum. Nú sér maður ekki lengur Karl Steingrímsson. Fyrir mér hefur Karl og kaupstaðurinn við vog- inn verið óaðskiljanlegir öll þessi liðnu æviár okkar. Nú hefur kerl ing elli hneppt hann í stofufang- elsi í hans eigin húsi — Hótelinu sem kallað er. Hvarf hans af leik sviði lífsins veldur mér söknuði. Ég kom fyrst til Djúpavogs með fósturbróður mínum þegar við vorum innan við fermingu. Það var Þorsteinn Stefánsson síðar hreppstjóri, Þverhamri, Breiðdal. Fyrstu Djúpavogsmenn sem nokkuð sinntu okkur strákunum voru þeir Steingrímssynir, Karl og Ingimundijr bróðir hans, þeir voru þá álika strákar, en dálítið eldi en við. Þeir tóku að sér að sýna gestunum staðinn og þarna fannst þessum ungu gestum margt merkilegt að sjá. Þeir fóru með okkur að verzlunarhúsunum. Stór timburhús með lágum veggj um, bröttum þökum, rammgerð að viðum svcrt af tjöru, sem varði þau fyrir vatiiinu — Langa búð- in, Gamla krambúðin, Síbería og Faktorshúsið með áfastri sölubúð tjargað eins og hin. Við fengum að skoða búðina að innan, þar var nú margt girnilegt. Og okkur var boðið inr. fyrir slagbekk til að sjá inn í afþiljað skot, þar sem brennivíns og rommtunnur voru á stokkunum eins og kallað var, með krana í og lekabyttu undir. Frá þeim lagði ilminn út um búðina, þetta var nú allt meira en við höfðum áður séð, svo sýndu þeir okkur næst Suður kaupstaðinn svo kallaðan það var nú fiskverkunarstöð. Þar var dæla — Póstur — hátt uppi og pallur í kring. Fiskþvottakerin neðan við pailinn og mikil járn- pípa, sem lá frá dælunni út í voginn. Fiskþurrkunarreitirnir skammt frá og hús til að geyma fiskinn í. Þetta leizt okkur vel á við gát,- um líklega dælt sjónum - land upp — Við vildum na 1 dælu- skaftið af pallinum. En leiðsögu- menn okkar kunnu nú betur á þessa hluti, og tóku handfangið í sínar hexidur, en sögðu okkur að halda höndunum fyrir stút- inn, í því fossaði sjórinn um hendur okkar og handleggi, hvítu ferðaskyrturnar voru nú sjó- blautar langt upp eftir. Þrátt fyrir þessa handskírn urðu þessir 4 strákar kunningjar, sem ávallt glöddust við góð kynni um lang- ann ævidag. Karl er fæddur 9. sept. 1877 austur á Berufjarðarströnd, en fluttist barn með móður sinni og föður til Djúpavogs. Hefur dval- ið þar jafnan síðan, að undan- teknum 10 árum sem hann dvaldi í Noregi, ungur maður mest við sjósókn og siglingar á norskum skipum. K(>m hann heim full- numi í talmáli Norðmanna og Dana. Gekk hann þá að eiga Björgu Árnadóttur Antóníussonar frá Hnaukum, sem orðlögð er fyrir dugnað og fórnfýsi. Hafa þau átt 14 börn og eru nú barna- börn þeirra mörg — gott fólk. Nýtur nú Karl umhyggju hinnar góðu konu sinnar og barna þeirra er með honum búa. Hann er rnjög greindur maður, og vel að sér af óskólagengnum manni. Reikxxingsglöggur og at- hugull. Um mörg ár var hann fiskimatsmaður á Djúpavogi og endurskoðarxdi reikninga Kaup- félags Berufjarðar. Oft var Karl sá fyrsti sem gest- ir tóku tali er þeir komu á Djúpa vog. Hvort sern landleið var far- in eða komið með skipi. Ýmist á bryggjunni, í búðinni eða heima við húsið hans rétt við þjóðveg- inn. Góður var hann á að hitta alltaf jafn fróður og fús til frá- sagna. Hjá honum fékk maður oft fræðslu um gang málanna utanlands og innan, flutt án áróð urs og æsinga, og án ásakana um náungann. Mátti líkja því, við góðan fréttatíma hms hlutlausa Ríkisútvarps nú á dögum. En undiraldan var rík félagshyggja — málstaður hinna mörgu smáu, er þjóðfélaginu bæri að hjálpa til þroska og velmegunar. Karl var eins og flestir búendur við Berufjörð, bæði bóndi og sjó- maður á smábátum. Þó átti hann um tíma vélbátinn Síðu-Hall að hálfu, og var þá skipstjóri með^ réttindum þótt aldrei hefði í skóla gengið. Kýr og kindur átti hann sem aðrii bændur og þótti vænt um þær og var heppinn fjármaður. Hann er líka talinn bóndi með mynd sem kom í bók- inni ísland, og Almenna bókafé- lagið gaf út 1956. Ég er ánægður með hann par sem fulltrúa okkar bænda, þakka honum samfylgd- ina og ósxta honum alls góðs á ævinnar kvexdi. Sigurður Jónsson, Stafafelli. Vetraráætlun inn- anlandsflugs gengin í gUdi HINN 1. okt. s.l. gekk vetrar- áætlun innanlandsflugs Flugfé- lags íslands í gildi. Samkværrit henni verður flogið til sömu staða sem í sumaráætlun, að undan- teknum stöðunum, Hellu og Skógasandi, en þangað hefir sem kunnugt er aðeins verið flogið á sumrin. í stórum dráttum er vetrar- áætlun innanlandsflugs á kom- andi vetri þannig, að frá Reykja- vík er flogið til Akureyrar tvisv- ar alla daga nema sunnudaga og mánudaga, en þá daga er ein ferð. Til Vestmannaeyja verður flogið alla daga. Til ísafjarðar verða fimm ferðir á viku, á mánudögum, þriðjudögum, mið- vikudögum, föstudögum og laug- ardiögum. Til Egilsstaða verður flogið á, þriðjudögum, fimmtudög um og laugardögum og ennfrem- ur á mánudögum til 1. nóvem- ber. Til Hornafjarðar verður flogið á mánudögum og föstu- dögum. Til Sauðárkróks á þriðju- dögum og fóstudögum. Til Húsa- víkur á miðvikudögum og laugar dögum og til Kópaskers og Þórs- hafnar á fimmtudögum og til Fagurhólsmýrar á föstudögum. Ferðir milli Akureyrar og Egils- staða eru á þriðjudögum. á Seyðisfirði F R Á og með 1. okt. tekur Sigurður Pétursson bifvéla- virki, Austurvegi 31, Seyðisfirði, að sér að sjá um og ann- ast um þjónustu Morgunblaðsins við kaupendur þess í bænum og mun hann sjá um dreifingu blaðsins og einnig mun Sigurður annast innheimtu þess. Til hans skulu þeir bæjarbúar snúa sér, er óska að gerast kaupendur að blað- inu og fá það borið heim til sín. Ung amerislt hjón búsett á Keflavíkurflugvelli óska eftir stúlku í vist. Vinnutími og laun eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 3153, Keflavíkurflugvelli. TUIMNUR Tómar eikartunnur 180 ltr. og 60 ltr. til sölu. H.F. SANITAS v/Köllunaiklettsveg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.