Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 3
tíunnudagur 14. október 1962 MORGT’NTtLAÐtÐ 3 r ~ - Þær verða ekki tolleraðar Verða Menntskælingar ótrolleraöir? MIKILL kurr ríkir nú í liði nemenda í Menntaskólanum sökum þess að samiþykkt var á kennarafundi fyrir skömmu að banna tolleringar, sem tíð- kast hafa a.m.k. síðaistliðin 117 ár. Orsak bannsins er sú, að tolleringarnar verða erfið ari í framikvæmd með bverju árinu sem líður, vegna ört vaxandi nemendafjölda. Á fjórða hundrað manns eru nú í 3. bekk. Spjöll á húsakynn- um skólans og fötum nemenda hafa veríð talsverð á undan- förnum árum og auk þess hafa fáeinir orðið fyrir nokkr- um meiðslum. Þegar tolleringasiðurinn var tekinn upp, voru busarnir mitolu yngri en nú eftir að 2 fyrstu bekkirnir hafa verið lagðir niður. Var það því leik ur einn fyrir efri bekkinga að ráða niðurlögum busanna, og voru þeir leiddir til toll- eringar eins og fé til slátrun- ar. Nú hins vegar er svo kom ið að 3. bekkingar eru marg- ir hinir mestu beljakar og auk þess miklu fleiri en 6. bekk- ingar. Gerist leikurinn þess- vegna æ tvísýnni og harðari og berst víða um bæinn. Um- ferðatruflanir hafa og hlot- izt af þeim eltingarleik, sem þessu fylgir. Nemendur Menntaskólans vilja hins vegar ekki failast á sjónarmið kennaranna og hafa afhent skrifleg mótmæli, sem undirskrifuð eru af nefnd, er skipuð hefur til þess að fjalla um málið. Að sögn inspektors, Sigurgeirs Stein- grímssonar, er almenn and- staða gegn samþykkt kennar- anna og þykjast nemendur af arkostum beittir. Morgunblaðið ræddi við tvo 6. bekkinga auk inspekt- ors, Friðrik Sófusson og Þór- arin Sveinsson. Þeir voru sammála um, að missir væri að þessari gömlu „tradition“, en ekki um úrlausn málsins. Þórarinn vildi halda tolilering unum áfram, en koma betra skipulagi á framkvæmd þeirra, þannig að komizt yrði hjá áflogum. Friðrik lagði hinsvegar til að tekin verði upp einhvers konar inntöku- athöfn með dramatisku sniði, er kæmi í stað tolleringa. Óhætt mun að fullyrða, að margir rnunu sakna tollering- anna sem verið hafa fastur liður í bæjarlífinu svo lengi sem rn^nn muna. Sr. Jónas Gíslason, Vík Hvíldardagurinn „OG svo bar við, er hann kom á hvíldardegi í hús eins af höfð- ingjum faríseanna til máltíðar, að þeir höfðu gætur á honum. Og sjá, frammi fyrir honum stóð mað- ur nokkur vatnssjúkur. Og Jesús tók til máls og talaði til lögvitr- ingahna og faríseanna og sagði: Er leyfilegt að lækna á hvíldar- degi eða ekki? En þeir þögðu. Og hann tók á honum og læknaði hann og lét hann burt fara. Og hann mælti til þeirra: Nú fellur asni eða naut einhvers yðar í brunn, mun hann ekki jafnskjótt draga það upp úr á hvíldardegi? Og þeir gátu engu svarað til þess. — Og hann sagði þeim, er boðnir voru, líking, er hann tók eftir, hvernig þeir völdu sér hefðarsætin, og mælti til þeirra: Þegar þér er boð ið af einhverjum til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti, tii þess að ekki fari svo, að sá komi, sem bauð þér og honum, og segi við þig: Gef þú þessum manni rúm! og verðir þú þá með kinn- roða að taka hið yzta sæti. Heldur far þú, er þér er boðið, og set þig í hið yzta sæti, til þess að sá sem bauð þér, segi við þig, þegar hann kemur: Vinur, flyt þig hærra upp! Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum þeim, er sitja til borðs með þér. t>ví að sérhver, sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, og sá, sem nið urlægir sjálfan sig, mun upphaf- inn verða.“ Lúk. 14, 1—11. öll guðspjöll dagsins fjalla um hvíldardagshaldið. Hvíldardagurinn er dásamleg gjöf frá Guði. Það hefur verið sagt, að fátt sýndi betúr raun- verulega afstöðu manna til krist- indómsins en það, hvernig þeir nota sunnudaginn. Gyðingar voru ákaflega strang ir með ytra helgihald hvíldar- dagsins. Farísearnir höfðu sett um það strangar reglur. Þá mátti engin verk vinna. Jesús hélt ekki þessar reglur þeirra, því að þær voru aðeins mannaboð. Hann reyndi að sýna þeim, fram á, hve afstaða þeirra til boða Guðs var röng. Það er ekki nóg, aðeins að halda hin ytri boð kristindámsins. Við þurfum að veita orði Guðs við- töku og tileinka okkur það. Að alatriðið er ætíð afstaða hjart- ans til Guðs. Þess vegna segir Jesús í öðru guðsspjalli dagsins: „Hvíldardagurinn varð til manns ins vegna, og eigi maðurinn vegna hvíldardagsinS, svo að manns sonurinn er jafnvel herra hvíldardagsins.“ Þetta Skildu farísearnir ekki. Þeir rangsneru boðum Guðs. Þess vegna hneyksluðust þeir á því, er Jesús vann góðverk á hvíldardiegi. — Tilgangur hvíldardagsins er tvíþættur. Hann er gefinn okbur til hvíld ar. Hvemig mundi umihorfs _ mannheimi, ef hvíldardagurinn hyrfi? Þá miundi margt breyt- ast. Hvíldin er hverjum manni nauðsynleg, ella- ofgerir hann sér og bíður tjón á heilsu sinni En hvíldardagurinn er ekki 4' eiiiis og stöllur þeirra fyrr á árum. ^ ^WlhQNNNÍNÍhQhQNl Bridge FRÖNSKU spilararnir Chestem og Bacherich voru af flestum tald ir beztu spilararnir á nýafstöðnu 1 Hjarta 1 Spaði Evrópumót ií Líbanon. Spilið, 1 Grand 2 Lauf' sem hér fer á eftir sýnir hið 2 2 Grönd 3 Lauf flókna ságnkerfi þeirra, en aftur 3 Spaðar 4 Lauf á móti var árangurinn ekki góður 4 Tíglar 4 Grönd * G 3 A A 6 5 Lauf 5 Tíglar V K D 10 V 2 5 Hjörtu 5 Grönd 8 3 ♦ K D G 10 6 Hjörtu 6 Grönd ♦ Á 5 3 7 6 * Á G 9 ' * K D 10 5 Byrjunarsögnin lofar að Sagnir gengu þannig minnsta kosti , 5 hjörtum og Vestur Austur 10—17 punktum eftir þeirra taln (Bacherich) (Chestem) ingu. Tvær fyrstu sagnir austurs eru biðsagnir með beiðni um frekari upplýsingar. Grand%agnir Vesturs sýna skiptinguna 5-3-3-i og nákvæmlega 13—15 punkta. Þrjár næstu sagnir Austurs þ. e. 3 og 4 lauf og 4 grönd, eru spurn arsagnir og er þá verið að biðja um upplýsingar um Ása- kónga og drottningar. 3 Spaðar hjá Vest ur sýna 2 Ása. 4 Tíglar sýna einn eða fjóra kónga og 5 Lauf sýna eina að fjórar drottningar. 5 Tígl ar hjá Austur þýða, að hann vill aðeins spila þá sögn og ekkert annað. Eru því næstu sagnir lítt skiljanlegar enda fór svo að spilið var 4 niður. Á hinu borðinu varð lokasögn in 6 Tíglar, en þar sem sú sögn tapaðist var spilið ekki eins slæmt fyrir Frakkland og allt benti til. aðeins gefinn til hvíldar. Hann er einnig gefinn okkur tál þess, að við notum hann til guðsþjón- ustuhaldsins. í skýringum sín- um á þriðja boðorðinu segir Marteinn Lúther: „Vér eigum að óttast og elska Guð, svo að Vér eigi fyrirlítum prédikunina né hans orð, heldur höldum það heilagt, heyrum það gjarna og lœrum.“ Við eigum auðvitað að lesa í Guðs orði á hverjum degi. En hvildardagurinn er gefinn okk- ur sérstaklega til þess, að við getum í næði íhugað orð hans Og tekið þátt í sameiginlegri guðsþjónustu safnaðarins. Við eigum að sækja samfélag þeirra, sem trúa á Jesúm Krist sem frelisara sinn. Það er skylda hvers kristins manns. Liífandi söfnuður sækir Guðs hús tál helgra tíða. Þar sem kirkjan stendur hálftóm, hlýtur eitthvað að vera að. Kristinn maður má ekki afrækja Guðs hús. Hann þarfnast samfund- anna við Drottinn sinn og frels- ara. Hann á erindi í Guðs hús til að sækja sér huggun og styrk í hinu daglega lífi. Hann tileink- ar sér orð Guðs og leyfir því að móta daglegt líf og breytni. Við verðum því miður að játa, að alltof mikið ber á því í okk- ar samtíð, að sunnudagurinn sé óvirtur og guðsþjónustan afrækt. Það ber vitni vöntunar lifandi trúarlifs með þjóðinni. Það er orðið ailtof algengt, að helgidag- urinn sé tekinn til annarra og veraldlegri nota. Það er hlaðið á hann alls kyns fundum og samkomum, þannig að mlönnum gefst enginn timi til að rækja helgihald hans. Víst eru viss störf, sem vinna verður alla daga jafnt. Og góð verk má og skal ætíð vinna. Það segir Jesús greinilega við faríseana. En gætum þess að var- ast gagnstæðar öfgar við faríse- ana. Þótt hið ytra helgihald eitt sé aldrei nægjanlegt, þarf það þó að fylgja með, til þess að tiigangi hvíldardagsins sé náð. Við höldum sunnudag sem hvíldardag. Gyðingarnir héldu laugardag. Sumdr segja, að helgi hald sunnudagsins sé rangt og brjóti í bág við Guðs orð. Okk- ur beri að halda fast við laugar- daginn. Það er mikill misskOningur. Hvers vegna höldum við sunnu- daginn helgan? Það er engin til viljun. Guð hefur sjálfur helgað sunnudaginn. Jesús Kristur reis upp á sunnudegi og birtist læri- sveinum sínum. Upp frá því komu þeir ætíð saman fyrsta dag vikunnar til að minnast upp risu hans, sem er grundvöllur trúarinnar á hinn krossfesta og upprisna frelsara. Á sama hátt sendi Guð heil- agan anda sinn yfir postulana á sunnudegi. Hvítasunnudagur er stofndagur kristinnar kirkju á þessari jörð. Þess vegna er helgihald sunnu- dagsins ekki mannaboð. Við kom um saman á helgum degi til að minnast upprisu Jesú Krists. — Gætum þess vel að van- helga ekki hvíldardaginn. Aðal- tilgangur hans er að gefa kristn- um mönnum næði til íhugunar Guðs orðs. Þetta gerá andstæðingar krist- indómsins sér vel ljóst. Þess- vegna ráðast þeir einmitt gegn sunnudagshelginni. Notum rétt þessa góðu gjöf Guðs. Lesum Guðs orð. Sækjum Guðs hús til að heyra þann boð skap, sem Guð vill flytja okkur. Festum orð hans í huga, og breytum eftir því lífi okkar. Þá eigum við hlutdeild í fyrir- heiti Jesú: „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.