Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASÍMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Reykiavíkurbréf Sjá blaðsíðu 13. 229. tbl. — Sunnudagur 14. október 1962 Kona brennist illa sofandi í rúmi sínu LÖGREGLA og slökkviliðið var kallað klukkan 12.15 í gærdag Reisir S.H. verksmiðju í Eyjum TIL orða hefur komið, að Sölu ] miðstöð hraðfrystihúsanna reisi verksmiðju í Vestmanna- eyjum til að framleiða fisk- skammta og jafnvel fiskstang ir (fish sticks). Athugun á þessu er þó enn á frumstígi. Góður markaður er víða fyrir fisksneiðar, sem brauð- mylsna hefur verið sett á og eru tilbúnar til að fara beint á pönnu húsmóðurinnar. Ef slíkar fisksneiðar væru framleiddar hér til útflutn- iings fær sú vara mjög háa tolla í innflutningslandinu eins og aðrar fullunnar mat- vörur fá yfirleitt. Það eru því meiri líkur til, að Sölumiðstöðin muni í byrj- un framleiða fiskblokkir, saga þær í sneiðar og selja sem hálfunna vöru til hótela og matsölustaða. Tollar á mat- vöru, sem telst hálfunnin, eru töluvert lægri en á fullunn- inni matvöru. Sölumiðstöðin á fiskstang- arverksmiðju í Englandi. 'Hún er í Gravesend, sem er skammt frá London. Verði nokkuð af því að SH reisi hér slíka verksmiðju, getur farið svo að vélar úr Grave- send verksmiðjunni verði fluttar hingað. IMM%I Messað í nýja kirkjuskipinu 1 SUMAR hefir verið haldið áfram byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti. Undirgólfið hefir nú verið steypt í kirkju- skipinu öll, og á næstunni verð- ur gerð undirstaða forkirkjunn- ar, sem á sínum tíma verður innsti hluti turnbyggingarinnar. Veggir ná nú upp á efri brún glugganna, og er hæð þeirra um það bil fjórir fimmtuhlutar af væntanlegri vegghæð kirkjunn- ar. Innan þessara múra verður morgunguðsþjónustan, sem fram á að fara í kirkjunni, haldin í dag. Sr. Jakob Jónsson pré- dikar, en sálmarnir, sem sungn- ir verða, eru eftir Hallgrím Pétursson. Guðsþjéni’stan hefst kL 11 f. h. Bindindisdagur- inn í Hafnarfirði í TILEFNI af bindindisdeginum verður helgistund í Þjóðkirkj- unni í kvöld, og hefst hún kl. 8,30. Þar heldur Helgi Tryggva- son kennari erindi og séra Garð- ar Þorsteinsson prófastur flytur ávarp. Árni Jónsson syngur ein- söng, Páll Kr. Pálsson leikur á kirkjuorgelið og kórinn syngur. að kjallara hússins nr. 168 við Langholtsveg. Maður á efri hæð hússins hafði orðið var við bruna lykt úr kjallaranum. Brotizt var inn í íbúðina. Þar lá rúmlega fertug kona ósjálf- bjarga uppi í rúmi og var eldur í náttfötum hennar, svo og í gólf teppi. Konan var flutt á Landsspítal- ann. Hún var allmikið brunnin á öxl, handleggjum og víðar. brunasárin eru ekki talin lífs- hættuleg. Líkur eru taldar á, að konan hafi sognað út frá sígarettu og eldur komizt þannig í náttföt hennar. Læknavandræði ísafirði, 13. okt. SLÆMAR ástæður eru nú hér í bæ vegna vöntunar á læknum. Hér er nú aðeins starfandi einn læknir, héraðslæknirinn Ragnar Ásgeirsson. Annar sjúkrahúss- læknirinn er fjarverandi en hinn, Kjartan Jóhannsson, á Alþingi. Færð er góð á vegum hér í nágrenninu. Enn^er haldið uppi áætlunarferðum Vesturleiðar hingað til ísafjarðar en hefir verið fækkað úr tveimur ferðum á viku í eina. Koma bílarnir hingað á fimmtudögum. Ferðir flutningabíla halda áfram. — Fréttaritari. Hfljóp á bifreið og fótbrotnaði FJÖGURRA ára telpa, Sigríður Ólafsdóttir, Laufásvegi 24, hljóp fyrir bifreið á móts við Efna- laugina Glæsi á Laufásvegi um klojfkikan 17.20 á föstudag. Telp- an fótbrotnaði. Hún liggur nú á Landspítalanum. Ökumaður bifreiðarinnar hélt, að telpan hefði ekki meiðst. Hvonki lögregla né sjúikrabifreið kom á slysstaðinn. Rannsóknarlögreglan hefur beðið Morgunblaðið að brýna fyrir fóliki, að kalla ætíð á lög- reglu ag sjúkrabifreið beri slys að höndum. Það er nauðsynlegt að þetta sé gert, þrátt fyrir það að fólki sýnist meiðsli lítilfjör- leg. Miklar framkvæmdir á Sauðárkróki Sauðárkróki, 13. okt. Hér er nú mikil atvinna og hefir verið í allt sumar. Nýlega er byrjað að vinna með stórvirkum krana frá Vitamálastjórninni við gerð smábátahafnar og ganga Lokið gatnagerð Akranesi 13. október. f GÆRKVÖLDI var hætt gatna- steypu, sem staðið hefir í allt sumar. Eftir er aðeins að steypa gangstéttarjaðra og e.t.v. bíla- stæði við Bárugötu. Stæðið hef- ir verið þakið möl, sem ætlað er að steypa ofan á. Bjamarlaug (sundlaugin) fær nú mikla búningsbót. í tvo mán- uði hefir verið unnið að því að setja nýtt þak yfir laugina og verður því verki lokið eftir hálf an mánuð. Þá hefir laugarsalur- inn alilur verið flóðlýstur og mái aður og verður hann því hinn vistlegasti. — Oddur. Trunaðar- mannafundur Akranesi 13. október. Trúnaðarmannafundiur hefst í verkalýðsifélaginu hér ki. 6 í dag. Verða þar rædd kaup og kjör. — Oddur. ÞING Sjómannasambands ís- lands var sett klukkan 2 í ; gær í Iðnó. Formaður þess, I Jón Sigurðsson, setti þingið og flutti skýrslu um starfsem ina tvö síðastliðin ár. Sjö fé- lög eru aðilar að SSÍ og eru þingfulltrúar 28 talsins. Þingið stendur í tvo daga. Því lýkur í kvöld. í gær var kosið í nefndir, sem skila áliti eftir hádegi í dag. Þingforseti er Sigfús Bjarnason og varaforseti Hannes Guðmundsson. Myndina tók Sv. Þ. af kjör- bréfanefnd þingsins í gær (talið frá . vinstri): Sigfús Bjarnason, Sjómannafélagi Reykjavíkur, Hannes Guð- mundsson, Sjómannafélagi Haínarfjarðar ög Magnús Guðmundsson, Matsveinafél. SSÍ. — þær framkvæmdir vel. Sláturtíð er nú brátt að ljúka. Slátrað er hjá tveimur aðilum, Kaupfélagi Skagfirðinga, sem tekur um 40 þús. fjár til slátr- unar og Verzlunarfélaginu sem slátrar um 10 þúsund. Irfitt hef- ir verið að fá fólk til slátur- starfa og hefir það flest verið fengið að framan úr sveitum. Byggingarframkvæmdir eru mjög miklar hér í bæ og var í sumar byggt við heila nýja götu. Geta má þess að í vor var á tveimur fundum bæjarstjórn- ar veitt byggingarleyfi á 18 lóð- um. Það er fyrst og fremst ungt fólk, sem stendur að þessum byggingum, en nú er svo komið að brottflutningi þess er lokið. Léleg aflabrögð hafa verið að undanförnu hjó minni bátunum. „Skagfirðingur" hefir aflað vel í sumar og hefir skapað mikla at vinnu í frystihúsunum. Hann er nú á veiðum og er áætlað að selja aflann til Þýzkalands. í gær var settur hér á flot 17 tonna stálbátur, sem Ingi Sveinsson á og hefir smíðað. Er gert ráð fyrir að báturinn hefji róðra héðan er hann er fullbú- inn .Bygging þessa báts er fyrst og fremst tilraun. Akranes ■MT* ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akranesi, heldur aðal- fund sinn að Vesturgötu 48 mánu daginn 15. þ.m. kl. 20.30. Dag- skrá Venjuleg aðalfundarstörf, kosning í fulltrúaráð og önnur mál. Stjórnin. Framhjólin fóru undan bilnum NÚ fyrir skemmstu gerðist það atvik að Guðmundur Sigurðsson í Fagraneskoti var á leið hingað til Húsavikur á vörubíl. Skyndi- lega losnaði dregari með fjöðr- um, hjólum og öðru tilheyrandi undan bílnum með þeim afleið- ingum að bíllinn hafnaði úti á túni hér skammt fyrir innan bæinn. Meiðsli urðu engin á mönnum. í fyrradag voru nokkrir ungir menn á ferð fram Aðaldal og hugðust heimsækja námsmeyjar á Kvennaskólaiium á Laugum. Valt þá bíllinn undir þeim, sem var nýr fólksvagn. Fór bíllinn eina veltu en hafnaði á hjólun- um. Meiðsli urðu engin á far- i þegum. — Fréttaritari. lík I veg fyrir pilt á sliellifijóli ENN eitt umferðarslysið varð í gær á gatnamótum Löngu- hliðar og Miklubrautar. Þar óku saman bifreið og piltur á skellihjóli. Pilturinn var flutt ur á Slysavarðstofuna. Meið- sli hans eru ekki talin alvar- leg. Slysið var þannig, að fólks- bifreið var á leið norður Lönguhlíð. Kona ók bifreið- inni mjög hægt, stanzaði gatnamotm, sa ekki umferð * og ók áfram í veg fyrir pilt á skellihjóli. Lenti það á hægra framhorni bifreiðarinn ar. Pilturinn hentist í götuna. Hann heitir Steindór Péturs- son, Eiríksgötu 8. og er 15 ára gamall. — Myndina tó-k Sv. Þ. á slystaðnum. Námskeið i amerískum og enskum bók- menntum PRO^ESSOR Hermam M. Ward frá Trenton State College i New Jersey í Bandaríkjunum, mun starfa í vetur sem sendi- kennari við Háskóla íslands á vegum Fulbright-stofnunarinnar og flytja hér fyrirlestra og kenna amarískar og enskar bðkmennt- ir. Prófessor Ward heldur nám- skeið fyrir almenning, þar sem hann heldur fyrirlestra um Mod- ern American and British Poetry. Verður námskeiðið haldið á mið vikudaigskvöldum kl. 8,15 — 9. Fyrsti fyrirlesturinn verður flutt ur n.k. miðvikudag 17. okt. kl, 8,15 e.'h., og þeir sem ta'ka vilja þátt í námskeiðinu beðnir að mæta í VI. kennslustofu háskól- ans. Frétt frá Háskóla íslands. KR í úrslit KR-ingar tryggðu sér úrslitasætl í bikarkeppninni í gaer er þeir sigruðu Akureyringa með 3 mörk um gegn engu. KR-ingar höfðu framan af leiknum mikla yfir- burði og eftir 34 miniútur höfðu þeir þriggja marka forystu —• og ekki var meir skorað. I dag mætast Fram og Kefla- vik. Það liðið sem vinnur mætir KR í úrslitaleik um næstu helgi. Leikurinn í dag hefst kl. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.