Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. oktöber 1962
MORGIIN BLAÐIÐ
13
Jón Kjartansson
látinn
Því miður má sá, sem kominn
er á miðjan aldur eða meira og
bregður sér frá um tveggja til
þriggja vikna bil, gera ráð fyr-
ir, að einhver náinn kunningja
eða vina sé horfinn úr hópnum
jþegar heim kemur. Að þessu
sinni var andlát Jóns Kjartans-
sonar hið fyrsta, sem séð varð í
Morgunblaðinu, þegar því var
útbýtt í flugvélinni á Kastrup-
flugvelli sl. þriðjudag. Jón Kjart-
ansson hafði lengi verið van-
heill en ljúfmennska hans og til-
lögugæði voru ætíð hin sömu.
.Vinir hans vonuðu því að eiga
enn marga samfundi með hon-
um.
Morgunblaðið á Jóni Kjartans-
syni mikið að þakka. Hann var
ritstjóri þess í nær aldarfjórð-
ung. Af ástæðum, sem hann átti
enga sök á, þurfti hann í fyrstu
að sækja fram gegn hörðum
mótblæstri. Þeir félagar, hann
Fáar þjóðir eru háðari flugvélum í daglegu lífi en okkar.
REYKJAVÍKURBRÉF
og Valtýr Stefánsson, sem Jón
átti upptökin að því að ráðinn
var meðritstjóri hans, stóðu þá
hríð hressilega af sér, svo sem
framgangur blaðsins undir
stjórn þeirra sannaði. Samvizku-
semi, óeigingirni og drengskap-
ur lýstu sér í öllum störfum Jóns
Kjartanssonar fyrr og síðar, jafnt
í ritstjórn hans á Morgunblað-
inu, sýslumennsku, sem hann
kaus að hverfa til eftir að hann
var orðinn þreyttur á blaða-
mennsku, og á Alþingi. Hann
var einn þeirra manna, sem all-
ir, er honum kynntust, fengu
mætur á.
Mismunandi
farkostur
Táar þjóðir eru háðari flug-
vélum í daglegu lifi en okkar.
Fjarlægðirnar gerðu fslendinga
áður einangraða, bæði frá öðr-
um þjóðum og innbyrðis. Ekk-
ert samgöngutæki eyðir fjar-
lægðunum fremur en flugvélar.
Þess vegna verður seint orðum
aukið hversu mikið við eigum
þeim að þakka. En flugferðir
hafa einnig sína ókosti. Segja
má, að ferðalag með þeim sé
svipaðast því, að maður sé sett-
ur upp í kassa á brottfararstað
og tekinn úr honum aftur innan
stundar, þegar á ákvörðunar-
staðinn er komið. Farþegar
kynnast sáralítið því landi, sem
yfir er flogið, og eftir langar
flugferðir verða flestir þreytt-
ori en þeir í fljótu bragði gera
sér grein fyrir. Þess vegna er
það holl tilbreyting, ef tími er
til, að nota öðru hvoru hægfar-
ari farartæki, skip, járnbrautir
og bifreiðir. Sá, er þetta ritar,
átti nýlega erindi suður til
Rómaborgar og kaus þá að fara
með skipi til Edinborgar, járn-
braut þaðan til Svisslands og
með almenningsbifreiðum frá
Genf til Rómar. Þetta er í sjálfu
sér ekki í frásögur færandi, en
á það er minnzt til þess að mæla
með því, að þeir, sem þess eiga
kost, taki sér far rneð almenn
ingsbifreiðum. Vandinn er sá að
velja réttar leiðir og ætla sér
ekki of langar dagleiðir. Með
því móti sjá menn miklu meira
of landinu, sem um er farið, en
með nokkru öðru móti. Úr slík-
um vagni fær maður mun betri
yfirsýn en þótt ekið sé í einka-
bifreið, auk þess sem ferðalagið
er miklu skemmtilegra og síður
þreytandi. Er einkum mjög að
lofa aðbúnað og þjónustu í
ítölsku vögnunum.
.Laugard. 13. október •
Aukinn ferða-
mannastraumur
Hvert sem farið er verður nú
vart miklu meiri ferðamanna-
straums en áður sást. Sú var tíð-
in, að það þótti í frásögur fær-
andi, ef íslendingur rakst á
landa á götu í Kaupmannahöfn,
hvað þá í Berlín eða London.
Nú hittast íslendingar af algerri
tilviljun á götu í Róm og kunnu
þá sumir að segja frá því, að
þeir höfðu séð almenningsbif-
reið setna löndum, sem voru á
skemmtiferð suður við* Neapels-
flóa. Þvílík ferðalög eru ánægju-
legt vitni velmegunar og sýna,
að fleiri geta veitt sér nokkurn
munað en ungir Framsóknar-
menn, sem í sumar efndu til
langferðar um Noreg. Þá sýndi
Alþýðusambandsstjórnin lofs-
verða fyrirgreiðslu með því að
beita sér fyrir för til sólskins-
eyjunnar Borgundarhólms á
miðju sumri. íslenzkir verka-
menn eru og ekki einir um að
leggja land undir fót. Enskur
uppskafningur sagðist nýlega
ekki lengur geta dvalizt á Mall-
orca af því, að „even the work-
ing people“ úr hans eigin landi
væru farnir að sækja baðstaði
þar! Skrælingjahátturinn í því-
líku orðbragði er íslendingum
andstyggilegur. Við samgleðj-
umst yfir því, að bættur efna-
hagur skuli nú gera miklu fleiri
en áður fært að fulínægja útþrá
sinni.
Siun er siður í
landi hverju
Vegir í hinum þéttbýlli lönd-
um eru miklu betri eh hjá okk-
ur. Engu að síður er varlega í
það leggjandi að ætla að aka
þar bifreið sjálfur, nema fyrir
þaulæfða menn. Er þá fyrst á
það að líta að alls staðar á meg-
inlandinu, utan Svíþjóðar, tíðk-
ast hægri handar akstur. Svíar
hafa gert skrá yfir það, að all-
fjölmennur hópur bíður bana ár-
lega af þessum sökum, bæði
Svíar, sem fara til annarra
landa, og útlendingar, er koma
til Svíþjóðar. Ekki sízt I þess
vegna telja þeir Svíar, sem gerzt
mega vita, að þess sé skammt
að bíða, að þar verði breytt til
og tekinn upp hægri handar
akstur. Þá er það mjög erfitt
fyrir ókunnuga — og sums stað-
ar nær ógerlegt — að átta sig
á akstursreglum í stórborgum,
auk þess sem þar er mjög sein-
farið, jafnvel fyrir þá sem ger-
kunnugir eru. Enn má á það
minnast, að ótrúlega þreytandi
er að aka eftir löngum, þráð-
beinum vegum, hinum alþjóð-
legu bifreiðabrautum — „auto
strata“ — og ekki meira að sjá
þaðan en þó farið sé í járnbraut.
Loks er þess að geta, að þótt
okkur þyki vegir víða bugðóttir
og yfir há fjöll að fara hér á
landi er það smáræði miðað við
það, sem sjá má, jafnvel í út-
köntum Alpanna og í Norður-
ítalíu. Þar eru vegir svo vand-
farnir og engu að síður svo hratt
ekið, að ekki er nema fyrir þraut
vana og þaulkunnuga menn að
leggja slíkt á sig. Umferðarslys
eru og hvarvetna mikið áhyggju
efni. Er það raunar ekki furða,
þegar þess er gætt, að sums
staðar, t. d. í Belgíu, þarf bif-
reiðarstjóri ekki að taka neitt
próf til þess að fá ökuleyfi. Þar
er hægt að fá ökuskírteini með
því einu að greiða gjald fyrir!
Minnir á Sigur-
björn í Vísi
Mismunandi siðir lýsa sér í
fleiru en ólíkum umferðarregl-
um. Það var t.d. fróðlegt að vera
leiddur fyrir ítalíuforseta. Sjálf-
ur er forsetinn vingjarnlegur,
roskinn maður, sem býr í hinni
gömlu konungshöll. Þar virðast
enn haldast fornir hirðsiðir, sízt
geðfelidir þeim, sem öðru eru
vanir. Þá er ólíkt ánægjulegra
að koma í samsvarandi móttöku
á Bessastöðum þar sem tekið er
á móti mönnum eins og á hverju
öðru góðu heimili.
Allt annað mál er, þótt hefð-
bundnu formi sé haldið í páfa-
garði, því að páfadæmið er elzta
stofnun, sem til er meðal hvítra
þjóða. Þar er óslitin arfleifð aft-
an úr öldum og sannarlega er
gaman að sjá hina svissnesku
varðmenn, enn klædda einkenn-
isbúningi, sem sagt er, að sjálfur
Micelangelo hafi fyrstur sett
saman. En einnig þar er ytri
umbúnaðurinn að sjálfsögðu
aukaatriði. Samanburður á
mönnum er ætíð vandmeðfarinn.
Vissulega er Jóhannes 23. mjög
ólíkur fyrirennara sínum, Píusi,
sem var heldur þurr en þó alúð-
legur tignarmaður, er bauð af
sér mikinn virðugleik. Núver-
andi páfi er að vísu virðulegur
en með öðrum hætti, góðlátlegri
en hinn og tsflar þannig, að hann
sýnist vera að gera að gamni
sínu, jafnvel egar hann ræðir
um alvarleg efni. Þegar hinn
heilagi faðir kom nær gat ekki
dulizt hversu líkur hann er.
einkum að augnasvip og í brosi.
alkunnum Reykvíkingi, Sigur-
birni í Vísi Þork.elssyni, núver-
andi kirkjugarðsverði. Allur er
þó páfi meiri um sig, svo sem
stöðu hans sæmir.
Ógleymanlegt
augnablik
Annars er sannast bezt að
segja, að ómögulegt er að vera
í návist páfa án þess að fyllast
lotningu fyrir helgi embættis
hans og ábyrgð þeirri, sem á
honum hvílir. Og áreiðanlega
hefur það verið hátíðleg stund
þegar hjð mikla kirkjuþing var
sett í Péturskirkjunni síðastlið
inn fimmtudag. Undirbúnings
þess mátti mjög verða vart
undanfarna daga. Hið leiðasta
var, að Péturskirkjunni hafði
verið lokað af þeim sökum,
raunar eitthvað fyrr en ella
vegna sprengjutilræðis, sem þar
hafði komizt upp um. -Nokkra
uppbót var þó að fá sl. sunnu
dag. Þá villtust nokkrir íslend
ingar af fyrirhugaðri leið og
lentu á torgi fyrir framan eina
höfuðkirkjuna í Róm, þar sem
um fór mikil helgiganga til
bænahalds vegna kirkjuþingsins
Sjálf var gangan gífurlega fjöl
menn, skipuð ungum og göml
um, leikum og lærðum, og var
síðast borið mikið kristslíkneski
Á undan því gengu biskupar og
kardínálar. Allt var þetta áhrifa
mikið, og þó enn áhrifarikara að
sjá og heyra þátttöku fjöldans
torginu, a. m. k. margra tug
þúsunda, í því, sem fram fór
Sú stund mun ekki hverfa úr
minni þeirra, er þangað höfðu
„villzt". Þar mátti sjá, að til eru
býsna margir, sem hugsa svipað
og séra Emil Björnsson brýndi
fyrir alþingismönnum við þing
setningu, að til séu fleiri verð
mæti í heiminum en peningarn
ir einir og að annað en eilíft jag
um efnahagsmál fyllir huga
sumra, a. m. k. á suðlægari slóð
um.
Hversu langt nær
emingm'
Öðrum þræði er hið mikla
kirkjuþing í Róm ætlað til þess
að efla einingu meðal kristinna
manna. í augum okkar hefur
kaþólska kirkjan sínar sérkredd
ur, sem nú á dögum sýnast úr
eltar. Hins vegar tjáir ekki að
neita því, að hún býr yfir meiri
reynslu en aðrar stofnanir
þessum heimshluta hafa yfir að
ráða. Nútímatækni er mjög
framandi kenningum hinna
fornu kirkjufeðra, en mannleg
sál og lögmál samskipta ein
staklinga sín £ milli hafa ekki
eða furðu lítið breytzt á árþús
undum. Kaþólska kirkjan og
þjónar hennar þekkja flestum
eða öllum betur mannlegt eðli.
Fáir eru því þess um komnir að
kenna henni. Á meðan hún held-
ur því fram, að páfinn, — þótt
með aðstoð hinna æðstu preláta
og kirkjuþings sé — sé óskeikull
misvirðir hún samt mannlega
hugsun. óskeikulleiki er engum
manni gefin, hverri stöðu og
stétt sem hann er í, hvorki ein-
um saman né með neinna ann-
arra samráði. Aðalviðfangsefn-
ið nú er að láta sérkreddurnar
lúta í lægra haldi. Látum kirkju
leiðtogana um að leysa sinn
vanda. Hann verður þó ekki
leystur án atbeina heilbrigðrar
skynsemi.
Líkleg leið
til friðar
Eyðing fjarlægðanna, afnám
hindrana gegn nánari kynnum
almennings í öllum löndum er
mikilsvert til sameiningar. Þess
vegna eru ferðalög alls almenn-
ings og náin kynni fólksins sjálfs
sín á milli, einna álitlegasta
leiðin til friðar, sem enn hefur
verið fundin. Enginn skyldi
halda, að það sé tilviljunin eln-
ber, að Sovétstjórnin hefur á
þessu ári, stórlega látið draga úr
utanlandsferðum Rússa, a.m.k. til
Stóra-Bretlands. Efnahagsörðug-
leikar í Rússlandi kunna ein-
hverju að valda um, en einræðis
herrunum geðjast og síður ensvo
að því, að þegnar þeirra fái að
kynnast háttum annarraþjóða og
sjá að þær eru allt öðru vísi á
vegi staddar en þeim hafði verið
talin trú um. Af sama toga »r
spunnið þegar Þjóáviljinn fyrir
nokkrum vikum birti svívirð-
ingargrein um Tel-star, sjón-
varpshnöttinn bandaríska, sem
vitrir menn telja að kunni að
verða upphaf nánari kynna
þjóða í milli, en nokkuð annað
tæki, sem menn enn hafa smíð-
að. —
Framför gegn aft-
ur-úr-kreistingi
Ómögulegt er að ferðast um
meginland Evrópu nú án þess
að veita athygli hinni miklu
framþróun, sem þar hefur átt
sér stað og gerbreytingu lifs-
kjara til batnaðar á örfáum ár-
um. Fyrir 6 árum virtist Belgía
t. d. vera staðnað land. Nú kem-
ur ferðalangur þaðan með allt
önnur og lífvænlegri áhrif. —
Hvort sem það er rétt eða rangt
telja þeir sem við er talað á
meginlandinu, að Efnahags-
bandalagið hafi gjörbreytt við-
horfi þeirra og nú þegar stór-
bætt lífskjörin. Fáir efast um, að
Bretar muni gerast aðili þess
áður en langt um líður. Einn
helzti maður írlands sagði að
í írlandi væru allir nema ein-
staka sérvitringar yzt til hægri
og vinstri sammála um, að fr-
land yrði sjálfs sín vegna að
gerast aðili að bandalaginu. í
augum Breta er málið engan
veginn svo einfalt. Gaitskell, for
ingi Verkamannaflokksins, hélt
á sínu flokksþingi þrumandi
ræðu, sem flestir töldu beinast
gegn bandalaginu en þó opnaði
hann sér leið til samþykkis, að
vísu þrönga. Nákunnugur mað-
ur í Bretlandi, hlyntur Verka-
mannaflokknum, sagði hins veg-
ar að. með afstöðu sinni skapaði
flokkurinn íhaldsmönnum færi
á að ryðja brautina til framtíð-
ar landsins, og sneri _ þannig
hlutverki flokkanna við.