Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 14. október 1962 .HOWARD. SPRING-., 56 RAKEL ROSING Rose Chamberlain, sem var alveg vei-k af tilhlökkun, kom inn til hennar klukkan tvö og hjálpaði henni til að klæðast. Rakel lauk ekki munni sundur, og þegar stúlkan sá hana í þess- um vélmennisham, þorði hún heldur ekki að segja orð. Án þess að segja nokkurt orð við nokkurn mann, í þögulli hrifn- ingu þessara draumkenndu ör- laga Iris Mearns, gekk Rakel út í hlöðuna og inn í búningsher- bergi sitt. Þar reykti hún einn vindlig, e siðan benti hún Rose Chamberlain að koma með kjól- inn, sem Iris Mearns átti að koma með kjólinn. sem Iris Mearns átti að koma fram í. Maurice leið hálfilla að tjalda- baki. Hann sat upp við dogg í vagninum sínum með leiktjöld um sig á alla hliðar Og Mike Hartigan hjá sér, og beið eftir að leikurinn hæfist. Hann kunni vel við sig í leikhúsi. Enda þótt hann aetti mikið fé á góðum vöxt- um í kvikmyndafyrirtækjum, kom hann ekki í kvikmyndahús meir en tvisvar eða þrisvar á ári. Hann vildi heldur sjá fá- tseklegustu leiksýningu með lif- andi fólki þen glæsilegasta sam- ansafn af talandi vofum, sem kvikmyndafélögin gátu framleitt. Og nú, þegar hann var svo nákominn þessari sýningu, sem nú var að hefjast, var hann spenntari en hann hafði nokk- urntíma verið síðan forðum daga þegar leikhúsið var í hans aug- um það stórkostlegasta, sem til var í heiminum, þegar hann var með fiðluna undir hökunni að saga einhverja tónlist við skóla- leikritin í Manchester mennta- skólanum. Þaðan sem hann sat með hvísl- arabókina í hendinni, gat hann séð beint yfir sviðið og stigann, sem Rakel átti að ganga niður, þegar hún kom fyrst fram. Það var alveg stórkostlegt hlutverk, sem Heath hinn ungi hafði sam- ið handa henni. En tækist henni nú eins vel og þau öll héldu? Jæja, hann fengi því svarað bráð lega. Hann gat heyrt Julian hrópa: Eru allir til'búnir? Og síðan: Við skulum þá byrja. — Strax þegar þú vilt, Rakel. Maurice varð var við, að Rose Chamberlain læddist til hans og að Mike kom með stól handa henni, þegjandi og næst sá hann dyrnar uppi á svölunum opnast og Rakel koma fram. Hún stóð andartak og horfði niður í matin- tóma stofuna. Síðan kveykti hún í vindlingi, slökkti í honum aft- ur, og — rétt eins og hún tæki snögga ákvörðun — gekk hún hratt niður stigann. Hún gekk yfir þvera stofuna, í fáeinum léttum skrefum, skellti opnu lok- inu á skrifpúlti, og tók að róta í blöðum, sem í því voru. Fann þar eitt bréf og fleygði því í eldinn. Síðan gekk hún aftur að púltinu og var önnum kafin að leita í því, þegar Julian kom inn. Halló, ungfrú Mearns! Þá var eins og hann sæi fyrst, hvað hún hafðist að og hélt áfram. Heyrið þér .... þetta er skrifborðið hans föður míns. Honum varð litið á bréfið, sem var að brenna í arninum. Hann hljóp til og reyndi að grípa það, en þá greip hún um únlið hon- um og gat haldið honum föstum meðan bréfið brann til ösku. — Síðan gekk hún að skrifpúltinu, og lokaði því. Jæja, sagði hún. Kannske við eigum þá að tala um það. Nei fjandinn hafi ef ég geri það. Fjandinn hirðir þig 6tf þú gerir það ekki. Já, hugsaði Maurice, þetta var allt í lagi. Rakel hafði þegar vakið athygli — athygli sem þróttmikil og samvizkulaus kona, hál og kattlipur. Það voru hvorki hreyfingarnar né orðin, sem henni voru í munn lögð, heldur hitt hvernig hún hafði sýnilega lifað sig inn í hvort tveggja, hvernig hún hafði snúizt við hættulegum kringumstæðum og sigrazt á snöggri árás. Já, hún gat leikið. Leiknum hélt áfram og Maur- ice horfði með vaxandi spenningi á allt það, sem þau Mina og Juli- an höfðu sagt um Rakel, verða að veruleika fyrir augum hans. Já hún var stórkostleg — það var ekki til annað orð yfir það. Það var eins og hún stækkaði eftir því sem leið á þáttinn — ævintýrakona í stóru broti, ósigr- andi, úrræðagóð, fögur og köld. Henni virtist hvergi fipast í skiln ingi sínum á hlutverkinu. Hún byggði upp leik sinn með hundr- uðum afbrigða í framsögn og hreyfingum. Jafnvel meðleikarar hennar höfðu alls eklci búizt við svona fullkominni sjálfsgleymsku eins og þeirri, sem þeir fengu nú að horfa á með eigin auum, svona fullkominni persónu, sem ýtti undir þá, svo að þeir gerðu sjálfir meira en þeir höfðu getað búizt við. í þáttarlok voru allar persónurnar á sviðinu í einu, og þegar síðustu orðin voru sögð og tjaldið fallið, hópuðust allir kring um Rakel og klöppuðu. — Jafnvel hatur Mike Hartigans á konunni gleymdist sem snöggv- ast. Hann stóð að tjaldabaki og klappaði engu síður en allir hin- ir, og Rose Chamberlain andvarp aði í hálfum hljóðum: Ó, frú! Maurice var sá eini, sem ekki tók þátt í fagnaðarlátunum. En engu að síður var hann líka hrif- inn, en þar blandaðist saman að- dáun, efasemdir og ást, svo að hann gat ekki annað gert en stara ráðvilltum augum á Rakel. Rakel lét sjálf alls ekki hrær- ast af þessum fagnaðarlátum. — Hún brosti kuldalega framan í þennan og hinn, og gekk síðan út af sviðinu. Þegar hún sá Rose standa þar, spurði hún: Hvar er kápan mín? Rosem hafði gleymt kápunni. Sæktu hana, skipaði Rakel. Eg var búin að segja þér að hafa — Nú skulum við athuga hvort þeir hafi látið okkur fá ná- kvæmlega tvær lestir af koium. hana tilbúna við lok hvers þátt- ar. Og hún hreyfði sig ekki í áttina til búningsklefans, fyrr en kápan var komin á herðar henn- Þegar leiknum var lokið var sameiginleg tedrykkja uppi á sviðinu. Allir voru glaðir. Þetta hafði gengið affourðavel, og ham- ingjuóskunum rigndi yfir Julian og Rakel. Julian var rjóður og Marilyn Monroe eftir Maurice Zoiotov BuP „Þetta er annar Monroe-pabb- inn í þessari viku.“ Svo vill til, að kenning mín um Mortenson föður Marilynar hefur verið vefengd. Það er út- breidd trú, að faðir hennar sé enn á lífi og mikill framámaður í kvikmyndaiðnaðinum, en aldrei hef ég séð neitt, sem gæti rennt stoðum undir þá kenningu. Sjálf fékk Marilyn oft bæði bréf og símahringingar frá mönn um, sem annaðhvort þóttust vera feður hennar eða þá vita, hvar hinn dularfulli Edward Morten- son væri niður kominn. Venju- lega voru þetta hrekkjarlómar, sem reyna að hafa fé út úr kvikmyndaleikkonum. Engu að síður rannsakaði hún nánar hverja slíka flugufregn um föð- ur sinn. Einhvernveginn vildi hún aldrei almennilega trúa því, að hann væri dáinn. Hún vildi, að hann væri lifandi óg gæti tek- ið hana í ástararma sína. En þegar flugufregnirnar voru nán- ar athugaðar, reyndust þær svik og prettir. Þó var það einu sinni, 1959, að henni var gefið upp nafn og heimilisfang bónda nokk urs, sem átti heima 150 mílur fyrir sunnan Los Angeles. Sá sem upplýsingarnar gaf, kom með ýmsar sláandi líkur, svo að Marilyn grunaði, að í þetta sinn væri eitthvað til í þessu — enda þótt það væri að nokkru ósk- hyggja. Hún skyldi fara og hitta þennan mann, en án þess að vara hann við fyrirfram. Þá yrði hann ef til vill svo hissa, að hann viðurkenndi hana tafarlaust. Hún og Natasha lögðu af stað einn morgun snemma. En þegár þær áttu ekki eftir nema fáar mílur linaðist hún á ásetningi sínum. Ef til vill fengi hún tauga áfall af að hitta hann. Hún stað- næmdist í benzínstöð nokkurri, Og bað Natasha að hringja til mannsins og segja honum frétt- irnar sem vægilegast. Natasha gerði það. En þegar maðurinn heyrði, að hann ætti dóttur, sem væri engin minni en sjálf Mari- lyn Monroe, sem nú væri að leita til föðurhúsanna, varð hann bálvondur og sagðist vera heiðar- legur kvæntur maður og langaði ekkert í óskilgetna dóttur — ef slík fyrirfjmdist. „Maðurinn var ruddalegur og dónalegur" sagði ungfrú Lytess skjólstæðingi sín- um. Marilyn fór sjálf í símann og bað manninn um viðtal, til þess að friða sálu sína. En hann var jafnruddalegur og fyrr. Hún gaf honum þá símanúmerið sitt og bað hann að hringja sig upp, ef hann kæmi einhverntíma til Los Angeles. Hún talaði aldrei við hann eftir það. Hver var þessi maður og hvað var að marka upplýsingarnar, sem hún hafði fengið? Var það móðir hennar, sem var að opinbera nafn bamsföður síns? Hafði fað- ir hennar ekki farizt í bílslysi? Eða var Edward Mortenson bara nafn, til að fylla út vottorð með? Við vitum auðvitað ekki loka- svarið við þessum spurningum, þar eð Gladys Monroe Baker er ekki trúverðugt vitni, sökum andlegs ástands síns. Þetta er allt í þoku. Og óvissan hefur verið Marilyn kvöl, alla hennar ævi. Nú var á þessu ári 1952, sjúklingur í geðveikrahæli, sem grofobaði af að vera móðir Marilynar Monroe. Þetta var lítil kona með hvítt hár, og skorti hverjar þær leifar af horfinni fegurð, sem hefðu getað gert sög- una trúanlega. Enginn í hælinu veitti neina eftirtekt blaðaúr- klippum, sem hún var að sýna, enda var þarna fullt af samskon- ar mæðrum allra helztu kvik- myndastjarna. En einn da.g heyrði ein kona frú Baker vera að tauta eitthvað um hina frægu dóttur sína. Hún hélt auðvitað, að þetta væri órar vitfirrings, en hafði þá samt eftir. Eftir ýmsum krókaleiðum komst það upp, að Marilyn átti móður í geðveikra- hæli. Þetta kom rétt á eftir upp- ljóstruninni um nektarmyndina. Og hún, sem hafði alltaf haldið því fram, að hún ætti hvorki föður né móður! Þrátt fyrir allnáin kynni af kleyfhugum, gat Marilyn ekki gert raunsanna persónu úr Nell í „Don’t Bother to Knock“. Þar var annars stórkostlegt tækifæri, en henni notaðist það ekki. Þessi geðveiki morðingi var köld og ómennsk persóna. Hún lék hlut- verkið með þokukenndum augum og liðalausum líkama. Ástríðu- atriðin með Widmark voru hlægi lega ofleikin. Röddin næstum ó- heyranleg á köflum en óviðkunn- andi hárgreiðslu og málningu, að anlega hvell hitt veifið. Hún var ekki einu sinni aðlaðandi í útliti. Hún hafði þó lagt mikla vinnu í þetta hlutverk. Hún hafði flutzt til Natasha Lytess, til þess að geta sökkt sér niður í hlutverkið. Ungfrú Lytess segir, að Mari- lyn hafi ekki keppzt nógu mikið við, en Skolsky, vinur hennar, kennir því um, að hún hafi verið sett í skakkt hlutverk. Marilyn sjálf heldur því fram, að leik- stjórinn, Ray Baker, hafi ekki skilið sig og hvorki gefið henni tíma né rúm til þess að komast uppveðraður og hafði líka ástæðu til þess. Hann þekkti flestum mönnum betur, hvílíkt lukkuspil starf leikritahöfundarins er, en ef leikrit hafði nokkurntíma spáð velgengni, þá var það nú. Og honum stóð til boða allt það fé, sem þurfti til að koma því á framfæri í höfuðfoorginni og hann þekkti nægilega marga, sem að því gátu stuðlað. Hann hafði því ríka ástæðu til að vera í sigurvímu. , Marilyn í upphafi frægðarferils síns hægt og hægt inn í hlutverkið og átta sig á því. Henni finnst hann hafi sí og æ verið að reka á eftir henni, og sýndi henni ekki næga samúð í samibandi við kvíða hennar. Hann hafi ekki kannað nægilega tilfinningarnar, sem tilheyrðu persónunni og grannskoðun á hverju atriði hafi verið áfátt. En auk alls þessa þá hafðl Marilyn ekki nægan undirbúning undir hlutverk af þessari stærð. Jafnvel nú — tíu árum seinna — furða flestir sig á því, að hún skyldi geta leikið svona skugga- kennda persónu. Að undanteknum kvikmynda- tímaritunum, gerðu flest blöð gys að tilraunum hennar til að sýna alvarlegar tilfinningar. Mistök hennar við að gera fullnustu í fyrsta stjörnuhlut- verkinu hjá 20th, vakti kvíða i aðalskrifstofunni. Hafði Zanuck haft á réttu að standa? En eitt- hvað varð félagið að gera við hana. Hún var dularfyllsta nýja persónan í Hollywood, en samt voru þeir í vandræðum með að hafa gagn af henni. Ef hún hefði ekki dramatíska hæfileika, gátu 'þeir eyðilagt hana á einu ári með því að setja hana í slík hlutverk. Hinsvegar höfðu þeir engin bréf fyrir því að hún gæti sýnt gam- anleik eins Og Claudette Colhert og Ginger Rogers, eða dansað og sungið eins Og Betty Grable. Þeir þorðu ekki að setja hana í Cinemascope-mynd, því að stofn- kostnaður slíkra mynda var tvær milljónir. dala. Hinsvegar hafði félagið ekki aðstæður til að prófa sig áfram þangað til það fyndi hennar rétta hæfileikasvið. Það er dýrt að taka kvikmyndir í Hollywood, — of dýrt. Allir leikstjórar fengu fyrir skipanir um að reyna að finna eitthvað hæfilegt handa henni. Þegar helztu leikstjórarnir ráðg- uðust við ráðamennina í aðal- skrifstofunni, var gáfnafar Mari- lynar Monroe stöðugt til umræðu og jafnöft var það óleyst gáta, að umræðum loknum. Meðan beðið var eftir ein- hverjum árangri af þessum rann- sóknum, var hún sett í tvær myndir, „Full House“ og „We Are Not Married". Svona ómerki- legar myndir eru mikið notaðar til þess að útvega iðjulausum leikurum eitthvað að gera, og stundum geta þær meira að segja tekizt vel. ,,Full House“ var byggð á sögu eftir O. Henry, eða öllu heldur fimm smásögum eftir hann. Þessi mynd var alveg eftir höfði Zan- ucks. Hann var hrifinn af sögum O. Henrys og las jafnan eitthvað í þeim áður en hann fór að sofa. Fimm leikstjórar voru ráðnir til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.