Morgunblaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 15
Sunnudagur 14. október 1962
MORGUNBLAÐIB
15
Gógó (Kristbjörg Kjeld)
„79 af stöðinni"
frumsýnd ■ fyrrakvöld
Merkur viðburður í ísl. leiklistarsogu
HIN margumtalaða íslenzka kvik I Leikstjórinn díegur um of sum
mynd „79 af stöðinni“, sem gerð I atriði myndarinnar og jafnvel
hefur verið eftir samnefndri
skáldsögu Indriða G. Þorsteins-
sonar, rithöfundar, var frumsýnd
s.l. föstudagskvöld í tveimur kvik
myndahúsum borgarinnar, Há-
skólabíói og Austurbæjarbíói og
var hvert sæti í húsunum skipað.
Myndin er gerð á vegum Edda-
film, sem er íslenzkt fyrirtæki og
hlutverkin eru leikin af íslenzk-
um leikurum og á íslenzku og
handritið hefur Guðlaugur Rósin-
kranz, þjóðleikhússtjóri samið.
Leikstjórinn er hins vegar dansk-
ur, Erik Ballin, þekktur kvik-
myndastjóri, einnig myndatöku-
maðurinn, Jörgen Skov og úti í
Danmörku hefur verið unnið að
gerð myndarinnar að öðru leyti
og þar lögð síðasta hönd á verk-
ið. Um hljómlistina sáu Sigfús
Halldórsson og Jón Sigurðsson.
Hefir hún tekizt vel.
Áður en sýningin hófst ávarp-
aði Guðlaugur Rósinkranz gest-
ina og bauð þá velkomna til sýn-
ingar á þessari fyrstu alíslenzku
kvikmynd. Rakti hann síðan feril
myndarinnar frá því er hann
fyrst hófst handa um að semja
handritið að henni og þar til hún
var fulgerð til sýningar. Kvaðst
Rósinkranz frá öndverðu hafa
lagt áherzlu á það að myndin
yrði leikin af íslenzkum leikur-
um eingöngu og talað yrði á ís-
lenzku enda hefði svo orðið. Hins
vegar hefði hann, um leikstjórn
og tæknilega vinnu við mynd-
ina, orðið að leita út fyrir land-
steinana, því að hér væri ekki
völ á íslenzkum mönnum með þá
þekkingu, sem til þeirra hluta
þyrfti.
Þessi fslenzka kvikmynd er
mikill menningarviðburður, sem
vonandi markar tímamót í ís-
lenzkri leiklistarsögu. Með henni
hefur víkkað sfórkostlega starf-
svið íslenzkra leikara með öllum
þeim möguleikum, sem því fylgir
og leikararnir sýna það þegar í
þessari mynd að mikils má af
þeim vænta á þessu nýja starf-
sviði þeirra. Yfirleitt má segja
að þessi fyrsta íslenzka kvikmynd
hafi tekizt mæta vel. Að vísu eru
á henni ýmsir annmarkar, sem
leikurunum verður þó ekki gefin
sök á heldur fyrst og fremst leik-
stjóranum og að nokkru mynda
tökumanninum, þó að þeir hafi
báðir vissulega margt vel gert.
endurtekur þau og hann hefur
freistast til þess að ,,gæða“ mynd
ina því skandinaviska „mentalit-
teti“, sem svo mjög er áberandi í
kvikmyndagerð Norðurlanda,
einkum Svíþjóðar og Danmerk
ur. Á ég hér við nektaratriðin í
myndinni, sem eru alt í senn,
óþolandi langdregin og smekk-
laus, óþörf með öllu og hafa
síður en svo nokkurt listgildi.
Virðist leikstjórinn hafa verið
svo hrifinn af þessari „list“ að
hann lætur sér ekki nægja að
sýna þetta atriði einu sinni held
ur fellir hann það óbreytt inn í
myndina síðar. Grunar mig að
hér hafi ekki listrænt sjónarmið
ráðið gerðum' leikstjórans. Svona
„list“ er enn sem komið er ekki
að skapi alls þorra fslendinga og
vonandi fáum við að vera lausir
við hana þegar að því kemur að
við förum sjálfir að sjá um
stjórn á kvikmyndufn okkar.
Myndatakan er yfirleitt góð, sum
staðar ágæt, en á nökkrum atrið-
um hefur miður tekizt, myndin
þá ekki fyllilega í „fokus“ og lýs-
ingin stundum ekki sem bezt.
Leikendurnir fara allir einkar
vel með hlutverk sín. Ber þá
einkum að nefna aðalleikend-
Hvítt: E. Ge”er 30. Hd3 f4
Svart: P. Keres 31. Hxd5 Bbxd5
Nimzöindvers-vöm 32. exf4 Bexf4+ +
1. Bf3 BfG 3%. Kf3
2. c4 e6 Vafalaust það skársta. Ef 33.
3. d4 b6 Kdl, Rd3. Eða 33. Kfl, Rd3. 34.
4. Bc3 Bb4 Hal, Rc3.
5. e3 c5 33. Rd3
6. Bd3 d5 34. Hc4 h5
ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ er nú
senn á enda, eins og venj -’.lega
er þetta mesti skákviðburður árs
ins, þar sem samankomnir eru
velflestir af beztu skákmönnum
hverrar þjóðar sem þátt taka
í mótinu. Að þessu sinni voru
iþátttökuþjóðirnar ca. 40, en það
segir að um 240 skákmenn hafi
tekið þátt í mótinu að þessu
sinini. Við íslendingar höfum
eins og endranær síðan ’52 tek-
ið þátt í öllum ólympíuskákmót
um sem haldin hafa verið. Ár-
angur heifjtr að vonum iverið
nokkuð misjafn, eins og fljót-
lega verður skiljanlegt þegar far
ið er yfir nöfn þátttakenda á
hverju móti fyrir sig. Við höfum
ekki átt því láni að fagna að geta
sent okkar sterkiustu sveit siðan
1054, en það hefur haft það í
för með sér að við höfum ekki
náð að skipa sess á meðal 12
sterkustu skákþjAða heims, eins
og við gerðum 1954. Árangur
skákmanna okkar á þessu ól-
ympíumóti í Varna verður því
miður að teljast í lakara lagi,
þegar últikomu Friiðriks Ólafs-
sonar er sleppt, því 'hann hlaut,
hvorki meira' né minna en 8
vinninga í 9 skókum, á undan-
rásum mótsins. Einnig á Arin-
bjöni hrós skilið fyrir prýði-
legan árangur í undanrásum
Þegar kemur yfir í úrslitkeppni
mótsins fer að síga á ógæfu-
hliðina fyrir okkar mönnum. Þó.
kemur Jónas Þorvaldsson nokk
uð á óvart með skelleggri frammi
stöðu.
Þættinum hafa ekki ennþá
borizt skákir frá mótinu, en
væntir þess að mjög bráðlega
leysist úr því vandamáli.
Eftirfurandi Skák var tefld
austur í Moskvu af þeim Geller
og Keres í einvígi þeirra um
annað sætið á áskorendamótinu
í Gurazao. Skákin er sú þriðja
í röðinni.
Þetta afbrigði hefur um langt
árabil verið
hjá Keres.
7. cxd5
8. 0-0
9. a3
í miklum metum
exd5
0-0
urna, þau Kristbjörgu Kjeld,
Gunnar Eyjólfsson og Róbert
Arnfinnsson. Var ekki annað að
sjá en að þau væru þaulvanir
kvikmyndaleikarar.
Að sýningunni lokinni ávarpaði
Brynjólfur Jóhannesson leikar-
ana og aðra sem stóðu að þessari
mynd, þakfcaði þeim ágætan leik
og kallaði þá upp á sviðið, þar
sem þeir voru hylltir af áhörf-
endum með blómum og miklu
lófataki.
Mynd þessi er í heild vissulega
vel heppnuð og vil ég að lokum
-þakka öllum, sem að henni hafa
unnið, ágætt og merkilegt starf
Sigurður Grímsson,
wd^'wd^.míiJ*í'Jt
11_____‘'&i; P ________
ABCDEFGH
Staðan eftir 9. leik hvíts
Heldur linur leikur að hálfu
Gellers. Öl’lu sterkara var t.d.
I. ) 9. Re5 Bb7
10. Bd2 ásamt liug
sanlegu framhaldi með f4.
3.) 9. dxc5 bxc5
10. Re2 og hvítur reyn
ir að þrýsta á d5 og c5.
9. Bxc3
10. bxa3 Ba6
Eftir 10. Bg4, 11. Del! Bxf3 12.
gxf3 hefur hvítur betri möguleika
II. Bxa6 Rxa6
12. dxc5 bxcð
13. c4 dxa4
14. Da4 Rc7
15. Dxc4
Staðan er nú nokkuð jöfn, þrátt
fyrir «® svartur hafi veikleika
í peðastöðu sinni. Eins og við
komumst fljótlega að raun um,
þá þarf hvltur að vera vel
verði gaignvart ýmsum „takt-
ískum“ möguleifcum, sem svarta
staðan býr yfir. Svartur verður
nu örlítið á undan með liðskipan
síina. 15. Dd5
16. Dc2 Re6
17. Bb2 De4
18. Hfcl Dxc2
19. Hxc2 Bd5
20. Be5 Leikið til þess að hindra svart
í að koma hrókunum á b-línuna.
20. f6
21 Bg3 Hfd8
22. Rd2 Hac8
23. Kfl ’ Hd7
24. Be4 Rb6
25. Hacl Ra4
26. Hc4 Rb6
27. H4 c3 Hd5
28. Ke2 Í5
'29. Rd2 Geller er nú skyndilega kom-
inn í erfiðleika. E.t.v. var 29,
Rd6 skárri. Td. 29. Hcd8, 30,
Rc4, Rxc4, 31. Hxc4, Hd2 + , Hd
2+32.Kel, Ha2 og svartur hefur
'betri möguleika. eftir 3. Ha4
Hdd2, 34. Ha7, g5.
29. He8
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Staðan eftir 34. — h5(!!)
35. He4?
Tapar strax. Skárra var 35. Bd6,
He6 36. a) B'b8, Rel+ 37. Kg3,
Hg6+ 38. Kh3, Rxg2 og svart-
ur hefur von um að geta teflt
upp á vinning. Eða 36. b) Bxc5,
Re5+ 37. Ke4, L'l, 38. Kxe6,
Rxd6, 39. Bxa7 og það er engan
veginn auðvelt að vinna þessa
stöðu fyrir svart.
35. Rel +
GEFIÐ
Vertu
viðbúinn
SÍÐASTL. fimmtíu ár hafa
íslenzkir skátar verið viðbún
ir, ef til þeirra hefur verið
leitað, t. d. til aðstoðar við
löggæzlu, safnanir fyrir hjálp
arþurfi, leitir að týndu fólki
og ýmiss konar líknar' og
hjálparstörf. f þessum til-
gangi hafa skátar skipulagt
leitarflokka, hjálparsveitir,
blóðgjafasveitir og fleira þess
háttar á ýmsum stöðum á
landinu.
En til þess „að vera við-
búinn“ þarf mikinn undirbún
ing og þjálfun. Þess vegna
voru t. d. á annað hundrað
skátaforingjar á námskeiðum
síðastl. mánuð, til þess að búa
sig undir vetrarstarfið og að
geta þá þjálfað og undirbúið
sína skáta, til þess að þeir
„verði viðbúnir“ þegar á reyn
ir. En allur slíkur undirbún-
ingur og þjálfun hefur í för
með sér kostnað og til að
standast straum af þeim
kostnaði fara skátar í dag á
milli fólks og bjóða ykkur
merki skátanna.
Vonandi verða allir við-
búnir, þegar þeim verða boð-
in merkin og leggja fram
sinn skerf til þess að hjálpa
uppvaxandi æsku landsins til
að verða viðbúin að taka á
sig þær skildur, sem biður
hennar.
HJERTE
iffPirts
Handprjónagarn
íyrirliggjandi.
Verd uandtátar
ueljit ^Jdjerte
K HJERTE GARN HJERTE GARN HJERTE GARN HJERTE HJERTE GARN HJERTE GARN HJERTE GARN HJERTE
c-l
W
íd
i+
td
O '
>
tn
5!
W
c-i
H
td
H
H
o
>
£1
7-5
W
c-i '
H
W
i-3
M
O
>
w
w
w
M » , .í
td , .
g HJERTE GARN HJERTE GARN HJERTE GARN HJERTE HJERTE GARN HJERTE GARN HJERTE GARN HJERTE
í öllum r e g n b o g a n s I i t u m
STEINAVÖR HF.
P. O- Box 1217 — Sími 24123, Reykjavík.
HJERTE GARN HJERTE GABN HJERTE GARN HJERTE