Morgunblaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORCLNBLAÐIl IVTiðvikudagur 24. október 1962 Myndin var tekin er Fritz Weisshappel tók á móti Bela Det- raköy á flugvellinum — Fiðluleikar! - Fjárlögin Framhald af bls. 1. fram áætlun. Nemur það 2,3 %. Til samanburðar má geta þess, að á árunum 1946—1958 voru timframgreiðslur á rek&trarrerkn ingi að meðaltali tæplega 11% Árið 1958 0,8% og 1960 urð.u rekstrargjöldin lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir, eða 3,7% undir áætlun. Ný löggjöf um ríkisbókhald og 'endurskoðun undirbúin í sambandi við það hvernig finna skuli greiðslujöfnuð ríkis sjóðs, þ.e. greiðsluafgang hans eða greiðsluihalla, upplýsti ráð Iherrann, að nú hefði verið unn- ið á annað ár að undirbúningi nýrrar löggjafar um ríkisbók- hald og endurskoðun. Er gert ráð fyrir verulegri breytingu á gerð fjárlaga og ríkisreiknings til þess að fá glögga mynd af af- komu ríkissjóðs og gott samræmi milli fjárlaga og ríkisreiknings. Er að því stefnt m.a. að fá slegið fastri reglu um það, hvernig reikna skuli greiðslujöfnuð, greiðsluafgang eða halla ríkis- sjóðs, sú regla verði lögfest og þar með tryggt samræmi milli -ára. En í greinargerð með rikis reikningi 1961 kemur m.a. fram, að sú aðferð, er ríkisbókhaldið hefur haft á útreikningi greiðslu jafnaðar er nokkuð frábrugðirf þeim reglum, er Seðlabanki ís- lands notar. Samkvæmt aðferð ríkisbókhaldsins varð greiðslu- afgangur rikissjóðs árið 1961 um 57 millj. k-r., Seðlabankinn notar bér hins vegar svipaða aðferð og ýmsar alþjóðlegar fjármála- stofnanir svo sem Alþjóðagjald eyrissjóðurinn', Alþjóðabankinn og Efnahags- og framfarastofn- un Evrópu, en samkvæmt þeim reglum var greiðsluafgangur rlkissjóðs á árinu 1961 72,4 millj. kr. SIGURÐTJR Benediktsson efnir til bókauppboðs í Þjóðleikhús- kjallaranum í dag, miðviku- dag, og hefst það kl. 5 e.h. stund víslega. Er þar að venju margt góðra bóka, svo sem Skírnir í samstæðu skinnbandi til og með árg. 1935 og síðan óbundið. Enn fremur Kvæðakver Kiljans, Rv. 1930, Sá Nyje Yfersetukenna Skoole, Hólar 1749, Ljóðmæli Bólu-Hjálmars Ak. 1879 og Gandreiðin eftir Benedikt Grön- dal, Khöfn 1866. Bækurnar verða til sýnis í dag frá kl. 2 til kl. 4 e.h. Alls eru númerin 92 og til viðbótar því, sem þegar er nefnt, mætti geta eftirfarandi: Boðsrit Lærða skólans í Reykjavík, skólaárin 1851—62, Byron lávarður: The Corsair, — a Tale. London 1814, frumútgáfa. Stjörnufræði, Viðey 1842, Jónas Hallgrímsson ís- lenzkaði. Sagan af Njáli Þorgeirs syni, Khöfn 1772, Niðjatal Þor- valds Böðvarssonar, Rv. 1913. A1 manak Þjóðvinafélagsins, 1875— Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 348,9 millj. kr. „Skuldir ríkissjóðs eru í árs- lok 1961 taldar 994. 7 millj. kr. Þær hafa lækkað um 348, 9 milj. á árinu. Sú skuldalækkun ligg- ur fyrst og fremst í því, að Seðla bankinn hefur með samningi við fjármálaráðuneytið tekið sér skuldir við Alþjóðabankann og gjaldeyrissjóðinn. Það er ný- mæli í skuldamálum ríkissjóðs, að tekjuafgangi ársins var fyrst og fremst ráðstafað til að greiða upp lausaskuldir ríkissjóðs. Þær voru í ársbyrjun 1981 42.8 mililj., en í lok ársins 1961 voru engar lausaskuldir hjá ríkissjóði. Rakti fjármálaráðherra síðan, hvernig lausaskuldum hefði ver- ið háttað hjá ríkissjóði frá 1950 miðað við árslok og námu þær hæstri upphæð 1955, 105 millj. kr. Eignir ríkissjóðs nú umfram skuldir eru taldar 1292,3 millj. kr. og höfðu aukizt um 144 millj kr. á árinu. Horfur á yfirstandandi ári. Þá veik fjármálaráðherra að því, hverjar horfur væru á af- komu ríkissjóðs 1962. — Eins og nú horfði væri rétt að gera ráð fyrir greiðsluafgangi hjá ríkis- sjóði á yfirstandandi ári, en ó- gerlegt væri að svo komnu að nefna tölur um það efni. Tekjur og gjöld ríkissjóðs Heildarútgjöld fjárlaga fyrir yfirstandandi ár voru áætluð 1748.7 millj., en fjárlagafrum- varpsins fyrir næsta ár 2.113,4 millj. kr. og er það hækkun um 364.7 millj. Sú upphæð skiptist þannig, að áætlun um rekstrarút- gjöld hæikikar um 347,5 millj., en útgjöld vegna eignahreyfinga á 20. gr. urn 17,2 millj. I frumvarp inu er gert ráð fyrir um 12,8 millj. kr. greiðsluafgangi. Ástæður til þessara hækkana eru einkum: Vegna fólksfjölgunar í landinu fjölga ýmsir liðir óhjákvæmilega frá ári til árs. Framlag til félags 1961, bundið til og með 1935. Magnús Stephensen: Ljóðmæli -)- Grafminningar, Viðey 1842, Benedikt Gröndal assessor: Kvæði, Viðey 1833, Stefán Ólafs son frá Vallanesi: Ljóðmæli, Khöfn 1823, Sigurður Pétursson: Ljóðmæli, Rv. 1844 og Messías, (Kleppstocks) Khöfn 1834, Jón Þorláksson þýddi. mála hækkar um 85,9 millj. Vegna endurreisnar á stofnlána- málum landbúnaðarins hækka framlög ríkissjóðs um 9 millj. kr Vegna laga um aflatrygginga sjóð hækka framlög um 9 millj. Niðurgreiðslur á vöruverði og uppbætur á útfluttar landbúnað arafurðir hækka um 130 millj. kr. Launahækkanir opinberra starfsmanna 1962 og 1963 65 millj. kr. Framlög til ýmissa verklegra framkvæmda eru hæk'kuð o. fl. Heildartekjur ríkissjóðs eru á- ætlaðar á næsta ári 2.126,2 millj. kr. og er hækkun um 374,2 millj. frá gildandi fjárlögum, án þess að skatt- eða tollstigar séu hækk aðir eða nýjar álögur upp tekn- ar. Fjármálaráðherra kvað m.a. eftirfarandi ástæður aðallega valda þessari aukningu ríkis- tekna: Vaxandi innflutningur, sem skilar að óbreyttum toll- stigum um 270 millj. hærri tekj um en fjárlögin gera ráð fyrir, sem stafar af auíkinni fram- leiðslu, vaxandi kaupgetu og frj-álsari innflutningi; vaxandi velta innanlands og hækkandi tekjur landsmanna bæði vegna almennra kauphækkana og auk- innar framleiðslu, einkum síld- veiði o. fl. Aukin hagkvænini, er sparar milljónir Þá gerði fjármálaráðherra nokkuð að umtalsefni að unnið hefði verið að hagsýslu, hagræð- ingu og sparnaði í rekstri ríkis- ins. Þegar hefði áunnizt mikið í þá átt og væri farið að bera á því, að forstöðumenn ríkisstofn- ana og aðrir starfsmenn, séu farnir að fá meiri áhuga og meiri skilning á þeim efnum. í þessu sambandi veik ráð- herrann m. a. að því, að fram- lögum ríkisins til vegafram- kvæmda hefði nú þrjú undanfar- in ár verið skipt á færri staði en áður. Enginn vafi léki á, að það leiddi til betri nýtingar fjárins. Þá hefðu 2,5 milljónir sparazt ríkissjóði einum með hinni nýju Gjaldheimtu er tók til starfa 1. sept. sl. Ný tollskrá er í und- irbúningi og verður lögð fyrir þetta þing Þar er haldið áfram undirbúningi hvorttveggja, sparn aðar við álagningu og innheimtu Og loks rakti ráðherrann, hvern- ig spara mætti svo næmi milljón- um með skynsamlegri endurnýj- un á bifreiða og vélaikosti ríkis- ins og auk þess á nægilegu við- haldi á eignum þess öðrum, en að því væri nú kappsamlega unnið. Þá hefur ríkið fest kaup á húsinu við Borgartún 7, en Framhald af bls. 3. lendis í fyrsta sinn. Hún var samin árið 1922 og frumflutt í Kaupmannahöfn ári síðar. Árið 1925 var hún flutt í fyrsta sinni þar hafa ýmsar ríkisstofnanir verið til húsa. Er nú verið að ljúka undirbúningi þess, að fleiri ríkisstofnanir, sem eru í leigu- húsnæði flytji þar inn. En til að gefa hugmyndir um, hve mik- ið mætti spara með því að ríkis- sjóður komi sér upp sínu eigin húsnæði, gat ráðherrann þess, að greiðslur ríkissjóðs fyrir húsaleigu hefðu numið 9,4 millj. á sl. ári. Heildarsvipur fjármála ríkisins 1 lok ræðu sinnar komst fjár- málaráðherra m.a. svo að orði: „Núverandi ríkisstjórn hefur nú haldið um stjórnvölinn í nær- fellt þrjú ár. í tíð hennar hafa þrenn fjárlög verið samin og þau fjórðu nú lögð fyrir Alþingi. Þegar litið er yfir heildarsvip fjálmála ríkisins á þessu tima- bili, þá blasa við augum m. a. þessar myndir: í Stokkhólmi og urðu það all- sögulegir tónleikar, því að segja mátti að sinfónían væri hrópuð niður. Síðar fékk hún ágætar undirtektir og þykir fallegt og vel skrifað tónverk, ríkt af and- stæðum. gerðunum í febrúar 1960 var breyting á tekjuöflunarkerfi rikisins, m. a. með lögfestingu söluskatts og lækkun tekju- skatts. Síðan hafa verið sett sam- an og lögð fyrir Alþingi fjár- lagafrumvörp fyrir árin 1961, 1962 og 1963, án þess að hækka nokkra skatta, tolla eða nokkr- ar álögur. 2. Hallalaus fjárlög hafa ver- ið lögð fyrir þing og afgreidd fyrirfjárhagsárin 60, 61 og 62 og svo er einnig um frumvarpið fyrir 1963, sem hér liggur fyrir, 3. Bæði árin 1960 og 61 varð einnig hallalaus ríkisbúskapur í reynd, en ekki aðeins í fjárlög- um. Greiðsluafgangur varð bæði árin og svo verður einnig á því ári, sem nú er að líða. 4. Gagnger endurskoðun hefur farið fram og verið lögfest á skattalögum með stórfelldum lækkunum fyrir allan almenning og heilbrigt skattakerfi skapað fyrir atvinnureksturinn. 5. Tollar voru lækikaðir veru- lega í nóv. 61 á ýmsum hátolla- vörum, þannig að verð lækkaði á mörgum vörutegundum, að mjög hefur dregið úr smygli, og ríkissjóður hefur fengið meiri tolltekjur af þessum vörum en áður, eins og kemur fra.m í því, að á fyrstu 6 mán. yifirstand andi árs urðu tolltekjur um 17,5 millj. meiri en á fyrstu 6 mián. ársins 1961 af þessum sömu vör- um, sem tollar voru lækkaðir á sl. haust. 6. Allt tollakerfið hefur verið endurskoðað og ný tollskrá verð ur lögð fyrir þetta þing með samræmingu tollakerfisins og enn nýrri lækkun aðflutningis gjalda á ýmsurn vörum Skírnir frá öndverðu á bókauppboði Sig. Ben. Skyndiliappdrætti Sjálfstæðisflokksins lýkur eftir aðeins 2 daga Vinningar: 3 Volkswagen, árgerð 1963 (Verðmæti 360 þúsund) SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SKVNDIIIAPPDRÆTTI 5 <=! ►fl 8 SJÁLFSTÆÐISFLO HAFNARFIRÐI — Fyrir nokkru er lokið við að setja upp talstöðv ar í bíla slökkviliðsins, lögreglu- og sjúkrabilinn. Um uppsetning una sá Radíóverkstæði Landssím ans, svo og tækjanna á stöðvun um. Er hér um sjö bíla að ræða, en auk þess verður notuð talstöð þegar verið er að leita að bilun um á háspennulínunni hér fyrir ofan bæinn, til dæmis í illviðr um á vetrum. Talstöðvarnar eru af banda- rískri gerð og er að þeim að sjálfsögðu mikið öryggi. Þá má geta þess, að hægt er að fá sjúkra bílin með því að hringja á slökkvistöðina, en hann er ann ars á Ráf véitúnni á daginn. ÍVtyndina tok NjaÍÍ Haraldsson fyrir utan slökkvistöðina þegar verið var að vinna við uppsetn ingu talstöðvanna í bílana. 7 Unnið er að hagsýslu og hag- ræðingu á fjölmörgum sviðum ríkisstarfseminnar, til bess að lagfæra skipulag og vinnubrögð, spara ríkisfé og bæta þjónustu. Þessi starfsemi hefur þegar spar að ríkinu stórfé og á eftir að skila enn meiri árangri, áður en langt um líður. 8. Með nýrri löggjöf og fram- kvæmd varðandi ríkisábyrgðir og stofnun ríkisábyrgðasjóðs er- um við nú á góðri leið að losna úr því öngþveiti og þeirri óreiðu sem fyrirhyggjulitlar ríkisábyrið ir höfðu leitt út i. Hér munar fljótlaga tugum milljóna fyrir ríkissjóð. í 9. lagi og ek/ki sízt hafa al- mannatryggingar verið stórauikn ar á þessu tímabili, svo að trygg ingar á íslandi eru nú mörgum öðrum þjóðum til fyrirmyndar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.