Morgunblaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. október 1962 ANDRÚMSLOFT KALDA STÍÐSINS: Myndin var tekin, er Kennedy, forseti, hitti Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sl. fimmtudag. Talið frá vinstri: Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Kennedy, forséti, Llewellyn E. Thompson, sérfræðingur forsetans í málefnum Sovétríkjanna, Gromyko (fremst til hægri) og að baki honum Anatoly Dohrynin, ambassador Sovétríkjanna í Washington, og túlkur. sovézku stjórnarinnar og sagði, svo notuð séu orð Ken/nedys: „Sl. fimmtudag, þegar samn ingarnir fyrir hinni hröðu her væðingu Kúbu voru komnar í mínar hendur, sagði Grom- yko, utamríkisráðherra Sovét- ríkjanna yið mig í skrifstofu minni, að honum hefði verið falið að lýsa l>ví yfir, enn einu sinna, eins og hann sagði, að stjórn sín hefði gert áður, að aðstoð við Kúbu „væri gerð í þeim tilgangi einum að bæta varnarmátt hennar“, og „að þjálfun Kúbumanna undir handleiðslu rússneskra sér- fræðinga í meðferð varnar- vopna væri á engan hátt í árásarskyni. Ef því væri varið á annan hátt, myndi Sovét- stjórnin aldrei hafa veitt slíka aðstoð“. Sú yfirlýsing var líka fölsun“. Mennirnir sex, sem sitja fundinn, sem myndin er af hér fyrir ofan, sitja í and- rúmslofti fullu af ógniunum — ógnunum við heimsfriðinn á Vesturhveli jarðar. Banda- rísku fulltrúamir þrír til vinstri vita um aðgerðir Rússa — og rússnesku fulltrúarnir til hægri eru komnir til að gefa yfirlýsingar, sem brjóta í bága við betri vitund! Eitt, sögulegt atvik kal'la stríðsins. heldur munni yðar hreinum SL. fimmtudag var haldinn í Hvíta húsinu í Washington funidur, sem sennilega verður lengi í minnum hafður sem einn sögulegasti fundur ráða- manna austurs og vesturs í kalda stríðinu á unidanförnum árum. Þá hittust Kennedy, Banda- ríkjaforseti, og Andrei Grom- yko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna. að beiðni þess síð- amefnda. Tveimur dögum fyrir þenn- an fund hafði forsetinn fengið í hendur óyggjandi samnanir fyrir því, að árásarstöðvar fyr ir kjarnorkueldflaugar hefðu verið byggðar á Kúbu. Þá þeg ar iá í loftinu nýr þáttur í kalda stríðinu, sem forsetinn lýsti þanmig í ræðu sinni í fyrrakvöld: „Enginn þarf að vera í vafa um að þetta eru erfiðar og hættulegar aðgerðir, sem víð höfum hafið nú. Enginn getur sagt nákvæmlega fyrir um, hvað gerist mæst, né hvaða fórnir verði færðar. Margir mánuðir sjálfsfórna og sjálfs- aga eru framundan — “. Á þessum fundi var m. a. rætt um Berlínarmálið, hugs- amlega heimsókn Krúséffs til Bandarikjanna á hessu hausti, og Kúbumálið. í-á endurtók Gromyko fyrri fullyrðingar Rauðu rákirnar í Signal tannkreminu innihalda Hexachlorophene, sem hreinsar tennur yöar og heldur munni yöar hreinum. En Signal gerir meira en að halda tönnum yðar mjallahvítum, það ver yóur einnig andremmu. Sjálfstæðismenn! SKYNDIHAPPDRÆTTI Sjálfstæðisflokksins, sem staðið hefur í tæpan mánuð, er nú senn á enda. Eins og tilkynnt var í upphafi, mun dráttur fara fram föstudaginn 26. októ- ber — eftir aðeins 2 daga — og verður drætti ekki frestað. Nú eru því síðustu forvöð, að gera skil fyrir heimsenda miða — eða kaupa fleiri, en reyndar eru nú ekki eftir hjá happdrættinu nema örfáir miðar óseldir. Það er að sjálf- sögðu mjög mikilvægt, að þeir Sjálfstæðismenn, sem enn eiga eftir að gera skil, skerist ekki úr leik — heldur ljúkl því af helzt strax í dag. Arangur happdrættis þessa skiptir mikilsverðu máli fyrir möguleika Sjálfstæðisflokksins til að halda uppi þeirri kosinaðarsömu flokksstarfsemi, sem fyrir- sjáanleg er strax á næstu mánuðum. Framundan eru ný átök á stjórnmálasviðinu og þar krefst þjóðarheill þess, að hlutur Sjálfstæðisflokksins þurfi ekki eftir að liggja. Tök- um því öll höndum saman um að efla Sjálfstæðisflokkinn og veita honum öflugt bolmagn til að vinna stefnu sinni framgang — landi og lýð til farsældar.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.