Morgunblaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 24. október 1962 MORCVISBLAÐIÐ 17 Eðvarð frv. bóndi HINN 20. ágúst s.l. andaðist 1 Reykjavík Eðvarð Hallgrímsson er lengi var bóndi á Helgavatni í Vatnsdal. Hann var jarðsung- inn frá Fossvogskirkju 28. ágúst, að viðstöddu fjölmenni. Eðvarð var fæddur í Steinnesi 21. ágúst 1883 og var jþví nýkom- inn á 80. árið er hann lézt. For- eldrar hans voru hjónin Sigur- laug Guðlaugsdóttir og Hallgrím ur Hallgrímsson er síðast bjuggu í Hvammi í Vatnsdal. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum á Snær ingsstöðum í Svínadal til 1903 og í Hvammi á árunum 1903—1908. Hann kvæntist 13. maí 1908 Signýju Böðvarsdóttur, og hófu þau búskap í Sunnuhlíð sama ár. Bjuggu þar eitt ár, og annað á Kötlustöðum, en fluttu að Helga- vatni 1910. Þau bjuggu þar í 37 ár, en fluttu til Reykjavíkur árið 1947. Þar bjuggu þau til loka ævinnar. Varð Signý fyrri að falla í valinn. Hún andaðist árið 1961 Þessi hjón eignuðust 5 börn tvo sonu og 3 dætur. Eru 4 þeirra á lífi, en eldri sonurinn Albert Enn ein risa- sprengja Uppsölum, Svíþjóð, — 22. okt. (AP) _ Rússar sprengdu í morgun 16. kjarnorkusprengju sína í yfirl standandi tilraunum þeirra hjá Novaya Semlja, að því er segir í tilkynningu jarð- skjálftamælinga stofnunarinn ar við Uppsalaháskóla. Sprengja þessi var mjög stór, eða um 26 megalestir að sprengiorku (sama-og 26 millj. lestir af TNT). Hallgrímsson andaðist á bezta aldri árið 1940. Hann var kvæntur Huldu Blön- dal frá Gilsstöðum sem er nýlega látin. Hin systkinin eru talin eftir aldri: Stefanía gift Guðmundi Jónassyni bifreiðarstjóra er flest ar hefir farið ferðir um fjöll og öræfi. Hallgrímur bóndi á Helga- vatni kvæntur Þorbjörgu Jónas- dóttur Bergmann frá Marðar- núpi. Sigurlaug gift Jóhannesi Hinrikssyni á Skagaströnd. Aðal- heiður gift amerískum manni og eru þau búsett hér í bænum. Eðvarð Hallgrímsson var merk ur maður og naut almennra vin sælda. Hann var mesta góðmenni og drengskaparmaður. Ákveðinn í skoðunum, hreinskilinn og stefnufastur, mikill verkmaður og sívinnandi. Á æskuskeiði mun hann hafa átt nokkuð erfitt, eins og þá var títt um unga menn. Þá var stöðug vinna allan ársins hring og lítið um hvíldarstundir. Hann varð því slitinn að kröftum fyrr en ella mundi. O'g þess vegna yfirgaf hann búskapinn svo fljótt og flutti í skjólið til Stefaníu dóttur sinnar, er reyndist honum svo vel er bezt verður á kosið, og það til síðustu stundar. Á Helgavatni bjó Eðvarð alla tíð myndarbúi. Hann var fyrir- byggjumaður í öllu starfi. Hafði jafnan nóg fóður, og fór vel með fénað sinn. Vandað steinsteypt íbúðarhús byggði hann á árunum 1820 og 1930 og í ræktunarmálum gerði hann á jörð sinni verulegar umbætur, eftir því sem gerðist á þeim tima. Á heimilinu ríkti alúð og gestrisni, svo þar átti heima- fólk og aðkomumenn margar Togari á linuveiðum Togarinn Pétur Thorsteinsson og verður því að sjóða hana nlð«- er byrjaður línuveiðar. Hefir þegar farið eina veiðiför og aflað 814 tonn á 40 bala (400 krókar í bala). Mótorbáturinn Andri liggur hér vegna vélbilunar, en vonir standa til að úr rætist fyrir hon- um eftir vikutím.a, en hann átti að vera byrjaður á línu. Hin langþráða rækjuveiði er nú hafin. Róa 4 bátar, þrír landa hjá Matvælaiðjunni, en þar vinna 20-30 manns að jafnaði við rækjuna. Hún er að mestu soðin niður í 85 gramma dósir, enda er sagt að slæmt útlit sé með sölu á hraðfrystri rækju gleðistundir. í þeim efnum voru hjónin samtaka og var allur heim ilisbragur þar hinn ánægjuleg- asti. Þar var gæfusamlegt um að litast. Á æskuárum vorum við Eðvarð samsveitungar í Svínavatns- hreppi, þó leiðir beggja lægjú burtu, áttum við stundum ánægju legar samverustundir í göngum og réttum og viðar. Varð þá vin- átta okkar á milli og á hana hefir aldrei neinn skuggi fallið. Eðvarð var skemmtilegur í allri sam vinnu: skapgóður, röskur og ósér hlífinn, hnyttinn í svörum og drengilegur í hverju starfi. Hann var sá maður, sem gekk með sæmd í gegnum baráttu lífs ins og hafði alltaf hreinan skjöld. Þess vegna eru minningarnar um hann bjartar og góðar. Venzla- fólk, vinir og frændur geta því nú þegar hann er horfinn litið með gleði yfir sögu hans og ævi- starf. Honum fylgja þakkir og hlýjar kveðjur frá mér og öðrum er af honum höfðu kynni. Jón Pálmason. Þeir bíða átekta AKRANESI, 22. október. — Fundur var haldinn hér sl. sunnu dag um síldveiðikjörin í sjó- manna- og vélstjóradeildum verkalýðsfélagsins. Þeir bíða átekta og var engin ályktun gerð á fundinum. — Oddur. Eigendur fjórða bátsins láta sjálfir vinna afla hans og eru þar 10 manns í vinnu. Takmörk- un er á afla bátanna og má hver ekiki veiða nema sem svarar 500 kg. á dag. Einnig er takmörk un á heildarafla bátanna. Hér vantar nú fólk í hraðfrysti húsið, einkum kvenfólk. Reisugildi verður haldið í kvöld vegna nýbyggingar skól- ans hér. — Hannes Segulband með Svanasöng týnist AKRANESI, 22. október. — Karlakórinn Svanur æfði allan sl. vetur og hélt nokkrar söng- skemmtanir og svo söng kórinn alla söngskrána inn á segulband hjá útvarpinu. En segulbandið hefur týnzt sagði einn kórfélaganna mér í dag og vonbrigði hans leyndu sér ekki. — Oddur. Ungur teilmari opnar sýningu NÝLEGA HÓFST í Snorrasla sýning á verkum ungs lista- manns, Ragnars Lárussonar. — Myndirnar eru 94 að tölu, penna- og pensilteikningar, svartkrítar- myndir, blýjantsteikningar álím- ingarmyndir, dúk- og tréskurð- armyndir. Þær eru að mestu gerð ar á árunum 1956—62 og flestar til sölu. Ragnar hélt sýningu í Ásmund arsal árið 1956 og í sýningar- glugga Morgunblaðsins 1959. Svningin verður opin í 10 daga frá kl. 2—11. Féll fram af kirkjutröppum AKUREYRI, 20. okt. — Maður féll af reiðhjóli í gær og var fluttur í sjúkrahúsið. Eftir að meiðsli hans höfðu verið athug- uð var honum leyft að fara heim. Fimm ára drengur féll fram of kirkjutröppunum, en það er um þriggja metra fall. Drengur- inn missti meðvitund og var fluttur í sjúkrahúsið. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg og var hann fluttur heim. — St. E. Sig. Félagslíl Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild Allir knattspyrnumenn Vals eru beðnir að mæta í allsherjar- myndatöku í íþróttahúsinu mið- vikudaginn 24. okt. kl. 8. Athugið að það er mjög áríð- andi að allir mæti, sem hafa æft í sumar, allt frá 5. flokki niður í meistaraflokk. Stjórnin. Vinna Stúlka 18 ára eða eldri með einhverja enskukunnáttu óskast til aðstoðar á heimili. Verður að vera barn- góð. Dagleg hjálp fyrir hendi Mrs. Landey, 1, Wigton Grove, Leeds, 17, England. Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild Eftirtaldir flokkar Vals eru sérstaklega beðnir að mæta í myndatöku í íþróttahúsinu mið- vikudaginn 24. okt. kl. 8: 1. flokkur, Reykjavíkur- og miðsumarsmeistarar; 2. flokkur B, haustmeistarar; 4. flokkur A, haustmeistarar, og 5. flokkur C, Reykj avíkurmeistarar. Áríðandi er að allir mæti. — Þeir sem hafa peysur eru beðnir að hafa þær með. Stjórnin. Knattspyrnufélagið VALUR Knattspyrnudeild. Álir knattspyrnumenn Vals eru beðnir að mæta í myndatöku í íþróttahúsinu í kvöld kl. 8. Áríð- andi er að allir mæti stundvís- lega. Þeir sem enn eru með peysur, eru beðnir að koma með þær ímyndatökuna. Stjórnin. Knattspyrnufélagið FRAM. Knattspyrnudeild. Innanhúsæfingar. Mfl. I. og II. fl. Laugardal, miðvikud. kl. 7.40 til 9.20. Þjálfari. ingar eru á.miðvikud. kl. 8.45 til 10.15 e.h. í Miðbæjarskólanum. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur nýja. Þjálfarar. Knattspyrnufélagið VALUR Knattspyrnudeild. Eftirtaldir flokkar eru mjög stranglega áminntir að mæta í myndatökuna í kvöld kl. 8. 1. flokkur Reykjavíkur- Og miðsumarsmeistarar. 2. flokkur B Haustmeistarar 4. flokkur A Haustmeistarar 5. flokkur C Reykjavíkur- meistarar. Stjórnin. FARFUGLAR! FARFUGLAR! Hinn árlegi vetrarfagnaður verður haldinn í Heiðarbóli laug ard. 27. þ.m. Stúlkur gleimið ekki bakstrinum, piltarnir sjá um afganginn. — Farið verður frá Búnaðarfélagshúsinu kl. 8 og 8 e.h. — Skrifstofan opinn á föstu- dögum kl. 1, 8,30 og 10. Sími 15937. Nefndin. Handknattleiksdeild Armanins Æfingatafla. Hálogaland: Mánudaga kl. 9.20. Meistara- og 2. fl. kvenna. Fimmtudaga kl. 8.30. Meistara- og 2. fl. kvenna. Iþróttahús Jóns Þorsteinssomar: Föstudaga kl. 8—9 stúlkur 13 ára og yngri. Kl. 9—10 meistara- og 2. fl kvenna Athygli skal vakin á breyttum æfingatíma á fimmtudag. Þjálfarar. Knattspyrnufélagið VALUR Knattspyrnudeild. 5. flokkur Allir sem hafa æft og keppt í sumar, eru beðnir að mæta í myndatökuna í kvöld kl. 8. Reykjavíkurmeistarar 5. flokks C eru sérstaklega beiðnir að mæta. Stjórnin. Frá Róðrafélagi Reykjavíkur. Vetrarstarfsemin er hafin. Æf- KENNSLA Les með skólafólki tungumál, reikning, stærðfræði, eðlisfræði o. fl. og bý undir landspróf, stúdentspróf og önnur próf. — Dr. Ottó Arnaldur Magnússon, Grettisgötu 44 A. Sími 15082. Lærið vélritun á 7 klukku- tímum. Þér þurfið ekki að greiða neitt, ef þér lærið ekk- ert. — Er til viðtals 7 daga vik- unnar og einnig á kvöldin. — Pantið í síma 14604. Bátaleiga Góður 65 tonna bátur til leigu. Vél og skip í fyrsta flokks lagi. — Upplýsingar gefur Austurstræti 14 3. hæð sími 14120, 20424. ALLT Á SAMA STAÐ SNJÓKEÐJUR Eigum fyrirliggjandi snjókeðjur, tvíhertar í eftirtöldum stærðum: 560 X 13 Kr. 436.20 640 X 13 Kr. 443.90 550 X 15 Kr. 447.75 560 X 15 Kr. 447.75 650 X 15 Kr. 536.55 525 X 16 Kr. 447.75 600 X 16 Kr. 536.55 650 X 16 Kr. 575.15 700 X 16 Kr. 612.15 550 X 18 Kr. 532.70 750 X 20 Kr. 2.123.00 825 X 20 Kr. 2.165.45 900 X 20 Kr. 2.431.80 Einnig allt til að endurnvja gömlu keðjurnar. GERIÐ SNJÓKEÐJUKAUPIN TIMANLEGA. SENDUM GEGN PÓSTKROFU. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118, sími 22240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.