Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 5
f Föstudagur 26. október 1962 MORCl lSBL AÐIÐ 5 wiwmwiwww • IV w • •-• ww • • 'MWWMCW.’ • FYRIR nokkru var frétta- maður blaðsins á ferð norð ur í landi og fór um á Blönduósi. Þar hitti hann m.a. Kristján Gunnarsson, byggingameistara sem löngu er þekktur um Húna vatnssýslu fyrir ötult for- yztuhlutverk á sviði bygg- ingamála Húnvetninga. Kristján var, er þetta var, að hefja framkvæmdir á framleiðslu plötusteina, sem nota á hæði í útveggi og skilrúmsveggi. Við hitt- um Kristján og förum með honum og skoðum stein- Kristján Gunnarsson við skilrúmssteinana sína. yggmganýjung ar á Blönduósi Ræff við Krisfján Gunnarsson, byggingameisfara ana hans og ræðum síðan lítillega við hann um þessa nýju framkvæmd. ■—Hvað kemur til Kristján að þú, maður kominn á eíri ár, fórst að hefjá tilraunir með nýtt byggingarlag húsa? Áhugi fyrir nýbreytni — Nú, ef maður reynlr al- drei neitt, j?á finnur maður hefja tilraunir með fram- leiðslu plötusteina. — Já þetta er búið að vera dálítinn tíma í kollinum á mér og ég hef látið gera ýms- ar verkfræðilegar athugnir áður en ég taldi fært að fara út í framleiðslu á þessum steinum. Ég hef látið athuga styrkleika þeirra, burðarþol, og haft samráð við Sements- U tveggjastelnarnir llka aldrei neitt nýtt upp. Ég hefi alltaf frá því að ég var ungur maður, nýbúinn að læra mitt handverk, haft mik- inn áhuga á nýjungum á sviði byggingarmála. Fyrir um 30 árum gerði ég tilraun með byggingu tveggja húsa og freistaði þess að nota sem allra mest innlent byggingar- efni . þær byggingar. En hús- in mín fundu ekki náð f; augiiti hinna stóru á þeim tíma. Þar þurftu aðrir að sitja í fyrirrúmd og ríkið kostaði tilraunir fyrir aðra sem þó mistókust. En þetta er gömul saga og ástæðulaust að vera að rifja hana upp. í>ó skal ég geta þess að þessi tilrauna- hús mín standa enn í dag og þykja hinar hlýustu og nota- legustu byggingar. — Og nú ertu farinn að verksmiðju ríkisins um hvers konar sement sé heppilegast að nota í framleiðslu þeirra o.fl. Ástæðan til þess að ég fór að hugleiða þessa steina- framleiðslu var raunar sú að mér blöskraði notkun á timbri til uppsláttar, hvernig það var hálfeyðilagt við það verk og allur sá saumur sem fór í súginn, bindivír og annað slíkt sem notað er við venju- lega steypta veggi. Með þess- ari nýju aðferð losnar maður við allt uppsláttartimbuf og gerð byggingarinnar gengur öll fljótar fyrir sig en áður var. — Viltu nú lýsa fyrir mér gerð þessara steina, Kristján? Plötusteinarnir — Já, það er sjálfsagt. Út- veggjasteinarnir eiga að mynda 20 cm þykkan vegg. Þeir eru gerðir úr 3,2 cm. þykkum plötum, sem tengdar eru saman með tveim járn- lykkjum úr 6 mm steypu- styrkThrjárni. Þegar lilaðið er úr þessum steinum er holrúm ið milli steinanna fyllt á eftir með venjulegri steypu. Steypujárnslykkjurnar í stein unum koma í stað venjulegs bindijárns sem notað er í veggi. Þessir steinar klæða 50x30 cm. hver steinn. Steypu styrkleikinn í plötunum er 1 á móti 4. Verkfræðingar full- yrða að þessa steina megi nota í hvaða venjuleg einnar hæðar hús sem vera skal. Og ekkert er því til fyrirstöðu að nota steinana í stærri bygg ingar, en þá þarf að sjálf- sögðu að járnbinda veggina betur en þessir steinar gera. Stærð steinanna getur auð- vitað verið meiri en hér er.1 Þeir vega 22 kg. og því hand- hægir í meðförum tveggja, sem vinna að því að hlaða' úr þeim. Náttúrulega má hafa steinna heimingi stæiri og jafnvel meira og nota þá ein hver lyftitæki til þess að hlaða úr þeim. Þá hafa þeir þann kost að ekki þarf að pússa veggina á eftir. — En skilrúmssteinarnir þinir, Kristján. Þeir eru mun öðruvísi en útveggjasteinar- nir? — Já, skilrúmssteinarnir eru steyptir í einu lagi. Þeir klæða eins og hinir 50x30 cm’ og eru lOcm þykkir og holir að innan, í þeim eru 5 holur heilar og hálf í hvorum enda, þannig að þegar steinannir eru komnir saman eru raun- verulega 6 holur í hverjum steini. Þessi holrúm eru til margra hluta nytsamleg. Eft- ir þeim má leggja allar þær leiðslur sem menn óska sér að hafa í skilrúmsveggjum, bæði vatnsleiðslur, hitaleiðsl- ur , rafmagnsleiðslur, og ann- að þess háttar. Auk þess eru holurnar hagkvæmar tii þess' að festa steinana saman; Hol- rúmin standast á frá steini til steins og í þau má hella sterk ri steypu og þannig tappa vegg ina saman. Sparnaðurinn — Þú sagðist hafa ráðizt í gerð þessara steina fyrst og fremst til þess að spara móta timbur og annað er því við- kemur. Hve mikill verður sparnaðurinn, Kristján? — Ef miðað er við einn útveggj astein, sem klæðir eins og ég sagði áðan 50x30 cm, þá getum við athugað hve mikið mótatimbur þarf á sama flöt. Við þurfurn 7 fet af mótatimbri og hvert fet kostar 4,50 og við þurfum 4 fet af uppistöðutimbri og hvert fet í pví kostar 3,50. Mótatimbrið eitt, sem fer í að klæða sama flöt eins og hver útveggjasteinn gerir, kostar því samt. 35,50 kr. Þá er ótal- inn allur saumur, sem fer við að reisa mótin, allur bindi- vír til þess að halda mó'tun- um saman og svo að sjálf- sögðu öll vinna við að setja mótin upp. — En hvað fer mikið af járni í hvern útveggjastein, Kristján. — Það er notað sem næst % kg af járni í hvern stein. - — Og svo er það stóra spurningin, Kristján, hvað kostar þetta fyrirtæki-? — Ég hef ekki fullrann- sakað hvað hver steinn kost- ar, en lauslega áætlað virð- ist mér að steinninn kosti lít- ið meira en uppsláttareí nð og vinnan við að gera steypu- mótin. Sparnaður við notkun þessara steina í byggingar er því auðsær. — Og ég sé að þú hefur fengið ýms hagkvæm tæki, tii þess að framleiða þennan stein? — Já, að visu. Það er enn verið að smíða fyrir mig þægi leg mót, hristimót, sem fljót- legt er að vinna með. — Og er nú Blönduós heppi legur staður til þess að fram- leiða þetta þunga byggingar- efni. Flutningskostnaður á því verður að sjálfsögðu mikill? Blönduós hefur ýmsa kosti — Já, Blönduós hefur ýmsa kosti, jafna eða betri en aðrir staðir. Hér er t.d. prýðisgóð- ur steypusandur alveg við hendina. Steypuverkstæði, sem framleiðir þennan stein, þyrfti ekki annað en hafa sog pípu knúna með ofurlítilli loftdælu og þyrfti þá ekki annað en að setja hana í gang og dæla sandinum sem er stærsti hlutinn að magni til í framleiðslu þessara steina. — Fleiri kostir sem þetta hefur, Kristján? — Já, eins og við vitum er ekki góð höfn hér á Blöndu- ósi og framfaramöguleikar staðarins af skornum skammti Útgerð er ekki haegt að reka hér og ef staðurinn á að vaxa og aukast þá verðui að finna nýjar atvinnugremar honum til framdráttar. Þessi iðnað- ur, þótt ekki sé hann að vísu stór í sniðunum enn sem kom ið er, léttir mjög fyrir atvinnu lífi hér. Yfirleitt er atvinna næg að sumrinu, en á veturna getur hún orðið af skomum skammti. Þá er hægurinn hjá að framleiða þessa steina. — Við þokkum Kristjáni fyrir greinargóðar upplýsing- ar um þessa nýju uppfinningu hans og vonum að hún megi verða landsmönnum til góðs sem ódýrt byggingarefni og góð og farsæl atvinnuaukning fyrir Blönduósbúa. vig. Söngskemmtun Gu&mundar Gu^jánssonar GUÐMUNDUR Guðjónsson ten orsöngvari, sem nýlega er kom- inn heim úr námsdvöl í Þýzka- landi, hélt söngskemmtanir í Gamla bíói sl. mánudagskvöld og í gærkvöldi, og munu það vera fyrstu sjálfstæðu tónleikar hans. Við hlj óðfærið var Atli Heimir Sveinsson, sem einnig er nýkom- inn frá námi í Þýzkalandi og lauk i sumar prófi við tónlistar- háskólann í F.öln. Hefir hann ekki látið til sín heyra hér, síðan hann var nemandi Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Söngskemmtunin í fyrrakvöld, þar sem undirritaður var við- staddur, var að flestu leyti mjög ánægjuleg. Guðmundur Guðjóns- son, sem áður er að góðu kunnur af sviði Þjóðleikhússins, er eink- ar geðþekkur söngvari. Söngur hans einkennist af þeirri ljúfu hógværð, hispursleysi og ein- lægni, sem honum er ásköpuð. Slíkum manni er auðvelt að fyrir gefa, þótt einhverju kunni að vera áfátt um tæknilega full- komnun. En lítið reyndi á þa„ að þessu sinni. Guðmundur hefir sýnilega haft mjög gott af dvöl- inni í Þýzkalandi. Hann syngur af meira öryggi en áður, og stílkennd hans virðist hafa þrosk azt til muna. Röddin er blæfögur en ekki tiltakanlega mikil, og dramatísk átök eru ekki sterkasta hlið söngvarans, en af því meln nærfærni fer hann með hin við- kvæmari viðfangsefni. Má þar m. a. nefna sum íslenzku lögin á efnisskránni, svo og aríuna úr Töfraflautunni eftir Mozart. Sýn- ist ekki orka tvímælis, að með framhaldandi námi gæti hann orð ið ágætur Mozart-söngvari. En gleðitíðindi má það telja fyrir okkur hér heima, að hann skuli ekki hafa uppi áform um að ..leggja undir sig heiminn" held- ur una við sitt og syngja fyrir okkur. þegar tiiefni gefast. Atli Heimir Sveinsson aðstoð- aði söngvarann af nákvæmni og smekkvísi, og var þeim félögum vel fagnað af áheyrendum, sem voru margir. Jón ÞórarinssoiK Bíll stórskemmist Á NÍUNDA timanum á þriðju- dagskvöld var Mercedes Benz bifreið á ferð eftir Miklubraut. Á móts við húsið nr. 9 sveigði hún snögglega til hliðar og skall á Ijósastaur. Bifreiðin, sem var utanbæjarbifreið, skemmdist mjög mikið. í bílnum var tvennt karlmaður, sem ók, óg kven- maður. Bæði skárust þau í and- liti. Ökumaðurinn mun hafa verið undir áhrifum áfengis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.