Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 6
6 MORGLNBLAÐIÐ Fostudagur 26. október 1962 PABLO PICASSO, sem verður 81 árs í þessari viku, er enn- þá aflvaki nútíma listar. Eins og stendur fæst hann við al- gerlega nýja tegund stórgerðrar höggmyndalistar og í mál- verkum sínum er hann ennþá jafn frumlegur og uppfinn- ingasamur og noKkru sinni fyrr. Picasso hefur dvalizt í vax- andi mæli í Suður-Frakklandi síðan heimsstyrjöldinni lauk (hann á þar nokkur hús) og umgengst fáa nema beztu vini sína. Einn af þeim er listfræðingurinn og gagnrýnandinn John Richardson, sem á síðasta vori sá um stóra Picasso- sýningu í New York, og hefur heimsótt hinn mikla mann reglulega sl. tíu ár. — I þremur greinum, sem birtast hér í blaðinu, lýsir Richardson Picasso, eins og hann í rauninni er, og skýrir út, hvernig lífsvenjur hans speglast í list hans. Jacqueline stundaði áður listdans gengur að náminu með sínum cg hér sézt hún kenna Picasso venjulega logandi áhuga undirstöðuaitriðin. Hann ÞEIR sem leita að duldum boðskap í list Picasso, sóa tím anum til einskis, því hann sækir allar fyrirmyndir sín- air í daglegt líf sitt. Þess vegna er list hans svo lifandi og mannleg og þess vegna eru öll smáatriði í lífsvenjum hans eftirtektarverð. Þegar hann máliar mynd af mínótára, sem dregur þungt hlass af munum bur*. frá húsi, er það vegna þess, að Olgu, fyrstu konu hans, hefur tek- izt að eyðileggja heimilið. Ef hann teiknar nautaat, má á- lykta, að hann sé nýkominn frá „corrida" eða sé það nauta atlaus sunnudagur og lista- maðurinn sé að hugga sig við að festa minningar sín- ar á pappírinn. Ef hann ger- ir mynd af börnum sínum, eru þau nýbúin að vera heima hjá honum í fríinu. Ef hann málar flokk af „Maternités“ (móðurmyndir), er kona hans eða önnur kona nákomin hon um, nýbúin að eignast barn. Ef hann málar ofn, hefur hon um verið kalt. Hann breytir nærri alltaf um stíl, liti eða fyrirmyndir, ef hann flytur í nýtt hús, eignast nýjan hús- mun eða hund. Ég hafði aldrei gert mér fylli Jega ljóst, hversu nákvæm- lega einkalíf Pioassos endur- speglast í myndum hans, fyrr en ég byrjaði að gera skrá yfir mannamyndir hans fyr- ir nokkrum árum. Ég bað hann að segja mér nafn fyrir- myndarinnar að konumynd. Hann svaraði að það væri dá- lítið erfitt. Hann sagði að myndii. hefði verið máluð 1936—37, þegar hann var í þann veginn að hætta að búa með Marie-Thérese Walter og fara að búa með Dora Maar. Þar af leiðandi blönd- uðust saman andlitsdrættir nýju og gömlu ástmeyjanna. „Það hlýtur að vera skelfi- legt fyrir stúlku að sjá á myndum mínum, að önnur sé að koma í hennar stað“. Þá spurði ég hann urii sér- lega afskræmdar andlits- myndir, sem hann hafði mál- að einu eða tveimur árum síð ar. Picasso skýrði þær með því að um það leyti hefði hann verið búinn að eignast afganskan hund, Kasbek. Hann hafði farið að sjá ást- konu sína sörnu augum og nýja hundinn og endaði með þvi að mála langt trýnið og lafandi eyrun af Kasbek á andlit hennar. Seinni myndir sýna, hvernig tilfinningar Picassos í garð Dora Maar kólna og lýsa um leið minnk andi ást hennar og vaxandi beizkju. Ánægjulegri saga liggur á bak við myndirnar, sem lýsa þroska ástar Picaissos á Jacqueline Roque, sem nú er kona hans. Ég man að ég heimsótti Picasso, skömmu eftir að hann kynntist Jacque line, og sá þá fyrstu mynd- irnar, sem hann gerði af henni. f fyrstunni var erfitt að hugsa sér að þessar mögnuðu myndir á léreftinu væru af hinni blíðlegu Jacqueline, en eftir því sem tímar liðu fór Jacqueline smá saman að líkj ast myndunum, bæði andlega og líkamlega. Og hún hefur haldið áfraro að jafnast á við þær og jafnvel farið fram úr þeim. Jacqueline veit þetta sjálf. Hún segir, að þegar Picasso eignist nýja konu máli hann röð af myndum, sem drægju fram í dagsljósið duldar hlið- ar á útliti og skapgerð þess- arar ástkonu eða eiginkonu. Án þess að nokkur taki eftir, breytist konan svo og fer að ástunda þennan nýja persónu leika, sem Picasso hefur fund- ið í henni. Þegar lengra kem- ur sér Picasso oft annað fólk inn að mála myndir, þar sem hún er orðin hraustlegri á ný. Ég skil þetta ekki, ég virðist alltaf vera á undan atvikun- um“. Picasso fylgist jafn nákvæm lega með sinni eigin heilsu. Kannski er það þess vegna að hann er jafn sprækur átt- ræður og þeir sem eru honum tuttugu árum yngri. Hann læt ur lækni sinn skoða sig viku- lega. „Hann var læknir Mat- 1. grein isse“, segir Picasso, „enda þó ég viti ekki, hvort það sé neitt til að hugga sig við. Ekki tókst honum að halda Matisse á lífi“. Hann tekur lika mik- ið af hómópatalyfjum (hann segir að sér þyki gaman að taka alla þessa dropa og pill- ur eftir föstum reglum), og s.l. vetur fór hann daglega til tannlæknis. Mánuðum sam an sagði hann við vini sína, ef þeir vildu finna hann: „Hittu mig við dyrnar hjá tannlækni mínum, þegar Picasso að snæðingi á sama hátt og sína heitt eisk uðu. Picasso leggur mikla stund á hæfileikt. sinn til að skynja fyrirfram hvað í vændum er. Til dæmis málar hann oft hræðslulegar og veiklulegar myndir af Jacqueline, rétt áð- ur en hún fær veikindakast. „Er það ekki skrítið", sagði Picasso einu sjnni, „að þegar hún er orðin veik er ég far- klukkan er tuttugu mínútur yfir tólf“. Dag nokkurn, fyrir um það bil ári, mætti ég stundvísiega hjá tannlækninum, en Picasso og Jacqueline biðu þegar úti á Rue d’Antibes, aðalgötu Cannes. Það var rafmagns- laust í borginni vegna verk- falls og bor tannlæknisins þar af leíðandi lamaður, en Pic- asso hafði samt verið búinn að fá deyfingu ,áður. Hann stóð á gangstéttinni, kleip í kinnina á sér og barði hús- vegginn til skiptis og nö;dr- aði: „Hvortveggja úr steini". Annar vinur hans hafði átt að hitta hann á sama stað, en var seinn fyrir, og við biðum á götuhorninu í tíu mínútur. Picasso ræddi af miklum krafti, hvar við ætt- um að borða, lét sér á saroa standa um dofinn kjálka, kuldagjóstur og olnbogaskot frá mannþrönginni. Jacque- line kom með margar upp- ástungur, sem hann velti ræki lega fyrir sér og afneitaði síðan. Þetta er föst venja. Eins og vant var urðu úrslit- in þau, að við fórum eftir fyrstu uppástungu hennar, á eftirlætismatstað Picasco. Yfir matnum töluðum við um áttræðisafmæli hans, sem var eftir viku. Picasso-hjónin vildu endilega að allir vinir þeirra kæmu. „Þú verður að koma, maður verður þó að skemmta sér með strákunum“ sagði hann. „Þú ætlar þó ekki að mæta sjálfur?" spurði ég, og minntist þess að Pic- asso hafði alltaf áður falið sig á afmælisdögum sínum. „Hvað get ég annað gert?“ Hann yppti öxlum með ör- væntingasvip. „Þegar maður er á leiðinni að verða hundr- að ára, sérðu til. ..“. Hann fór að velta þessu fyrir sér: „Tíræðisafmæli Picasso". Allt sem minnzt var á hafði skeð fyrir eitt til tvö hundruð ár- um, jafnvel fyrir mörgum öld um. Elztu vinir hans voru all- ir þúsund ára gamlir. Ég hafði sterkan grun um, að sjálfs- hæðnin, sem er bezta vörn hans gegn feimninni og dýrkun almennings, væri líka eina vörn hans gegn ellinni. En hann var ekki bitur, Picasso þarf ekki annað en athuga sjálfan sig og getur þá verið rólegur, því að hann getur að sjálfsögðu ekki verið orðinn áttræður, hann getur staðið við málaragrindina alla nóttina, lífsiöngun hans er ó- þrjótandi og ímyndunarafl hans jafn fjörugt og óður. Hann segir sjálfur: „Aldur- inn skiptir aðeins máli, þeg- ar maður er að eldast. Nú er ég orðinn eldgamall og gæti alveg. eins verið tvítugur". Síð: - fór hann að minnast Etienne de Beaumont sem var mikill listavinur, og áhrifa hans á listamenn. Parísar á þriðja tug aldarinnar. Hann hafði einnig haft mikil áhrif á Cocteau, sem hafði stælt alla kæki hans og verið orð- inn sáralíkur honum. „Það er skrítið, hvað per- sónu- og þjóðerniseinkenni eru smitandi", sagði Picasso. „Eftir að ég var búinn að vera með Diaghileff ballettinum um nokkurt skeið, hélt rak- ari nokkur að ég væri Rússi. Hann fann nefnilega Rússa- lykt af mér“. Pioasso sagðist ekki geta talað rússnesku, en hann gat hermt nákvæmlega eftir hljóðunum í málinu. Sama máli gegnir um ensku, sem hann kann ekki heldur. Hann staðhæfir, að þannig haldi hann uppi löngum sam- ræðum við ameríska mál- verkasafnara og villi þeim al- gjörlega sýn með fullkomn- um framburði. „Hvorugur hef ur minnstu hugmynd um, hvað hinn er að segja“. Enn einu sinni lýsti hann því yfir, að eftirlætisbækur hans á ensku vcmu „Leiðbein- ingar fyrir þjónustufólk" eft- ir Swift og „Moll Flanders** eftir Defoe, og hann lýsti bók unum nákvæmlega. Þótt ó- trúlegt sé geðjast honum ]:ka vel ð „Tjaldræður frú Cau- die“, eftir Douglas Jerrold. Picasso heldur því frarn, að hin þunglamalega viktoriska kímni í þessum greinum í Punoh svari nákvæmlega til 'hugmynda hans um lífið í Engiandi. Þegar leið að lokum mál- tíðarinnar tók Picasso eftir því, að ég hafði verið tattó- veraður.. Hann minntist þess, að Braque hafði viljað láta hann tattóvera bak sitt og bringu, þegar þeir voru lags bræður á kúbista árunum, „Hugsaðu þér hvernig hann hefði litíð út með stóran kúb- istíska kyrralífsmynd á bring unni, gítar, ávaxtaskál og orð in „Ma Jolie“. Verst er hvað það befði verið sárt. Ég mundi hafa gert það, eins og þeir gera i útlendingahersveit inni, með því að stinga húð- ina með nál og nudda blek- inu inn jafnóðum". Hann bauðst til að tatíó- vera mig, ef ég gæti hugsað til þess, og hann sagði að -g gæti sýnt sjálfar. mig í ramma hjá listaverfkasalan- um Knoedler eða selt amerísk um safnara húðina af mér. Hann sagðist hafa átt bók, sem væri víst týnd, en hefði verið bundin í skinn af konu brjóstum. ef&ir JoSin Richardsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.