Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 26. október 1962 ; í I I i I . Eskifjörö byggir myndarfólk sem vill veg staöarins sem mestan og heldur tryggð við hann Hólmatindur, Eskifjarðar- heiði, Andri, Harðskafi, Ó- feigsfjall og Svartafjall — svo heita fjöllin, sem um- lykja Eskifjörð. í Eski- f jarðaheiði er Askja, sem sumir sögðu, að væri gam all eldgígur, en reyndari menn telja fremur jökul- hvilftir. Um nafnið á firð inum eru einnig skiptar skoðanir. Telja ýmsir það dregið af Öskjunni, aðrir af gróðrinum, sem þar hafi fundizt á landnámsöld. Nafnið Eskif jörður er þeg- ar í Landnámsbók. Þar segir: — E'ORGEIR Vestansson hét maður göfugur. Hann átti þrjá sonu. Var einn Brynjólfur inn gamli, annarr Ævarr inn gamli, þriðji Herjólfur. Þeir fóru allir til íslands, á sínu skipi hverr þeirra. Brynjólfur kóm skipi sínu í Eskifjörð og nam land fyr- ir ofan fjall, Fljótsdal allan fyrir ofan Hengiforsá fyrir vestan, en fyrir ofan Gilsá fyrir austan, Skriðudal allan og svo Völiuna út til Eyvind- arár, og tók mikið af land- námi Una Garðarssonar og byggði þar frændum sínum Og mágum. — í dalnum, sem gengur inn af firðinum er stórbýlið Eski- fjörður, sem sagt er að sé fyrsta jörðin, en hvort þar var landnámsjörð Brynjólfe Þorgeirssonar, skal hér látið ósagt. Býlinu Eskifirði til- heyrði á sínum tíma alluir dal- urinn og landið út með firð- inum. Til þess benda m.a. örnefnin í kauptúninu, Lamb- eyri, Svínaskáli o.fl. og nöfn bæjanna í dalnum segja einn- ig sína sögu. Eskifjarðarsel, Byggðarholt — og Veturhús, sem nú er í eyði. Allar þess- ar jarðir tilheyra nú Reyðar- fjarðarhreppi, sem furðulegt má telja, en lengi hafa verið uppi óskir um að sameina þær Eskifjarðarhreppi, og verður þess víst ekki langt að bíða. Á sama afmælisdag og Reykjavík Við sitjum í stofu hjá Þor- leifi Jónssyni, sveitarstjóra á Eskifirði og spjöllum um kaup túnið, sem er annar stærsti staður á Austfjörðum og á sama afmælisdag og höfuð- borgin. — Eskifjörður var einn af sex stöðum á landinu, sem hlutu verzlunarréttindi árið 1786, segir Þorleifur og á sama afmælisdag og Reykja- vik. I fyrrahaust var haldið upp á 175 ára afmælið, en ekki fyrr en 17. nóvember, þegar allir voru komnir heim úr sumarvinnunni. Þá var hér mikil'l fagnaður og sam- þykkt að láta skrifa söigu stað arins. — Hvað eru íbúar hér marg ir? — Þeir eru um það bil 820 og fer sífjöigandir Hér er mik- il og góð atvinna og almenn vellíðan fólksins. Framiundan eru næg verkefni —ég tala nú ekki um ef veiðin helzt. Það e? óhætt að segja, að Eskifjörðúr byggir myndar- fólk, sem vill veg staðarins sem mestan og heldur tryggð við hann. Eskifjörður fór síst varhluta af mögru árunum 1930-40. Margt af fólikinu flutt ist þá burtu, einkum til Reykjavikur og Suðurnesja. Um 1940 stöðvaðist brottflutn ingur fólksins og með komu togaranna eða upp úr 1950 fór aftur að fjölga. Síðustu árin hefur fjölgað hér um allt að fjörutíu manns á ári. — Hvaða framkvæmdir eru helztar á döfinni hjá ykkur eða yfirstandandi? — Ja, þar er margt upp að telja. Við getum byrjað á vega lögnunum. Nýlega hefur verið lokið við að leggja vegi á þrem stöðum;, framlengingu á Steinholtsvegi, Hátúnsvegi, þar sem verið er að reisa ný, myndarleg íbúðarhús og byrj un á Hlíðarvegi, þar sem byggðin er að halda áfram inn hlíðina. Skammt er síð- an lokið var við nýjan veg meðfram Hólmatindinum. Annars eru vegamálin í held- ur slæmu ásigkomulagi. Veg- irnir eru erfiðir í viðhaldi og dýrir, því að goður ofaníburð ur er hvergi nærtækur. Við höfum fullan hug á að reyna að steypa aðalgöturnar í fram tíðinni, en það er afar kostn- aðarsamt og verður, að mínu áliti, ekki gert nema með sam eiginlegu átaki fleiri byggð- arlaga, — þar sem líkt er ástatt — um kaup á stórvirk- u-m vélum, sérfræðimenn-tuð- um mönn-um til leiðbeininga og lánum til langs tíma. Nú er einnig hafinn undir- Landsð okkar búningur að því að leggja ful-1 komið holræsakerfi í kaup- túninu. Er verið að gera teik-n ingar og kostnaðaráætlun, og er hugmyndin að hefjast handa með næsta vori. Ámar mesti meinvætturinn ^ — Þeir sögðuat vera að grafa fyrir vatnslögn hér fyr- ir neðan. Er því verki l-an-gt komið? — Fyrirh-ugað er, að vatns- veitulögn verði lokið fyrir k-auptúnið allt fyrir árslok 1964. Fyrsti áfangi var 1-agð- ur árið 1960. Þá var va-tnið tekið úr uppsprettu undir hlíð arbrúninni milli Hlíðarend-a- ár og Ljós-ár. Þá komust í samband nokkur íbúðarhús, síldarverkmamiðjan, hrað- frystihúsið og höfnin, se-m eru aðal-athafnasvæðin. Kostnað- ur við þann áfanga varð um 400 þús. kr. í vor var hafizt hSnda um annan áfangann. Verður í ár lokið við vatns- lögn um miðbik k-auptúnsdns og auk þess stendur n-ú yfir ný bygging vatnsþróar af nýjustu gerð. Er vatni veitt þangað úr Hlíðarend-aá ti-1 aukningar og eigum við von á, að það verði úrvalsgott vatn. Kostnaður við þennan áfanga verður alls um 900 þús. krónur. Kostnaður við þriðja áfangann, vatnslögn fyrir báða enda byggðarinn- ar, verður sennilega um 1200 ***** Vegagerö viö Patreksfjörð SAMKVÆMT upplýsingum Braga Ó. Thoroddsen, verkstjóra, hefur nýbygging vega við Pat- reksfjörð verið með mesta móti á þessu ári. í dag var lokið undirbyggingu vegar í sunnan-verðum Mikla- dal, er þar með lokið stórum á- fanga á leiðinni til Tálknafj-arð- ar og Bíldudals. Vegur þessi er 6.5—7 km. — Byrjað var á veginum 1961 og þá lagður ca. 1.5 km. Ekki hefur stöðugt verið unnið að vegi þess- um, heldur hefur verið notaður sá tími, er ekki var þörf fyrir vinnuvélarnar (ýturnar) annars- staðar, þar sem meiri þörf var fyrir þær. Hefur því bæði tími og fé notazt eins vel og kostur var á. Örugg vissa er fyrir því, að hinn nýi vegur verður snjó- léttari en hinn gamli, ruddi veg- ur, sem liggur í dalbotninum norðan til, enda mun hann leggj- ast niður, þegar þessi hefur ver- ið tekinn í notkun. Kostnaður við veg þenna mun vera orðinn um 950 þúsund krónur. Þrjár vegýtur hafa -aðallega verið not- aðar við lagningu vegarins, þar af ein 20 lesta. Þá hefur verið tekin í notkun ný brú á Hlaðseyrará, og tveggja km breiður og góður vegur í sambandi við hana. Er þar með lokið við að brúa -allar ár í norð- anverðum Patreksfirði. Einnig hefur verið lagfærður mikið veg- urinn á ósum í Patreksfjarðar- botni. Á næstunni verður tekið til við stórviðgerð á veginum í Skápadal. Verður það til mikilla þæginda, ekki sízt þegar tekið °-r tillit til hins nýja flugvailar í Sandodda, sem er sunnan til í firðinum, og fólksflutningar á vetrum krefjast að sjálfsögðu góðra vega. Er ekki hægt að segja annað en vegurinn að flug- vellinum sé góður að undan- skilinni óbrúaðri á við Hvalsker. í Vatnsfirði var lagður nýr vegur frá Hellu (V-atnsfjarðar- skál) og inn í fjarðarbotninn, enda mun Vatnsfjarðarvegur hafa verið með illfærustu veg- um í Vestur-Barðastrandasýslu um árabil. Verkstjórinn, Bragi Ó. Thor- oddsen, tók það sérstaklega fram, að 1. þingm-aður Vest- fjarðakjördæmis, Gísli Jónsson, hefði átt sinn stóra þátt í þess- um miklu vegabótum hér, enda hefði hann ávallt verið reiðubú- inn til hverskon-ar fyrirgreiðslu og verið ómetanlegur styrkur fyrir framgang vegamála hér. Patreksfirðingar þakka öllum -aðilum, sem hlut hafa átt í hin- um bættu vegamálum, sem átt hafa sér stað hér undanfarið. Geta þeir því ekki tekið undir með K. J. í „Frjálsri þjóð“, sem vítir slæleg vinnubrögð og lé- legt eftirlit hjá þeim hinum sömu mönnum og unnið hafa að áðurtöldum framkvæmdum. — Myndin, sem hér fylgir er af Patreksfjarðarvegi, og tók Árni Traustason hana. — Trausti. Ný rafstöð á Raufarhöfn RAUFARHÖFN 24. okt. — Hér er nú að falla fyrsti snjórinn á haustinu. Allstaðar er snjóföl og hitinn um frostmark. Alþjóðleg Von er á Arnarfelli á morgun, en það mun taka n-okkur þúsund tunnur af síld til Finnlands. — Seinna er svo von á mjölskipi og lýsisskipi. Trúlega er farið að síga á seinni he-lming síldarinnai' síðan í sumar. kvikmyndahátíð • Lawrence Weingarten for- maður sambands kvikmynd-afram leiðenda í Hollywood skýrði frá því í dag, að næsta ár yrði í fyrsta sinn haldin þar í bong ai- þjóðleg kvikmyndahá-tíð. Sagði Weingarten, að hátíðin yrði stærri í sniðum og stórkostl-egri en nokikur önnur kvikmiynda- hátíð hefði fyrr verið. Hér er mikill áhugi fyrir smíði nýrrar bryggju, og munu menn héðan fa-ra suður næstu daga til að leita samninga við Vitamálastjórn og lánastofnanir. Hugmyndin e-r að reka niður stálþil og fylla síðan upp að baki þess með sandi úr -höfninni. Rafmagnsveitur ríkisins hafa verið að byggja hér nýja raf- stöð í sumar, og nú er verið að setja niður vélarnar. Þær verða síðan tengdar seinna í þessari viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.