Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORGTJNTtr 4 Ð1Ð Föstudagur 26. október 19( í ÞETTA ER EKKISÆMANDI bæði sjómenn og íþróttamenn, menntamenn og fegurðardísir. í erlendum skólum eru ís- lenzkir námsmenn með hæl- ana þar sem hinir eru með tærnar, enda ekkert undar- legt. Við erum komin af vík- ingum og sagnariturum, en þessir útlendingar eru nú upp og ofan. Hugleiðingar um hiðraðir heima og erlendis, * >» yfirhurði Islendinga, eldheifa Sslandsvini og kjarahætur fyrir þá9 er draga þyngstu þorskana Á DÖGUNUM rakst ég á auglýsingu í einu Lund- únablaðanna og hljóðaði hún eitthvað á þessa leið: Geysilegur’ hamingjugróði: Okkur er öllum gjamt að líta á verðmiða í verzlunum og þá verður okkur oft að orði: „Guð minn góður! I>að verður bara ekkert úr þessum pen- ingum“. Á einu sviði verður þó enn mikið úr peningimum, því víða um heim, þar sem örbirgð ríkir, er verðlag mjög lágt og varningur oft seldur við verði, sem er aðeins brot af raunverulegum framleiðslu kostnaði. Tveir shillingar (um 12 kr. ísl.) nægja þar til að veita einum trakómu-sjúklingi lækn ishjálp, en trakóma, sjúkdóm- ur, sem veldur blindu, ógnar nú miljónum manna. Hér, þ.e.a.s. í London, fáið þér rjómaís í veitingahúsi fyr- ir tvo shillinga. Fimm shillingar (um 30 fsl. kr.) nægja til þess að gefa einu barni stórt mjólkurglas einu sinni á dag í heilt ár. Hér eyðið þér sömu upphæð í einn sígarettupakka. Tuttugu shillingar (um 120 kr. ísl.) nægja til að veita einu flóttabarni barnaskóla- fræðslu í eitt ár. Þetta er jafnvirði einnar flösku af sherry. Fyrir lö sterlingspund (um 1.800 kr. ísl.) er hægt að kaupa tjald fyrir 8 manna alsirska flóttafjölskyldu, sem annars mun e.t.v. deyja úr •vosbúð Og kulda í hörkunum í vetur. Fyrir sömu upphæð gætuð þér haldið kunningjum yðar cOcktailboð. Og fyrir 100 sterlingspund (um 12.000 kr. ísl.) væri hægt að koma á fót fæðingarheimili með fullkomnum lækninga- og hjúkrunartækjum svo og lyfjabirgðum, eða gera vatns- ból í stórum indverskum bæ. Og þetta vatnsból þjónaði ekki aðeins þörfum bæjarbú- anna, heldur og allri sveitinni umhverfis. * En þér eyðið 100 sterlings- pimdum í meðal sumarferða- lag. Nú sjáið þér, að allir geta lagt sitt af mörkum. Smáar gjafir sem stórar eru þegnar með þökkum. Gangið í lið með okkur og tryggið yður hlutdeild í hinum geysimikla hamingjugróða. Undir þetta rita svo samtök hinna stríðandi gegn neyðinni. Eina skeið fyrir afa Já, ástandið er víða slæmt úti í hinum stóra heimi. —r Milljónir og aftur milljónir manna skortir ekki einungis varanlegt húsaskjól, heldur einnig klæði og fæði. Matar- skammturinn er víða naumur, sums staðar enginn — og þar verður fólk að draga fram Iíf- ið á því, sem tekst að afla í það sinnið. Þá er matvendn- inni sjálfsagt ekki fyrir að fara. Við heyrum fréttir um hung ursneyð í Kína, bágindi í Ind- landi og yfirvofandi hungur- dauða þúsunda í Alsír. En allt fer þetta inn um annað eyrað og út um hitt hjá fjöldanum. Þetta snertir ekki fólk uppi á íslandi, því við eigum líka við okkar vandamál að etja. Hvað á til dæmis að kaupa í sunnudagsmatinn, þegar hús bóndinn er að fá leið á læri, frúin þolir ekki kjötsúpulykt- ina, stelpan vill ekki steik — og strákurinn ekkert annað en pylsur? Já, þá er oft úr vöndu að ráða og erfitt að gera öllum- til hæfis. En hús- móðirin sér þá e.t.v. til þess, að þeim, sem misboðið er við sunnudagsmatborðið, gef- ist kostur á að leita huggunar í ávöxtum eða rjómaís áður en yfir lýkur svo að ekki verði kvartað yfir fæðinu. Og svo er verið að plata matinn ofan í blessuð börnin: eina skeið fyrir afa og eina skeið fyrir ömmu — og holda- miklar konur fara í duftið, eins og það kallast nu. _ Þær stíga laumulega á vogina á hverjum degi, þora varla að líta á vísinn af ótta við að hann sýni hálfu kilói meira í dag en í gær. En sé það öfugt, þá færist sæluibros yfir andlit- ið — og það er hellt upp á könnuna. Það er vist óhætt að segja, að lífsins gæðum er misskipt í þessum heimi. Meðan milljónir manna lifa í algerri óvissu um það. hvort eitthvað fáist í svanginn að morgni og aðrar milljónir sitja í fjötrum einræðis og andlegrar kúgun- ar — hafa enn aðrar milljónir svo mikið að bíta og brenna, að þær eru í hreinustu vand- ræðum með að velja og hafna. Teppi út í homi Víða, þar sem hungrið sverf ur að, hafa alþjóða hjálpar- stofnanir látið til sín taka á ýmsum sviðum — og forðað frá hörmungum hungurdauð- ans. Aldrei hefur reynzt unnt að hjálpa öllum, en fórnfúst hjáparstarf, oft unnið við hin- ar erfiðustu aðstæður, hefur orðið milljónum einstaklinga sannkölluð guðs gjöf. — Af myndum pekkjum við biðrað- ir hinna hungruðu þar sem matargjafir fara fram. Þar er hver með sína súpuskál — og þar er það súpuskálin, sem kveikir vonarneistann, vonina um að tóra. En eru biðtaðir eitthvert óþekkt fyrirbæri hér ftjá okk- ur? Síður en svo, því er nú ver og miður. Við þekkjum þær af eigin raun og vitum hve þreytandi það er og leið- inlegt að standa í biðröð, tíl dæmis við veitingahúsin á kvöldin, Þegar allt er orðið yfirfullt og dyravörðurinn bú- inn að loka. Já. það er svo sem nóg af biðröðunum. Hvernig var það ekki, þegar nýju Evrópufrí- EFTIR HARALD J. HAMAR BLAÐAM. merkin voru gefin út? Og ekki er það betra við brennivíns- búðirnar fyrir stórhátíðir! En nælonsokka og bomsubiðraðir eru úr sögunni og það er mik- il guðs mildi, því nóg er víst samt af vandamálum og nær óyfirstíganlegum erfiðleikum í okkar þjóðfélagi: Á baðkerið í nýju íbúðinni t.d. að vera grænt eða gult? Og er hægt að bjóða nokkrum manni heim nema leppin nái út í hvert horn í stofunni? Hvar eiga svo börnin að vera? Þau ó- hreinka allt, þessir krakka ormar. Það er nýmálað, ný- bónað, nýþvegið, nýsópað — og svo niða þau utan í hús- gögnunum! Nei, bæjarfélaginu ber beinlínis skylda til þess að sjá svo um. að öllum for- eidrum gefist kostur á að losna við þessa orma á dag- heimili. — En sé nýi bíllinn hvítur eiga sætin að vera með rauðu áklæði. Sérstæðast í heimi Vió setjum okkur á háan hest, því við höfum svo sann- arlega efni á því. Það hefur ekki svo sjaldan verið upplýst í ræðu og riti, að land þetta byggir ein mesta bókmennta- þjóð heims, hér er gefið út meira af bókum og mánaðar- ritum en víðast hvar annars staðar, miðað við höfðatölu. Framhaldssögur dagblaðanna eru auk þess lesnar á flestum heímilum og þar að auki eru þótt vefjast vilji fyrir sumum hvernig myndirnar eigi að snúa.“ flutt inn feiknin öll af dönsk- um blöðum. Við erum mikil menningar- þjóð. Á hverju heimili eru a.m.k. fjórir til fimm metrar af bókmenntum, málaralist stendur hér með miklum blóma, málverkasýningar eru haldnar í hverri viku og fólk- ið kann greinilega að meta listina, þótt. vefjast vilji fyrir sumum hvernig myndirnar eigi að snúa. En þær eru keyptar, það er aðalatriðið. Þær eru hengdar upp á vegg, annað hvort á haus eða ekki — og allt er þetta ótviræður vottur um háa menningu. Þar að auki er íslenzkan fallegasta mál í heimi, landið er það sérstæðasta í heimi, hvergi er fallegra kvenfólk, um það hafa erlendir ferðamenn borið vitni hvað eftir annað. Við eigum beztu fiskimið í heimi, íslenzki fiskurinn bragðast óskaplega vel úti í löndum — svo að ekki sé minnzt á ís- lenzku síldina. sem allir eru vitlausir í. Og svo er íslenzki hesturinn heimsfrægur fyrir gæði. Eldheitir íslandsvinir Og útlendingarnir, sem hing að koma, hrífast allir mikið af landi og þjóð. Margir undr- ast, að við búum ekki í mold- arkofum eða snjóhúsum, en flestir dást þeir samt að hús- unum okkar. Þeir dásama líka einstaka gestrisni íslendinga, enda losna þessir erlendu ferðamenn, sem við flytjum hingað til að græða á, bless- unarlega við að borga fyrir sig meðan þeir dveljast í land- inu. Einstaklingar jafnt sem faið opinbera láta sitt þá ekki eftir liggja. Stórveizlur eru ekki skornar við nögl. :ima máli gegnir um síðdegisdrykkj una, sem yfirleitt heldur á- fram í heimahúsum fram á næsta morgunn, þjóðarheild- inni til mikillar sæmdar. Víða um lönd fer mikið orð af úthaldi okkar manna í slík- um samkvæmum og er gott til þess að vita. Og árangurinn er mikill og góður. Um allan heim eru eldheitir íslandsvinir, fólk, sem alltaf heldur uppi merki okkar og segir fáfróðum út- lendingum að á íslandi grói jafnvel gras. íslandsvinirnir láta heldur ekki undir höfuð leggjast að eiga viðtöl við dag- blöðin í Reykjavík, þegar þeir eru hér á ferð, til þess að segja frá því hve mikið þeir dá okkur og landið, gestrisn- ina og allt hitt. Missa málið En íslendingar á erlendri grund eru líka aðsópsmiklir og vekja hvarvetna athygli, Þar sem íslenzkar fegurðar- dísir koma fram í fegurðar- samkeppni beinist öll athyglin yfirleitt að þeim. Þær eru dáð ar og tilbeðnar, fá ótal tilboð um gull og græna skóga eins og vera ber um dætur Sögueyj arinnar. Dyr Hollywood ljúk- ast upp, stóru kvikmynda- stjörnurnar fara að biðja fyrir sér og ýsuflökin okkar hækka í verði. Og komi það fyrir, að íslenzki fulltrúinn í fegurðar- samkeppninni beri ekki sigur úr býtum, þá er það vegna þess. að einhver keppinaut- anna á frænda í dómnefnd- inní. — Og maður talar nú ekki um þessi erlendu tízku- hús, sem hlotnast að fá ís- lenzkar sýningarstúlkur. Menn missa málið, þegar þær birt- ast. Það er ofsaleg landkynn- ing. Sama máli gegnir með íþróttamennina okkar. Að vísu vinna þeir sjaldan eða aldrei sigra. En það er nú yfirleitt fyrir óhöpp. Hins veg ar lýsa erlend blöð alltaf undrun sinni yfir getu íslend- inga, jafnvel þó þeir séu lak- astir allra. Og það er-ekki svo lítils virði — og sýnir bezt, að þó markatalan og stigin séu okkur ekki beinlínis hag- stæð, þá koma piltarnir okkar alltaf heim sem sigurvegarar. Þeir gera garðinn frægan. Jæja, þetta er aðeins brot af því, sem við getum fært okk- ur til tekna. Ég tel mig ekki vera að segja neinar nýjar fréttir, því þetta vita allir. í rauninni eru þetta allt atriði, staðreyndir. sem við teljum sjálfsagðar. Og það þyrfti mik ið að ganga á til þess að skoð- unum okkar á þessum mál- um yrði haggað. Við erum sundurlyndir, íslendingar, en hér erum við loksins sam- mála. Allt þetta nægir til að rétt- læta það, að við lifum áhygsju lausu lífi í landi okkar. Mér Iiggur við að segja, að það sé blátt áfram sjálfsagt og eðlilegt, að þjóð, sem býr yfir jafn miklum andlegum og ver aldlegum verðmætum, búi við beztu hugsanleg kjör og fyllsta öryggi. Allir verða að bjarga sér Við höfum svo sannarlega um annað háleitara að hugsa en það, hvort við fáum eitt- hvað í svanginn að morgni, Þessir sveltandi vesalingar, Kínverjar, Indverjar, Alsír- menn og hvað þeir nú heita, eru sjálfragt ómenntað fólk, sem hvorki kann að meta góð- ar bækur né önnur menning- arverðmæti. Þorrinn er hvorkl læs né skrifandi og veit senni lega ekkert um ísland. í menningarþjóðfélaginu snýst hugurinn um aðra hluti og við getum þar af leiðandi gert háar kröfur. Þróunin er MM9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.