Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 13
MORGFNBLAÐIÐ Föstudagur 26. október 1962 i o LJ Kirkjuþingib Framh. af bls. 3 ara tveggja aðila batnað stór lega síðustu áratugina. Aðalritari hins almenna kirkjuráðs mótmaelenda, hol- lendingurinn Dr. Visser’t Hooft væntix þess, að kirkju þingið geti lagt grundvöll að enn betri sambúð og samkomu lagi milli Rómar og mótmæl enda. Fyrir stuttu talaði hann um kirkjuþingið í spurninga þætti í hollenska sjónvarpinu Hann lýsti ánægju sinni yfir því, að kaþólska kirkjan hefði í sambandi við kirkjuþingið, sett á stofn sérstaka deild, er amyndi fjalla um sameiningu allra kristinna manna. Hann komst að orði á þennan skemmtilega hátt: „Við erum mjög þakklátir fyrir þessa deild, því að það þýðir, að við höfum nú bréfakassa og pennavini i Róm.“ Einnig sagðist aðalritarinn vera mjög þakklátur íyrir þann áhuga, sem kaþblska kirkjan sýndi á aðalfundi alm. kirkjuráðsins í Nýju Dehli, þar sem mættu fulltrúar flestra kristinna kir'kna, en kaþólska kirkjan sendi sina áheyrnarfulltrúa og lét flytja 'bænir fyrir þessari samkomu. Mest lofaði aðalri^arinn þó þá velvild að hálfu kaþólsku kirkjunnar að bjóða áheyrnar fulltrúum mótmælenda til kihkj uþingsins. Það kallaði hann einsdæmi í sögunni. Dr. Visser’t Hooft er mjög raunsær maður og býs-t ekki við stórkostlegum breyting- um vegna kirkjuþingsins eða að sameining kaþólsku kirkj unnar og mótmælenda muni allt í einu verða að staðreynd Við erum ekki komin á það stig enn segir hann. En hann vonar, að hin góða sambúð beggja aðila og sá skilningur þeirra milli og það umburða lyndi, sem gætt hefur upp á síðkastið, megi leiða til þess sem hann kallar á útlensku dialoog, sem þýðir sam- ræða m.ö.o. að það muni verða um samtal að ræða en ekki alltaf eintal. Kaþólska kirkj an eigi að taka hinn aðilann alvarlega og hhista á það, er hann hefur að segja. Hann óskaði þess, að kirkju þingið kvæði upp endanlegan úrskurð um það, sem kallað er trúfrelsi. Einnig vildi hann gjarna sjá nökkrar breyting- ar á löggjöfinni um blönduð hjónabönd, se meru þyrnir í augum margra kirkju'höfð- ingja mótmælenda. Loksins sagði aðalritarinn, að, að sínum dómi, myndi það skaða mjög sameiningarvið- horfin, ef kirkjuþingið setti fram nýjar kennisetningar og ný trúaratriði. Við megum ekki búast við kraftaverkum af kirkjuþing- inu. Við verðum ábyggilega fyrir miklum vonbrigðum, ef við höldum, að kirkjuþingið geti úppfyllt allar óskir og kröfur. Kirkjan er ávallt á leiðinni til fullkomnunar. Hún er mynduð af ófullkomnum og syndugum mönnum, sem byggja á innri heilagleika og guðlegan náðarljóma hennar. Bók fyrir mæður Höfundur þessarar bókar, frk Hulda [ Jensdóttir, forstöðu- ' kona Fæðingarheim- ilis Reykjavíkur, er ___________ vel kunn íslenzkum mæðrum, einkum 5 Reykjavik og Hafnarfirði. Það hefur verið hennar mesta áhugamál að sem flestar ís- lenzkar mæður hlytu þá. hjálp, sem hún lýsir i þessari bók. Jónas Bjarnason læknir skrifar um ,þessa bðk: er að mínu áliti gulls ígildi fyrir verðandi mæður, og sannarlega þess virði að hún sé lesin með gaumgæfni. Bætir hún að mikium mun úr þeim þekkingarskorti, sem hin verðandi móðir hefur átt við að búa hvað í vændum er, og gefur bókin henni um leið tækifæri til að kynnast, hvernig hún geti alið barn sitt á sem eðlilegasta hátt. ... Hafi frk. Hulda þökk fyrir útgáfu þessarar bókar, sem ég álít að eigi erindi til allra verðandi mæðra.“ Fæst hjá bóksölum um alit land. ;1 .j: c* ' Lækois- alfiýðBHnar LÍÉKMI$O0l!iÍAB Þessi bók hefur náð óírúlegum vinsæld- um, hvar sem hún hefur komið út, sök- um einfaldra og auð- veldra ráðlegginga hennar um heilsu- samlegt líferni og viðurværi. Á einum stað í bókinni segir höfundur: „Vermontbúar kunna aðferð til að fjölga at- hafnaárunum ... Sumir þeirra vinna sín beztu verk á aldrinum milli sextugs og átt- ræðs sakir þess, að andleg orka þeirra og einbeitni eru i hámarki áður en dregur úr afkastagetu þeirra, að þeir eru ekki iengur færir um að vinna fullt starf, og er þeir hafa látið af ævistarfinu fyrir elli sakir, hafa þeir orku til að njóta hvíldarinnar til fulis og hagnýta hana. Alþýðulækningar stefna að því marki, að æviskeið mannsins verði fimmfaldur þroskunartíminn, eins og i ævi dýranna." Kynnið ykkur reynslu og þekkingu höf- undar þessarar bókar, dr. D. C. Jarvis, sem er enn starfandi læknir i fuilu fjöri, þótt áttræður sé, og lærið af henni. Fæst hjá bóksölum um all land. Og þetta mun kirkjuþingið ekki geta afmáð. Biðjum því algóðan og al- vitran Guð að senda heilag- an anda, hinn guðdómlega fræðara, fyrinheitinn af Kristi til að aðstoða alla þá, sem sitja kirkjuþingið, að þeir taki réttar ákvarðanir, í hinl um mörgu umræðuefnum og vandamálum, sem þeir munu fjalla um, til uppbyggingar andlegra verðmæta og trúar innar i heiminum og til meiri dýrðar Guði. ÚTGERÐIN Söltun cut-síldar stöövuð, þar sem saltað hefur verið upp í gerða samn- i»ga (1). Síldaraflinn var orðin rúml. 2,3 millj. mál og tunnur 9. sept. 25 bát- ar voru þá með yfir 20 þús. mál og' tunnur (11). Meðalhlutur háseta á síldveiðunum 59 þús. kr. (12). Togamir veiða sæmilega á Græn- landsmiðum (13). Víðir II. frá Garði, skipstjóri Egg- ert, Gíslason, slær íslandsmet í síld- arafla. Hefur veitt yfir 32 þús. mál og tunnur (13). Rætt við Jakob Jakobsson fiski- frcLðing um síldveiðarnar (14). Heildaraflinn á síldveiðunum um 2,4 millj. mál og tunnur. Víðir II úr Garði aflahæsta skipið með 32.400 mál og tunnur (18). Banna þarf' smásíldarveiði inni á fjörðum, segir Eggert Gíslason, skip- gijóri á Víði II (21). Vart við mikla síld á miðum Vest- mannaeyjabáta (23). Togarinn Sigurður býst á veiðar (23). Fieiri leitar- og rannsóknarskip, seg- ir Hörður Björnsson, skipstjóri á Ólafi Magnússyni (K). 483 hvalir veiddust á vertíðinni í gumar (26). Alaveiði hvarvetna treg í ár (26). Sex íslenzkir fiskifræðingar sækja fund Alþjóða hafrannsóknarráðsins (26). Agreiningur risinn um uppgjör síld *rsa mninga (27). Deila, sem stóð um rækjuveiðar á Vestfjörðum, leyst (28). VEÐUR OG FÆilÐ Keflavíkurvegurinn orðnn mjög ilæmur þar sem viOhaldsfé er til þurrðar gengió (13). Leiðangur Jöklarannsóknarfélagsins hreppti frost og byx á Vatnajökli (19). Næturfrost og snjór á heiðum 1 Vopnafirði (20). Ofsaveður gekk yfir suðvesturströnd ina, og komst rokið upp í 12-13 vind- •tig (25). Snjóar á Norðurlandi. Siglufjarðar- *karð lokast (25). Leitarmenn í Hunavatnasýslu fá •fspyrnuveður (29). FRAMKVÆMDIR Nýr 155 lesta bátur, Skarðsvík, lcemur til Hellissands. Nýr 155 lesta bátur, Sigfús Berg- mann GK 38, kemur til Grindavík- ur (1). í norðurhlíð Skorradals hafa verið gróðursettar nær 400 þús. trjáplöntur á 10 árum (1). Ný veitingastofa tekin til starfa á ísafirði (1). Stórvirk borun eftir heitu vatni hafin á Norðurlandi (11\ Lán fengið til hafnarframkvæmda á t»orlákshöfn (13). Vatni hleypt á nýjan laxastiga í Langá (13). Bygging vöggustofu Thorvaldsens- félagsins langt komin (13). 128 íbúðir auglýstar á vegum Reykjavíkurborgar á næstunni (15). Bygging afgreið9lu og skrifstofu- byggingar Loftleiða á Reykjavíkur- flugvelli hafin (16). Byrjað að steypa Keflavíkurveginn (20). Smíði báta úr glertrefjaplasti hafin á Blönduósi (21). Gerð almenningsgarðs á Klambra- túni hafin næsta sumar (21). Ný heimilistækjaverzlun opnuð í Hafnarstræti 1 (22). 20 lesta rússneskur trébátur fluttur til landsins (26). Nýtt skipbrotsmannaskýli reist á Ströndum (27). Fimmti áfangi hitaveitukerfis í Hlíð arnar að hefjast (28). Hafin er skipuleg leit að heitu vatni á Selfossi með borunum (28). Þrengslavegurinn austur í sveitir er að ná saman (28). Stór skemma reist á Grandabryggju Eimskip fær þar aðstöðu fyrst um sinn (28). 34 skip eru nú í smíðum fyrir lands menn heima og erlendis (28). Unnið að nýrri vegalagningu á Þing- völlum (30). Ný hitavatnsæð fundin í Ólafsfirði (30). MENN OG MÁLEFNI Dr. med. Christian Röjskær heldur háskólafyrirlestur um heyrnarhjálp (11). Leikkonan Mai Zetterling kemur hingað til töku fræðslukvikmynda (11). Frú Ingibjörg Jónsson, ritstjóri Lög- berg-Heimskringla 1 heimsókn hér (11). 29 ára vélstjórií Hallgrímur Ottós- son, Ólafsvík, synti í land úr biluð- um báti til þess að leita aðstoðar (12). Sr. Ingimar Ingimarsson, prestur að Sauðanesi, kosinn prestur á Húsavík (12), en boðaði íðan að hann tæki ekki við kosningu (23). Nýr norskur sendiherra kemu rhing að, Johan Zeier Cappelen (12). David Ben-Gurion, forsætisráðherra ísrael, kemur í opinbera heimsókn til íslands (12). Hans G. Andersen sendiherra ís- lands í Finnlandi (13). Fulltrúar íslands á þingi Samein- uðu þjóðanna valdir (15). Dr. jur. Stephan Hurwitz, umboðs- maður danska þjóðþingsins, heldur háskólafyrirlestur hér (16). Ólafi Thors, forsætisráðherra, o& konu hans boðið í opinbera heim- sókn til ísraels (18). Frú Margrét Hróbjartsdóttir og Bene dikt Jasonarson trúboðar koma heim frá Konso í hvildarleyfi (19). Noj’rænir lýðháskólamenn vilja styrkja lýðháskóla á íslandi (19). Björn Traustason frá Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu hlaut hæstu einkunn, sem fengizt hefir í húsa- smíði (22). Eiríkur Kristófersson, skipherra á Óðni, lætur af störfum i landhelgis gæzlunni fyrir aldurs sakir (27). Guðm. í. Guðmundsson, utanríkis- ráðherra ræðir við Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í New York (28). Stefán Edelstein ráðinn skólastjóri Barnamúsikskólans (28). Leikararnir Anna Borg og Poul Reumert heimsækja ísland í boði Norræna félagsins (29). Ritstjórar Akureyrar- og Austfjarð- arblaðanna 1 heimsókn í Reykjavík í boði Flugfélags íslands (29). Norski óperusöngvarinn Olav Erik- sen heimsækir ísland (29). Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Björn Halldórsson og Einar G. Kvaran ráðn- ir framkvæmdastjórar S.H. (30). Fjölnir Stefánsson kominn heim af norrænni tónlistarhátíð 1 Kaupmanna höfn (30). W. Strickland, nýráðinn hljómsveitar stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, kom inn til landsins (30). Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð- herra og Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri, sækja ráðstefnu dómsmálaráð- herra Evrópu í Róm (30). BÓKMENNTIR OG LISTIR Gerður Helgadóttir og maður hennar Jean Leduc halda hér sýningu (13). Félag íslenzkra myndlistarmanna heldur haustsýningu (13). Málverkabækur eftir Ásgrím Jóns- son og Gunnlaug Blöndal meðal 30 bóka Helgafells (14). Ungur tenorsöngvari, Ólafur Jóns- son, heldur fyrstu hljómleika sína hér (14). Pétur Gautur eftir Ibsen í þýðingu Einars Benediktssonar verður jóla- leikrit Þj óðleikhússins (18). Þorvaldur Skúlason heldur málverka sýningu í Reykjavík (22). Þorlákur Haldorsen heldur mál- verkasýningu í Reykjavík (22). LaSalle-kvartettinn bandaríski L^ik- ur hér 22). Þjóðleikhúsið »ýnir gamanleikinn í SEPTEMBER ,,Hún frænka mín" (Auntie Mamé), eftir Jerome Lawrence og Rofaert F. Lee. Leikstjóri Gunnar EyjóHsson (25). Hafin er söfnun í æviskrá 5000 Is- lendinga, sem nefnast mun „íslenzkir samtíðarmenn" (26). Nýtt hefti komið út af „Studia Is- landica". Ritstjóri Steingrímur J. Þorst einsson (26). Leikhús æskunnar sýnir leikritið Herakles og Agiasfjósið eftir Fried- rich Dúrremnatt. Leikstjóri Gísli Alfreðsson (26). Rússneski bassasöngvarinn Tijt Kuu sik heldur hljómleika hér (26). Afsteypa af Kristsmynd Thorvalds- ens reist í Fossvogskirkjugarði (28). Bragi Ásgeirsson heldur sýningu á grafikmyndum (29). Út eru komnar þrjár bækur með íslenzkum fróðleik, Rauðskinna, 11. og 12. hefti, Skyggnir 2. hefti og Þjóð- sögur og sagnir (29). SLYSFARIR OG SKAÐAR Fjögurra ára drengur verður fyrir bíl og mjaðmagrindabrotnar (1). Ung kona, Iris Jónasdóttir, drukkn- ar, er hún ók bifreið fram af hafn- argarSinum í Höfðakaupstað. Systur hennar og tveimur börnum bjargað (11). 16 ára drengur á vélhjóli varð fyr- ir bíl og meiddist Hla (11). Miklar skemmdir urðu af eldi I húsi, sem Rafveitur ríkisins eru að láta reisa á Blönduósi (11). Mikið tjón varð á rafvélaverlcstæði að Laugaveg 168, er eldur kom upp í húsinu (11). Kaffistofa starfsmanna Byggingar- iðjunnar h.f. við Krossmýrarveg skemmist í eidi (11). Eldur komst í vörubirgðir fyrir- tækisins G. Þorsteinsson & Johnson h.f. i húsinu Grjótagötu 7, og varð þar mikið tjón (11). 17 ára stúlka slasast mikið I bil- slysi á Hvítársíðu (11). Unglingar i „bilaleik" stórskemma bíl á bílastæðinu á horni Austurstræt is og Aðalstrætis (11). Bíll valt útaf í Kömbum, en slys á mönnum urðu ekki (11). 7 ára telpa varð fyrir bíl og slas- aðist nokkuð (11) 17 lesta vélbátur, Gunnar Hámund- arson frá Reykjavík sekkur útaf Langanesi. Mannbjörg varð (11). EJdur kom upp i 1000 hesta heyhlöðu að Viðivöllum í Skagafirði (11). Bíll gereyðilegst er drukkinn mað- ur ók útaf veginum sunnan Hafnar- fjarðar. Annar bíll lenti útaf Kefla- víkurveginum og stórskemmdist (11). Mikið tjón er eldur kom upp í húsi Netaverkstæðis Útgerðarfélags Akur- eyringa (16). Um 200 hestar af heyi eyðileggjast í hlöðubruna að Gríshóli í Helgafells- sveit (18). Útihús brenna á Sjávarhólum á Kjaiarnesi. (18). Kona slasast mikið í bílaárekstri á Hringbraut (19)., Nokkuð af heyi skemmist i hlöðu- bruna að Holti á Barðaströnd (19). Vélbáturinn Pétur Ingjaldsson rek- ur upp á Hornafirði (20). Olía, sem borin var í vegarspotta frá Reykjavíkurfiugvelli, barst með fólki og bílum um allan bæ (20). Steinþór Pálsson á Reyðarfirði slas- aðist svo í síldarverksmiðjunni þar að hann lézt (20, 23.). Lítil flugvél, eign Flugsýnar, brenn ur á flugvellinum á Gjögri (21). 19 ára piltur, Hafþór Hálfdánarson frá Hnausum á Snæfellsnesi varð fyrir bil í Njarðvíkum og beið bana (22, 23). 150 hestar af heyi og hlaða brunnu að Refsmýri í Fellum á Héraði (22). Vélbáturinn Hafsteinn VE40 strandar í Akurey, en bjargað þaðan (23). Bátar slitnuðu upp og sukku, móta- uppsláttur hrundi, járnpiötur fuku og tré brotnuðu í óveðri, sem gekk yfir Suð-Vesturland (25). Miklir skaðar urðu á kornökrum í óveðrinu (25). Magnús Ragnar Fransson, skipstjóri 35 ára, ferst við bát sinn í Sand- gerðishöfn (25). Drengur á öðru ári lendir fyrir dróttarvél að Refsmýri á Fellum á Héraði og bíður bana (25). Ung kona, Jódís Björgvinsdóttir, Bergstaðastræti 54, lendir fyrir bíl og slasast Iífshættulega (25). Tvær þýzkar flugvélar lenda á Keflavfkurflugvelli af ótta við vítis- vélar um borð. Svo reyndist þó ekki (27). Jarðstrengur á Suðurnesjum slitnar (27). Heybrunar verða að Auðbrekku i Hörgárdal og Hálsi í Eyrarsveit á Snæfellsnesi (27). Þakjárn horfið af húsum í Bakka- seli (29). 5 menn héldu togara frá bryggju meðan manni var bjargað úr sjón- um (29). 5 ára drengur verður fyrir bíl og slasaðist allmikið (29). FÉLAGSMÁL Verkfall prentara kom til fram- kvæmda 1. sept. og stóð til 10. sept. Engin dagblöð komu út þann tíma (1. 11). Útsvör og aðstöSugjald í Reykjavlk samtals 280,7 millj. kr. (1). Bókbindarar semja um kjarabætur (1).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.