Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 14
14 MORCl!l\RLAÐlÐ Föstudagur 26. október 1962 Sigurður Tryggvi Guðjénsson múrarameistari ísafirði, minning ÝMSIR hafa lagt fyrir sig að skilgreina þá manngerð, sem nefnd er nútímamaðurinn. Margt verður uppi á teningunum í þess- um efnum, eins og við er að bú- ast. En flestir, sem um málið fjalla, segja það skoðun sína, að nútímamaðurinn mætti að skað- lausu fara sér hægar og hafa hljóðara um sig, menn lifi til annars, en að gera hlut sinn sem stærstan af heimsgæðunum, þeim gæðum sem mölur og ryð fær grandað. Ef þessi kenning er nær sanni, þá verður að segja það, að sá maður. sem mig lang- ar til að minnast hér með örfáum orðum, Sigurður Guðjónsson, var langt frá því að vera nútíma- maður í þessum skilningi. Hann var hinn hljóðláti maður í orðs- ins fyllstu merkingu. En hljóð- leiki hans var slíkur, að eftir honum var tekið. Það var fagur hljóðleiki. Sigurður safnaði ekki veraldlegum auðæfum. Honum nægði að vita sig og sína vel haldna. Hann leitaði þeirra verð- mæta, sem búa hið innra með manninum sjálfum, þess auðs sem ekki glatast og aldrei fell- ur á. Sigurður Tryggvi Guðjónson var fæddur að Svarfhóli í Geira- dal, 3. ágúst árið 1905. Foreldrar hans voru þau hjónin, Guðmund- ína Jónsdóttir og Guðjón Sig- urðssön. Barn að aldri flutti Sig- urður með foreldrum sínum til ísafjarðar. Arið 1930 tók hann próf í múraraiðn hjá Þórði G. Jónssyni múrarameistara, ísa- firði, og stundaði iðn sína alla tíð síðan. Hann hélt heimili með foreldrum sínum meðan þeirra naut við. f>au létust bæði fyrir fáum árum, en Sigurður kostaði kapps um að halda heimilinu uppi með þeim sama svip og myndarbrag, sem foreldrar hans höfðu sett á það, í samibúð með yngsta bróður sínum, Ásigeiri, bróðurdóttur sinni, Ósk Óskars- dóttur og manni hennar, Her- manni Sigfússyni Alla tíð var Sig urður heilsuhraustur maður, en sl. sumar kenndi hann sjúkdóms þess er varð banamein hans. Hann lézt að heimlli sínu 2i2. sept. sl. og var jarðsunginn af sóknarprestinum, Sigurði Krist- jánssyni, 2S, s. m. Sigurður var maður í minna meðallagi á vöxt, vel limaður og fríður sínum. Hið hljóðláta fas hans var gætt þokka og hlýju. Hann var maður sem gott var að dvelja meö, enda hvað traustast- ur þegar mest á reyndi Hann bar það með sér, að hann bjó yfir fleiru, en séð varð í fljótu bragði. Hann var frábær verk- maður og góður fulltrúi stéttar sinnar. Hann vann mikið að húsateikningum. Hús eftir hann, ef svo má að orði kveða, eru fleiri en ég kann að nefna, og ekki bara á ísafirði, heldur viða í nágrenninu. Þessar teikningar lét Sigurður af hendi fyrir litla greiðslu og sumar þeira hafa aldrei verið greiddar með hin- um gyllta gjaldmiðli. Sigurður var listfengur mað- ur. Um árabil sást handbragð hans á ýmsu, sem varðaði félags- líf í bænum. Þetta kom bæði fram í stóru og smáu. Ef þurfti að gera auglýsingu, er vekja átti sérstaka athygli, þótti sjálfsagt að leita til Sigurðar og hann beð- inn að gera litskreytt auglýsinga- spjald. Hann aðstoðaði ýms fé- lög við margs konar skemmtana- undirbúning. En i þessum efnum vann hann mest og bezt fyrir Leikfélag ísafjarðar, eða allt frá því árið 1927 og þar til heilsan bliaði. Má segja, að á þessu ára- bili hafi vart verið fært upp leikrit á ísafirði, svo að Sigurður hafi ekki annast leiktjaldamál- un og sviðsbúnað allan. Þarna liggur eftir hann mikið starf, sem félagar hans í leikfélaginu, og raunar bæjarbúar allir kunna vel að meta. En listamannseiginleikum Sig- urðar varð ekki fullnægt í þess- um störfum. Ungur að árum fór hann að fást við að teikna og mála, einkum landslagsmyndir. Hann var óvenju drátthagur að náttúrufari. Á augabragði gat hann dregið upp á þá mynd, sem í hugann kom með fáum mark- vissum dráttum. Það, sem ein- kennir myndir hans helzt, er birt an. Það er mikið ljós í þessum myndum. Blátt, gult og grænt, það eru hans eftirlætislitir Hann iærði undirstöðuatriði listar sinn ar af bókum og í erlendum bréfa skóla. í annan listaskóla kom hann ekki, nema í skóla sjálfs- reynslunnar, sem er höfuðskóli hvers manns í öllum greinum lífsins. Hann hafði ekki opinber- ar sýningar á myndum sínum, gerði ekkert til að auglýsa þær eða selja, en gaf þær gjarna þeim mönnum, sem kunnu að meta þær. Hann trúði penslinum fyrir því sem í hugann kom. Þess vegna stóð hann iðulega við mál- aragrindina að loknum löngum og annasömum erfiðisdegi. Birt- an í myndum hans er aldrei skjannaleg eða tilbúin. Þessi birta kemur að innan og ijær myndinni líf og hreyfingu. Þeg- ar ókunnugir sjá beztu myndir Sigurðar þá bregzt ekki að þeir segja: — Þetta er fallegt. Það er sannleikurinn um mynd ir hans; þær eru fallegar, — og þannig var raunar um lífsferil hans allan. Minning hans er slungin þeirri fölskvalausu birtu er stafar af myndum hans. Skyld menni hans og vinir þakka hon- um samfylgdina, hjálpfýsina, sem aldrei brást og kyrrlátt viðmótið, sem vermdi hvað heitafet á erfið- um reynslustundum. Vinur. 1 s /\ m v i rs i\ u i u \ c* g i rs c; \ « Fundur dómsmálaráðherra Norður- landa haldinn í Reykjavík (11). Fundur Stéttarsambands bænda hald inn í Biíröst 1 Borgarfirði (11). Sjálf3tæði9félag stofnað í Eyrar- hreppi í N.-ís. Sigurður Sveinn Guð- mundsson kosinn formaður (14). SjáTfstæðisfélag stofnað í Árnes- hreppi. Marís Björnsson, bóndi Felli, kjörinn formaður (15). Sjálfstæðisfélag stofnað við ísa- fjarðárdjúp Baldur Bjarnason, bóndi Vigur kosinn formaður (15). Benedikt G. Waage lætur af for- setaémbætti ÍSÍ (15). Gísli Halldórs- son kjörinn forseti sambandsins (19). Séra Pétur Sigurgeirsson endur- kjörinn formaður félags kirkjunnar í Hólastifti (15). Séra Sigurður Pálsson endurkjörinn formaður Prestafélags Suðurlands (15) Kosníngar hafnar til þings Alþýðu- sambahds íslands (15). Opinberir starfsmenn fá launahækk un (76). Akureyringar og ísfirðingar keppa 1 skák (18). ,,Hernámsandstæðingar“ fara ,,Kópa vogsgöngu" og halda útifund í Reykja vík~<18). Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna stofnað í Norður-ísafjarðarsýslu. Bald ur Bjathason í Vigur kjörinn for- maður (20). 12L sambandsráðsfundur UMFÍ hald inn r Reykjavík (21). Hans Jörgensson endurkjörinn for- maður Skólastjórafélags íslands (21). ÆskuTýðsráði Reykjavíkur settar Btarfsreglur (21). Sfofnað fulltrúaráð Sjálfstæðisfé- laganna í Strandasýsl . Vígþór Jör- undsspn, skólastjóri, Hólmavík, kjör- inn'formaður (22). Þmg SÍBS haldið í Reykjavík (23). Félag skólastjóra gagnfræðastigsins stoöxað- Árni Þórðarson kosinn for- maðttf 723). : 20. þing sambands ísl. rafveitna haldið í Keflavík (23). Þprleifur Bjarnason formaður Náms- -Jðtj óraf élagsins (28). -J Gísli Jóhann Sigurðsson kosinn for ; maður Landssambands ísl. rafvirkja- meistata (30). ÍÞRÓTTIR - Í^Land gerði jafntefli við írland í landsleik í knattspyrnu, 1:1 (11). íslandsmótið í knattspyrnu: Akur- eyri-Fram 2:2. — Valur-Akranes 4:1 (11), Vilhjálmur Einarsson varð 6. í þrí- stökki á EM 1 frjálsíþróttum (14). KR vann Fram í úrslitaleik Reykja víkurmótsins í knattspyrnu með 2:1 *(19). Landslið valið 1 körfuknattleik. (20). ísland skipar átjánda sæti á stiga- lista á EM í frjálsíþróttum (21) Helgi Daníelsson, markvörður Akra nessliðsins, leikur með skozku liði til reynslu (25). ísland lendir í B-riðli á Olympíu- mótinu í skák (27). Kvennameistaramót íslands í frjáls íþróttum fer fram á Akureyri (28). ÝMISLEGT Viðgerð á símastrengnum milli ís- lands og Færeyja hefst 9. sept (1). Umferðakönnun fer fram í Reykja- vík (11). Manni bjargað frá drukknun í Reykjavíkurhöfn (11). Lokið viðgerð á sæstrengnum milli íslands og Skotlands (11). Smyglvarningur tekinn á Akranesi (11). 24 millj. kr. jafnað niður í Hafn- arfirði (12). Brezki togarinn Northern Jewel tekinn að ólöglegum veiðum í land- helgi (13). Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur endurskoðuð (14). Brezki togarinn Margaret Wick frá Fleetwood tekinn í landhelgi (14). Verð til bænda hækkar um 12 prs. (14) . Tveir ungir piltar teknir fyrir stór- fellt ávísanafals (14). Sjálfstæð deild í viðskiptafræðum tekur til starfa við Háskóla íslands (15) . Heimavistarskóli með nýju sniði að Löngumýri í Skagafirði (15) Undirbúningsdeild fyrir tæknínám starfrækt við Vélskólann (15). Gömul mannabein finnast í t>or- lákshöfn (18). Viðskiptasamningur undirritaður við Pólland (18). Viðskiptasamningur undirritaður við Tékkóslóvakíu (18). Réttir hafnar (19). Við athugun kom í ljós, að bolta, sem halda áttu saman dekkinu á varðskipinu Maríu Júlíu vantaði (19). Gott laxveiðisumar í ár (19). Veiki hrjáir hreindýrastofninn á Austurlandi (19). Kornuppskera gengur vel á Rang- árvöllum (20). Danskir íæknar gera hér hjarta- þræðingar á íslenzkum sjúklingum (20). Félag eftirlitsmanna raforkuvirkjun gangast fyrir aukinni fræðslu um varn ir gegn slysum af rafmagni (20). 15 millj. kr. jafnað niður í Vest- mannaeyjum (20). Skipulögð kennsla í verkstjórn hefst á þessu hausti (21). Skipverjar á Goðafossi ekki ákærð ir vegna smygls írsku happdrættis- miðanna til New York. (22). Kommúnistaríkin kaupa vörur hér til sölu á frjálsum markaði (22). Stöngulsýki gerfr vart við sig í kartöflum (22). Ágreiningur vegna uppsagnar flug- stjóra hjá Flugfélagi íslands (22). Árbæjarsafni lokað til næsta sum- ars (23). Flutningar Flugfélags íslands stór- jukust í sumar (23). Fóðurbirgðir minni en undanfarin haust á Suðurlandi (23). Heyfengur í meðallagi í Skagafirði (23). Heyskapur hefur gengið vel á Snæ- fellsnesi (23). Neytendasamtökin kæra vegna sölu á skemmdum kartöflum (25). Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í ágúst, en óhagstæður um 57,6 millj. fyrstu 8 mán. ársins (26). Gamla húsið að Smiðjustíg 5, þar sem elzta bæjarskrifstofan var til húsa, rifið (26). Kuml úr heiðni finnst á Öxnadals- heiði (26). ísland eitt þriggja landa Sterlings- svæðisins með hagstæðari greiðslu- jöfnuð 1961 en 1960 (26). Minni hey en betur verkuð í Þing- eyjarsýslu (26). Gerð hefir verið kvikmynd af björg un Douglas-flugvélar af Vatnajökli (26). Vísitala framfærslukostnaðar hætok ar úr 120 í 122 stig (26). Ormaveiki fer vaxandi í fé, sér- staklega á Austurlandi (26). Kristsmynd Einars Jónssonar altar- istafla í Skálhol-ti? (26). Slátrun hafin um allt land. Dilkar virðast sízt lakari en 1 fyrra (27). Miklar framkvæmdir á Siglufirði. Vinnuafl vantar þar (27). Húsnæðismálastofnunin hefur veitt lán að upphæð 82 millj. kr. á þessu ári (28). Útsvör í Sandgerði 2,4 millj. króna (28). Flugferðum fækkar í innanlands- flugi F.í. yfir vetrarmánuðina (28). Þrjú Eimskipafélagsskip sigla til norskrar hafnar (28). Vantar skólastjóra og kennara á Bíldudal (28). Sumarið var eitt hið bezta í sögu íslenzkra ferðamála (28). Flugfélag íslands tekur umboð fyr- ir Japan Air Lines (28). Fyrsta Eimskipafélagsskipið leggur að í Grímsey (28). Umræður hafnar um sölu Faxaverk- smiðjunnar (28). 200 nýir bílar fluttir inn á mán- uði að jafnaði (28). Hey góð í Húnavatnssýslu (29). Námskeið hafið í ýmsum greinum trygginga (29). Dagblaðið Mynd hættir að koma út (29). Yfirdráttarlán íslands að fullu greidd. Gjaldeyrisstaðan hefur batn- að um 1095 millj. kr. síðan núver- andi átjórn tók við (30). Rúmur helmingur kartaflanna á markaðinum svikin vara (30). ÝMSAR GREINAR Samtal við Guðmund Frímann, skáld (1). Landið okkar — Breiðdalur (16). Landið okkar — Vopnafjörður (18). Biblían í hinni væntanlegu útgáfu eftir Snæbjörn Jónsson (18). Landið okkar — Hvammstangi (19). Sæmundur Bjarnason skrifar Vett- vang um „níðherferð gegn Hvera- gerði og Hvergerðingum“ (20). Hugleiðingar um landsmót hesta- manna, eftir Jón Pálsson (22). Landið okkar — Rætt við GXiðbjart Ásgeirsson, ísafirði (22). Smávegis um sambúð kirkju og kommúnisma (23). Greinargerð frá Hrossaræktarsam- bandi Norðurlands vegna blaðaskrifa um töku og sölu stóðhesta (23). Landið okkar — Þrír athafnabæir á utanverðu Snæfellsnesi (23). Landið okkar — Þórshöfn (25). Landið okkar — Ólafsfjörður (26). Landið okkar — Sauðárkrókur (28). Landið okkar — Eskifjörður (29). MANNALÁT Ingunn Guðjónsdóttir, Laugavegi 147A Ragnheiður Jónsdóttir, Bárugötu 36. Jón M. Jónsson, Mófellsstöðum, Skorradal. Jóhannes Benediktsson frá Breiðabóli Steinunn Jónsdóttir, Rauðárstíg 36. Kristjana Kristjánsdóttir, ljósmóðir frá Bolungarvík. Gunnlaugur Arnoddsson, Vesturgtöu 11, Keflavík. Helgi E. Thorlacius, Vesturgötu 55A. Magnús Hjörleifsson, Heiðargerði 35. Matthías E. Guðmundsson, lögreglu- þjónn. Elín Þorláksdóttir, Stöpum. Jónas Guðmundsson, fyrrum bóndi að Bakkakoti í Skorradal. Jón Guðmundsson frá Hafrafelli. Jóna Bjarnadóttir frá Gesthúsum á Álftanesi. Guðrún Þórarinsdóttir, Digranesvegi 10, Kópavogi. Tómas Sigurðsson frá Sandeyri. Kristín Þorsteinsdóttir, Ólafsfirði. Jóna Sólveig Einarsdóttir, Brúarlandi Hellu. Magnús Eiríksson frá Geirastöðum. Guðný Kristjánsdóttir, Hófgerði 16, Kópavogi. Málmgeir Bjarnason, Bergstaðastyæti 40. Þórunn Wathne, fædd Jónsdóttir. María Ólafsdóttir frá Skerðingsstöðum Eyrún Guðmundsdóttir, Þinghól, Akra nesi. Jón Einarsson, Grænuhlíð. Steingrímur Kristinn Jónsson, Týsgötu 4B. Ólafur Jónsson bifreiðarstjóri, Blöndu hlíð 24. Þórður Jónsson, járnsmiður, Höfða- borg 47. Sigurður Kr. Einarsson, frá Laufási, Þingeyri. Jón Jónsson, Brautarholti, Vestmanna eyjum. Steinunn Guðrún Jónsdóttir, frá Arn« gerðareyri. Jónína Einarsdóttir, Steinsstöðum. Jón Þorsteinsson, frá Firði, Syðisfirði. Sigurður Finnnsson, skólastjóri, Vest- mannaeyjum. Ragnheiður Jónsdóttir, Ránargötu 36. Jónas Sigurðsson Hafragili Laxár- dal. Sigríður Jónsdóttir frá Sandprýði á Eyrabakka. Halldór Pálsson, verkfræðingur. Sesselja Helgadóttir, Hverfisgötu 20, Hafnarfirði. Arngrímur Fr. Bjarnason, ísafirði. Hafliði Ólafsson frá Keflavík, Rauða* sandshreppi. Magnús Jónsson frá Hellissandi. { Jón Sveinsson, Vatnskoti. Ásta Guðríður Pálsdóttír, Haukatungu Kolbeinsstaðahreppi. Jónína Jóhannsdóttir, Vesturhúsum, Vestmannaeyjum. Snæbjörn G. Jónsson, húsgagnasmíða- meistari. Björn Rögnvaldsson, byggingameist- ari. Hákon Kristjánsson, Mávahlíð 38. Friðrik V. Ólafssoh, skólastjóri. Jón G. ÓLafsson, Grenimel 24. Marta María Árnadóttir, Hofteig 28. Guðrún Anna Björnsdóttir, Suður- götu 113, Akranesi. Hannessína Sigurðardóttir, LJosvalla- götu 16. Gísli Þórðarson, Ölkeldu, Snæfellsnesi Jón Bjarnason frá Fáskrúðsfirði. Guðmundur Guðjónsson, bílstjóri, HólmgarðilO. Guðmundur Ó. Bæringsson, skipstj., Meðalholti 10. Guðrún Ólöf Sturludóttir frá Súg- andafirði. Jóninna Sigurðardóttir, matreiðslulc, Steinunn Sigurðardóttir, Flateyri, Hornafirði. Sigurður Tryggvi Guðjónsson, múr- arameistari, Túngötu 13. ís. Sigríður Guðmundsdóttir frá Hlið- skjálf. Elísabet Hallsdóttir, fyrrv. hjúkrun- arkona. Ingimundur Jónsson, Ásvallag. 51. Ingileif Ingimundardóttir, Suðurgöttl 5, Keflavík. Gyðríður Einarsdóttir, Ósgerði, Ölfusl Kristín Guðmundsdóttir frá Þingeyri, Hjálmfríður Jónatansdóttir, Búð, Hnífsdal. Álfheiður Briem, amtmannsekkja. Ingibjörg Magnúsdóttir, prestsekkja frá Laufási. Vilborg S. Guðmundsdóttir frá Grjót- nesi. GunnJaugur Sigurðsson frá Stafafelli. AFMÆLI Verzlun Ludvig Storr 40 ára (1). 7 'Norræna félagið á íslandi 40 ára (27). ^ Rafveita Akureyrar 40 ára (30).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.