Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28 október 19(52 MOftnrivrtr 4 fíiÐ 3 Syndir þínar eru fyrirgefnar eftir sr. Jónas Gíslason \ horni Nóatúns og Laugavegar eru umferðarljós. Samt voru slys þar fimmtán að tölu. i 179 árekstrar á Laugavegi UMFERÐ bifreiða á götum Reykjavíkur hefur aukizt mjög á síðari árum, en það ihefur fjöldi árekstra o.g um- ferðaslysa einnig gert. Þrátt fyrir margílkonar umbætur, svo sem breiikikun gatna og uppsetning umferðarljósa o. fl. hefur ekki tekizt að lækka slysatöluna, því að hún hef- ur aldei verið eins há og á þessu ári. Fimm dauðaslys hafa átt sér stað, það sem af er þessu ári. Hið fyrsta varð, er fólks- bifreið ók á aldraða konu, á Miklubraut, vestan Mikla- torgs, 11. janúar. Annað slys- ið varð á Kaplaskjólsvegi 28. febrúar. Þá ók bifreið á eldri konu, en bifreiðarstjórinn ók búrtu af slysstaðnum, án þess að tilkynna atburðinn og gaf sig ekki fram fyrr en daginn eftir. í þriðja skiptið varð ungur drengur fyrir strætis- vagni á horni Vesturgötu og Brunnstígs, 3. apríl. Beið hann samstundis bana. Síðan varð ungur maður undir bíl á Grensásvegi og lézt næsta dag á sjúkrahúsi. í fimmta slysinu bar svo við, að pilt- ur féll út úr bifreið, sem var á fullri ferð, 30. okt. Hann dó á spítala 13. þ.m. Umferðadeild iögreglunnar hefur stóran uppdrátt af Reykjavík, sem öll slys og á- rekstrar eru færð inn á. Hef- 1 Þetta er eitt versta hornið, segir Ólafúr Guðmundsson, varðstj ur sá uppdráttur fróðlega sögu að segja, t.d. sézt á hon- um að 105 árekstrar hafa orð- ið á Miklubraut, frá Mikla- torgi inn að Grensásvegi, 179 á Laugavegi öllum og 64 á Snorrabraut (Miklatorg und- anskilið). Ekki hafa þó orðið slys á mönnum í öllum þess- um árekstrum. Sumstaðar, þar sem „Stanz“ merki hafa verið sett upp, eru árekstrar tiltölulega tíð- ir, t,d. 9 árekstrar á horni T*j-arnargötu og Skotlhúsveg- ar, þar sem umferð ’er ekki mjög mikil. Einnig ber furðu mikið á umferðaslysum á hornum með umferðarljósum, svo sem á 'horni Snorrabrautar og Hverfisgötu, þar sem 15 'á- rekstrar hafa orðið á árinu. Óhætt mun að fullyrða að fjöldi árekstra miðað við um- ferð er óeðlilega hár hér á landi. Á þessu er ekki hægt Framhald á bls. 6 25 árekstrar hafa orðið á þessu horni á árinu. „Og hann steig út í bát og fór yfir um og kom í sína eig- in borg. Og sjá, menn færðu til hans lama mann, sem lá í rekkju. Og er Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar. Og sjá, nokkrir af fræðimönnunum sögðu með sjálfum sér: Þessi maður guð- lastar! Og Jesús, sem þekkti hugsanir þeirra, sagði: Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar? Því að hvort er auðveldara að segja. Syndir þínar eru fyrir- gefnar, eða að segja. Statt upp og gakk? En til þess að þér vitið, að mannssonurinn hef- ur váld á jörðu til að fyrir- gefa syndir, — þá segir hann við lama manninn: — Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín. Og hann stóð upp og fór heim til sín. En er mannfjöldinn sá þetta, skelfd- ist hann og vegsamaði Guð, er gefið hafði mönnunum slíkt vald.“ Matt. 9. 1—8. Boðskápur Jesú Krists hefur oft verið nefndur fagnaðarboð- skapur. Með því er átt við, að hann megni að vekja fögnuð og gleði í mannshjörtunum. Við heyrum í dag fluttan margs konar fagnaðarboðskap. Það er svo margt, sem vekur okkur fögnuð. Eg man eftir frá fyrstu árunum, sem Happdrætti Háskóla íslands starfaði. Þá voru sagðar ýmsar sögur um það, hve vel vinningarnir í happdrættinu komu sér hjá þeim, sem þá hlutu. Skuldugir menn gátu greitt skuldir sínar, og menn gátu jafnvel sett á stofn smá atvinnurekstur fyrir vinningana. Það var sannarlega fagnaðar 'boðskapur fyrir vinnandann, er hann frétti um happ sitt. Hann fylltist fögnuði og gleði. Fagnaðarboðskapur Jesú Krists flytur okkur miklu meiri fögn- uð því að hann flytur okkur boð um hjálpræði Guðs í Jesú Kristi, sem standi öllum til boða, sem þiggja vilja. Jesús kom í heiminn til að frelsa syndugt mannkyn. Hann megnar að fyrir- gefa syndir. í happdrætti er það aðeins einn eða fáir, sem hljóta vinning. Hjá Guði er ekki um slíkt að ræða, því að öllum stendur náð hans til boða. Allir, sem hafa í einlægni leit- að til Jesú með vanda sinn, hafa mætt sama fagnaðarerindi og guðspjallið flytur okkur í dag: Syndir þínar eru fyrirgefnar. — Hann kom í heiminn til að fyrir- gefa. v n. Hvernig snúast menn við fagn aðarboðskap Jesú Krists? Það mætti ætla, að allir veittu hon- um viðtöku með fögnuði. Því mið ur er því ekki svo farið. Víkjum aftur að dæminu með happdrættið. Ef fátækur maður fréttir að hann hafi unnið hæsta vinning í happdrættinu, verður hann ósegjanlega glaður. Honum er brýn þörf á peningunum, og hann skilur vel þá breytingu, sem þeir valda hjá honum. Ef aftur á móti auðugur maður fengi sömu frétt, mundi hann taka því á allt annan hátt. — Vinningurinn mundi litlu breyta hjá honum, aðeins auka örlítið auð hans. Hann fyndi aldrei til jafnmikillar gleði sem hinn fá- tæki maður. Þörf hans á pen- ingunum var ekki jafn brýn. Eg held því sé að sumu leyti svipað farið með afstöðu okkar til fagnaðarboðskapar Jesú Krists. Sá maður, sem finnur hjá sér þörf á frelsara frá synd, gleðst Og veitir honum viðtöku. Hinn, sem finnst hann vera sjálf- um sér nógur finnur enga þörf hjá sér á hjálpræði eða frelsara. Hann telur sig geta séð um sig sjálfur. Okkur mönnunum gengur svo illa að skilja, að Guð hefur í kærleika sínum gert allt fyrir okkur, sem gera þarf, alveg án okkar tilverknaðar. Allt er tilbú- ið frá hans hendi. Við viljum svo oft fá að bæta einhverju við það, sem Guð hefur gert, frá okkuj, sem gera þarf, alveg án finnst þeir geta sjálfir áunnið sér sáluhjálp án allrar aðstoðar frá Guði. Hvers vegna? Dýpst skoðað er orsökin sú, að við viljum ekki gangast undir dóm Guðs yfir lífi okkar. Fagnaðarerindi Jesú Krists er um leið dómur yfir lífi okkar. Jesús segir: ,Syndir þínar eru fyrirgefnar.“ Hver hefur þörf á fyrigefningu synda? Sá einn, sem hefur syndgað, brotið gegn Guði. Syndarinn þarfnast fyrir- gefningar. Syndlaus maður þyrfti ekki fyrirgefningar við, ekki frelsara heldur. Þeir eru margir, sem finna enga þörf hjá sér á fagnaðarboðskap Jesú Krists. Það vekur engan fögnuð hjá þeim. Þeir eru sér ekki með- vitandi um synd sína. Jesús Kristur sagði um sjálfan sig. ,,Ekki þurfa heilbrigðir lækn is við, heldur þeir, sem sjúkir eru.--------Eg er ekki kominn til þess að kalla réttláta, heldur syndara." Jesús Kristur segist aðeins eiga erindi við synduga menn. Jafn- framt segist hann eiga erindi við alla menn. Hvernig fær það sam rýmzt? Jú, allir menn hafa syndg að. Þess vegna þarfnast allir náð ar Guðs í Kristi Jesú. III. Guðspjallið í dag flytur okkar fagnaðarboðskap Jesú Krists: — „Syndir þínar eru fyrirgefnar." Hann hefur lokið upp fyrir þér hliðum himins. Þigg þá náð, sem Guð vill veita þér í honum. Mundi nokkur maður, sem hlot ið hefði hæsta vinning í happ- drætti, fleygja miða sínum, í stað þess að sækja vinninginn? Slíkur maður mundi heimskur talinn. Fagnaðarboðskapur Jesú Krists er svo óendanlega miklu meira virði en jafnvel hihn stærsti happdrættisvinningur. Er það þá ekki sýnu meiri og verri heimska að neita að þiggja þá náð, sem öllum stendur til boða fyrir trúna á Jesúm Krist? Játaðu dóm Guðs yfir lífi þínu, °g þiggðu þá náð, sem hann vill gefa þér í Jesú Kristi. Þá munt þú til fulls skilja gildi fagnaðar- boðskaparins í guðspjalli dags- ins, er Jesús segir við þig: „Synd ir þínar eru fyrirgefnar.“ Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.