Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. oktober 1962 MORGITSBL AÐIÐ 5 Vistfólk í setusto fu Elliheimilisins ■»« »»■ Krúsjeff: „Verði þér að góðu, Nehru minn, og þakka þér kærlega fyrir hlutleysið .................... (tarantel press) I!!H /11| iiiir ” ELLIHEIMILIÐ GRUND verð ur fjörutíu ára á mánudag. Verður haldið upp á daginn með ýmsum hætti: Á sunnu- dag, eða daginn fyrir afmælið, verður hátíðarguðsþjónusta, þar sem séra Sigurbjörn Á. Gíslason, sem var aðalhvata- maður að stofnun heimilsins, prédikar. Seinna um daginn verður svo kaffidrykkja fyrir vistmenn og um kvöldið fyrir starfsfólk. Á mánudag verður svo opið hús fyrir velunnara Elliheimilisins milli klukkan 3 og klukkan 5. Verða kaffi- veitingar í hátíðarsal heimil- isins, en þangað er gengið um austurdyr Upphaflega voru í heimil- inu 23 vistmenn, an þeir eru nú 317. Alls hafa um 3264 dvalizt þar -um lengri eða skemmri tím,a. Meðaldvalar- tími vistmanna hefur verið nærri fjögur ár. Þrátt fyrir hraðar viðbygg- ingar, hefur eftirspurnin auk- izt hraðar en viðbyggingarn- ar, og framtíðaráætlanir stjórnar elliheimilisins eru margvíslegar. 1948 var sett þar á stofn heilsugæzludeild, sem nú er orðin mjög fullkom- in og hefur mikið af fullkomn um tækjum, og sum þeirra jafnvel ekki til annars stað- ar á landinu. Má þar meðal annars nefna tæki til að rétta sjónskekkjur, sem ekki er að- eins ætlað öldruðu fólki, held- ur fyrst og fremst unglingum. í framtíðinni mun vera í ráði að reisa fjölbýlishús fyrir gamalt fólk, og að stækka elliheimilið í Hvera- gerði. Nú hin síðari ár hefur mákið verið unnið að endurbótum á húsinu sjálfu, og hefur það verið gert ótrúlega vistlegt, teppulögð gólf og fjöldi af snotrum afviknum stöðum, með bekkjum og borðum, þar sem fólkið getur setið og haft rólega stund Morgunblaðið sneri sér til Sigurbjörns Á. Gíslasonar til að fá frá hans munni upphafið að stofnun heimilis- ins. — Getið þér sagt mér hvert var raunverulega upphafið að stofnun Elliheimilisins? — Upphafið var raunveru- lega það, að 1914 hófst um- dæmisstúkan handa um mat- argjafir til fátæklinga hér í bæ. Síðan fórum við að halda skemmtanir fyrir gamla fólk ið í þessum hóp. Ég hafði þá kynnzt elliheimilinu í Gimli, og mér kom á óvart, að ekk- ert af vistfólkinu þar talaði illa um heimilið. Árið 1922 skrifaði ég svo grein um skemmtun sem við gengumst fyrir fyrir gamla fólkið og minntist á það í endirinn, að gaman væri að geta stofnað elliheimili fyrir þetta fólk. Daginn eftir hringdi svo Jón Jónsson, beykir, í mig og sagði að hann mundi leggja 1500 krónur í stofnsjóðinn og gangast fyrir almennum sam- skotum, ef ég kynnti þetta frekar í blöðunum og lofaði að hrinda þessu í framkvœmd strax þá um haustið. .— Það hefur þá orðið úr því að þið byrjuðuð þá? — Já, um haustið keyptum við steinhús fyrir vestan Sauðagerðistúnið, sem var kallað Grund, og það nafn hélzt. — Hvernig var með sam- skotin. Dugóu þau fyrir hús- verðinu? — Nei, hvergi nærri. Við áttum ekki einu sinni fyrir fyrstu afborgunihni, þegar við undirrituðum samning- ana. En á þeim árum var okk- ur stöðugt að berast gjafir, og þegar við réðumst í nýbygg- inguna áttum við hundrað þúsund. Gamla Grund var ekki stór, við gátum komið þar 24, en raunverulega rúm- aði hún ekfci nema 23. 192i8 gaf bærinn okkur lóð, fyrir forgöngu Knúts Ziemsens, bæjarstjóra, en hún var gefin með þeim skiiyrðum að hún rynni aftur til bæjarins, ef við treystumst ekki til að nota hana. Við byrjuðum hins vegar strax að láta teikna, og 1930 gátum við hýst þarna annan hópinn,.sem kom á Alþingishátíðina frá Vestur- heimi. — Hvernig voru nú við- brögðih í bænum við þessu brölti? — Yfirleitt voru allir með okkur, en þó voru hópar, sem voru á móti okkur Þeir álitu að við værum þarna að teygja okkur inn á verksvið bæjar- ins, þó málefnið út af fyrir sig væri gott. Við fengum mikið af gjöfum, meðan við vorum í gömlu Grund, en þær hættu alveg að heita má eftir að við fluttum. Fólki fannst ekki hægt að víkja smágjöf- um að svona stóru fyrirtæki. -— 'Var ekki mikill munur að koma í nýja húsið? — Jú, nýja húsið var miklu stærra, rúmaði 140 manns, og fyrst í stað urðum við að leigja út herbergi hinu og þessu fólki, en brátt kom þar að allt var tekið í notkun sem elliheimili. Síðan höfum við varla við að stækka. — Og þú hefur alltaf starf- að við heimilið síðan? — Já, ég var vígður þang- að prestur 1942, og ég hef hald ið þar morgunbænir á hverj- um morgni og messur á öll- um helgidögum síðan. Altaris göngu hef ég haft nokkrum sinnum á hverju ári, og hvergi á landinu er meira um þær, en hjá mér. Við óskuðum síðan séra Sigurjóni til hamingju með afmælisbarnið og kvöddum. franska snyrtivöru-verksmiðjan víðfræga sendir hingað til lands einn færasta sérfræðing sinn í and- lits-snyrtingu kvenna og fegrun: J, ucaó Hún verður til viðtals á eftirtöldum stöðum: Verzlun Oculus, Austurstræti 7, dagana, 30/10, 31/10 og 1/11. Sápuhúsinu, Lækjartorgi 1, dagana 2/11, 5/11 og 6/11. Tízkuskóla Andreu, Skólavörðustíg 23, dagana 7/11, 8/11 og 9/11. NotiS einstakt tækifæri og kynnið ykkur þessa eftir- sóttu Lancome snyrtivörur og rétta notkun þeirra. Góð viðskipti Höfum kaupendur að góðum og veltryggðum verð- bréfum. Þið, sem viljið sinna þessu, hafið sam- band við okkur, sem fyrst. Póstleggið nafn og heim- ilisfang ásamt síma í lokuðu bréfi merkt: „Góð viðskipti — 999“. — Box 58. Skrifstofur vorar eru fluttar að Laufásvegi 36, Þverá. Vcrzluitarráð Íslands FÖNDUR OG LITIR Bast í mörgum litum Skerma- og bakkagrindur Tágar — körfubotnar Leður — Leðurlitur Bein — Horn Plastperlur — Nylonbönd Teak — Ibenholt Balsa flugmodel Baisa-lím pappírslím Plastlím Balsafyllir — strekkilakk „Hot Fuel Proof Dope“ Humbrol-lökk 50 litir Tauprentlitir Áhöld fyrir linolskurð Áhöld fyrir pappírsskurð Teiknipennar ýmsar gerðir Teikniblek — Litir allskonar Penslar margar tegundir. PÓSTSENDUM. FÖIMDUR OG LITIR SKILT AGERÐIIM Skólavörðustíg. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.