Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 20
20
MORGVISBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. október 1962
Hættan stafar af eldflaug-
um - ekki aðflutningsbanní
New York, 27. okt. (AP).
EKKERT bendir enn til bess að
lögð hafi verið niður vinna við
eldflaugastöðvar Rússa á Kúbu.
Halda Bandarikjamenn áfram
eftirlitsflugi yfir stöðvarnar og
biða þess með eftirvæntingu að
Rússar láti stöðva allar fram-
kvæmdir, j»ví : ð öðrum kosti
hafa þeir lýst j>ví yfir að nauð-
synlegt sé að grípa til róttækari
aðgerða.
U Thant aðalframkvæmdastjóri
SÞ hefur hins vegar móttekið
orðsenidingar j>eirra Krúsjeffs og
Kennedys J>ar sem báðir heita
j>ví að forðast árekstra á hafinu
við Kúbu um takmarkaðan tima
meðan nauðsynlegar undirbún-
ingsviðræður fara fram.
Home lávarður utanríkisráð-
herra Breta hefur tilkynnt seriidi-
herra Sovétríkjanna í Londor. að
hættuástandið stafi ekki fyrst og
Óveður fyrir
norðan og austan
fremst af aðflutningsbanni
Bandaríkjanna á vopn til Kúbu,
heldur af eldflaugastöðvum
Rússa J>ar.
STÖÐVARNAR BURT
í frétt frá London segir að
Home lávarður, utanríkisráð-
herra Breta, hafi kvatt sendi-
herra Sovétríkjanna, Vitalij A.
Loginov á sinn fund í dag og
rætt við hann í 15 mínútur um
hættuástandið vegna Kúbu. Lagði
ráðherrann áherzlu á eftirfarandi
atriði í viðræðunum:
Aðflutningsbann bandarísku
stjórnarinnar á vopn til Kúbu er
ekki beinlínis orsök þess hættu-
ástands, sem nú ríkir í heimin-
um. Hættan stafar af byggíngu
rússneskra eldflaugastöðva á
eyjunni. Ef þessi uppbygging
veður ekki stöðvuð nú þegar,
mun stríðshættan enn aukast.
Þegar tryggt er að uppbyggingin
hefur verið stöðvuð, mun brezka
stjórnin, eins og stjórn Bandaríkj
anna, krefjast þess að eldflauga-
stöðvarnar verði rifnar niður til
að endurheimta fyrra valdajafn-
vægi í heiminum.
ORÐSENDING U THANTS
í Orðsendingu sinni í gær-
kvöldi skoraði U Thant á bæði
Kennedy og Krúsjeff að forðast
það að til árekstra kæmi milli
rússneskra og bandarískra skipa
við Kúbu. Svör beggja leiðtog-
anna bárust í nótt. Segir Krúsjeff
að hann samþykki tillögur U
Thants og hafi gefið rússneskum
skipum á leið til 'Kúbu fyrir-
skipanir um að fara ekki inn á
bannsvæði Bandaríkjanna. Hins
vegar tekur Krúsjeff það fram að
þetta sé aðeins bráðabirgðaráð-
stöfun.
í svari sínu segir Kennedy
m.a.: Ef stjórn Sovétríkjanna
samþykkir og fer að róðum yðar
um að halda skipum þeim, sem
eru á leið til Kúbu, utan við bann
svæðiðumtakmarkaðan tíma með
an nauðsynlegar undirbúningsvið
ræður fara fram, megið þér
treysta því að Bandaríkjastjórn
mun verða við óskum yðar. Ég
vil hins vegar benda yður á að
með tilliti til þess að nokkur
rússnesk skip eru enn á leið til
Kúbu, er málið mjög aðkallandi.
— Er vekjaraklukkan yðar bil uð? Þér skuluð ekki hafa á-
hyggjur af því, ég skal vekja yður í fyrramálið.
ÁFRAMHALDANDI
EFTIRLIT
Arthur Sylvester aðstoðar
varnarmálaráðherra Bandaríkj -
anna sagði á fundi með frétta-
mönnum í dag að haldið væri
áfram eftirlitsflugi yfir eldflauga
stöðvar á Kúbu, og að ekkert
benti til þess að þeim athugun-
um yrði hætt. Sagði hann að
upplýsingar, sem fást með eftir-
litsflugi, væri mjög aðkallandi til
að unnt sé að fylgjast með hvern
ig smíði stöðvanna miðar áfram.
í AP-frétt frá Washington er
sagt að síðustu upplýsingar frá
Kúbu gefi ekki í skyn að vinnu
hafi verið hætt við smíði eld-
flaugastöðvanna þar, heldur
þvert á móti að henni sé haldið
áfram með miklum hraða og að
reynt sé að fela framkvæmdir,
svo þær sjáist ekki úr lofti. —
Benda opinberir aðilar á að
þetta sé mál málanna að því er
Bandaríkjamenn varðar, og'bíða
þeir þess með óþreyju að Rúss-
ar láti stöðva allar framkvæmd-
ir. Áskilja Bandaríkjamenn sér
rétt til róttækari aðgerða ef vinna
verður ekki stöðvuð.
EGILSSTÖÐUM, 27. okt. — Stór
hríð og versta veður skall á fyrir
3 dögum og stendur enn. Vegir
eru tepptir og hefur skemmtun-
um verið aflýst hér um slóðir.
Setningu bæði Eiða- og Hall-
ormsstaðarskóla hefur verið
frestað. Annars var einmunatíð
allan októbermánuð fram til
20. okt., þegar tók að versna
unz hríðin skall á.
Lítið flogið
Lítil umferð var í gær hjá
Flugfélagi íslands á flugleiðun-
um innanlands, vegna veðurs. —
Ófært var til allra staða nema
Akureyrar og Sauðárkróks.
Áríðandi fundur
ALMENNUR félagsfundur Blaða
mannafélags íslands verður hald
inn í dag klukkan 2 í Blaða-
mannaklúbbnum að Hótel Borg.
Mjög áríðandi mál á dagskrá.
Nauðsynlegt er að blaðamenn
fjölmenni á fundinn.
Klukkunni
vur seinkuð
í nótt
Marilyn Monroe
eftir Maurice Zolotov
þvæld í auglýsinga skyni. Mari-
lyn var platínuhærð, líkami
hennar girnilegur, nektarmyndin
á almanakinu var orðin að skurð-
goði hjá hóp af amerískum karl-
mönnum — þar af leiðandi var
hún heimsk og gat ekki leikið.
Hún hafði verið að leika sjálfa
sig, þegar hún lék Lorelei Lee.
En raunverulega — eins og þeg
ar hefur verið sýnt fram á —
var minna af Lorelei Lee í eðli
Marilynar en nokkurrar annarr-
ar af svipuðu tagi. Hún tilbað
ekki peningana né heldur það,
sem hægt var að kaupa fyrir þá
— sízt demantaskraut. Eðli henn-
ar hneigðist miklu fremur að
skáldskap og ást. Vitanlega er
persónuleiki hennar afar marg-
hliða, en eitt má að minnsta
kosti segja henni til hróss — að
hún notaði aldrei fegurð sína til
að draga að sér gamla menn og
hafa gott af þeim. Öðru nær. það
var hún, sem keypti fyrstu ástar-
v/ NA/5 hnútor
SVSOhnútor
# SnjóÁoma * Oií **• \7 Skúrir E Þrumur W!Z KuUaihl ‘ZS' HitnkH H Hmt L Lmul
27 X I9fc2 kl.09
JWW
I GÆRMORGUN var djúp
lægðarmiðja við suðurströnd
íslands og hreyfðist austur
eftir. Vindur var allhvass N og
bjart veður á Suðvesturlandi
en NA-hvassviðri og slydda
eða snjókoma um allan norð-
urhluta landsins. Hiti var um
frostmark norðanlands, en
2—3 st. hiti syðra. Með norð-
anáttinni mun þó fljótlega
kólna í veðri, enda var 17 st.
frost í Scoresfoysundi og 23 st.
frost í Meistaravík.
gjöfina, sem hún var svo lengi
að borga.
Frammistaða hennar í „Gentle-
men Prefer Blondes" var því
leiklist. Einskonar skrítinn barna
skapur, sem hún hafði hætt sér
út í ýmsum fyrri myndum, en
var nú orðið þróað. Þessi mynd
er tvímælalaust ein bezta mynd
ársins 1951 og hefur staðizt tím-
ans tönn, meðan flestar samtíma-
myndir eru löngu dauðar og eng-
inn minnist á þær. „Gentlemen
Pref,-r Blondes" er án alls vafa
sú mynd, sem oftast hefur verið
tekin upp aftur á áratugnum eftir
1950. Sumarið 1959 sá ég hana
í þriðja sinn. Enda þótt þetta
væri á virkum degi, var húsið
sneisafullt, og áhorfendur létu
óspart velþóknun sína í ljós, og
af því, hve fagnaðarlætin komu
á réttum stöðum, mátti ráða, að
þeir kunnu vel að meta skop-
leiksgáfu Marilynar. Hversu oft
sem þeim Marilyn og Iíawks
kann að hafa lent saman, meðan
á upptökunni stóð, þá eru tal-
atriðin og eins dans- og söng-
atriðin ein samfelld heild, og
hvergi brotalöm á. Leikurinn hjá
Marilyn, sem Lorelei Lee er geð-
ug mynd af stúlku, sem samein-
ar hjartagæzku og græðgi í met-
orð, snilldarlega. Ég veit ekki,
hvað dómendurnir kunna um
þetta að segja, en að gera þetta
vel er enginn barnaleikur. Það
er heldur ekki auðvelt að látast
vera barnaleg og koma áhorf-
endum til að hlæja að fávizku
sinni — og missa ekki samúð
þeirra um leið.
Myndin hefst snöggt með jazz-
músik við „Litlu stúlkurnar frá
Little Rock“ og glæsilegar mynd-
ir þeirra Marilyn og Jane Russ-
eil koma fram í fullri stærð, dans
andi og vaggandi. Þær eru enn
að syngja, þegar nöfnin á þætt-
inum koma ofan í myndirnar,
og þanmg hittum við formála-
laust stúlkurnar tvær, sem syngja
saman í söngknæpu í New York.
Við borð situr Tommy Noonan,
sem er feiminn og likist Harold
Lloyd. Hann er ástfanginn af
Marilyn. Faðir hans er forríkur
og andvígur hjónabandi þeirra,
sökum þess að Marilyn sé aðeins
ævintýramanneskja í peningaleit.
í búningsherbergi hennar eftir
sýninguna, gefur Tommy henrii
trúlofunarhring. Hann reynist
frekar þröngur, þegar hún ætlar
að fara að setja hann upp. Hann
spyr, hvort hann sé nógu stór.
Marilyn horfir á stóra demant-
inn, deplandi augum, og segir,
með krakkaröddinni sem hún
notar í þessu hlutverki: „Þeir
eru aldrei nógu stórir“.
Þær Russel fara til Parísar á
„Ile de France“ þar á unnusti
Marilynar að hitta hana og gift-
ast henni. Noonan fylgir Marilyn
þegar hún fer. í káetunni hennar
afhendir hann henni umslag, sem
hefur inni að halda ferðaávísun.
Hún segir, að skipið sé nú ekki
komið af stað enn og samt sé
hann strax farinn að skrifa
henni! Svona sé hann sætur. Þá
útskýrir hann fyrir henni, að
ferðaávísun sé blað, sem hægt sé
að fá peninga fyrir, og hún svar-
ar: „Skrifaðu mér sem oftast!“.
Á skipinu hittir hún Charles
Coburn, sem leikur gimsteina-
kaupmann, sem verzlar í ýmsum
löndum. Coburn gælir við Mari-
lyn, og þykist vera að sýna
henni hvernig eiturslanga fari
með geitur í Indlandi, og Marilyn
leikur auðvitað geitina enCoburn
höggorminn. Það mun nú orðið
leitun á jafn glæsilega leiknu
atriði og þessu. Nú stendur svo
illa á, að kona Coburns er þarna
um borð líka, svo að hann mútar
henni með demantsdjásni til að
þegja yfir öllu saman. Hún reyn-
ir að næla það á kjólinn sinn, en
Coburn útskýrir fyrir henni, að
þetta eigi að bera á höfðinu.
Marilyn er alveg frá sér af hrifn-
ingu: „Ó, mér þykir svo gaman
að finna nýja staði til að koma
demöntum -yrir á“.
Ólympíuflokkur Bandaríkjanna
er einnig þarna um borð, og
vitanlega gefa allir íþróttamenn-
irnir þeim Marilyn og Jane hýrt
auga. Þegar Marilyn bítur einn
þeirra af, segir hann: „Ég er
eini frægi maðurinn í hópnum“.
Hún lítur á hann með mikilli
fyrirlitningu og segir. „Ég mundi
nú skammast mín fyrir að játa
það“.
Það er nú engin ástæða til að
rekja allan gang leiksins, en tvö
atriði er vert að minnast á. Ann-
að er atriðið með „Demantar eru
beztu vinir stúlku“, sem er mjög
hratt dansatriði. Þar dansar
Marilyn ásamt hóp af piltum, og
gerði það snilldarlega undir
stjórn Coles. Atriðið tekur fjór-
ar mínútur og staðfesti, að
þarna var leikkona, sem gat dans
að prýðilega í músikatriði, en
það er ekki eins algengt og leik-
menn gætu haldið.
Undir lok myndarinnar kemur
faðir Noonans til Parísar. Hann
býður Marilyn stórfé til að hætta
alveg við soninn. Hér leika þau
tvö atriði, sem minnir á atriði
úr 2. þætti í La Traviata — og
hér sýnir Marilyn í fyrsta sinn,
að hún getur farið með skyn-
samlegt tal. Hún hefur þarna
langa ræðu, þar sem hún útlistar
ítarlega, að hún elski Noonan —•
en hún elski líka peningana hans
rétt eins og ef maður giftist stúlku
af því að hún er falleg, þá geti
hún haft fleira eftirsóknarvert til
að bera. Þegar horft er á þetta
atriði kemur í ljós, að, hvað sem
líkamshreyfingunum líður, þá
túlkar andlitið þær tilfinningar,
að slíkt mundu ekki aðrar en
leikkonur gera. Augun ljóma af
blíðu, röddin af hreinskilni og
talið af sannfæringu.
Eftir tuttugu ár munu kvik-
myndadómarar tímaritanna yafa-
laust verða að játa, að þessi
mynd er eitt af snilldarverkum
síns tíriia vegna þess að það var
trútt sinni tegund. Það verður
vafalaust sýnt í sal Listasafnsins
og rannsakað af vísindamönnum
á þessu sviði.
Joe og Marilyn sættust með
tilliti til auglýsingástarfseminnar.
Þegar hann var að kvarta yfir
klæðaburði hennar, svaraði hún
oftast: „Viltu endilega, að ég feli
mig niðri í kjallara?" Loks komu
þau sér saman um, að í kvik-
myndum skyldi hún klæða sig,
hvernig sem hún vildi, en í einka
lífinu skyldi hún vera einfalt
klædd og í hálsháum kjólum.
Nú tók hún aftur til við hús-
móðurstörf. Hún fluttist í þriggja
herbergja íbúð. Jane Russell var
hrifin af þessari ráðabreytni og
sagði, að það gæfi henni miklu
meira öryggi að eiga sjálf heim-
ili. og hún yrði líka að venjast