Morgunblaðið - 11.11.1962, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.11.1962, Qupperneq 15
Sunnudagur 11. nóvember 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Það er engri reglusemi að þakka að skrokkurinn hefur enzt vel Kvöldstund h]á Sigcja Jóns í Prestshúsinu NORÐFIRÐINGAR kalla hann Sigga Jóns. Hann á heima í gamla prestshús- inu, er orðinn 74 ára gam- all, og búinn að eiga heima á Norðfirði í 58 ár. Það grúfði þoka yfir Nes- kaupstað þegar ég rölti út í gamla prestshúsið og eyddi þar kvöldstund á síðsumri með Sigga gamila Jóns. Hann stóð úti á tröppunum og hugði til veðurs. Austfjarðaþokan lá yfir firðinum, læddist upp í ermarnar og smaug niður um hálsmálið. — Það verður aldrei svo mikil þoka í nótt að ekki verði róið, var það fyrsta sem þessi aldurhnigni sægarpur sagði við mig, eftir að við höfðum heilsast. Síðan gengurn við inn í litla snoturlega búna stofu, sett- umst og tókum rabb saman. — Ég er fæddur í Viðifella gerði í Fljótsdal. Fluttist korn ungur að Karlsstöðum í Vöðla vík og ólst þar upp. Á Karls- stöðum var útræði haust og vor og altaf farið með færi. Ég byrjaði 11 ára að róa eða 1899. Hingað til Norðfjarðar kom ég 1904, þá til vanda- lausra og byrjaði strax að róa á mótorbátum. Þá voru komn- ir hingað 4 eða 5 bátar. Mótor bátaútgerðin gekk skrykkjótt fyrst í stað. Menn kunnu lítið. Þetta voru þá opnir bátar, en síðar voru þeir dekkaðir. Þeir voru þetta 5—10 tonn að stærð. Einn þessara gömlu báta er til hér enn. Um alda mótin og fyrst á eftir var hér mikið róið á árabátum. Hér voru þá margir Færeying ar og útgerðin stóð i blóma. Fólk sótti hingað atvinnu t.d. komu margir Sunnlendingar hingað á vorin. Fyrsti báturinn, sem ég reri á hét Göngu-Hrólfur og var 7 tonn að stærð. Á bátnum voru þá fjórir menn og línan var þetta 8—10 bjóð og 360 krókar á bjóði. Fyrst í stað var faðmur milli öngla og sex 60 faðmia strengir í bjóðinu. Síðar var farið að stytta milli önglanna, og tveim árum eftir að ég kom hingað voru 420 til 440 önglar í bjóðinu. Fyrstu tvö árin, sem ég fékkst við sjóróðra beittum við sjómenn- irnir línuna sjálfir, annars unnum við lítið í landi breiddum kannski fisk og þvoðum, annars tókum við það rólega, þegar ekki var róið. Jafnaðarlega voru tveir karlmenn og þrjár stúlkur í landi við hvern bát og svo eitthvað af krökkum. ERFITT AÐ TOSA UPP LiÍNUNNI. — Jú víst var þetta erfitt á þeim árum. Þá var allt lagt á höndura og dregið á hönd- um. Línuspil komu ekki í báta hér fyrr en 1912 og það var geysilegur munur. Ég man að fyrsti báturinn, sem fékk spil, var með 14—15 bjóð, en við vorum með 10. Þótt hann væri með þetta lengri línu en við, var hann kominn að, búinn að landa og farinn ú't aftur, þeg- ax við loksins höfðum okkur í land, eftir að vera búnir að tosa línunni okkar upp. — J'ú úbgerðarmennirnir Siggi Jóns. létu okkur hafa spil, þegar þeir sáu hve miklu þetta mun aði, en ekki sögðu þeir að þetta væri krókasparnaður. í vorhlaupi var linan oft lögð á 100 tiil 110 föðmum. Þá var erfitt að tosa henni upp. Þurfti oft tvo menn við dráttinn. Nú er þetta breytt, blessaður vertu. Nú er allt upp á línu- lengdina. — En gerðist þú ekki sjálf ur útgerðarmaður, Sigurður? — Svo átti það að heita. Ég keypti bát 1914 og átti hann til 1918. Annars var ég alla tíð formaður hjá öðrum, nema í þessi fjögur ár, sem ég átti Skúla fógeta. Ég byrj- aði formennsku 19 ára gamall. — Þú ert nú raunar orðinn útgerðarmaður aftur núna, Sigurður? — Það má kannske nefna það svo, segir Sigurður og h'lær við. — Síðan ég keypti trylluhornið atarna. Ég kalla hana Farsæl. — Og þú rærð einn á Far- sæl? — Já, alltaf einn með færi. Er ekkert að standa í því að beita þessa línu. — Hefurðu trú á smábáta- útgerð hér frá Austurlandi? — Já, ég held að hér batni fyrir smábátana, þegar frið- að hefur verið út að 12 míl- um um nokkurt árabil. — Fékkst þú ekki einnig við togveiðar? Jú, ég var á togbátum. nok-k- urn tíma. Einnig á toganum Gerpi í nokkyr ár. Ég var lengst af formaður á mótorbát um, allt fram í seinna stríðið. Þá sigldi ég í tvö, ár. Auk þess að róa héðan, stundaði maður svo vertíð frá Horna- firði og suðpr í Sandigerði og Keflavík. Þegar Gerpir var keyptur hingað fyrir 8 árum, fór ég á hann og var þar bræðslumaður allt þangað til hann var seldur fyrir tveimur árum. Þá keypti ég trylluna Farsæl, sem er tvö tonn að stærð. — Það er þá ekki stór mun ur á byrjuninni hjá þér og endinum? — Nei. Tryllan er heldur stærri en árabátarnir sem ég byrjaði að róa á. Það er ekki mi-kill munur á henni og fyr- sta vél'bátnum sem ég var á, svo segja má að endirinn sé svipaður og upphafið. GÖÐUR SKROKKUR —Þú hlýtur að vera feikna (hraustur, Sigurður, að stunda ’sjóinn einn á báti, 74 ára gamall og búinn að róa sam- fleytt í 58 ár? — Já, það má segja það, að ég hafi verið sæmilega frísk- ur um ævina. Annars var ég slæmur í hausnum um 1935, en þá var h-ausinn tekinn í . gegn. Það gróf í honum. Ég hafði þá um alllangt skeið fengið sprautur og étið deyfi- lyf. En ég hef verið nokkuð g-óðuv síðan aðgerðin var gerð á mér. — En hvað um handlegg- ina og bakið? Töluvert hefur nú reynt á bað hvort tveggj-a, þegar dregið var á höndum? Já, handleggirnir eru farn- ir að gefa sig — og bakið ögn Itk-a, en það er þó furðu gott. Nú þetta var ekki svo erfitt fyrii; skrokkinn, þegar ég var bræðslumaður á tog- ara. En það voru mi'klar vök- ur, en mér hefur alltaf reynzt létt að vaka. — Hverju þakkar þú það að þú hefur verið svo hraustur til þessa Reglusemi, kannski? — Nei, það er ekki neinni reglusemi að þakka, þótt skrokkurinn hafi enzt vel. Það hefur bara verið gott efni í honum frá upphafi. Ég fæ mér mitt brennivín, hef alltaf gert og geri enn. Ég var einna erfiðast á kreppu- árunum. Það gekk vel þegar ég átti Skúla fógeta. En svo tapaði ég öllu sem ég eignað- ist ó næsta báti. Það er raun- ar einkennilegast, að ö'll af- koman er líklega bezt núna, eftir að maður er kominn á efri ár. — Og þú hefur haft ýmsa húsbændur, þar sem þú varst lengst af formaður hjá öðr- um? Góður húsbómdi. — Jú, nokkrir hafa þeir ver ið. Lengst var ég formaður hjá Sigfúsi Sveinssyni, kaup- manni, eða alls í 15 ár. Hann var forsjáll útgerðarmaður og mikill reglumaður, sem bjó vel í hendurnar á mönnum sínum. Hann lagði vel til allr ar útgerðar. Svo var ég þrjú ár nótabassi hjá Færeyingum á síld og fékkst svo við haust síldveiðar hér á Fjörðunum, meðan þær voru og hétu. — En hefurðu aldrei unnið neitt í landi, Sigurður? — Nei, það hef ég eiginlega aldrei gert, nema kannski lít- ilsháttar á vetrum, hér fyrr á árum. — Eitthvað hefurðu gert þér til gamans annað en vinna um ævina? — Já, já, ég hef skemmt mér. Eg hef alltaf farið á böll og fer enn. Sægarpurinn um borð Farsæl. tuggði skro, en hef nú ekki gert það í 37 ár og ekkert tó- bak snert síðan. Hausinn þoldi ekki tóbakið. — En verður þú þá ekki timbraður, ef þú skvettir í Þig? — Nei, alla jafna ekki. Mér er alveg óhætt að fá mér í staupinu og verða dálítið hýr. Það hefur engin á'hrif á mig. Ég ræ daginn eftir. — Og fjölskyldulífið, Sig- urður? — Ég gifti mig 21 árs. Eg hef verið tvígiftur, og á sex börn. — Og hefur afkoman verið góð? — Það hefur nú gengið á ýmsu með afkomuna. Það — Én hefurðu stundað ferða lög? — Nei, ekki get ég sagt það, annað en það sem maður hef- ur þvælzt yfir höfin. í gamla daga brá maður sér stundum á hestbak og fór fram í sveit með bambusstöng í silung. — Þú ert sagður fjörmað- ur, Sigurður og heldur létt- lyndur? — Eg held að þunglyndi hafi aldrei þjáð mig. Þó hefur ekki alltaf verið mulið undir mann. Dálítið bjátað á á stundum, ó já. — Hvað mundirðu telja að hafi orðiði þér til einnar mestar armæðu um dagana? — O, ég veit ekki. Ætli það hafi ekki verið mesta armæð an, þegar erfiðlega gekk að framfleyta fjölskyldunni þeg- ar kreppan var og illt í ári. Þegar ég missti 5 menn út. — Varst þú ekki happasæll skipstjóri? _— Jú, ætli ég verði ekki að téljast það. Eg hef t.d. aldrei misst mann af báti. En árið 1918 lá við að illa færi. Þá missti ég út fimm menn í norð an garra. Eg var þá með Drífu og við rerum frá Vestmanna- eyjum. Hún lagðist á hliðina undan veðrinu og ég var svo heppinn að fjórir mannanna soguðust inn aftur. Fimmta manninn misstum við, en hann var svo lánssamur að fljóta á ólíukápunni. Og eftir að ég hafði leitað í kortér, fundum við hann. En þá var hann orðinn anzi illa til reika. Við fórum með hann ofan í lest og rúlluðum honum þar til á tunnu. Hann var orðinn meðvitundarlaus. Og svo var munnurinn á honum fast herptur aftur, að við urðum að nota spýtur til að opna hann. Síðan helltum við ofan í hann brennivínslögg og dúð- uðum hann ofan í rúm með hitaflöskum. Eftir þessa með- ferð, batnaði honum svo ræki- le-ga, að hann þurfti ekki einu sinni að fara til læknis. Þessi maður varð fyrir nokkrum árum bráðkvaddur í tryllunni sinni. Það var eitt sinn að tryllan kom siglandi hér inn fjörðinn. Sýndist hún fara nokkuð kynlega, þar sem hún sigldi á fullri fe-rð upp í fjóru. Þegar að var gáð, reyndist gamli maðurinn látinn. — Það er sjálfsagt gott fyr- ir gamlan sjómann að fara svona, segir Sigurður og horf- ir út um gluggann. — En hvað heldurðu að séu nú verstu veður sem þú hefur lent í um dagana? — Verstu veður! Það var anzi slæmt veður 1923 þegar ég fór með dönsku skipi til Spánar. Þá skall á okkur vonzkuveður á Biskayaflóa. Nú svo fengum við oft vitlaust veður á Grænlandssiglingun- um á togaranum. Við vorum • við Grænland, þegar togar- inn Júní fórst. Svo lentum við í slæmu veðri 1932. Við vorum þá á leiðinni til Sand- gerðis á tveimur bátum, sem Sigfús Sveinsson átti. Vorum formenn á þeim við Jói Magg. Eg var með Fylki, sem var 19 tonn, en Jói með Gylli, sem var 25 tonn. Við vorum þá '96 klukkutíma til Vest- mannaeyja. Gamli Þór var þá sendur á móti okkur. Sjór hafði brotið brúna hjá okkur og slasað menn. —• Hvað var eðlilegur tími á þessari leið í þá daga? — Þetta var svona 30 tíma sigling í sæmilegu veðri. Það var einmit vegna þessarar ferðar okkar Jóhanns, sem stofnuð var slysavarnadeild kvenna hér á Norðfirði. Kon- urnar, sem áttu okkur karlana á sjónum í þessari ferð, hétu því að gangast fyrir stofnun slysavarnadeildar, ef við kæmust heilir í höfn. Við þetta var staðið og slysavarna deildin hefur starfað með prýði allt fram á þennan dag. Fyrsta málið sem deildin beitti sér fyr'ir, var að afla talstöðva í bátana. Og nú síð- ast hefur hún séð okkur tryllu körlunum fyrir radarspeglum á tryllurnar. Þessa starfsemi eigum við því raunar að þakka vondu veðri og góðum konum. Það er liðið langt á kvöld, þegar við Sigurður hættum þessu rabbi. Enn grúfir þoka yfir Norðfirði, þegar við kveðj. umst. Siggi hafði hins vegar trú á, að það yrði róið. Hann sigldi út fjörðinn kl. 4 um nóttina og Farsæll mun hafa verið eini tryllubáturinn, sem reri þá nótt. — vig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.