Morgunblaðið - 21.11.1962, Side 24

Morgunblaðið - 21.11.1962, Side 24
FRÉTTASIMAR M B L. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 / Kaupmannahöfn Með liverri Faxa-flugferð til K.- hafnar kemur MBL. samdægurs i Aviskiosken, i Hovedbanegárden Síldveiöideilan leyst Sjómenn og útvegsmenn samþykktu samningsuppkastið ATKVÆÐIN um samningsupp- hastið um síldveiðikjörin voru talin hjá sáttasemjara síðdegis í gær. Bæði sjómenn og útgerðar- menn samþykktu uppkastið. — Síldveiðideilan er því leyst og Fyrsta síldin til Stykkishólms Stykk'ishólmi, 20. nóvember. FYRSTA síldin barst hingað í dag. Varð það rob. Runólfur frá Grundarfirði, sem kom með 300 tunnur, sem fóru í fryst- ing'u. Sæ-milegur afld er á dragnóta- bátunum, en héðan róa bæði trillubátar og dekkaðir. Hafa þeir fengið allt að fimm tonn- um í róðri. — Fréttaritari. verkfalli og verkbanni aflýst. Við atkvæðatalninguna kom í Ijós, að sjómenn höfðu sam- þykikt samningsuppkastið með 223 atkvæðum gegn 91. Einn seð- i!ll var auður og tveir ógildir. Stjórn LÍÚ hafði umfooð sinna félagsmanna til að greiða at- kvasði og samþykkti hún upp- kastið með 5 atkvæðum gegn 3. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá náðist samkomulag milli samninganefnda um að láta fara fram atkvæðagreiðslu um samningsuppkast, sem byggðist í aðalatriðum á Akranessamning- unum að viðbætri hækkun um % % á hlutaskiptum. Breytingar frá Akranessamningnum fjölt- uðu að mestu um fjölda manna á síldveiðibátunum. i»lxww%i Bátarnir köstuðu út af Jökli í gærkveldi Alkranesi, 20. nóvember. BNGINN bátur fékk síld sl. nótt nema Sigurður, sem fékk 250 tunnur. Síldin fæst ekki nema á nóttunni. Nú er ágætt veður á síldarmiðunum. Síðustu fréttir Bátarnir á síldarmiðunum út af Jökli hafa verið að kasta í allt kvöld. Þar er nú ágætt veð- ur og hafa einhverjir bátamir vafalaust fengið síld. Ekki er vitað um aflabrögðin ennþá. Nú stunda 19 bátar héðan veiðamar — Oddur 2 seldu í Bretlandi einn í Þýzkalandi ÞRÍR íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gærmorgun, tveir í Bretlandi og einn í Þýzka landi. Fyl/kir seldi í Cuxhaven 131 tonn fyrir 119.711 mörk. Hafliði seldi í Grimsby 81 tonn fyrir 4.846 sterlingspund. Narfi seldi hluta af farmi sín- um í Grimsby, 96 tonn fyrir 7.091 Sterlingspund. f dag selur tog- arinn það sem eftir er af aflan- um. Byggingarefninu dælt í land í Vatnagörðum. !1000 tonn af sandi á Byggingarefni sótt á haf út hálftíma FYRIRTÆKIÐ Björgun hf., sem á dæluskipið Sandey, hef- ur brotið blað í íslenzkum byggingariðnaði með því að láta skipið dæla byggingar- efni af hafsbotni, flytja það til Reykjavíkur og selja til byggingarframkvæmda. Sandey hefur farið þrjáir ferðir upp í Hvalfjörð, þar sem sandi er dælt úr tanga, sem gengur út í sjó frá landi bæjanna Eyri og Eyrarkoti í Kjós. Þarna er dælt af fimm faðma dýpi og virðist sandur- inn vera langt niður og er ekki enn komið á fastan botn. Bændurnir, sem eiga land- ið, hafa gefið leyfi sitt til sandtökunnar Og fá þeir ákveðnar prósentur af verð- mætinu. Sandey dælir 1000 tonnum af sandi á hálfri klukkustund og ber hún ekki meira. Klukkutíma tekur að dæla sandmagninu í land aftur og er sjó blandað í sandinn tiil að auðvelda dælingtina. Ellefu manna áhöfn er á skipinu. Björgun hf hefur byggt undirstöður fyrir rörin, sem dælt er í gagnum í land og leggst skipið við undirstöð- urnar. Sandinum er landað í Vatna görðum í Reykjavik og dælt upp í gömlu tjörnina sem þar er. Um tvo tíma tekur fyrir skipið að sigla hvora leið til og frá sandtökustaðnum. Kristinn Guðbrandsson, for- stjóri Björgunar hf, sagði Morgunblaðinu í gær, að sand urinn væri mjög hreinn og fyrirtaks byggingarefni, en skortur hefði verið á því í Reykjavík. Hann sagði, að Sandey gæti landað 4000 tonnum á sólar- hring ef í það færi. Með þess- ari aðferð væri hægt að lækka mikið verð á bygging- arefni. Tók Kristinn sem dæmi, að pússningasandur hafi verið seldur undanfarið fyrir kr. 22,50 pr. tunnu, en Björgun hf Framh. á bls. 23. Ályktunin um brottflutning vam- arliðslns féll úr gildi í des. 1956 Á FUNDI neðri deildar AJiþingis í gær var frumvarp ríkisstjórn- arinnar um almannavarnir sam- þykkt við 2. umræðu með breyt- ingartillögum meirihluta heil- brigðis- og félagsmálanefndar. Hannibal Valdimarsson hafði lagt til, að frumvarpinu yrði vís- að frá með rökstuddri dagskrá, þar sem m. a. var lagt til, að her- inn færi tafarlaust úr landi „samkvæmt skýlausri samþykkt Alþingis frá 28. marz 1958, sem enn er í fullu gildi.“ Guðmundur í Guðmundsson utanrikismálaráðfoerra lagði þá fram tillögu um, að þessi orð Stjórnarfundur SAS í dag féllu niður, þar sem nefnd þings- ályktun hefði raunverulega fall- ið úr gildi í desember 1956 og því væri nauðsynlegt að leiðrétta þessa missögn, áður en rökstudda dagskráin sjálf yrði borin undir atkvæði. Þessi tiilaga utanríkismálaráð- herra var samþykkt í gær með 20 atkv. gegn 4, en framsóknar- menn greiddu ekki atkvæði, þar sem þeir eins og Eysteinn Jóns- son sögðu engu máli skipta, hvort þessi orð stæðu í dag- skránni eða stæðu þar ekki. En auk þess hefði þessi atkvæða- greiðsla engin áhrif á aðstöðuna til að segja upp varnarmálasamn- ingnum samkvæmt ákvæðum hans, þegar það þætti tímabært. Rökstudda dagskráin var síðan felld með 31 atkvæði gegn 4 að viðhöfðu nafnakalli. // 79 af stöðinni" sýnd í Khöfn eftir áramót Kaupmannahöfn, 20. nóv. Einkaskeyti frá Rytgaard. P O V L Westphael ritstjóri, sem er sérfræðingur í flug- málum, ritar grein í Ber- lingske Tidende í dag þar sem hánn segir að búast megi við því að stjórnarfundur SAS, sem haldinn verður á morgun (miðvikudag) verði mjög viðburðaríkur. Sagði ritstjórinn að vegna ummæla í Bandaríkjunum um að gjaldþrot vofi yfir SAS, ef félaginu takist ekki að vinna bug á samkeppni Loftleiða, ríki hálfgerð móðursýkis- spenna meðal stjórnar SAS. Westphael segir að orðrómur sé á kreiki um að sænskt einka- fjármagn að upphæð 80 millj. krónur verði tekið út úr SAS, ef ekki tekst að stöðva sam- keppni Loftleiða. Ákveðnar radd ir innan stjórnar SAS segja hins vegar skýrt og ákveðið að fé- lagið óski ekki eftir að kæfa Loftleiðir, né heldur að koma í framkvæmd neinu í líkingu við hefndarráðstafanir. SAS óskar eingöngu eftir að taka upp sam- keppni á jafnréttisgrundvelli, seg ir ritstjórinn. SAS er að vinna að tillögum um ríkisstjórnarúrskurð, nokk- urs konar „government ordér“ að sögn Westphaels, er segir svo fyrir að SAS skuli taka upp flugferðir með lágum fargjöld- um jafnframt því sem félagið haldi uppi flugferðum með þot- um á fargjöldum þeim, sem- þykkt eru af IATA. Ef stjórnar- úrskurður fengist þyrfti SAS ekki sérstaka heimild IATA til að hefja samkeppni við Loft- leiðir. Þessum fréttum um ríkisstjóirn arúrskurð er þó mótmælt af dönskum aðilum í SAS, sem segja að félagið hafi ekki snúið sér til stjórnarvalda á Norður- löndum að öðru leyti en því að yfirvöldunum var send skýrsla um afstöðu SAS á IATA-ráð- stefnunni í Arizona, Bandaríkj- unum í október s.l. Guðlaugur Rósinkranz skýrði Morgunblaöinu frá því í gær- kvöldi, að kvikmyndin 79 af stöðinni yrði frumsýnd í Kaup- mannahöfn eftir áramótin. Kvikmyndin hefur ekki enn verið sýnd í Kaupmannahöfn vegna þess, að a.m.k. 10 nýjar danskar kvikmyndir hafa kom- ið á markaðinn að undanförnu og þótti ekki rétt að bæta „79 af stöðinni“ við það flóð. Verið er nú að setja danskan, norskan, finnskan og enskan texta á kvikmyndina. Búið er að selja hana til Noregs og standa samningar nú yfir um sýningar í Finnlandi. Þá er langt koonið með að ganga frá kópíu, sem verður sýnd fyrir kvikmyndahúsaeig- I endur í Þýzkalandi. Ef af sölu verður þangað verður þýzkt tal með myndinni. Um 46 þúsund manns hafa séð kviikmyndina hér á landi. Hefur verið sérlega mikii aðsókn á Akureyri, þegar verið 18 sýn- ingar. Ástarsena á Þingvöllum í kviils myndinni hefur verið stytt nokk uð. Hins vegar er það ekki rétt, sem segir í einu dagbiaðanna I gær, að hún hafi verið feUd nið- ur alveg. Hafnarfjörður FYRSTA spilakvöld Sjálfstæðis- félaganna verður í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld og hefst kl. 8.30. — Verðlaun veitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.