Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. des. 1962 Tollasamningur við EBE kemur eins til greina og aukaaðild, sagði Gylfi Þ. Gíslason d VARÐBERGS- fundi í gær VARÐBERG, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, efndi til félagsfundar í Þjóðleik- húskjallaranum á hádegi í gær. Snæddu félagsmenn hádegisverð og hlýddu á erindi Gylfa Þ. Gísla sonar, viðskiptamálaráðherra, um Efnahagsbandalag Evrópu. Rakti hann stöðu EBE, og taldi meginforsendu stofnun bandalags ins vera þá þróun, að ríki skipuðu sér í æ stærri efnahagsheildir, og nefndi einkum Bandaríki Norð- ur-Ameríku, Sovétríkin o. fl. heildir í þessu sambandi. Þá gerði ráðherrann grein fyrir þeim leiðum, sem íslendingar ættu kost á, og áður hafa verið ýtarlega raktar. Á eftir inngangserindi sínu svaraði ráðherrann fjölmörgum fyrirspurnum. Kom m. a. fram það álit, að það væri mikill mis- skilningur hjá ýmsum aðiljum, að íslendingar yrðu sérstakir aufúsu gestir í EBE. Þvert á móti væru þeir aðiljar, sem framleiddu fisk á bandalagssvæðinu, á móti fullri aðild íslands. Þeir kysu, að ís- lendingar æsktu eftir tollasamn- ingi, því að á þann hátt væri hægt að hafa áhrif á, hvetm toll þyrfti að greiða af fiski, sem íslending- ar flyttu til bandalagsríkjanna. Ráðherrann kvað það vera álit ríkisstjórnarinnar eftir viðræður hennar við fulltrúa EBE í sumar, að tollasamningur kæmi fullt eins til greina og aukaaðild. Ástæðan væri sú, að ísland væri eini aðil- inn utan EBE, sem hefði veru- lega fiskmarkaði í löndum banda lagsins. Kanada og Japan hefðu sína fiskmarkaði aðallega annars staðar, og þannig yrði ástandið a.m.tk. næstu 10—20 ár. Væri því ekkert fordæmi veitt með eamningi við ísland. Lækkun á tolli einnar vörutegundar, seirt flutt væri til EBE, væri ekki hægt að veita gagnvart einu ríki, held- ur yrði það að vera gagnvart öll- um ríkjum heims skv. ákvæðum GATT-samningsins. 11 Vef aradans46 Skdldsaga eftir Gunnar M. Magnuss KOMIN er á markaðinn ný bók eftár Gunnar M. Magnúss, sflcáldlsaga sem ber heitið „Vef- aradans" og fjallar um ungt fólk í Reykjavik á síðustu árum. Aðal pensómir sögunnar eru Bára Lóa, dægurlagasöngkona og upprenn- andi stjarna, og unnusti hennar, Stórgjöf til Hallgrímskirkju KRÓNUR 10 þúsund hafa verið gefnar Hallgrímskirkju í Reykja vík Eif frú Guðrúnu Ryden til minningar um föður Ihennar Friðrik Bjarnason óðalsbónda og kirkjuhaldara á Mýrum í Dýra- firði í tilefni aldarafmælis hans. Gjöfin var afhent séra Sigur- jóni Þ. Árnasyni og af honum Hermanni Þorsteinssyni gjald- kera Hallgrímssafnaðar hinn 3. des. sL járnsmíðaneminn og hugvitsmað urinn Börkur Jónsson. Segir frá vináttu þeirra frá 13 ára aldri og síðan ástum þeirra, baráttu þeirr'a í hringiðu spillingarinnar við fjárglœframenn, svikara, síð an vdð dómstólana og réttvísi landisins. Aðrar pærsónur sög- unnar eru skáldið AJexander og Gurnmi litli, rauðhærði snáðinn sem fylgist með elskendunum ungu, lifir og þjáist með þeim á sína vísu. Sagan gerist á fimm ára tímabili og lýkur á sérstæð- um atburði, þegar þau Bára Lóa og Börkur eru 18 ára. „Vefaradans" er 156 bls. og er bókin gefin út af Bókaútgáf- unni Dverghamri. Gunnar M. Magnúss hefur auk fjölmargra unglingabóka og fræðirita áður samið tvær skáldsögur. „Brenn- andd skip“ (1935) og „Salt jarð- ar“ (1941). Hann hefur einnig gefið út tvö smásagnasöfn, þrjú leikrit og eina ljóðabók. — Uppreisn Framihald af bls. 1. Azahari kveðst fara til New Vork á þriðjudag eða miðviku- dag til þess að leggja málið fyrir Al'lsherjarþing S.Þ. og munihann óska viðurke n n i ngar á stjórn sinni. Ennfremur sagði hann, að helzta ástæðan til þess að upp- reisnarmenn gripu til vopna væru sú, að frestað hefði verið að kaiia saman löggjafarþingið á Brunei, sökum þess, að Úret- ar hefðu vitað, að flokkur hans myndi á þessu þingi fá sam- þykkta titlögu þar sem krafizt yrði sjálfstæðis landsins og mót- mælt Malayasambandinu fyrir- hugaða Azahari vísaði á bug þeicri staðlhæfingu að uppreisnin væri runnin undan rifjum er- lendra aðila eða gerð fyrir er- lend áhrif. Loks skýrði hann svo frá, að helztu þættir stefnu stjórnar sinnar yrði: 1) að vera áfram í brezka sam veldinu. 2) að óska viðuricenningar annarra ríkja og sækja um inngöngu í samtök Samein- uðu þjóðanna. 3) að sækjast eftir sterkum tengslum við Filippseyjar á sviði efnahagsmála, mennta máia og hermála. ******* •Mh Steínunn Marteinsdóttir sýnir í Morgunblaðsglugganum ÞESSA vikuna verða til sýnis á vegum listkynningar Morg- unblaðsins keramikgripir, sem frú Steimunn Marteins- dóttir hefur smíðað. Eru það mest vasar, skálar og vínsett. Steinunn Marteinsdóttir raam keramiksmíði við lista- háskólann í Berlín og vann hér í eitt ár hjá Glit h.f., áður en hún setti á stofn eigið fyrirtæki, sem er nú ársgam- alt. Allir gripirnir, sem til sýnis eru í Morgurablaðsglugg anum eru smíðaðir á þessu ári og til sölu. í stuttu samtali við frú Steinunni í gær, sagði hún að það tæki sig um 11 tíma að brenna hvern hlut í sínum ofni, og væru þeir brenndir við 940 gráðu hita. Brennslan væri mikið nákvæmnisverk, fyrst væri leirinn brenndur, síðan glerungurinn einu sinni eða jafnvel tvisvar. Mjög mik i'lvægt væri að hafa góða þekkingu á efninu, sem unn- ið er með hverju sinni, en blöndur allar og aðferðir væru nánast hernaðarleyndarimál. Steinunn Marteinsdóttir hef ur tekið þátt í nokferum sýn- ingum hérlendis, m.a. á norr- ænu heimilisiðnaðarsýnirag- unni í sumar. 4) að sæfcjast eítir siðferðileg- um og efnalegum stuðningi frjálisra ríkja í Aisiu og Af- ríku. Azahari kvaðlst hafa sent skeyti tii U Thant, framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir, m.a. „Þjóðir þær, sem byggja landsvæðin Brunei. Sara- wak og brezku Norður-Borneo hafa í sameiningu og undir for- ystu Sir Omar Ali Sairuddin soidáns lýst yfir stofnun sjálf- stæðs ríkis með nafni „Kali- mantan Utara“. Ennfremur er þar hvatt til þess, að Samein- uðu þjóðirnar sendi menn á vett vang, til þess að hindra að til aivarlegra átaka komi milli þjóð frelsishersins og brezkra her- manna. ★ ★ ★ If júní s.l. bar forseti Filipps- eyja, Diosdado Macapagal, fram | kröfu um yfirráð á Norður Born- eo, en Bretar hafa staðhæft, að þeir hafi eragin gild rök til þeirr- ar kröfu. Tunku Abdul Rahman á Malaya hefur verið aðai hvata maður þess, að Norður-Borneo gerist hluti af Malaya samband- inu, en þó lagt á það áherzlu, að íbúunum sé frjálst að ákveða það sjálfir. Burraeo sem er 2.226 ferkílómetrar að faltarmáli varð Bókmenntakynning stúdenta í dag Kaflar fluttir úr Pétri Gaut Erlendar Fréttir í stuttu máli London, 7. des. — (AP) — BARBARA Fell, sem var starfs- maður í brezka upplýsingamála- ráðuneytinu, var í dag dæmd til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa brotið öryggislöggjöf landsins. Hafði hún fengið blaða- fulltrúa júgóslavneska sendiráðs ins í hendur skjöl um utanríkis- mál. Ekki var þó um að ræða upp- lýsingar, sem stefnt gátu öryggi brezka ríkisins í hættu. Vatikanið, 7. des. — (AP) — JÓHANNES páfi er nú aftur á batavegi, eftir magasjúkdóm þann, er þjáð hefur hann að undanförnu. 1 dag lagði hann blessun sína yfir fulltrúa kirkju- þingsins. Hlé verður gert á störfum þess á morgun. Tekur það aftur til starfa á næsta árL Marocco, 7. des. — (AP) — 1 DAG var gengið til kosninga um það í Marocco, hvort tekin skyldi upp þingbundin konungs- stjórn í landinu. Er það í fyrsta skipti, sem konur hafa kosninga- rétt þar í landi. Fram til þessa hefur þar ríkt einræði. New York, 7. des. — (AP) — ÞAÐ var tilkynnt í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag, að Suður-Kórea hefði keypt skulda bréf samtakanna fyrir 400 þús. dali. Suður-Kórea er ekki ein aí Sameinuðu þjóðunum, og fyrsta ríkið utan þeirra, sem kaupir skuldabréf SÞ. Segir í tilkynn- ingu stjórnar landsins, að þetta sé gert í þakklætisskyni við hin giftusömu afskipti SÞ af málefn- um landsins. London, 7. des. — (NTB) — TALSMAÐUR brezku stjórnar- innar neitaði því í dag, að nokk- uð væri hæft í þeim orðróm, að stjórnin hygðist endurskoða stefnu sína til Evrópuríkjanna i varnarmálum, fengi Bretland ekki aðild að Efnahagsbanda- laginu. Moskvu, 7. des. — (NTB) — TíTó og Krúsjeff héldu í dag áfram viðræðum sínum í Kreml. Eru þær sagðar hafa farið fram með mestu vinsemd, en ekkert hefur verið látið uppi um efni þeirra. brezkt verndarsvæði árið 1888. í DAG, sunnudag, verður efnt til bókmenntakynningar í Hátíða- sal Háskólans og hefst hún kl. 5 síðdegis. Kynnt verður jólaleik- rit Þjóðleikhússins, Pétur Gaut- ur, eftir norska skáldið Henrik Ibsen. Odd Didriksen, lektor, flytur inngangsorð. Síðan lesa þau frú Gerda Ring, leikstjóri, Gunnar Eyjólfsson, Arndís Björnsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Rúrik Har- aldsson nokkra stutta kafla úr leiknum. Odd Didriksen tengir kaflana saman og rekur gang Félag BA-manna HINN 6. þessa mánaðar var stofnað í Reykjavík félag þeirra, sem lokið hafa B.A.-prófi við háskóla. Markmið félagsins er að efla kynni félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra, stuðla að vexti og viðgangi B.A.-deildar Háskóla íslands og að kynna stúdentum möguleika til fram- haldsnáms og atvinnu að prófi loknu. Formaður félagsins var kosinn Erlendur Jónsson, en aðrir í stjóm: Adólf Guðmuradsson, Guðmundur Hansen, Ingólfur A. Þorkelsson og Ólöf Benediktsd. verksins í stórum dráttum. Þá mun prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson fjallar um þýðing ar Einars Benediktssonar á leik- ritinu. Stúdentaráð Háskóla íslands gengst fyrir kynningunni. Að- gangur er ókeypis og öllum heim ill meðan húsrúm leyfir. Vorboðafundur HAFNARFIRÐI. — Jólafundur slysavarnadeildarinnar Hraun- prýðls verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld og hefst kl. 8.30. Þar verður framreitt kaffi og fjölbreytt skemmtiatriði fara fram. Eru Vorboðakonur hvattar til að f jölmenna og taka með sér gesti. Urslit í sundknatt leik annaÖ kvöld SUNDKNATTLEIKSMÓT Reykjavíkur hefur farið fram undanfarna daga og er nú komið að úrslitum mótsins. Verða þau anraað kvöld kl. 8,30 í Sundhöll Reykjavíkur. Til úrslita keppa A-lið Ármanns, sem unnið hefur mótið um langt árabil og ungt lið KR. Bæði liðin eru með 4 stig og er því um hreinan úrslitaleik að ræða. Alls taka 4 lið þátt í mótinu, ÍR og B-lið Ármanns auk hinna fyrrnefndu. Annað kvöld leika fyrst ÍR og B-lið Ármanns og er það baráttan um þriðja sætið. Síðan verður úr-sUitsteikur KR og Ármanns. Leikir mótsins hafa farið þannig að A-lið Ármanns vann B-liðið með 11:1 óg KR vann ÍR með 6:4. KR vann síðan B-lið Ármanns með 8:1 og Ármann A-lið vann ÍR með 13:4. Lið Ármenninga er þrautreynt, en það skipa gamlir sundmenn, sem teknir eru að þyngjast. KR- liðið er skipað ungum mönnum, sem hafa æft vel mánuðum sam- an. Bá því búast við skemmtileg- um úrslitaleik. ÍR-ingax með sína góðu sundmenn eins og Guðmund og Hörð ættu að geta ráðið við B-lið Ármanns. ÍR-liðið er alveg nýtt og óæft og getur því allt skeð. Mótið hefst sem fyrr segir kL 8.30 annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.