Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 24
H1 BÝLAPRÝDI HF Hallarmúla aíml 38 177 Búið að leyfa 20 hrennur á gamlárskvöld M ORGUN BLAÐIÐ sn-eri sér í gær til Erlings Pálssonar, yfir- lögregluþjóns, til þess að leita frétta af brennuundirbúningi fyr- ir gamlárskvöld. 20 umsóknir, sem hafa borizt, 'hafa verið samþykktar af löig- reglu og slökkviliði. Þetta er minna en verið hefur undanfar- ið, en því virðist valda að heldur er hörgull á brennuefni. Þó taldi Erlingur líkur á að nmsáknunum mundi mikið fj öSga upp úr miðjum mánuðin- inum, þegar búið vaeri að taka upp allan jólavarning í verzl- ununum. Allmargir hafa snúið sér til lögreglunnar, en þegar þeir hafa verið spurðir hvort þeir hefðu nokkurt efnd á ta‘k- teinuim, kváðust þeir aðeins treysta því, að þeir gætu orðið sér úti um það. Áfengi og „kínver j- ar“ gert upptækt í VIKUNNI fannst nokkur smyglvarningur í ms Arnarfelli. 116 flöskur af áfengi voru gerð- Br upptækar og enn fremur nökkurt magn af vindlingum. Þá tóku tollverðir tvo kassa af „kínverjum“, sem skipverjar voru að bera í land að næturþeli. „Kínverjarnir" voru af ómerki- legri gerð á við gildan blýant, ©g tuttugu þús. talsins. Maður á sundi í Hafnarfj.höfn AÐFARANÓTT föstudags var lögreglunni í Hafnarfirði til- kynnti að drukkinn maður hefði farið í höfnina. Lögreglan fór á staðinn, og var maðurinn þá á sundi í höfninni. Lögreglumenn tóku trillu og héldu í áttina til mannsins, en þegar hann sá bát- inn nálgast, synti hann að stór- um vélbát við bryggjuna. Voru þar komnir félagar hans, og drógu þeir sundmanninn upp. Tekur við ráðu- neytisstjóraem- bætti á ný ÞÓRHALLUR Ásgeirsson, sem undanfarin 4 ár hefur starfað sem fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Was- hington, hefur á ný tekið við starfi ráðuneytisstjóra í við- skiptamálaráðuneytinu. Dr. Oddur Guðjónsson, sem gegnt hefur störfum ráðuneytis- stjóra í viðskiptamálaráðuneyt- inu síðastliðið ár, hefúr verið skipaður viðskiptaráðunautur ríkisstjórnarinnar og mun hann einkum fjalla um viðskipta- samninga og mál, er þá varða. Jónas H. Haralz, forstjóri Efna hagsstofnunarinnar, sem undan- farið hefur starfað sem ráðu- nautur ríkisstjórnarinnar í mark aðsmálum Evrópu, lætur nú af því starfi. w (Frétt frá ríkisstjórninni). Unddrbúningur byrjaði annars óvenju snemma í ár, þvi þegar í október var farið að hlaða upp fyrstu bálkestina. Að iokum spurðum við Erldng hvernig menn ættu að haga sér til þess að fá brennuleyfi. — Það þarf aðeins að hringja á skrifstofu mína, í síma 14819. Ég læt svo Stefán Jóhannsson, varðstjóra, hafa þær umsóknir sem berast,' og hann fer á stað- inn ásamt slökkviHðsmanni og athugar allar aðstæður. Oftast er um að ræða staður, sem hefur verið notaður áður, en ef byggðin hefur þrengt að staðnum þarf stundum að færa bálköstin til, og stundum verða þeir að velja alveg nýjan stað. Lögreglan fylgist svo með á hverjum degi hvort einhverjir bálkestir séu hlaðnir í óleyfi, eða hvort þeir séu hlaðndr öðru vísi en um var samið í upphafi. Þeir athuga líika hvort einhver eld- fim efni eins og bensin eða ann- að slíkt, séu hjá brennunum, því það er það sama og að bjóða einhverjum prakkaranum að kveikja í þeim fyrir tímann, auk slysahættunnar, sem af því stafar. Loks er rétt að geta þess, að engin brenna er leyfð, nema einhverjir fullorðnir hafi lofað að fylgjast með gangi málanna og hafa umsjón með henni. — Hvar verða svo stærstu brennurnar í éir? — Það verður stóra brennan á Klambratúni, sem bærinn sér um, og önnur inni 1 Laugardal hjá Þvottalaugavegi á vegum íþ rót tabanda 1 ags ins. Svo hafa alltaf verið stórar brennur á Ægissíðunni, og ég býst við að það verði eins núna. Kópur sjósettur Akranesi, 8. des. KEFLAVÍKURBÁTURINN Kóp- ur, sem smíðaður hefur verið upp og lengdur um 3,3 metra í Dráttarbraut Akraness, verður sjósettur í dag. Nýr er hann 92 tonn, en áður 60. í Kóp er ný- leg 360 hestafla Lister diesel-vél. Báturinn er eign Hraðfrysti- stöðvar Keflavíkur (Einars Sig- urðssonar). Báturinn er búinn öllum fullkomnustu öryggis- og fiskileitartækjum. Kópur fer til síldveiða í byrjim vikunnar. Er hér um glæsilegt skip að ræða. — Oddur. Ólafur Thors. Kiemmdist milli bíla á Hringbraut Hlaut opíð beiubrot á fæti NOKKRU fyrir kl. 7. í gær- kvöldi, laugardagskvöld, varð það slys á Hringbraut við Syðri- Tjömina, að maður, sem þar var að gera við sprunginn hjólbarða á bíl sínum við ljós frá öðram bíl fyrir aftan klemmdist milli bílanna er þeim þriðja var ekið á þann, sem lýsti. Hlaut maður- inn opið beinbrot á fæti auk annarra meiðsla. Samkvæmt því sem Mbl. fregn aðd í gærkvöldi voru nánari at- vifc sem hér segir: Á hægri hekningi afcbrautar- innar stóð bíllinn R 7098 og var ökumaður bílsins, Jón Pétursson, Skúlagötu 68, að lyfta bílnum að aftan með „tjakk“, en einn hjól- Stjórnarkjör í Sjómannafélaginu STJÓRNARKOSNING stendur nú yfir í Sjómannafélagi Reykja víkur. Kosið er í skrifstofu félagsins i Alþýðuhúsinu í dag frá kl. 2—7 siðd. og eftirleiðis daglega frá kl. 3—6 eL. — Listi I lýðræðissinna er A-listinn. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Kópavogi AÐALFUNDOR fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldinn í dag, og hefst kl. 2 e.h. í Sjálfstæðishúsinu við Borgarholtsbraut. Ólafur Thors, forsætisráðherra, mætir á fundinum og flytur ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða kosnir fulltrúar í kjórdæmisráð. barðanna hafði sprungið. Fyrir aftan R 7098 stóð annar bíll K 449 og lýsti Jóni við verkið. Eftir Hringbrautinni kom þriðji bíllinn, og að því er talið var í gærkvöldi var ökumaður 'þess bíls að aka framúr bíl, Og var því á bægri helimingi ak- brautarinnar. Skipti engum tog- um að bíll þessi rakst á K 449, og kastaðd honum aftan á R 7098 með þeim afleiðingum að Jón varð á milld. Var vélarhlíf K 449 töluvert dælduð eftdr höiggið. Jón hlaut opið beinibrot á fæti og önnur meiðsli. Var hann flutt- ur í Slysavarðstofuna og síðan í Landaikotsspítala. Landlega lijá Akranesbátum Akranesi, 8. des. AFLEITAR gæftir hafa verið hjá trillum hér og þá sjaldan að þær hafa róið, hefur lítið sem ekkert fiskazt. Heimaskagi bilaði í gær er hann átti eftir 20 sjómílna sigl- ingu heim. Vélbáturinn Ásmund ur fór út og dró hann til hafnar. Landlega er í dag hjá bátum hér. Fjórir bátar, sem fóru út í gærmorgun, komu heim seint í gærkvöldi. Danska skipið Irene Frijs los- ar hér 400 tonn af salti. Tungu- foss kom hingað í dag með vör- ur til Sementsverksmiðjunnar og útgerðarmanna. — Hér er nú ís- ing og flughálka hvar sem stig- ið er. — Oddur. Stefnis-bingó HAFNARFIRÐI. — Stefnir, fé- lag ungra Sjálfstæðismanna, held ur leikfangabingó í Sjálfstæðis- húsinu í dag og hefst það klukkan 4. Þar verður á boðstólum mikið úrval af girnilegum leikföngum. Allir eru velkomnir á bingóið meðan húsrúm leyfir. 36 daga í fönn Kirkjubæjarklaustri 8. des. NÁLÆGT Heiðarseli á Síðu fannst nýlega ær í fönn, þar sem hún var búin að vera í 36 daga, því að hana mun hafa fennt í bylnum mikla aðfarar nótt 29. október sl. Þetta var gömul ær og illa útlítandi eins og vænta mátti eftir allan þennan tíma. Samt var hún ekki máttfarnari en svo að hún gat gengið og fór strax að bíta er hún kom úr skafl- inum. Ærin er í eigu Harðar Kristinssonar, bónda að Hunkuibökkum. J — G. Br. I Vinnu lýkur í Hvalstöðinni Akranesi, 8. des. 25 STARFSMENN hættu vinnu nú um helgina í Hvalstöðinni I Hvalfirði. Er nú búið að undir- búa stöðina fyrir næstu vertíð, nema hvað sex menn starfa þar enn um tíma við að koma í lag bílum Hvalstöðvarinnar. — Oddur. Eldhraunsvc"ur fær Kirkjulbæjarklaustri 3. des.’’ EINS og áður hefur verið skýrfc frá varð vegurinn yfir Eldihraun- ið í Skaftafellssýslu ófær vegna vatnagangs. Viðgerð er nú lokið Og hófust bílferðir um veginn j dag. — G. Br. Aðalfundur Oðins í dag AóALFUNDUR Málfundafélags- ins Óðins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 2 e.h. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, en auk þess verða bornar fram tillögur til lagabreytinga. Önnur mál. Óðins félagar eru hvattir tU að fjöl- menna á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.