Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 9. des. 1962 nttiilðMk Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og -afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. VARAST ÞARF ÞJÓÐFYLKING UNA íí fj Ij’ins og margsannað er ^ stefna kommúnistar hér á landi að því að koma á svonefndri „þjóðfylkingu“ með Framsóknarmönnum. I þeim tilgangi á að stofna nýja vinstri stjóm, sem „á að vera alþýðustjóm eða þró- ast upp í það“, eins og þeir komast að orði. f>ví miður bendir hin nána samstaða Framsóknarflokksins með kommúnistum til þess að Framsóknarmenn séu þegar búnir að ákveða þátttöku í „þjóðfylkingunni“. Nauðsyn- legt er þess vegna, að menn geri sér grein fyrir því, hvað það í rauninni er, sem fram- kvæma á í slíkri vinstri stjóm. í stuttu máli má segja, að megináherzla verði lögð á það að haga málum þannig, að ekki komi til þess að upp úr stjómarsamstarfinu slitni, heldur þróist málin í átt til kommúnistaríkis. Á fyrsta stigi er hugmynd- in sú að styrkja vald stjóm- arinnar með því að gera ýmis . almenningssamtök eins og Alþýðusambandið og Sam- band íslenzkra samvinnufé- laga að virkum stjómaraðil- um. Jafnframt á að þrengja hag einkareksturs og einka- eignar. Samhliða á svo að taka stórlán í kommúnista- ríkjunum og binda viðskipti okkar við þau. 1 slíkri „vinstri stjórn“ mundi það sjónarmið eitt ráða að treysta völdin og áhrifin. Þess vegna yrði öll gagnrýni kveðin niður á svip- aðan veg og gert hefur verið í öðrum ríkjum, sem orðið hafa kommúnismanum að bráð. Hér segja að vísu margir, að þetta geti aldrei hent á ís- landi, þótt það hafi hent annars staðar, hér hátti öðru vísi til og hér séu kommún- istar ekki sama manngerðin og í ríkjum þeim, sem nú em nefnd leppríkin. í Tékkó- slóvakíu var eftir styrjöldina utanríkisráðherra að nafni Mazaryk. Nokkrum dögum áður en byltingin var gerð í hans ríki sagði hann við einka ritara sinn, þegar þeir ræddu hættuna af kommúnískri bylt ingu, eitthvað á þessa leið: „Það getur ekki gerzt, þótt það hafi gerzt annars staðar“. Hann trúði því ekki, að menn úr kommúnistaflokknum, sem sátu með honum í stjórn, væru tilbúnir til að svíkja land sitt undir erlend yfir- ráð. Því miður skjátlaðist Mazaryk utanríkisráðherra Tékka. Hann hélt áfram stjómarsamstarfi við komm- únista, þangað til þeir höfðu styrkt sig svo í sessi, að þeir gátu framkvæmt byltinguna. Hann var einlægur ættjarð- arvinur og lýðræðissinni, en andvaraleysi hans varð þess valdandi að þjóð hans missti frelsi. íslendingar þurfa að minn- ast þessa og taka fram fyrir hendur þeirra manna, sem hér á landi hafa náið sam- starf við kommúnista og hyggja á stjórnarsamstarf með þeim. Þess vegna er frumskilyrði, að þeir menn, sem nú hafa völdin í Fram- sóknarflokknum, finni það í komandi kosningum, að kommúnistasamvinna er ekki líkleg til fylgisaukningar hér á landi. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ A lmenna bókafélagið hefur sent frá sér tvær merkar bækur, annars vegar er bók- menntasagan eftir Einar Ólaf Sveinsson og hins vegar bókin „Helztu trúarbrögð heims“. Báðum þessum bók- um ber að fagna, einkum þó bókmenntasögu Einars Ólafs Sveinssonar, því að sann- leikurinn er sá, að naumast hefur verið vanzalaust að ekki skyldi vera til góð og fullkomin bókmenntasaga ís- lands í fornöld, Almenna bókafélagið er nú á áttunda starfsári sínu og starfsemi þess eykst jafnt og þétt, útgáfubækumar eru yf- irleitt með því bezta, sem hér kemur út, og starfsemin öll með reisn. Almenna bókáfélagið var stofnað af brýnni nauðsyn. Kommxinistar höfðu hér á landi rekið útgáfufyrirtæki um margra ára skeið og haft mikil áhrif í menningarlífi. Lýðræðissinnaðir rithöfundar sáu, að við svo búið mátti ekki standa og tóku höndum saman um að stofna styrkt og þjóðlegt menningarfélag, með fram til þess að hrinda áhrif- um kommúnista í mjenningar- efnum. Starfsemi Almenna bóka- félagsins hefur tekizt svo vel, að lengur er ekki um það deilt, að það skarar langt fram úr öðrum bókafélögum, þar á meðal bókaútgáfu Menn ingarsjóðs, sem þó er kostuð Veirur valda krabba- meini í hitabeltinu SÉRFRÆÐINGAZ) í hitabeltis- sjúkdómum í Kampala í Uganda, hafa komizt að þeirri niðurstöðu að veirur, sem skordýr beri milli manna, valdi að minmsta kosti einni tegund krabbameins. Frá þessu var skýrt í stórblaðinu „New York Times“ fyrir skömmu. Þessi tegund krabbameins er ill- kynja eitlavefsæxli (maglignant lymphoma), sem veldur óeðlileg- um vexti ýmissa líffæra. Sjúkdómsins hefur orðið vart á stóru svæði í Mið-Afríku. Frá Líberíu, Nígeríu, Ghana og Kameroon í V-Afríku til Ug- anda, Kenya, Tanganyika og Mocamíbique í A-Afríku. Denis Burkitt, læknir við sjúkrajhúsið í Kampala, segir að möng hundr- uð þúsund manna hafi tekið þennan sjúkdóm. Sjúkdómurinn leggst oftast í kjálka fólks og 1058 tók Burkitt læknir fyrst eftir því, að mikið var xxim æxli í kjálkum barna á af fé, sem tekið er frá skatt- borgurunum. FRAMSÓ"N OG EBE Frá upphafi hafa stjómar- flokkamir leitað sam- starfs við hinn lýðræðissinn- aða andstöðuflokk, Framsókn arflokkinn, um allt, sem lýtur að málefnum Efnahagsbanda- lags Evrópu. Var þetta sjálf- sögð ráðstöfun, því að lýð- ræðisflokkar eiga að leitast við að hafa samstöðu í mik- ilsverðum milliríkjamálum, hvað sem líður ágreiningi í innanlandsmálum. Því miður fór svo, að Fram sóknarflokkurinn rauf þetta samstarf, vegna kröfu komm- únista, og lýsti því annars vegar yfir að við ættum ekki að ræða við neina áhrifamenn í Efnahagsbandalaginu og hins vegar að við ættum þeg- ar í stað að lýsa því yfir, að einungis viðskipta- og tolla- samningur við Efnahags- bandalagið kæmi til- greina. En fáránlegast er samt, að Framsóknarmenn hafa líka lýst því yfir, að nauðsynlegt sé fyrir okkur íslendinga að bíða átekta. Verður þó með engu móti séð, hver tilgang- urinn er með biðinni, ef fyr- irfram á að ákveða hvaða leið við föium. aldrinum 4 til 7 ára. Sendi hann þá fyrirspurnir um þennan sjúk- dóm til allra stærstu sjúkrahúsa í Afríku. Eftir að honum bárust svörin við þessum fyrirspurnum gerði hann ásamt prófessor Davies við háskólann í Kamp- ala kort yfir svæði það, sem sjúkdómsins hafði orðið vart. Var Sandy Haddow for- stjóra veirurannsóknarstöðvar- innar í borginni Entebbe í Ug- anda sýnt kortið, en hann er einn af frægustu veirufræðing- um heims. Hann lét þá skoðun í ljós, að útbreiðsla þessa sjúk- dóms svipaði mjög til útbreiðslu gulunnar, en henni veldur veira, sem berst með mosquitoflugunni. Taldi hann, að hiti og úrkoma hefði mikil áhrif á útbreiðslu þessarar tegundar krabbameins, því að á stöðum þar sem hitinn er ekki eins mikill hefði engra IÞESSI mynd er af Castro íl einum hellinum á Kúbu þar ( sem. flóttamenn frá eyjunni halda fram að geymd séu vopn. Castro er fremstur á I myndinni með skriðljós i . höndum. tilfella orðið vart, þó að þau væru á hinu kortlagða svæði. Hann sagði að á svæðinu lifðu eitt eða fleiri skordýr, sem bæru veirurnar, sem orsaka sjúkdóm- inn. Væru það sennilega mosqu- itoflugur. Talið er að sjúkdóm- urinn sé algengastur í börnum á firnmta ári. Annaðhvort vegna þess að fram að þeim tíma séu þau ónæm fyrir honum eða vegna þess, að þá fari þau fyrst að vera á ferli meðal skordýr- anna,- sem bera hann. Gerðar hafa verið tilraunir til þess að rækta þessar sjúkdóms- veirur á rannsóknarstofum. — Njóta læknar í Afríku aðstoðar Breta og Bandaríkjamanna, þvi að rannsóknir þessar eru taldar- mjög mikilvægar og margir krabbameinssérfræðingar víðs- vegar að úr heiminum hafa lagt leið sína til Kampala og Entebbe í sambandi við þær. Demikov ætlar oð rannsaka Anitu Moskvu, 6. des. — NTB. Hinn frægi rússneski skurðlækn Samvinna á sviði cjeim- rannsókna New York 5. des. (NTB-AP) Sovétríkin og Bandaríkin hafa gert nxeð sér samning um samvinnu á því sviði geim rannsókna, er nær til gervi- hnatta til veðurathugana, at- huguna á segulsvæðunum um hverfis jörðina og gervihnatta sem sendir eru á loft til rann- sókna á fjarskiptum í geimn- um. | Adlai Stevenson, aðalfull- trúi Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, skýrði frá þessu á fundi stjórnmála- nefndar samtakanna í dag. Samstarfið hefst á árinu 1964 og sagði Stevenson, að það gæti leitt af sér samstarf þessara tveggja stórvelda á fleiri sviðum geimrannsókna. Samkomulag um samstarf- ið náðist í júní sl. að undan- gengnum viðræðum fulltrúa bandarísku geimrannsóknar- stofnunarinnar og sovézku vísindaakademíunnar. Skýrslur þeirra hafa verið lagðar fyrir U Thant, fram- kvæmdastjóra SÞ og geta aU- ir fuUtrúar hjá samtökunum fengið þær til yfirlestrar. ir Vladimir Demikov, skýrði frá því í dag, að hann væri reiðu- ' búinn að rannsaka dönsku telp- una Anitu Larsen. Danskir lækn- ar telja að það eina, sem geti bjargað lífi telpunnar sé að skipt verði um hjarta í henni. Demikov ræddi í dag við frönsku fréttastofuna AFP. Lagði hann áherzlu á það, að hann væri ekki sérfræðingur í sjúkdóms- greiningum og lagði til að rúss- neska stofnunin, sem fjallar um hjartasjúkdóma tæki að sér að aðstoða hann við rannsóknina. Ef í ljós kæmi að niðurstaða dönsku læknanna, sem skoðað hafa stúlk una reyndist rétt, sagðist Demi- kov reiðubúinn að skipta um hjarta í henni. Hann sagðist þó ekki vilja gera aðgerðina á telp unni, fyrr en slík aðgerð hefði heppnast á maimi. Sem kimnugt er hefur Demikov framkvæmt slíkar aðgerðir með góðum árangri á hundum og öpum. Demi kov sagði að gert væri ráð fyrir, að fyrsta tilraunin til þess að skipta um hjarta í manni yrði gerð skömmu eftir áramótin. —. Móðir Anitu litlu sagði við frétta mann AFP, að hún og maður hennar ætli að fara til Rússlands innan skamms með litlu stúlkuna. Washington. • Yfirmaður bandarísku ríkis- lögreglunnar, J. Edgar Hoover birti í dag skýrslu, þax sem skýrt er frá því að tala alvarlegra af- brota í Bandaríkjunum fer vax- andi. Hefur afbrotum fjölgað þar um 5% á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Einkum munu barxka- rán hafn aukizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.