Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 17
Sunnudagur 9. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17 tm - „Þjóðfylking" Framih. af bls. 10. í áætlun sinni, að „þjóðfylk- ingarstjóm“ þeirra og banda- manna þeirra muni eftir valda töku sína framkvæma ýmsar „djarfar og róttækar ráðstaf- anir“. Síðan segir: Helztar þessara ráðstafana eru: 1) Að koma upp heildar- stjóm á atvinnufmmkvæmd- um og framleiðslu íslendinga samikvseimt áætlun, að svo miklu leyti sem framleiðslu- skipunin leyfir, ifteð raunveru lega hagsmuni þjóðarheildar- innar, en eklki nokkurra auð- manna, fyrir augum. 2) Að ríkið taki yfirráð utanríkisverzlunarinnar í sín- ar hendur og sjái um, að henni sé stjórnað með alþjóðarhag fyrir augum. 3) Tekin séu stórlán til nauð synlegra framkvæmda hjá ríkj um sósíalismans með iágum vöxtum og hagstæðum greið- sluskilmálum í sambandi við viðskiptasamninga. Þannig sé fsland gert fjárhagslega óháð og dregið úr þvií arðráni, sem við verðum að sæta af hálfu auðvaldsbanka. Jafnframt þarf að kont<a til þjóðnýtingar, þar sem þarfir þjóðfélagsins kalla á hana, og þar sem hún er ó- hjákvæmileg til þess að fram- 'kvæima stefnu þjóðfylkingar- innar. Koma þá fyrst til greina stærstu fiskiðjuverin og togararnir. Þessar ráðstaf- anir fela í sér og eru forsenda fyrir haglegri skipulagningu atvinnuliífsins, aukinni fram- leiðslu, minnkandi gróða at- vinnurekenda, stjórn bank- anna, hag almennings, en ekki gróðasjónarmið fyrir augum, breytingu rikiskerfisins til sparnaðar og bættra starfs- hátta, upprætingu skriffinnsku og f jármá 1 aspi 1 li ngar ★ Öll andstaða verður brot- in á bak aftur. .jÞað þarf að tryggja góða stjórn ríkisfyrirtækja og sjá til þess, að þau séu til fyrir- myndar um allt, er til fram- fara horfir og einnig um að- búð verkafólks og afstöðu til verkalýðishreyfingarinnar. Þau verða að slíta öllu sam- stanfi við atvinnurekendur gegn verkafólkinu en kapp- kosta vinsamlegt samstarf við verkalýðssamtökin. Loks ber brýna nauðsyn til að gera án alls hiks þær ráðstafanir, sem duga til þess að hnekkja öllum til- raunum afturhaldsafla, til þess að koma í veg fyrir framkvæmd þessarar stefnu og svifta þau vald- inu til slíkra verkh.“ A Skoðanafrelsi víki fyrir „einingunni“ „Flokkurinn verður að gera sér ljóst og kosta kapps um að gerá öllum öðrum það ljóst, að allar smærri andstæð ur og sboðanamunur verður að víkja fyrir hinni miklu nauðsyn einingarinnar um þau meginatriði, sem ein geta tryggt, að íslenzka þjóðin hörfi ekki aftur á bak til ó- frelsis og niðurlægingar og stofni tilveru sinni í voða, held ur sæki fram til betra ldfs." Síðar er sagt: „En þetta er ekki sósíal- ismi, heldur fyrsta skrefið í þróuninni, áfangi að því marki, sem Sósíalistaflokkur- inn stefnir að“. Og ennfremur segir: „Hér hefur verið gerð grein fyrir 'hinum þjóðfélagslegu skilyrðum fyrir fram.kvæmd sósíalismans á fslandi, svo og hinum pólitísku verkefnum flokksins og því, hvernig bar- áttuaðferðum hans skuli hátt- að á núverandi þróunarskeiði, þannig að þau þjóni sem bezt hinum sósíalistísku markmið- um hans“. ★ Hvað verður þjóðnýtt? Á öðrum stað í ályktuninni segir m.a.: „Þær greinar framleiðslunn ar og þau fyrirtæki, sem fyrst mundu verða þjóðnýtt, eru þessi: Öll utanrikisvefzlun, bæði innflutningur og útflutningur og allir banikar og lánastofn- anir, ennfremur stór fram- leiðslutæki, svo sem togarar og önnur stórútgerð, síldar- verksmiðjur, fiskiðjuver og fiskvinnslustöðvar og önnur stóriðnaðarfyrirtæki. Sömu- leiðis verzlunarflotinn. Öll ný stóriðjufyrirtæki, raforkuver, hitaorkuver og hivers bonar stóriðnaður í sambandi við þau mundu að sjálfsögðu vera í höndum rík- isins. Hið sama mundi oftast gilda um öll önnur ný iðn- aðarfyrirtæki. Þjóðnýting á sviði þess neyzluvöruiðnaðar, sem fyrir væri í landinu, mundi verða framkvæmd í samræmi við það, sem hent- ugast þykir á hverjum tíma og ráðast mjög af því, hvern- ig samvinna getur tekizt við eigendurna. Undir þennan lið fellur einnig fiskiðnaður í smáum stil“. ýý SÍS fær að lifa undir pólitískri stjórn. „Hvers konar handverk eða iðja, þar sem um enga eða litla launavinnu er að ræða, mundi að sjálfsögðu vera áfram í einkaeign. Þar sem um sam- vinnufyrirtæki á framleiðslu- sviðinu væri að ræða, til að mynda í iðnaði og skipaút- gerð, getur komið til greina, að samvinnufyrirtækin haldi áfram að annast reksturinn í nánu sarr.itarfi við heildar- stjórn hinnar þjóðnýttu fram- leiðslu og samkvæmt þeim reglum, sem hún setur. Hér á landi höfum við þá sérstöðu, að ýmis stærstu fyr- irtækin og sum þeirra, sem mi'kilvægust eru í hagkerfinu, eru rekin af ríkinu. Aðal- bankaarnir eru ríkiseign, enn- fremur allar stærstu síldar- verksmiðjurnar og stærstu iðnaðarfyrirtækin, svo sem Áburðar- og Sementsverk- smiðjan. Nokkrir togarar og önnur fyrirtæki eru í bæjar- eign, en þessi ríkisrekstur á líftið skýlt við sósiíalistiska þjóðnýtingu. Þessi fyrirtæki eru yfirleitt sett á sixxfn með heildarhagsmuni auðstétt- arinnar fyrir augum og rekin á kapitalíska visu í þjóðfél- agi, sem í einu og ðUu er byggt upp að hætti kapital- ismans. í öllum árekstrum milli stétta eru þau á bandi ráð- andi stéttar og oftast brjóst- vörn hennar gegn verkafólk- inu. Með sósíalismanum verð- ur að formi til engin breyt- ing á eignarhaldi þessara staínana og fyrirtæfkj'd; en þau gerbreyta um eðli. Þau varða mikilvægur þáttur í hinum sósíalistíska áætlunar- búskap, verða að öllu leyti í þjónustu hinnar vinnandi stéttar og gegna engu öðru hlutverki en því, sem er aðals merki allrar sósíalistískrar framleiðslu, að bæta lífskjör þeirra, sem vinna og fram- leiða“. A Bankarnir munu gegna mikilvægu hlutverki. „Bankarnir munu gegna sérstaklega mikilvægu hlut- verki við skipulagningu og stjórn áætlunarbúskaparins. í bátaútveginum mundi feoma til greina ýmis rekstrar- form, svo sem bæjarrekstur, samvinnurekstur og útgerð, sem hin þjóðnýttu fiskiðju- ver oig fiskvinnslustöðvar hefðu með höndum og svo einkarekstur, sem fyrst um sinn mundi verða mjög stór þáttur í bátaútgerðinni. Sama gildir um hinar smærri fisk- vinnslustöðvar og frystihús, en líklegt má telja, að rekstur þeirra yrði oftast í höndum bæjarfélaga eða samvinnufél- aga. Getur það hvort tveggja feomið til greina, að eignar- hald og rekstur fari saman, eða hitt, að bátar eða húsa- og vélakostur fiskvinnslu- stöðva séu í almenningseign, enda þótt samvinna sé um reksturinn. Enda þótt einkaeign og einkarekstur verði um skeið mjög ríkur þáttur í bátaútgerð inni, hlýtur þróunin að stefna í þá átt, að hann þokar fyrir hinu fullkomnara rekstrar- formi, félagsrekstrinum.“ A Einkaverzlunin mun þoka um set. „f smásöluverzluninni mundi þrenns konar rekstr- arflorm einnig verða hlið við hlið fyrst um sinn, ríkisverzl- un, samvinnuverzlun og einka verzlun. Fyrst í stað mundi verzlunin innanlands að lang mestu leyti verða samvinnu- verzlun og einkaverzlun, en samvinnuverzlunin vinna á jafnt og þétt og einkaverzl- unin þok um set. í landbúnaðinum mundi einkareksturinn enn um nokk urt skeið verða yfirgnæfandi. Rífeið mundi hins vegar á all- an hátt stuðla að frjálsu sam- starfi og samvinnu sveitaal- þýðunnar í æ ríkari mæli, bæði um afurðasölu og fram- leiðslu. Að því er varðar afurða- sölu og vinnslu landbúnaðar- afurða mundi sú samvinna í landbúnaðinum, sem þróazt hefur í auðvaldsþjóðfélaginu verða góður grundvöllur og auðvelda hina stórstígu þró- un í þessum efnum, sem al- þýðuvöld og sósíalisllískir framleiðsluhættir mundu haÆa í för með sér“. A' Samyrkjubú í stað einkabýla. „Á sviði sjálfs búreksturs- ins mundi fyrsta stigið verða samvinna um vélabost, búpen ingshús og fleira í stöðugt rík- ara mæli. Ríkið mundi koma upp fyrirmyndarbúum, sem mundu gegna miklu hlutverki við að ryðja nýja braut í landibúnaðinum, hafa með höndum rannsóknir í búvis- indum og leiðbeina bændum með allt það, er að landbún- aði lýtur. Á óbrotnu landi mundu fljótt rísa samyrkju- bú með tilstyrk ríkisins, er einnig mundu hafa skilyrði til að ryðja nýjar brautir og yrðu bændum til fyrirmynd- ar um yfirburði félagsreksturs ins. Bændur mundu fljótlega sannfærast um yfirburði fél- agsrekstursins, og samyrkju- rekstur yrði í æ rikari mæli tekinn upp að frumkvæði þeirra sjálfra". Náin samvinna við kommúnistaríkin. Síðar segir: „Við sósíalistisk lönd hlýt ur að vera náin efnahagssam- vinna, sem mundi tryggja ör- yggi íslenzks atvinnulifs með hagkvæmri verkaskiptingu á framleiðslusviðinu". Þá segir enn í þessum kafla ályktunar innar: „Samtímis yrði gerð alhliða athugun á viðskiptamöguleiik- um landsins til þess að tryggja allri framleiðslunni öruggan efnahagsgrundvöll. Að svo miklu leyti sem innlent fjár- magn hrykki ekki til, yrði leitað lána erlendis. Náin sam- vinna við sósíalistísku löndin mundi meðal annars verða fólgin í því, að þegar í upp- hafi yrði tryggður markað- ur fyrir afurðir nýrra stórfyr- irtækja og framleiðslugreina og lánin greidd með þeim.“ ★ Eignarnám, „bætt“ með „skuldabréfum“. „Það er stefna Sósíalista- flofeksins að kosta kapps um, að breytingin frá auðvalds- Skipulagi til sósíalismans geti farið fram á sem friðsamleg- astan hátt. Til þess áð draga úr árekstrum, mundi fyrri eigendum þjóðnýttra fyrir- tækja og annarra eigna verða greiddar skaðabætur eftir at- vikum, miðað við það að auð- velda þeim að samlagast hinu nýja hagkerfi og getu þjóð- arinnar. Mundi slík greiðsla venjulega fara fram með skuldabréfum". Hefur nú verið getið nokk- urra þátta þess fyrirmyndar- ríkis, sem hugmyndin er að koma á hér á landi. Morgun- blaðið lætur lcsendur um að dæma um það, hvort ekki sé ástæða til árvekni, hvort ekki sé nauðsynlegt, að kommún- istar og þeir menn, sem nú hafa við þá einlægt banda- lag fái makleg málagjöld, næst þegar kjósendur fá að kveða upp dóm sinn. KARLMANNA- Dg DRENGJA-inniskór úr VELOR. Franskir og enskir karlmannaskór. Margar gerðir. Verð frá kr. 366,00. ‘eidablil Laugavegi 63. Tímaritið Úrval Desemberhefti timaritsins ÚRVAL er komið út, einkar fjöl- breytt að efni. — Meðal greina má nefna: „Kjarnorka í þágu sakamálarannsókna“ — „Hraust- ustu hermenn heims“ — Könnun á heila lifandi manna“ — „Sann- leikurinn um krabbamein og vindlinga" — „MorS innan fjöl- skyldunnar" — „Sannleikurinn um Moby Dick“ — „Hin dular- fulla reikistjarna, Plútó“. — — Úrvalsbókin er „Læknir land- nemanna" eftir Robert Tyre og einnig má nefna fasta þætti svo sem „Má ég kynna, Svona er lífið og „Ógleymanlegur maður“ sem Helgi P. Briem ambassador skrif- ar um Vilhjálm Stefánsson. Tímaritið er um 200 blaðsíður í mjög vönduðum búningi og kostar kr. 25,- heftið og hefur verð þess haldizt óbreytt þótt önnur blöð hafi nýlega hækkað. Ingi Ingimundarsort héraðsdómslögmaður nálflutningur — lögfræðistörl Ciarnargötu 30 — Simi 24753- Dúkadamask Höfum fengið hvítt damask í matardúka í breiddum 130 og 150 cm. Einnig stakar serviettur. Martelnri Fata- & gardínudeild Einarsson & Co. Laugavegi 31 - Sími 12816 Hefi opnað lækningastofu að Hverfisgötu 50 Viðtalstími mánudaga, þriðjudaga, fimmtu daga og föstudaga kl. 6—7 og miðvikudaga kl. 2—3 e.h. ÓLAFUR ÓLAFSSON, læknir. Sími 17474 og 18888.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.