Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. des. 1962 t d tíðindi V-Þýzkaland EFTIR sex vikur er fullvíst talið, að endir sé bundinn á stjórnarkreppuna 5 V-þýzka- landi. Með lausn hennar er einnig raunverulega bundinn end ir á stjómmálaferil Adenauers, kanzlara. Honum tókst ekki að efna til nýs stjórnarsamstarfs með Frjálsum demokrötum, nema að heita t>ví að hætta störf um næsta haust. Tilraunir til samstarfs við Sósíaldemokrata strönduðu á kröfu Adenauers um að breytt yrði kjördæmaskipu- lagi landsins, og höfðu þó ráða- menn Sósíaldemokrata lægt þær raddir innan flokks síns, er gerðu það að kröfu sinni fyrir samstarfi, að Adenauer færi frá. Það var krafa Frjálsra demo- krata, er þeir gengu til sam- vinnu við Kristilega demokrata eftir kosningarnar sl. ár, að valda tícmi Adenauers yrði takmarkað- aður. Eftir stjórnarslitin, fyrir sex vikum, taldi Adenauer sig ekki lengur bundinn loforði því, er gefið var i fyrra. Kenndi hann Frjálsum demokrÖtum, hvernig farið hefði. Þeir kenndu aftur afskiptum Strauss, iandavarna- ráðherra, af „Spiegelmálinu“, og sögðu hann hafa sýnt dómsmála- ráðherranum, Stammberger. lítils virðingu með því að hafa látið framkvæma handtökur starfs- manna tímaritsins, án hans vit- undar. Gerðu þeir tvær kröfur til Kristilegra demokrata, ætti stjórnarsamstarf að takast á nýjan leik, að Strauss yrði ekki ráðherra í nýrri stjórn, og Aden- auer héti því að fara frá, eins og um ar samið í fyrra. Hv jrugur kosturinn mun Aden auer hafa þótt góður. Sjálfur mun hann hafa kosið að sitja sem lengst, væri á nokkurn hátt hægt að samrænja slíkt nýrri stjórnarmyndun. Kosningasigur undirdeildar Kristilega demo krataflokksins í Bavaríu, en Strauss er leiðtogi fulltrúa þess héraðs, hefur gert Adenauer enn erfiðara um vik, þar eð þá var ekki annað vitað, en Strauss nyti fulls trausts þeirra fulltrúa. Þeir eru 50 á þingi og stuðning þeirra varð Adenauer að hafa. 2. desember varð ljóst, að í vikunni á undan höfðu farið fram viðræður milli Kristilegra demokrata og Sósíaldemokrata um stjórnarmyndun. í fyrstu munu bæði Frjálsir demokratar og margir Sósíaldemokratar hafa talið, að hér væri aðeins um að ræða tilraun til að gera þá fyrr- nefndu auðveldari viðfangs fyrir Kristilega demokrata í viðræð- um um nýja stjórn. Þó samíþykkti nefnd þingfull- trúa Sósíaldemokrata að taka upp viðræður vio Kristilega demokrata. Munu þeir fyrr- nefndu hafa lagt fram áætlun í sex liðum um væntanlega stjórn arstefnu. Eitt af því, sem þar var lagt fram, og það, sem þyngst var á metunum fyrir Adenauer, var, að starfsferli hans voru ekki sett takmörk. Þá mun einn af full- trúum Sósíaldemokrata, í við- ræðunum, Herbert Wehner, vara formaður þingnefndar flokksins, hafa fallizt á fyrir sitt leyti, að kjördæmaskipulagi landsins yrði breytt. Samtímis því, sem viðræður milli þessara flokka fóru fram, héldu Kristilegir demokratar uppi viðræðum við Frjálsa demo krata, og var það í anda sam- þykktar hins fyrrnefnda flokks. Einnig fóru Frjálsir demo- kratar þess á leit við Sósíáldemo krata, að hafnar yrðu viðræður um myndun stjórnar. Þessir tveir flokkar hefðu getað náð meirihluta, 7 sætum, en hann hefði þó tæpast fengizt staðizt í raun og veru, þar eð margir íhaldssamir Frjálsir demokratar hefðu vart stutt Sósíaldemokrata. Er á herti, kom hins vegar í ljós, að Sósíaldemokratar gátu ekki fallizt á skoðun fulltrúa síns, Wehners, um að kjördæma skipulaginu skyldi breytt. Það hefði þýtt, að miðað við úrslit síðustu kosninga, hefðu Frjálsir demokratar enga fulltrúa fengið á næsta þingi. Sú hætta hefur vafalaust gert Frjálsa demokrata samningaliprari, enda varð það niðurstaðan, að þeir tóku hönd- um saman við Kristilega demo- krata um myndun nýrrar stjóm Ný stjórnarsamvinna í V-Þýzkalandi- Hver verður endanleg ákvörðun IMehrus -Leysist Kasmírdeilan? - ar. An þess, að Sósíaldemokrat- ar samþykktu að breyta kjör- dæmaskipulaginu, taldi Aden- auer sér ekki fært að mynda stjórn með þeim, jafnvel þótt áframhaldandi völd hans yrðu tryggð. Sósíaldemokratar og Kristileg- ir demokratar hafa ekki starfað saman í stjórn um langan tfcna, enda skoðanir . og stefnumál misjöfn. Þótt samkcmulag muni hafa náðst um ýmis atriði, m.a. varnarmál, meðan á viðræðum íþessara tveggja flokka stóð, þá greindi enn á um ýmislegt. Auk þess er margt, sem í aug- um Kristilegra demokrata hefur gert stjórnarmyndun með Frjáls- um demokrötum mögulega og æskilega, úr því að ljóst var, að ekki var hægt að binda endi á þingsetu Frjálsra demokrata með samvinnu við Sósíaldemokrata. I ljós kom við skoðanakönnun, að fulltrúar Kristilegra demo- krata í Bavaríu kusu heldur að snúa baki við Strauss en veikja aðstöðu flokksins á þingi. Mikil ósamstaða ríkti og innan Kristi- lega demokrataflokksins um sam vinnu við Sósíaldemokrata. Með því að mynda stjórn með Frjálsum demokrötum virðast Kristilegir demokratar því geta haldið Strauss fyrir utan nýja stjórn, án þess að veikja að- stöðuna á þingi. Ákvörðun Aden auers um að hætta næsta haust, er raunar ekki þungbærari, en ákvörðun hans, sama efnis, í fyrra. Ákvörðun Frjálsra demokrata um að slíta stjórnarsamstarfinu, og lausn stjórnarkreppunnar nú, er reyndar stærstur sigur fyrir 'þá sjálfa. Þeir tryggja tilveru flokks síns, tryggja, eftir því, sem síðast fréttist, að Strauss láti af ráðherraembætti og fá loforð um að Adenauer fari frá. Sú ákvörðun á ekki síður fylgi að fagna meðal Kristilegra demo- krata. Indland og Kma ALLT frá því, að Indverjar fengu sjálfstæöi sitt fyrir 15 ár- um, hafa þeir átt í erjum við tvær mannflestu nágrannaþjóðir sínar. Deilur hafa staðið við Kína um landamæri, sem eru nær 3000 km löng, og deilt hefur verið við Pakistani um Kasmír. Síðustu daga hefur þó ýmislegt bent til þess, að samkomulag kunni að nást um Kasmír við Pakistani og bardagar við Kín- verja hafa nær algerlega legið niðri tvær undanfarnar vikur. Kínverjar hafa tilkynnt, að þeir hafi tekið að flytja lið sitt til baka frá vígstöðvunum. Margt bendir til, að svo sé, a.m.k. á norðausturvígstöðvunum, þótt engrar hreyfingar hafi orðið vart á liði þeirra í Landakh. Er Indverjar taka lokaákvörð un sína um, hvort gengið skuli til samninga við Kínverja, verða þeir að taka ákvörðun, sem er í senn hernaðarlegs og stjórn- málalegs eðlis. Kínverjar hafa sýnt yfirburði sína á hernaðar- sviðinu. Indiverjar eru liðfærri, ver vopnum búnir, og urðu í sífellu að hörfa, meðan bardagar stóðu. Það er auk þess augljóst, að það myndi taka mjög langan tíma er endurskipuleggja ind- verska herinn. Á það bæði við um viðleitni Indverja sjálfra og framlag Breta og Bandaríkja- manna. Vopn þeirra koma ekki að fullum notum, nema þjálfaðir menn séu fyrir hendi til að fara með þau. Indverski herinn telur ekki nema rúma hálfa milljón manna, og þjálfun nýliða tekur sinn tíma. Þótt hernaðaraðstaðan sé lélag, þá hefir indverska þjóðin sam- einazt í þjóðernistilfinningu, eft- ir að árás Kínverja bar að hönd- um. Þær raddir eru bæði margar og áhrifamiklar, sem krefjast þess, að árás Kínverja sé mætt með þekn ráðum, sem duga- Ind- verjar megi ekki gefast upp. Hefðu Indverjar gengið að vopnahléstillögum Kínverja, þá hefði það falið í sér landvinn- inga fyrir þá síðarnefndu. Á norðaustursvæðinu hefðu landvinningarnir ekki orðið miklir. Hins vegar hefðu Kínverj ar fengið yfirráð yfir um 12.000 fermílum lands í Ladakh, svæði, sem Indverjar hafa ætíð talið sitt land. Þar liggur vegur sá, sem Kín- verjar hafa gert frá Sinkiang til Tibet. Þótt tilgangur Kínverja með árásinni á Indland sé vafa- laust margþættur, þá efast fáir um, að landvinningar í Ladaklh hafi verið þungir á metunum. Nú í vikunni fór Nehru í eftir- litsferð um norðausturhéruðin, og hann hefur síðan lýst því yfir, að Kínverjar hafi hörfað á norð- austurvígstöðvunum, þ.e. dregið lið sitt til baka. Hins vegar er athyglisvert, að Indverjar hafa ekki sent hermenn sína inn á þau svæði, sem Kínverjar hafa yfirgefið. • Þótt Nehru hafi síðan haldið Framh. á bls. 23. • HÁTÍÐ MAMMONS Jólin nálgast, þessi minningar- hátíð um fæðingu frelsarans, þessi hátíð barnanna. Þegar Velvakandi fór að hugleiða hvað heppilegt væri í sunnu- dagsvelvakanda urðu jólin fyrst fyrir, en flestir virtust svo önnum kafnir af jólaundir- búningnúm að þeir máttu ekki vera að því að sinna þessu vikulega rabbi hér í dálkum Velvakanda. En er nú allt þetta vafstur og miklu annir fyrir jólin gjört í minningu frelsarans og til þess að gleðja börnin einvörð- ungu? Tímarnir breytast og mennirnir með. Þetta gildir einnig um jólin og þá miklu minningarhátíð. Okkur er nær að halda að jólin snúist nú um flest annað .meir en þetta tvennt, sem fyrr er greint. Allt skrautið, prjálið og peningamir virðist okkur í fljótu bragði vera farið að skyggja á þessa trúarhátíð. Margir þeir, sem vaxnir eru úr grasi, minnast jólanna með nokkrum öðrum blæ en þau eru nú. Fyrr á árum var hógværð öllu meiri yfir jólum og jólaundirbún- ingi. Þá glöddust börnin yfir minni gjöfum en nú, jafnvel eitt lítið kerti var þeim nægi- legt tákn jólagleðinnar og nýir hvítbryddaðiir sauðskinnsskór gerðu þau fullkomlega ham- ingjusöm. Það er vissulega gleði legt að efnahagur okkar í dag skuli geta leyft okkur glæsilegar jólagjafir og dýrindis veizlur marga daga í senn. Hitt er svo annað mál, hvort mennirnir eru nokkuð sælli eða ánægðari með þá miklu viðhöfn, sem nú er höfð, er jólin ganga í garð. Mörg um finnst að þessi hátíð sé nú orðin fremux hátíð Mammons og peninga en hátíð Krists og trú- arminningar. Um leið og við gleðjumst yfir velgengninni megum við þó ekki gleyma hvað jólin tákna í raun og veru. Ég er hræddur um að fleiri hafi nú þyngri og stærri áhyggjur af því hvað þeir eigi að velja til jólagjafar handa ættingjum og vinum, heldur en hinu hvað líð- ur sálarbeill þeirra og trúarleg- um þroska. Fleiri munu að lík- indum velta því fyrir sér, hvort þeir hafi nú munað eftir að senda öllum kunningjunum jóla kort helduir en hvort þeir kom- ist í kirkju á aðfangadagskvöld eða jóladag. Feningarnir eru þessa dagana ríkasta hugðarefnl hvers heimilisföður, því nú þarf að tína saman allar þær krónur sem fyrirfinnast, svo hægt sé að gera jólin sem glæsi- legust. Þannig er desembeirmán uður orðinn flestum fjárhags- leg martröð í stað þess að vera hljóðlátur mánuður hins ís- lenzka skammdegis. Við skulum vissulega gleðj- ast yfir veraldlegri velgengni okkar. Við skulum gleðjast yfir því að geta keypt okkur falleg föt og gengið glæsilega búin. Við skulum gleðjast yfir því að geta keypt okkur veizluföng og búið okkur veizluborð. Við skul um einnig gleðjast yfir því að hafa efni á því að búa í dýrum og glæsilegum húsum, eiga gljáandi og ganghraðar bifreið- ir. Við skulum-gleðjast yfir því að geta siglt til annarra landa og frílystað okkur þar eins og þjóðhöfðingjar. Yfir öllu þessu skulum við gleðjast, aðeins ef við gleymum ekki því sem þýð- ingarmest er; andlegum þroska okkar sjálfra. Ög við skulum gleðjast yfir miklum og glæsi- legum jólum, fullum af jóla- gjöfum, prjáli og dýrum mat, aðeins ef við týnum ekki sál- arheill okkar í öllu þessu veldi Mammons. • JÓL SR. JÓNASAR Ekki er úr vegi að enda þessa jólahugleiðingu með því að líta á frásögn sr. Jónasar frá Hrafna gili um jólin. Hann segir: „Jólanóttin var ársins helg- asta stund í augum almenning3 og er það víða enn í dag. Þá var víða siður og er sums staðar enn að kveikja Ijós um allan bæinn, svo hvergi bæri skugga á. Þegar búið var að sópa hann allan, gekk þá húsfreyja kringum bæinn og um hann „bauð álfum heim“ og sagði: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu“. Sumir létu ljós lifa í bænum alla nótt- ina og sjálfsagt í baðstofunni og hefur það sumstaðar haldizt við fram á vora dag og er tii enn í dag“. Og enn segir sr. Jónas: „Sérstaklega eru jólin og voru enn hátíð fyrir bömin. Þá var nú bæði að þau fengu góða fylli sína að borða en svo hefur það verið gamall siður á íslandi að gefa þeim kerti. En kertaljósin voru dýrindisljós á meðan lýsislamparnir og grút- arkolurnar voru aðalljósin á bæjum. Víða var líka öllu fólk inu gefið sitt kertið hverju, var þá ekki lítið um dýrðir, þegar mörg böm kveiktu hvert á sínu kerti og brá svo ljósbjarm- anum um alla baðstofuna". Okkur er hollt að muna að það er ekki langt síðan að hér á landi vom átti þessi lýsing við á nærfellt hverju einasta heimili. Nú er þetta breytt og flest til bóta. Það er að síðustu ósk Velvak anda til allra lesenda sinna að þeir megi hafa góð og blessunar rík jól, minnugir þess að hóf er bezt á hverjum hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.