Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 15

Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 15
Sunnudagur 9. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 15 Anna Laxdal Kaupakona — Minning HINN 22. nóvember sL var jarð sungin frá Auikreyrarkirkju Anna Laxdal kaupkona, sem and aðist í fjórðimgssjúkrahúsi Ak- ureyrar þann 3. sama mánaðar eftir fremur stutta legu. Kirkjan var þéttsetin skyld- mennum, vinum og kunningjum, sem með þökk og trega minnt- ust hinnar látnu heiðurskonu á þessari kveðjustund. Sóknarprest urinn, séra Pétur Sigurgeirsson, framkvæmdi athöfniraa og rakti í sannri og hugþekkæi ræðu ævi- (atriði þessarar, að mörgu leyti, sérstæðu konu og velvirta borg- ara. Anna Laxdal var fædd að Tungu á Svalbarðsströnd hinn 14. desember árið 1896, dóttir hjónanna þar, Guðnýjar Gríms- dóttur og Helga Jónssonar Lax- dal. Foreldramir voru bæði af merkum ættum og bar heimili þeirra þess glöggan vott, bæði úti og inni. Þeir sem kynntust Guðnýju húsfreyju minnast henn ar ætíð með hlýhug og virðingu og Helgi Laxdal var landskunn- ur athafnamaður og var nafn hans jafnan nefnt samhliða nöfn um helztu félgsmála-frömuða í Suðuir-Þingeyjarsýslu á þeim ár- um. Heima í Tungu ólist Anna upp, hjá góðum foreldrum og í hópi mannvæhlegra syistkina. Þar heima hlaut hún sína undirstöðu menntun, sem ásamt erfðum ætt areiginleikum, urðu henni fax- sælt veganesti, sem entist til ævi- loka. Heiman að lá svo leiðin í Ikvennaskóla og síðan til dvalar fjarri átthögunum, meðal annars erlendis, en slíkt veitir jafnan aukinn þroska og víðsýni. Til Akureyrar flutti Anna árið 1927 og stofnaði þar ásamt ann arri sæmdarkonu, Freyju Antons dóttur, verzlunina „Anna og Freyja", sem hún rak af mesta myndarskap, fyrst sem sameign, en síðar sem einkaeign, alit til Seviloka. Anna Laxdal tók, um skeið, mikinn þátt í félagslífi bæjar- ins. Var m.a. meðlimur Sjálfstæð isfélags kvenna, Verzlunarmanna félagsins, Náttúrulækningafélags ins og var einn af stofnendum Zontaklúbbs Akureyrar. f félög um þessum voru henni falin mörg trúnaðarstörf og rækti hún þau öU af stakri trúmennsku og sam vizkusemi. Hún var sjálfstæð kona í þess orðs beztu merkingu, hafði enda fátt að sækja til ann anra. Smekkvísi var henni í blóð horin og listhneigð hennar og hrifnæmi vöktu snemma ást hennar á fögrum bókmenntum og mikla ánægju bafði hún af söng og góðri hljómlist, velheppn uðum leiksýningum og hljóðlátri helgistund í kirkju sinni. Á allt, sem hún sá eða heyrði lagði hún eitt eigið mat og þótt einhverjir, úr fjölmennum kunningjahópi hennar, hefðu aðra skoðun á mál efnunum, varð það oftast svo, að hennar dómur reyndist sanngjarn ostur og bezt grundaður. Mörgu góðu máli og einstakling um, sem erfitt áttu, lagði Anna hð og gerði það þá jafnan af rausn og höfðingsskap og alveg fágæt var tryggð hennar við fæð ingarsveitina og við þá einstakl inga, hærri sem lægri, sem hún fiafði kynzt eða umgengizt á upp vaxtarárunum. Verzlun sína rak Anna, sem áður segir, af mesta dugnaði og lagðd mikið kapp á að hafa góðar vörur á boðstólum. Viðskiptavinix hennar urðu því margir og skólar, víðsvegar af landinu, leituðu til hennar um hannyrðavöruir og því um líkt. Þegar hin svonefnda Akureyr ar lömuharveiki var í algleymingi tók Anna veikina, sem margan þjáði og skildi eftir varanleg mein hjá ýmsum, er hana fengu. Fár' sjúk var hún flutt til hælisvistar í Danmörku og hlaut hún þar góðan bata, en mikið mun sú sjúkdómslega hafa reynt á Hk- amsþrek hennar, þótt ekki léti hún mikið á því bera. Hún hélt áfram atvinnu sinni og var ætíð, í vinahópi hrókur alls fagnaðar, en glaðlyndi hennar, hreinskilni og aðrir mannkostir öfluðu henni f jölmargra vina á lífsleiðinni. Síð ustu tvö árin var hún oft sárþjáð, en gekk þó ailtaf til starfa og var hin hressasta í tali, svo þessi snöggi viðskilnaður kom nokkuð á óvart, jafnvél þeim, er þekktu hana bezt. Með önnu Laxdal er merkur borgari horfinn af sjónarsviðinu. Sæti er autt, sem skipað hafði verdð sæmdarkonu með sjaldgæf- um mannkostum og miklum per- sónuleika. Blessuð sé minning hennar. Vinur. t t t Bjart er yfir minningu önnu Laxdal í hugum okkar. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að eiga hana að vin og starfsfélaga, og við hörmum, að hún skuli nú, svo allt of fljótt, vera horfin úr hópnum. Enn höfum við varla áttað okk ur á því, að sætið hennar sé nú autt og það verður áréiðanlega vandfyllt. Okkur gleymist ekki hvernig Anna Laxdal var: Vinur Vina sinna, trygg og traust og góð. Hún sem átti fallega hlíða brosið, glettnu augun og hlýja handtakið. Við urðum betri af að kynnast Önnu. öllum leið svo vel í ná- vist hennar og það var skemmti legt og létt að starfa með henni, því frá henni stafaði birtu og gleði, sem ekki fyrnist. Hún var hreinlynd drengskaparkona, sem ekki vildi vamrn sitt vita. Þökk sé Önnu fyrix það sem hún var okkur. Þökk fyrir öll góðu og glöðu árin, starf og styrk og hvatningu. Og það er huggun^ í harmi, að vita að þar sem hún nú dvelur er „skærri sol og fold ir fegri". Blessuð sé minning önnu Lax daL Zontasystur. NORDURlEm Reykjavík Uurland TIL AKUREYRAB: þriðjud., föstud. og sunnudaga. FRÁ AKUREYRI: miðvikud., laugard. og mánudaga. NORÐURLEIÐ HF. Það er fyrir öllu að eignast VOLKSWAGEN m Árgerð 1963 af VOLKSWAGEN 1500 er fyrirliggjandi Hva8 gerír VOLKSWAGEN aS VOLKSWAGEN? Er það lögunin? — Nei vissulega ekki. Það, sem gerir Volkswagen að Volkswagen hefir dýpri merkingu en útlit og lögun. Eru það framleiðsluhættir Volkswagen? Já, að miklu leyti vegna þess að þeir af- ráða gæðin. Volksw^gen 1500 er byggður af sömu nákvæmni og sá Volkswagen sem þér þekkið. Er það staðreynd að varahlutaþjónusta sé allsstaðar fyrir hehdi? Já, það er einmitt það sem Volkswagen leggur ríka áherzlu á. Og eftir á að hyggja, þá er bíllinn jafngóður þjónust- unni sem fyrir hendi er. Eru það undirstöðuatriði smíðinnar? Já, er nokkuð vit í öðru en að fylgja þeirri reynslu, sem fengizt hefir með fram leiðslu meira en 5 milljón Volkswagen? Alltaf fjölgar VOLKS WAGEIM Það er þess yegna sem vélin í 1500 er loftkæld, en ekki vatnskæld. (Enginn vatnskassi, sem getur soðið í, lekið úr eða frosið á). Það er þessvegna sem vélin er stað- sett afturi þar sem hún nýtir aflið betur. Það er þess vegna sem er sjálfstæð fjöðr- un á hverju hjóli og bíllinn er allur svo undur þýður. Og hver er svo mismunurinn? Hann er margskonar. Afimeiri vél með 53 ha (SAE). Stærri farangursgeymsla, rúmbetri og meiri íburður í innréttingu. En hvort svo sem þér veljið Volkswagen sem allir þekkja eða 1500 — þá eigið þér þó alltaf Volkswagen og það er fyrir öllu. H e / / d v e r z I u n i n HEKLA Hf 103 sími 11275.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.