Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Finnskt Masonit
Stærð 4x8 fet og 4x9 fet.
SKÚIASON & JÓNSSON SF
Síðumúla 23 - Laugav. 62 sími 36 500
Húseigendafélag Reykjavíkur
i jólamatinn
Kalkúnar, kjúklingar, peking-endur,
aligæsir, hænsni, rjúpur. —
Vinsamlegast pantið tímanlega í hátíða-
matinn, því birgðir eru takmarkaðar.
Sunnubúðin Sunnubúðin
Mávahlíð 26 Laugateig 24
Sími 18725 og 18055. Sími 34666 og 33805
Aðeins fáanlegt
í Tízkuskólanum.
Laugavegi 133
Sími 20743.
Rnfmugns
húrliðunnrjúrn
Það nýjasta í hárliðun.
Fer sigurför um allan
heim. — Engar rúllur
eða spennur.
Fljótvirkt og auðvelt
í meðferð.
Heildsölubirgðir: Þórhallur Sigurjónsson, Þingholtsstræti 11 — Sími: 18450,
Í5LAND« 15
TÉKKAP 15
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
kastaði gestum sínum út,
en tröllamærin brosti við
tröllunum til skiptis, til
þess að styiggja nú ekk-
ert þeirra. Þegar hún
hafði stillt til friðar aft-
ur, tók hún stóran stein
og barði í ölkolluna sína
þrjú högg. Það líktist
einna helzt því, að hringt
væri hundrað kirkj-u-
klukkum. Svo tilkynnti
hún með sinni blíðustu
rödd, að sér félli vel við
alla tröllkarlana, en hún
ætlaði að giftast þeim,
sem sterkastur reyndist.
Þann tröllkarlinn ætlaði
hún að elska alla ævi og
verða hans eiginkona.
Hver þeirra átti að
kasta þremur steinum út
yfir fjörðinn, og sá, sem
gat kastað lengst, átti að
verða eiginmaður henn-
ar. Hún ætlaði sjálf að
velja steinana.
Þetta fannst tröllunum
skynsamlegt og rétt og
keppnin skyldi fara fram
næstu nótt, sem fullt
tungl væri. En nú varð
að slíta veizlunni, því að
jþað var farið að líða að
morgni, en tröll þola ekki
að sjá sól, því að þá verða
þau að steinum. Svo hélt
bver heim til sín. Trölla
botnaþursinn hélt heim-
leiðis á stórum fleka,
sem stjakað var áfram af
mörg hundruð smáþurs-
um. Þeir höfðu fengið
sinn skammt í veizlunni
og nú sungu þeir svo
mikið að söngurinn berg
málaði í nærliggjandi
fjöllum.
Tröllið frá Borjárni
var yngst og laglegast af
tröllunum. Það vildi
gjarnan fá hina fögru
tröllamey, og nú fór það
að æfa sig í steinkastinu.
Nótt eina tók það stóran
stein, sem var margar
smálestir að þyngd,
hleypti sér í hnút og —
púff! Steinninn flaug út
yl.r Hofsásinn og lenti á
nesinu innan við Kross-
ey. Þar liggur hann enn
í dag, og við fjöru stend-
ur hann upp úr sjónum
eins og lítil ey. Þegar
miiklir straumar eru í
firðinum, heyrist drauga-
legur súgur við steininn,
og það er ekki talið hættu
laust fyrir smábáta að
koma þarna nálægt.
Svo rann keppnisnótt-
in upp. Tröllslegur, full-
ur máni glotti á dimm-
um himninum, og tröllin,
öll þrjú, voru mætt á
Króksásnum, og þar lágu
nú steinar og björg af
ýmsum stáerðum. Trölla-
mærin stóð uppi á Ulvík
urfjallinu og hélt á stórri,
botnlausri kopartunnu,
sem hún notaði fyrir kíki.
Risinn frá Tröllabotn-
um kastaði fyrst, en
náði ekki yfir fjörðinn.
Svo mikill varð bylgju-
gangurinn, að sjór gekk
á land. Tröllið frá Bor-
járni kastaði álíka langt
og sömuleiðis stóra tröll-
ið. Þessi stóru björg liggja
þarna enn í dag.
Þá hló tröllamærin svo
hátt, að það brakaði og
brast í fjallinu, en þá
varð stóri tröllkarlinn
svo reiður, að hann greip
þrjú björg, hvert á eftir
öðru, og kastaði þeim
yfir fjörðinn. Þau kornu
á sléttuna við fjallsræt-
urnar, og þar eru þau enn
í dag.
Risinn frá Tröllabotn-
um hélt þangað aftur
eftir keppnina, og gróf
sig inn í fjallið. Tröllið
frá Borjárni gekk inn í
hinn stóra og dimma
helli sinn. En á Úlvíkur-
fjaLli var haldið brúð-
kaup, og þar gekk svo
mikið á að hávaðinn
heyrðist um sjö næstu
prestaköll. Stóra tröllið
og tröllamærin lifðu bæði
vel og lengi, en loksins
hurfu þau inn í fjallið og
dóu þar.
L. H. Berger
Pósiunnn
SÍÐASTA blað Lesbók
arinnar átti að vera nr.
23 en ekki 22 og eruð
þið, sem safnið blaðinu
beðin að leiðrétta þetta.
Myndasagan af Grá-
manni í Garðshorni,
hefur nú komið í tveim-
ur blöðum. Myndirnar
eru teiknaðar af Þresti
Magnússyni, sem er ung
úr og upprennandi lista-
maður. Lesbókin væntir
þess, að yngstu lesend-
ur hennar hafi gaman
an af að sjá í myndum
vinsælar þjóðsögur, sem
þeir kannast við.
Munið verðlauna-
keppnina, sem sagt var
frá í 21. blaði. — Nokkr
aí ritgerðir og sögur hafa
borist og einnig myndir.
Eftir jólin birtum við
einhverjar þeirra. Þess
vegna ættuð þið nú að
nota jólaleyfið til að
skrifa og teikna. Verð-
launin eru allt upp í 400
J krónur.
Með beztu kveðju
| Lesbók barnanna
David Severn;
Við hurfum inn
í framtíðina
Meðan ég stóð og
þurrkaði mér með stóru
línklæði, varð mér hugs-
að til þess, hve einkenni-
legt væri, að þetta fólk
skyldi vita um okkur
Dick og jafnvel búast við
okkur. Fregnin um
kornu Okkar í þorpið, þar
sem við gistum fyrst,
hlaut þegar að hafa bor-
ist til Onain. Samt var ég
allra mest undrandi yfir
því, að bæklaði drengur
inn skyldi hafa getið sér
til, hvaðan ég kom, að
hann skyldi tala mina
ensku, og að hér skyldu
fleiri vera, sem komnir
voru frá sama tíma og
umhverfi og við Diek.
Mér var sem óg sæi
svipinn á Diok, þegar ég
klæddist grænröndóttum
kyrtli, fjólubláum sokik-
um og inniskóm úr loðnu
úlfaldaskinni. Sú tilhugs
un kom mér í léttara
skap, og mér fannst ég
vera eins og leikari, sem
skipti um búning, áður
en hann hæfi leik í hlut-
verki sínu.
Mest saknaði ég vas-
anna af fötum mínum,
en svo fann ég dálitla
skjóðu, sem festa mátti
við beltið og notast við
til að geyma í ýmsa smá-
muni. Ég athugaði görolu
fötin mín vandlega og
safnaði saman þeim fáu
gripum, sem nú voru al-
eiga mín. Það voru lind-
arpenni —, sem þó. lak
blekinu, — blýantur,
budda með nokkrum
fimm og tíukrónuseðlum
og fáeinum krónum í
smámynt. Þá átti ég líka
vasaklút, greiðu, penna-
hníf, vasaalmanak, stækk
unarigler, þrjár glerkúl-
ur, sem ég hafði gert upp
tækar hjá nýsveini, verð-
lista yfir leikfangajárn-
brautir og snærisspotta.
Ég virti þessa hluti
fyrir mér, þar sem þeir
lágu á borðinu og hugsaði
með söknuði til alts þesis,
sem ég hefði getað haft
með mér, ef ég hefði ver-
ið undir þessa einkenni-
legu ferð búinn.
Dyrnar opnuðust og
Harry, bæklaði drengur-
inn, stóð á þröskuldinum.
Hann ætlaði að fara að
segja eitthvað, en þá
beindist athygli hans að
mununum, sem lágu á
borðinu. Hann flýtti sér
til mín og starði á þá
með glampandi augurn
eins og sex ára drengur,
sem skoðar afmæliisgjaf-
irnar sínar. Hann hand-
lék þá fullur ákafa og
eftirvæntingar. Það var
.auðséð að þessar fá-
breyttu eigur mínar
voru miklar í hans
augum, en jafnframt
virtist mega lesa í
svip hans, að hann væri
ekki að gera rétt með
því að snerta þær. Hann
virtist vera á nálum og
leit skelkaður um öxl,
þegar fóstran kom inn.
Hann spurði reiðilega,
hvað hún væri að gera,
svo hún flýtti sér út aft-
ur, muldrandi einhverja
afsöku. Um leið greip
hann verðlistann og opn-
aði hann þar sem mynd af
ljómandi falleigri hraðlest
var yfir báðar síðurnar,
Framhald næst.
Skrítlur
— Hvað hefurðu lært
í skólanum í dag, Har-
aldur? spurði faðirinn.
— Það, að kennarinn
hefur auvu í bnakkan-
um.
tí>±