Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 23
Sunnudagur 9. des. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
23
— Nokkur orð
Framhald af bls. 8.
(þingi lútandi að þessu, þar sem
ríkisstjórninni hefir verið falin
útvegun fjárins, 15 millj. króna.
Þessi frumvörp hafa ekki náð
fram að ganga og segir Björn
Fálsson í grein sinni í „Tímanum"
stjórnarliða á Alþingi hafa taf-
ið þau og svæft. Nokkrum hug-
leiðingum um núverandi ríkis-
stjóm og Keflavíkurveg bætir
greinarhöfundur við. Eg veit, að
Björn Fálsson er það skynsam-
ur maður, að hann renni grun
S hvað það er sem veldur þvi, að
þau frumvörp, sem hann nefnir,
Ihafa ekki náð fram að ganga.
Eg þykist meira að segja viss
um, að hann viti, að það sé
ekki auðvelt verk, hvorki fyrir
þá ríkisstjórn, sem nú situr né
aðrar, að annast út af fyrir sig
svo stóra fjárútvegun, sem hér
— Staldrað við
Framhald af bls. 10.
Síldarverksmiðja hefði kom
ið hér að miklum notum í
sumar, þvi að síldin veiddist
svo mikið hér úti fyrir. En
skipin koma ekki hingað inn
með síld til söltunar, upp á
að þurfá að fara annað með
úrganginn og bíða þar eftir
löndun.
— Hafið þið mannskap hér
fyrir síldarverksmiðju, auk
þeirra atvinnutækja, sem fyr-
ir eru?
— í>að hefur aldrei staðið
á fólki. Þeir, sem hér vinna
eru flestir heimamenn. Nokk-
ur ber einnig á, að burtflutt
fólk komi hingað í sumarfrii
og vinni hér. Fólkið kemur
þangað ,sem atvinnan er, og
hér liggja fyrir mörg verk-
efni.
Við megum ekki tefja leng-
ur. Hér eru allir önnum kafn-
ir og við tefjum aðeins. Guð-
mundur neitar með öllu að
láta taka af sér mynd og er
rokinn á dyr, áður en við fá-
um rönd við reist. Við tygjum
okkur því af stað, enn er eftir
versti hluti leiðarinnar, nýi
, vegurinn í Breiðdal.
Er við ökum eftir veginum
inn í fjarðarbotn, verður okk-
ur litið á tvö skipsmöstur, er
standa upp úr sjónum. Okk-
ur er síðar sagt, að þarna á
fjarðarbotni liggi brezkur
togari. Það var einhvern tíma
í kringum 1940, að brezkur
togari tók niðri á Austur-
horni, þar sem heita Hvít-
ingar. Skipstjórinn ætlaði að
sigla togaranum til Seyðis-
fjarðar, en komst ekki lengra
en á móts við mynni Stöðvar-
fjarðar, var þá orðinn siginn
mjög að framan og virtist að
því kominn að sökkva. Annar
brezkur togari var kominn á
vettvang og var nú ákveðið
að sigla inn Stöðvarfjörð. —
Þegar togarinn var kominn á
móts við kauptúnið var róið
út til hans. Bað skipstjórinn
um, að sér yrði vísað á góðan
stað til að hleypa skipinu upp
og var þá farið með togarann
inn í botn og honum siglt í
strand. Stefán Karlsson sagði
okkur í símtali, eftir að suð-
ur kom, að nokkru hefði verið
bjargað af kolum o. fl. úr tog-
aranum, áður en hann sökk.
Síðar var reynt að ná honum
upp, en tókst ekki. — Aftur
var reynt að kafa í togarann,
fyrir um það bil fimm árum,
sagði Stefán að lokum, en þá
var kominn í hann töluverð-
ur sandur og þari.
— mbj.
er um að ræða (a.m.k. 15 millj-
ónir króna) handa einu byggðar
lagi til vegargerðar, sem ég mun
verða síðasti maður til að halda
fram, að sé því ekki lífsnauðsyn
leg, án þess að sinna að neinu
leyti kröfum eða óskum um-
'boðsmanna þeirra byggðarlaga
annarra, sem telja sig með réttu
eða röngu búa við engu minni
eða jafnvel meiri samgönguerfið
leika. Má í þessu sambandi minna
á, að flokksbræður Björns Páls
sonar, sem fara með umiboð Vest-
I firðinga og Austfirðinga á Al-
i þingi, hafa þing eftir þing á
1 seinustu árum flutt frumvörp
um aukafjárveitingar, sem nema
tiáuim upphæðum til vegalagn-
inga í þessum landsihlutum.
Leiðin til lausnar samgöngu-
erfiðleikum Siglfirðinga, svo og
annarra, sem eiga við svipuð
vandræði að etja. er áreiðanlega
sú, sem núvenandi ríkisstjórn
hefir valið, þ.e. allsherjarendur-
skoðun vegalaga og fjáröflunar-
aðferðir til að Ijúka lagningu
vega til þeirra staða á landinu,
sem gegna mikilvægu hlutverki
í þjóðfélaginu, en búa við erfið-
ar samgöngur á landi, svo sem
Siglufjörður, Ólafsfjörður og ýms
ir staðir á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum.
Að lokum get ég ekki stillt
mig um að geta eins þáttar þessa
máls og að varpa fram einni
spurningu, sem snertir hann. —
Björn Pálsson, alþingismaður, og
ýmsir ónafngreindir flokksbræð
ur hans utan þings og innan, hafa
á síðustu 2-3 árum gengið rösk
lega fram í því að krefjast þess
af núverandi rikisstjórn, að hún
útvegaði nægilegt fé til þess, að
gerð jarðganganna gegnum
Stráka yrði lokið á árunum 1962
— 1964. Hefir oft fylgt þessari
kröfu hnútukast í ríkisstjórnina
og einstaka stuðningsmenn henn
ar fyrir áhugaleysi á málinu, á
heillindi og jafnvel svik. Nú lang
ar migtil að spyrja þá menn, sem
hafa reynt og hyggjast e.t.v. hér
eftir að reyna að gera sér pólitísk
an mat úr málinu: Hversvegna
beittu þeir sér ekki fyrir því á
valdatimum þeirrar ríkisstjórn-
ar, sem þeir treystu betur en nú-
verandi ríkisstjórn, að hún útveg
aði nægilegt fjármagn til að jarð
gangagerðinni í Strákafjalli
— Það dæmist
Framih. af bls. 6.
■dæmdar bætur að upphæð kr.
17.865,24, en í Hæstarétti kr.
3.813,62. í forsendum að dómi
Hæstaréttar segir um einstaka
liði m. a.
Um lið 1. Þar er staðfest niður-
staða héraðsdóms. Upphæðin,
sem krafizt var er mismunur á
'þeim launum, sem stefnandi
fékk greidd og launum skv.
samningi, sem gilti á þessum
•tima milli Félags sérleyfishafa
annarsvegar og Bifreiðastjóra-
félagsins Hreyfils Og Bifreiða-
stjórafélagsins Fylkis, Keflavík
hinsvegar. Var talið, að stefndi
'hefði verið bundinn af nefndum
samningi og því verið skylt að
láta stefnanda njóta launa sam-
kvæmt ákvæðum samningsins.
Þessi kröfuliður var því tekinn
'til greina, þó þannig, að mismun-
ur reiknaðist aðeins fyrir þann
'tíma, sem stefnandi var í þjón-
ustu stefnda.
Um 2. Ekki var talið gegn
eindregnum mótmæla stefnda, að
stefnandi hefði sýnt fram á, að
hér væri um réttmæta kröfu að
ræða.
Um 3. Talið var óupplýst,
hvernig á því stóð, að stefnandi
Ihætti vinnu fyrirvaralaust og
>ekki talið sannað, að honum
(hefði verið sagt upp starfi og
því var þessi liður ekki tekinn
til greina.
Um 4. Stefnanda var dæmt or-
lofsfé af fjárhæð þeirri, sem tek-
in var til greina skv. 1. tl. þ.e.
kr. 215.87..
Niðurstaðan varð því sú, eins
og fyrr greinir, að Kristjáni
Jónssyni . var dæmt að greiða
Tómasi Högnasyni kr. 3.813,62
ásamt vöxtunum, en málskostn-
aður var niður felldur fyrir báð-
um réttum.
yrði lokið á 2 árum, en á valda-
tima Vinstri stjórnarinnar var
ekki, svo að ég viti, minnzt á
þetta tveggja ára „plan“, heldur
skau't það upp kollinum í vissum
her.búðum, fljótlega eftir að sú
ágæta stjórn var öll? Voru þó
samgönguerfiðleikar Siglfirðinga
eitthvað svipaðir á þeim árum
og nú er, að því er ég bezt veit.
O.g að allra síðustu þetta:
Eg er alveg sannfærður írm, að
fyrir aðgerðir núverandi ríkis-
stjórnar verður því mikla mann
virki, sem vegurinn um Stráka
verður, lokið á allra næstu ár-
um, sem og lagningu vega til ann-
arra byggðarlaga, sem við mesta
samgönguerfiðleika á landi eiga
við að búa. — Þótt ég efist ekki
um einlægan áhuga Björns Páls
sonar fyrir Strákavegi og viti, að
hann vill leggia málinu lið eftir
því sem hann frekast má, gruna
ég hann samt dálítið um þá
græzku, að hann viti það með
sjálfum sér, að þess verður ekki
langt að bíða, að málinu skili
heilu í höfn fyrir aðgerðir nú-
verandi ríkisstjórnar og að vegna
þess hafi hann ritað grein þá í
„Tímann“, sem hér hefir nokk-
uð verið minnzt á til þess síðar
að skírskota til hennar og ann-
ars velvilja síns til málsins, þeg
ar það hefir verið farsællega
leyst.
Og víst er um það, að þótt
nefndur greinarhöfundur sé mað
ur skrumlaus og laus við ofstæki
að allri gerð, er það á margra
vitorði og þar á meðal hans sjálfs
að hann kunni vel til verka í
þeirri íþrótt, sem nefnd er at-
kvæðaveiðar.
Einar Ingimundarson
— Minningar
Framhald af bls. 12.
er og góður kafli um framsókn-
arvistina (Progressive whist),
sem þeir Vigfús og Rxmólfur Sig-
urðsson fluttu inn frá Skotlandi
og nú er orðin algengt skemmti-
atriði um allt land — en sumir
kalla ekki réttu nafni, af því að
það minnir um of á framsóknar-
flokkinn.
Kaflarnir er snerta stjórnmálin
veit ég að þykja allmerkilegir,
en munu að sjálfsögðu orka tví-
'mælis. Höfundur er þar berorður
um ýmsa menn, segir hiklaust
skoðun sína bæði á mótherjum
og samherjum nefnir bæði kosti
og lesti á ýmsum. Sýnir höf. það
enn sem fyrr að hann fer sinar
eigin leiðir og hefur djörfung til
•þess að láta álit sitt í ljósi á
mönnum og málefnum, þótt marg
ir hljóti að vera á annarri skoð-
un. En ég hygg að þeim, sem
stjórnmálum eru kunnugir þyki
ummæli höf. allforvitnileg. Skal
það ekki frekar rætt hér.
Skemmtilegustu þættir bókar-
innar þykja mér frásagnir um
Alþingishátíðina, dvölina að Laug
arvatni og ýmsir kaflar um fé-
lagsmálastörf höfundar.
Víst er að bók þessi ber glögg-
an vott um lífsreynslu höf., hug-
sjónir hans og brennandi áhuga
á málefnum þeirra, er hann berst
fyrir hverju sinni. Hann hefur
jafnan haft ánægju af samstarfi
við æskufólk og margt er í þess-
ari bók, sem það hefur gott af að
kynnast, alveg eins og þeir sem
eldri eru. Ég tel að bókin eigi
nokkurt erindi til allra og eink-
um er hún ómissandi þeim, sem
eiga fyrri bækur höfundar, sem
nú eru raunar uppseldar.
Síðustu þrír kaflarnir eni sér-
stæðir að því leyti að þar tala
aðrir en höfundur sjálfur. Það
eru greinax um höf. á síðustu
tugafmælum þ. e. dómar annarrá
um hann. Sumir munu ef til vill
vill telja það fordild að birta
slíkt, en ég tel það auka gildi
bókarinnar. Auk þess sem það
gefur ennþá skýrari mynd af höf-
undi eru þar bráðskemmtilegir
greinarstúfar, vísur og Ijóð.
Nefni ég þar t. d. ræðu Karls
Strand, læknis, og bréfið frá
Kjartani Ólafssyni í Hafnarfirði,
kvæði Jóhannesar úr Kötlum og
Vigfúsar rímu frú Elínar Vigfús-
dóttur á Laxamýri.
— Þökk sé Vigfiisi fyrir bók-
ina.
Ingimar Jóhannesson.
Þremenningarnir, sem fóru með Mai Zetterling á Vatnajökul.
íhefði verið ef ég hefði komið
fyrr. Ég reyndi að hafa upp á
Inu, en það tókst ekki. Síðan
Ihef ég frétt að hún sé dáin.
— Svo er næsti þáttur j
þessari sögu líklega, þegar þú
fórst til Öskju.
— 49 árum seinna fór ég til
Öskju í fyrsta sinn. Mig hafði
eðlilega alltaf langað til að
koma þangað. Af einhverri
tilviljun hittist svo á, að í
sömu ferð voru þrír þýzkir
jarðfræðingar sem komu hing
að sérstaklega til að halda
minningarathöfn um þessa
menn, sem drukknuðu þarna,
þá hálfri öld áður. Þetta var
hátíðleg stund. Það var lagð-
ur blómsveigur af eyrarrós-
um í vörðu, sem þau Ina og
Hans höfðu hlaðið þarna í
sinni ferð til minningar um
von Knebel. Þetta var stund,
sem ég gleymi aldrei.
— Hreppaskil
Framih. af bls. 4.
gólfið, en rétt í því losnar
hringurinn. Kvenþjóðin er í
meirihluta á gólfinu og við
erum umsvifalaust gripnir.
Þegar næst verður hlé yfir-
vinnum við allar freistingar
og komumst á áfangastað.
— Við erum frá Morgun-
blaðinu, og okkur langar að
spjalla við yður augnablik?
— Nei, nei, segir hiin og
færist undan, hvað ætli það
sé gaman að spjalla við mig.
Hún lætur sarnt undan og
við förum út í horn, þar sem
við getum verið í næði.
— Hvað ætti það svo að
vera sem ég get sagt ykkur?
byrjar Guðrún, þegar við er-
um sezt.
— Okkur var sagt að þú
hefðir farið allsérstaka öskju-
ferð með Guðmundi 1957,
segjum við henni Og vörpum
fyrir borð öllum þéringum,
sem okkur finnst einhvern
veginn ekki eiga við.
— Það er þá bezt að segja
ykkur aðdragandann. Sumarið
1907 komu hingað til lands
tveir þýzkir jarðfræðingar og
einn málari með þeim. Þeir
fóru norður til Öskju og voru
að rannsaka eldstöðvarnar í
þeirri ferð og drukknuðu
tveir þeirra á bátskel á Öskju-
vatni. Annar var fyrirliði
hópsins, Walter vOn Knebel,
sem var aðeins 25 ára og
kvað hafa verið bráðmyndar-
legur maður og efnilegur. Það
komust víst á kreik sögur um
það úti að það væri eitthvað
dularfullt við slysið og árið
eftir kom unnusta hans, Vict-
orina von Grumbkow, hingað
í fylgd með öðrum jarðfræð-
ingi, Hans Beck, til að reyna
að komast að, hvernig það
hefði orðið.
— Þau fóru fyrst austur í
Skaftafellssýslur og upp að
Lakagígum. Þau komu við á
Skál á Síðu, þar sem ég átti
heima, og ég var fengin til að
ferja þau yfir Skaftá.
— Hvað varstu gömul þá?
— Ég hef verið á tuttugasta
ári. Svo hélt ég áfram með
þeim og fylgdi þeim austur
yfir Skálarheiði og yfir
Holtsá. Þar skildi ég við þau.
Þau höfðu þrjá fylgdarmenn
og marga hesta undir farang-
ur. Daginn eftir komu svo
boð frá Inu, meðan ég var
ekki heima, og bað um að ég
fengi að fylgja sér alla leið
til öskju. Þetta var seint í
júlí, Og móðir mín var ein
heima af fullorðnu fólki, og
neitaði strax vegna þess að
hún mætti ekki missa mig.
— Þá bauðst hún til að
kosta mig til náms í Þýzka-
landi, ef hún fengi mig með
sér en mamma neitaði því
líka. Svo veit ég ekki þeirra
sögu meira, nema 'hvað þau
fóru norður yfir Sprengisand
og fengu svo fylgd að norðan
til Öskju. Þar veit ég að Ina
kastaði í vatnið í skríni öllum
sameiginlegum minjum von
Knebels og síns, og þegar þau
komu út til Þýzkalands aftur,
giftu þau sig Hans Beck og
hún. —
— Hefurðu ekki séð-eftir að
missa af þessu tækifæri til að
komast til Þýzkalands, ekki
sízt á þeim aldri?
— Jú, víst sá ég eftir því,
en það var ekkert við því að
gera. Ég kom reyndar til
Þýzkalands löngu seinna, en
það var allt annað en það
í fylgd með
kvikmyndastjörnu
Við erum búnir að heyra
sögur um það fyrr um kvold-
ið, að Guðmundur Jónasson
hefði ásamt tveimur öðrum,
sem þarna eru staddir, Gunn-
ari Guðmundssyni og Herði
Hafliðasyni, farið með Mai
Zetterling upp á Vatnajökul,
og okkur finnst ástæða til að
leita frétta af viðkynningu
þeirra við þessa frægu kvik-
myndastjörnu. Það er erfitt
að hafa hendur í hári þriggja
manna í einu á þessari
skemmtun, en eftir að hafa
oftsinnis náð tveimur og
misst þá í eltingarleik við
þann þriðja, tekst okkur loks
að safna þeim öllum á sama
stað. Guðmundur Jónasson
verður fyrir svörum fyrir þá
alla, en hinir skjóta inn jái
og nei og kinka kolli til sam-
þykkis.
— Hvernig lílkaði ykkur
samstarfið við svona fræga
konu. Var hún ekki hryllilega
duttiungafull?
— Þetta er mikið dugleg
kona, en hún var óheppin
með veðrið. Hún hefði svo
sannarlega viljað gera miklu
meira en hún gat gert. Hún
var með sex eða sjö manns
með sér, en hún var eina
driffjöðrin og alvag óþreyt-
andi.
— Hvernig var ferðinni
háttað?
— Við fórum með hópinn
inn í Landmannalaugar, upp
í Jökulheima og svo spölkom
inn á Vatnajökul. Veðrið var
alveg voðalegt. Við vorum á
fjórða dag á ferðinni. Það
var alveg sérstakt hvað það
var gott fyrir okkur, sem ekk
ert kunnum nema ísdenzku,
að tala við hana. Það var
bókstaflega eins og hún skildi
al'l't, sem sagt var við hana.
— Hvernig haldið þið að
árangurinn hafi orðið hjá
henni?
— Ég veit það ekki. Ég
held að það væri hægt að
gera mikið fyrir þessa mann
eskju. Það var hreint ekkert,
sem fór fram hjá henni. Sér-
stakloga gæti. hún eitthvað
gert ef hún fengi gott ferða-
veður, til daðmis vetrapstillur
éða gott sumai'veður.
Nú er komin ókyrrð á þre-
menningana og við treystum
ökfcur ekki til að halda þeim
lengur, enda er nú orðið íangt
liðið á kvöldið. Við stingum
þess vegna skriffærunum í
vasann og tökum þá stund
sem eftir er til heimferðar
með ró.