Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 24
24 MORCUNRT/AÐ1Ð Sunnudagur 9. des. 1962 1 HIN HVÍTU SEGL Þetta eru æviminningar Andrésar P. Matthíassonar sjómanns í Keflavík. Fyrir fimmtíu árum hóf hann sjómannsstarf sitt á seglskipum og enn í dag glímir Andrés við ægi, nær sjötugur að aldri, og hann man vel morgun lífs sín með Fransmönnum vestur í Haukadal í Dýrafirði, hádaginn þegar hann stýrði segl- skipi suður við miðjarðarhafslínu, styrjaldirnar tvær og loks ævikvöldið þegar hann horfði á bróður sinn fljóta örendan í sjónun? Andrés man ennfremur minnisstæða menn eins og Jóhannes föðurbróður sinn á Þingeyri, Ellefsen á Sólbakka, Hannes Hafstein í aðförinni gegn landhelgisbrjót- um á Dýrafirði, og Nielsen, fyrsta framkvæmdastjóra Eimskipafélags íslands, sæ- garpana frægu: Eldeyjar-Hjalta, Ásgeir Sigurðsson, Ingvar á Lagarfossi, Pál og Að- alstein á Belgaum og þjóðsagnapersónur á borð við Stjána bláa og Jón rauða, sem svaf í líkhúsinu í Bordeaux. Allt þetta og miklu fleira rifjar Andrés upp, og Jóhannes Helgi kemur æviminning- um hans ógleymanlega á framæri við lesendur. HIN HVÍTU SEGL er saga íslenzks sjómanns JÓHANNES HELGI er í fremstu röð yngri rithöfunda okkar, og endurminningabók hans um Jón Engilberts, HÚS MÁLARANS, vakti þjóðarathygli, en því olli í senn efni hennar og mál og stíll höfundarins. ANDRÉS P. MATTHÍASSON hefur í meira en hálfa öld stundað sjóinn á skútum, vélbátum, togurum og hámöstruðum seglskipum. Andrés hefur frá mörgu að segja innan lands og utan. Frásögnin er skýr og skcmmtileg. SETBERG • FREYJIiGÖTIJ 14 • REYKJAVÍK • SÍMI 176S7 Ingibjörg F’ísabet Jónsdóttir Gissurardóttir Sigurlaug M. Jónasdóttir • Helga M. Níelsdóttir Margrét R. Halldórsdóttir FIMM KONUR Þessar endurminningar lýsa mikilli og sterkri lífsreynslu, en skýra um leið þá stórfenglegu þróun, sem íslenzka þjóðin hefur hfað hina síðustu sjö til átta ára- tugi. Hér er fjallað um efnið af nærfærnum skilningi og skarpri innsýn. Frá- sagnirnar verða öllum ógleymanlegar. FíMM KONUR er glæsileg gjafabók til allra íslenzkra kvenna. FIMM KONUR er skrásett af Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.