Morgunblaðið - 11.12.1962, Side 1
24 siður
49 árgangur
278. tbl. — Þriðjudagur 11. desember 1962
Prentsmiðja Morgunb'Iaðsins
Alþjóðlegar eftirlitsnefadir
fa að flytja ,svaria
kassa' til Sovét
Genf 10. des. (AP-NTB).
I DAG skoraði bandaríski full-
trúinn á afvopnunarráðstefnunni
í Genf, Charles E. SteXle, á Sovét
ríkin, að samþykkja hið minnsta
möjpilega eftirlit með þvi að
bann við kjarnorkutilraunum
verið haldið. Stelle, sem situr
rálðstefnuna um tíma fyrir hönd
Arthurs Dean, sem nú er í Banda
ríkjunum, bar fram þessa áskor-
un eftir að fulltrúi Sovétríkj-
anna á ráðstefnunni Semion Zara
pkin hafði sagt, að Sovétríkin
væru fús til þess að leyfa að
komið væri upp þremur eftirlits-
stöðvum, svonefndum „svörtum
kössum“, innan landamæra Sovét
ríkjanna.
Zarapkin sagði enn frermir, að
Sovétríkin myndiu leyfa alþjóð-
legum eftirlitsnefndum, að flytja
„svötru kassana" til Sovétríkj-
anna og ssekja þá þangað afbur
til þess að fylgjast með mælitækj
unum.
Vesturveldin hafa lagt áherzlu
á það, að þau telji að „svörtu kass
arnir" geti ekki komið í stað al-
þjóðlegra eftirlitsnefnda, en
Stelle sagði á afvopnunarráð-
stefnunni í dag, að tillaga Zara-
píkins væri þess virði, að hún
vœri rædd náikvæmiega.
Zarapkin tiltóik í ræðu sinni
þrjá staði innan Sovétríkjanna,
þar sem Rússar myndu sam-
þykkja að komið yrði upp ó-
mönnuðum eftirlitsstöðvum
(svörtum kössum). Sagði Zarap-
kin, að æskilegast væri, að tækj-
unum yrði flogið til og frá So-
vétríkjunuim með sovézikum flug
véluim af sovézkum áhöfnum. Ef
Vesturveldiin krefðust þess, að
alþjóðlegar eftirlitsnefndir ynnu
þetta verk, væri sennidegt, að
Rússar samþykktu það, en áður
myndu þeir gera ýmsar varúðar-
ráðstafanir. Zarapkin sagði, að
Rússar væru reiðubúnir að sam-
þykkja, að „svörtum kössum"
yrði einnig komið fyrir í lönd-
um, sem eiga landamæri að So-
Framh. á bls. 23.
Vladimir Aslikenazy
Hretar senda her
lið tíl Brunei
Þeir sækja fram til olíumið-
stöðvarinnar, sem uppreisnar-
menn hafa á valdi sinu
Brunei og London — (NTB-AP)
• BARIZT hefur verið í Brunei á Norður-Borneo frá því á laug-
dag. Hafa Bretar nú sent 800 hermenn til Brunei. Uppreisnar-
mennmenn hafa enn á valdi sínu olíuborgina Seria, fangelsi fyrir
utan utan höfuðborgina Brunei og borgina Limbang á landamær-
um Brunei og Sarawak.
• Bretar tóku í dag flugvöll, sem uppreisnarmenn höfðu á valdi
sínu rétt við Seria og sækja nú fram til olíumiðstöðvarinnar.
• Talið er að einn Breti hafi fallið og 19 særzt í bardögunum, en
ekki hafa fregnir borizt af mannfalli í liði uppreisnarmanna.
• Bretar auka enn liðstyrk sinn í Brunei og í kvöld var brezkt
herskip væntanlegt þangað með orustuflugvélar.
• Ríkisstjórnin í Brunei hefur bannað Rayatflokkinn, en for-
maður hans er Azkari, foringi uppreisnarmanna. Hefur verið gerð
húsrannsókn hjá ýmsum flokksmönnum og fundizt ýmis gögn,
sem bentu til uppreisnarundirbúnings. Handtökur hafa einnig
farið fram.
Foringi uppreisnarmanna á
Brunei, Ashari, er nú staddur
á Filippseyjum og sagði hann í
Manila í dag, að hlutverk upp-
reisnarinnar væri að hindra það,
að kommúnistar næðu undirtök-
unum í landinu. Sagði hann, að
stjórn uppreisnarmanna myndi
fylgja hlutleysisstefnu og berjast
gegn kommúnistum. Skýrt var
frá því, að Azhari hefði farið
þess á leit við MacapagaJ, for-
seta Filippseyja, að hann veitti
uppreisnarmönnum lið, en farið
bónleiður til búðar.
Brezki ráðherrann Duncan
Ashkenazy og Þór-
unn koma hingaÖ
Morgunblaðið hefur frétt,
að öll líldndi séu tii þess að
lúnn heimsfrægi rússneski
píanólieikari, Vladimir Ashk-
enazy, facnni hingað um miðj-
an mánuðinn ásamt eigin-
konu sinni, Þórunni Jóhanns-
dóttru-. Eru þau hjón á leið
austur til Moskvu, eftir hljóm-
leikaför Ashkenazys vestur í
Bandar í k j u num, sem hefur
verið óslitin sigurför. Hlaut
Ashkenazy hina lofsamlegustu
dóma vestra, og er haft á orði,
að hann sé nú jafn vinsæll
þar vestra og hinn ungi banda
ríski píanóleikari Van Cli-
burn er í Sovétríkjunum. Þau
hjón munu halda héðan áfram
austuir fyrir jól. Ashkenazy
kemur hingað á vegum Péturs
Péturssonar.
Sandys, sem fer með málefni sam
veldisins sagði í dag í neðri deild
brezka þingsins, að takmark upp-
reisnarmanna í Brunei hefði verið
að ná soldáni landsins á sitt vald
og koma ýmsum stjórnmálaleið-
togum hæði í Brunei, Sarawak
og á N.-Borneó fyrir kattarnef.
Sagði Sandys, að stjórnmálamenn
í Sarawafa og á N.-Borneó hefðu
þegar fordæmt uppreisnina og sol
dáninn í Brunei hefði sannað, að
ekkert væri hæft í því, að hann
hefði verið í vitorði með upp-
reisnarmönnum. — Það hafði
spurzt, að soldáninn hefði
ætlað að ná undir sig
með þeirra hjálp Sarawak og
N.-Borneó og gera Azhari forsæt-
isráðherra hins sameinaða svæð-
is. Sandys sagði, að óstaðfestar
fregnir bentu til þess, að upp-
reisnarmenn hefðu verið þjálf-
aðir af erlendum aðilum. Sandys
var spurður að því hvort að hann
héldi að Brunei myndi gerast
aðili að Malaysiaríkjasamband-
inu ásamt Malaya, Singapore,
Sarawak og N.-Borneó. Sagðist
Sandys ekki geta svarað þessu,
það gætu ibúar Brunei einir.
FYRIR skömmu var skipaður 1
nýr yfirmaður herráðs Ind-
verja, J.M. Chaudhuri. Sést
hann hér á myndinni (i mið-
ið) ræða við tvo liðsforingja-
indverska hersins í Tezpur í
Assam.
des.
Karachi, Pakistan 10
(AP)
HAFT er eftir opinherum
heimildum í Karacthi í dag, að
viðræður ráðherra Indlands
og Pakistans um Kasmír muni
hefjast í Rawalpindi* 26. des.
n.k. Verða þessar viðræður
fyrst og fremst til undirbún-
ingis viðræðna Nehrus, for-
sætisráðherra Indlands og
Ayubs Hhan, forseta Pakistan
um málið.
Rusk og
Home rœð-
ast við
í kvöld
París 10. des. (NTB-AP)
Á FIMMTUDAGINN hefst i
París fundur ráðherra Atl-
antshafsbandalagsríkjanna.
Taka þátt í honum utanríkis-
varnarmála- og fjármálaráð-
herrar. Utanríkisráðherr i
Breta Home lávarður og utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna
Dean Rusk koma tii Parísar á
morgun og annað kvöld ræð
ast þeir við í fyrsta sinn eftir
aðgerðir Bandaríkjamanna i
Kúbumálinu og að átökin hóf
ust á landamærum Indlands
og Kína.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum, að utanríkisráð-
herramir ræði m.a. undirbún-
ing fundar Mcmillans, for-
sætisráðherra Breta og
Kennedys Bandaríkjaforseta,
áhrif landamæradeilu Ind-
lands og Kína, ástandið í
heimsmálunum og uppreisn-
ina í Burnei.
INIóbelshátíðin:
Steinbeck hélt fyrstu ræðu sína
Landau tók við verðlaununum í Moskvu
Stokfahólmi 10. des. (NTB-AP)
I DAG fór fram. í Stokkhólmi
afhending Nóbelsverðlauna fyrir
árið 1962. Sex Nóbelsverðlauna-
hafar komu til Stokkhólms til
þess að taka við verðlaununum
úr hendi Gústafs VI Adolfs Svía-
konungs. Einn þeirra, prófessor
Lev Davidovitsj Landau, gat
ekki komið til Stokkhólms. Voru |
honum afhent Nóbelsverðlaunin '
í eðlisfræði í Moskvu í dag, en,
hann liggur þar í sjúkrahúsi. Er
þetta í fyrsta skipti á friðar-
tímum, að Nóbelsverðlaun eru
afhent utan Stokkhólms.
Sendiherra Svía í Moskvu,
Rolf Sohlman, afhenti Landau
verðlaunin og skilaði til hans
kveðju fró Gústaf VI Adolf kon-
ungi. Landau ræddi við frétta-
menn af þessu tilefni og sagðist
vona, að hann yrði kominn á
fætur innan fárra mánaða. Land-
au lenti eins og kunnugt er 1
bifreiðaslysi í janúar s.l. og hef-
ur legið rúmfastur síðan.
Þeir sex, sem veittu verðlaun-
unum viðtöku í Stokfahólmi voru:
Bandaríski rithöfundurinn John
Steinbeck, Bretarnir Maurice
Wilkins og Francis Crick, sem
deildu verðlaununum í læknis-
fræði með Bandaríkjamanninum
James Watson og Bretarnir tveir
Framh. á bls. 23.