Morgunblaðið - 11.12.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.1962, Blaðsíða 3
!>riðjudagur 11. desember 1962 MORGU N BLAÐIÐ 3 LJÓSMYNDAKAR og blaða- menn frá öllum blöðiun bæj- arins voru mættir úti á flug- velli um hádegi í gær eins og von væri á heimsókn þjóð- höfðingja. Rétt kl. 12 lenti flugvél Flugfélags íslands frá Vestmannaeyjum og út þustu blaðamenn og ljósmyndarar. Flugvélin nam staðar fyrir framan afgreiðsluna, stigan- um var ekið að dyrum henn- ar og hlaðfreyja fór um borð í flugvélina. Það leið nokkur stund áður en farþegarnir birtust, en svo kom í dyrnar ung stelpa í iblárri úlpu. Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugfélags fslands, gekk til hennar, með blómvönd og pakka í hend- inni. — Heitir þú Guðrún Arnar- dóttir? Sveinn Sæmundsson heilsar 100 þúsundasta farþega Flugfélagsins á þessu ári, en það er í fyrsta sinn, sem farþegatalan kemst nokkúð svipað því svona hátt. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) 7 ára heiðursfarþegi — Já, svaraði stúlkan, og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. — Má ég biðja þig að taka við þessu. Þú ert hundrað þúsundasti farþegi Flugfélags ins á þessu ári. Sveinn rétti henni stóran og litskrúðugan blómvönd og ljósin frá myndavélunum blossuðu. — Svo er hérna líka kon- fektkassi, sagði Sveinn, og stúlkan bara tók við, án þess að geta þakkað. Nú voru mamma hennar og tvær yngri systur líka komnar niður í stigann og ennþá blossuðu ljósglamparn- ir. Hinir farþegarnir með vél- inni hópuðust í dyrnar og vissu ekkert hvað væri um að vera. Loks var haldiS inn í af- greiðsluna, og á leiðinni til- kynnti Sveinn, að auðvitað fengi stúlkan endurgreiddan miða sinn báðar leiðir. Inni í afgreiðslu beið afi hennar eftir þeim mæðgun- urp. Hann varð jafn undrandi og hin, og það lá við að allar kveðjur gleymdust fyrir bragðið. Við náðum nú tali af stúlkunni, sem byrjaði að Guðrún Arný með mömmu og tveimur yngri systrum sín- um, sem hún ætlar líka að gefa koníekt. segja okkur að hún heiti lfka Árný, Guðrún Árný, og að hún sé 7 ára. — Hvað ert þú að gera hing að til Reykjavíkur? — Ég ætla að vera hérna um jólin. — Ætlar pabbi þá líka að koma? — Já, hann er smiður í Eyjum, og hann kemur rétt fyrir jólin. Við ætlum að heimsækja afa og ömmu, og ekki fara fyrr en eftir ára- mót. — Vissir þú nokkuð um þetta á leiðinni? — Nei, ég varð voðalega hissa. Ég hef aldrei séð svona falleg blóm áður. — Hvað ætlar þú að gera við konfektið? — Ég ætla að borða það. — Ætlar þú ekki að gefa mömmu og litlu systrunum? — Jú, auðvitað gef ég þeim líka. Nú kom afi hennar, sem var búinn að panta bíl og náði í háha. — Þú áttir aldeilis er- indi til Reykjavíkur, vinan. þ.h. Styrktarfélag lamaðra fær húseign að gjöf ASTRÍÐUR Jóhannesdóttir próf- astsekkja, Eiríksgötu 19, hér í bæ, sem andaðist á 8.1. vetri, hef- ir arfleitt Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra að húseign sinni Eiríksgötu 19. Húseignin er að fasteignasali 175.000.— krónur. Stjóm félagsins hefir nú í dag veitt viðtöku formlegri eignar- heimild að nefndri húseign úr hendi skiptaráðanda í Reykjavík. Ástríður heitin var gift séra Magnúsi Þorsteinssyni prófastL en erfingjar þeirra hafa sam- þykkt þessa ráðstöfun. Félagið kann hinum látnu heiðurshjónum og erfingjum þeirra maklegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu stórgjöf. Húseigninni verður nú ein- hvern næstu daga ráðstafað til afnota fyrir fatlað fólk, eða á annan hátt notað í þágu starf- semi félagsins. (Frá Styrktarsjóði lamaðra og fatlaðra). uxvx iiau. gcci v di ic*?gu puiiri. skammt undan Reykjanesi. Hún olli þá A-átt með snjó- og var á A-leið. í dag mun hún verða skarnmt undan . „ . .. strönd Skotlands og valda hér komu og vægu frosti sunnan- N.tegri átt með frosti um lands, en fyrir norðan var allt land. STAKSTEINAR Vesældarieg baráttuaðferð Menn minnast þess, að fýfir borgarstjórnarkosningarnar í vor tóku andstöðuflokkar Sjálfstæð- isflokksins upp þá bardagaaðferð að óhætt væri að kjósa þá, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri öruggur um meirihlutasig- ur. Þeir gerðu sér Ijósa grein fyrir þvi, að borgarbúar vildu ekki hætta á það að fela sundur- leitri hjörð forystu borgarmála og töldu þess vegna, að vonirnar um sigur gætu byggzt á því einu, að þeir, sem vildu áframhald- andi stjórn Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum, væru andavara- lausir og sigurvissir fyrirfram. Sem betur fer reyndist það svo, að Sjálfstæðisflokkurinn átti ör- uggan meirihluta í borginni, en sarnt var bardagaaðferð andstæð inganna klókindaleg, þótt hún hafi sannarlega ekki verið stór- mannleg, þvi að þeir lýstu þvi í rauninni yfir, að þeir gerðu sér grein fyrir því, að sigur þeirra gæti byggzt á því einu, að menn væru vissir um, að andstæðingu*- inn mundi sigra. Reynt aftur En þessi saga frá borgarstjórn- arkosningunum er hér rifjuð upp að gefnu tilefni. Sl. sunnudag ræðir Timinn sem sagt um það, að ekki sé líklegt, að Framsókn- arflokknum, ásamt kommúnist- um, takizt að fá meirihluta í næstu þingkosningum og segir síðan: „Til þess þyrftu stjórnarflokk- arnir að bíða stærri ósigur, en hægt er að gera ráð fyrir. Þótt ekki væri nema þetta eitt, þá nægir það til að hrinda öllum, áróðri ihaldsins um fyrirhugaða þjóðfylkingu og valdatöku Franv- sóknarmanna og kommúnista.“ Sízt skal því mótmælt, að litl- ar líkur séu til þess, að Fram- sóknarmcnn og kommúnistar fái sameigrinlega starfhæfan meiri- hluta á Alþingi við næstu þing- kosningar. Framferði þeirra hef ur ekki verið þess eðlis ,að lík- legt sé, að íslenzka þjóðin vilji fela þeim forystu mála sinna. En hitt er þó einkum. athyglis- vert, að Framsóknarmenn finna nú augsýnilega fyrirlitningu þá, sem gegnir menn hafa á sam- starfi þeirra við kommúnista. Þeir gera sér grein fyrir þvi, að ekki sé sigurstranglegt að kjósa beinlínis um þjóðfylkingaráform in. Þess vegna taka þeir þá af- stöðu að telja mönnum trú um, að útilokað sé, að þeir geti feng- ið nægilegan þingstyrk með kommúnistum til m.yndunar sam stjórnar þessara tveggja flokka. Sameiginlegt áhugamál Auðvitað er það áhugamál beggja, Framsóknarmanna ©g kommúnista, að þeir í sameiningu fái sem mest þingfylgi, þó hvor um sig vilji' að sjálfsögðu, að sem mestur skerfur falli í hans hlut. Báðir aðilar gera sér þó grein fyrir þvi að „þjóðfylkingará- formin“ eru ekki heppileg stefnn skrá. Og svo hræddir eru Franv sóknarmenn nú þegar orðnir við eigin afstöðu og túlkun þá, sem einkennt hefur Tímann undtr forystu þeirra Þórarins Þórarins sonar og Eysteins Jónssonar, að þeir telja nú helztu vonina um sæmilega útkomu í næstu þing- kosningum þá, að menn trúi því, að þeim muni ekki takast að ná meirililuta með kommúnistum. Sú m.un líka verða raunin, að islenzka þjóðin sjái um það, að þessi áform takist aldrei, því að hún gerir sér með hverjum deg- inum sem líður ljósari grein fyr- ir þeirri miklu hættu, sem fólg- in væri í valdatöku þessara afla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.