Morgunblaðið - 11.12.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 11.12.1962, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagtir 11. desem!5er 1962 FYRIRLIGG JANDI: Korkeinangrun í 8 mm þykkum plötum fyrir gólf með GEISLAHITUN. Múrhúðunarnet, lykkjur, saumur, Gaddavír, garðanet, sísalpappi, snowcem, undirlagskork fyrir dúk og flísar. Þ. Þorgrímsson & Co Suðurlandsbraut 6 - sími 222 35 E.A.BERG Berg’s sporjárn með sivala Verkfærin sem endast BAHCO framieiðsla •M-f* m m BERG’s SL&TURHNIFUH Umboðsmenn: Þórður Svelnsson & Co. h.f. SAMVIIVNUTRYGGIINGAR Framtíð manns og heims Fierre Rousseau: Framtíð manns og heims. Broddi Jóhannesson íslenzkaði. trt- gefandi: Almenna hókafé- lagið. — Bók mánaðarins. Október 1962. VIÐ þekkjum öll nokkur deili á þýðandanum, Brodda Jóhannes- syni, sem er mikilsvirtur rithöf- undur og sálfræðingur, og einn af kunnustu skólamönnum landsins. En hinn franska höf- und, Pierre Rousseau, kannast almenningur á íslandi sjálfsagt lítið við, því að mér vitanlega er þetta fyrsta bókin sem þýdd hef- ur verið eftir hann á íslenzku. Hins vegar mun hann vera vel þekktur í föðurlandi sínu og miklu víðar fyrir alþýðleg rit sín um vísindaleg efni og heim- speki, en það er einmitt á mörk- um þessara tveggja greina, sem hann virðist njóta sín bezt. (Ég sé í þessari bók, að hann vitnar oft í eða vjsar til fyrri bóka sinna, til þess að koihast hjá að endurtaka sig). „Framtíð manns og heims" — Saga framtíðarinnar — ’eins og bókin heitir á frummálinu og víðar þar sem hún hefur verið þýdd, er, svo sem nafnið bendir tU, óvenjuleg að því leyti, að hún fjallar að meginhluta um það sem enn hefur ekki gerzt. Eng- inn skyldi þó halda að hér sé á ferðum ný opinberunarbók eða völuspá í þeirri merkingu sem alkunn er úr bókmenntunum. Rousseau þessi leitast sem sé við að vera ekki skáld né heldur spámaður, þó hann sé að vísu mjög greinilega hvort tveggja, heldur kappkostar hann að .nota fullsönnuð vísindi, ný og gömul, sem fótfestu og haldreipi í hinni stórkostlegu rannsóknarför sinni um tíma og rúm alheimsins. Við skulum líta ögn nánar á vinnu- brögð hans, til dæmis í þeim þætti bókarinnar, þar sem ferill mannkynsins er rakinn. Hann byrjar á upphafinu, í svarta- myrkri forsögunnar, þar sem aðeins einn og einn beinafundur varpar kringum sig glætu, svo að vísindamennirnir þykjast grilla í einhver manndýr og mis- munandi þroskaða frummenn. Rousseau hafnar að talsverðu leyti þróunarkenningu Darwins, en telur að stökkbreytingar vegna geislavirkrá áhrifa náttúr- unnar á „genin“ valdi því að fram komi frábrugðnir einstakl- ingar, sumir fullkomnari gerðar, aðrir ófullkomnari en þeír sem fyrir voru, en þá fyrst komi til skjalanna „úrval náttúrunnar", þannig að einungis hinn hæfasti haldi velli, en hinn veikari líði smátt og smátt undir lok. „Nú orðið er ljóst“, segir hann á ein- um stað, „að órofin framþróun gerist hvorki í mannkynssögunni né ríki náttúrunnar------Fram- farirnar gerast skyndilega og á afmörkuðum tíma“. Samkvæmt fornleyfafræðinni og öðrum skyldum vísindagreinum nátt- úrufræðinnar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að á undan nú- verandi mannkyni hafi lifað á jörðinni og aftur dáið út þrjú mannkyn hvert fram af öðru á síðustu milljón árum og hafi ferillinn verið þessi: frá dýri til formanns, frá formanni til frum- manns, frá frummanni til homo sapiens. Núverandi mannkyn — homo sapiens — er ef til vill orðið þrjú til fjögur hundruð þúsund ára gamalt og alveg er fertll þess óþekktur lengra en 20 þúsund ár aftur í tímann. Ekki treystir höfundur sér til að spá hversu langt inn í framtíð- ina hann muni ná, en með viss- um útreikningum og línuritum um ofsalega öra þróun á tækni- sviðinu þykir mega sjá fram á leiðarenda, og þá muni homo future — framtíðarmaðurinn — leysa homo sapiens af hólmi. Heldur er mynd höfundar af mannkyni framtíðarinnar óljós sem von er, en hitt efast hann ekki um og færir að því senni- leg rök, að loks hverfi einnig homo future af jörðinni. En hvert? Ef til vill ofan í mold- ina, en hitt er líka hugsanlegt að hann taki sig upp og flytji til annarra hnatta í himingeimnum, bjargi sér á flótta. Og undan Broddi Jóhannesson hverju? Til dæmis einhverjum óvinveittum ofjarli úr dýrarík- inu, og eru skordýrin þar einna sigurstranglegust. Enda mun jörð okkar ekki um aldur og ævi verða lífvænldg bújörð, hvorki mönnum né skepnum, né heldur jurtagróðrinum, því að örlög hennar hljóta í fyllingu tímans að verða hin sömu og plánetunnar marz, þar sem vatn og andrúmsloft er nú að mestu til þurrðar gengið og ekkert líf lengur til, utan kannski úrkynjað og fátækilegt plöntulíf, sem „innan skamms" mun þó veslast upp með öllu. Náttúrlega yrði of langt mál að endursegja hér hinn nokkuð flókna og vísindalega rökstuðn- ing höfundar fyrir tilgátum og kenningum sínum um örlög lífs- ins á jörðinni og framtíð þess- arar plánetu, en látið við það sitja að drepa til viðbótar á fá- ein eftirminnileg atriði: Á seinni árum hefur ótti mannkynsins um bráð og yfirvofandi ragna- rök eða heimsslit vegna hætt- unnar á kjarnorkustríði orðið að þrúgandi andlegri áþján, sem orkar mjög neikvætt á daglegt líf og samskipti allra þjóða. og einstaklinga á jörðinni. Pierre Rousseau, sem virðist allra manna raunsæjastur, telur að vísu snöggan kjarnorkud%uða mannkynsins hugsanlegan, en með því að allir stjórnmála- menn heimsins vita nú orðið ná- kvæmlega hvað af mundi leiða styrjöld með slíkum vopnum, þá hljóti það að teljast nálega ó- hugsandi, að nokkur þeirra hefji viljandi atóm- eða vetnis- stríð — aðeins fyrir slysni kynnu þau fim að dynja yfir. Nei, það eru miklu meiri líkur fyrir elli- dauða mannkynsins en slysa- dauðanum, álítur hinn franski hugsuður, og verður hann þó sízt sakaður um neina tilfinningalega eða trúarlega óskhyggju. Sama er að segja um framtíð þessa hnattar og sólkerfisins í heild: slys eru ekki alveg úti- lokuð (árekstrar hnatta), en langmestar líkur eru fyrir ár- milljarða ævintýralausu hvers- dagslífi plánetu okkar, og að lokum útslokknunar ellinnar, óralöngu eftir að lífsins dægur- fluga er orðin að dufti. Eitt er það sem höfundur og vísindi homo sappiens virðast ekki ráða við: það er upphaf og endi. Enn hefur nefnilega ekki fundizt nein viðhlýtandi skýring á því, hvernig líf kviknar, hvað* an það kemur og hvert það fer. Höfundur sniðgengur þetta at- riði, sem er auðvitað mikilvæg- ast af öllu frá mannlegu sjónar- miði. Hann gengur einnig ger- samlega fram hjá trúarbrögðun- um, sálinni sem sjálfstæðri eind, alheimsskapara. Það er enginn guð í þessari bók nema orsaka- lögmálið, sem er gott svo langt sem það nær, en endist vissulega ekki til alls. Mér er ókunnugt um, hver er sérgrein Pierre Rousseaus, en ó- hætt virðist að fullyrða að hann gerþekki sögu vísindanna, því að hann reisir þetta verk sitt á henni og notar hana sem stökk- pall, eða kannski öllu heldur sem flugbraut fyrir rökvísi sína og hugmyndaflug. Höfundar hinna svonefndu science fiction eða staðleysuskáldsagna hafa löng- um þótt hugkvæmir, en liðlétt- ingar mega þeir þó flestir kall* ast í hugarflugi miðað við þennan heiðna materíalista og afneitara alls þess sem ekki hefur þegar verið sannað eða líkindi eru til að eftir eigi að sannast. Ég vil lýsa yfir aðdáun minni á þýðingu Brodda Jóhannessonar því að hún hefur hlotið að vera hið mesta vandaverk, vegna þess hvað efnið krefst óvenjulegs orðaforða. Hins vegar rakst ég á nokkrar pentvillur og einn rang- lega notaðan talshátt: að berast á banaspjótum, í staðinn fyrir að berast á banaspjót. Á bls. 223 er lýsingarháttur þátíðar af sögn- inni að lykja prentaður lukið i staðinn fyrir lukt. Framtíð manns og heims er 258 síður. Atli Már hefur teikn- að skemmtilega kápusíðu. Guðmundur Daníelsson. Vönduð, nákvæm, sterkbyggð, fjölbreytt, heimsfræg. LONGINES úr á hversmanns hendi. Fylgist címanum! með Guðni A. Jónsson úrsmiður. Símar 12715 — 14115. Reykjavík. öm Clausen Guðrún Erlendsdótti* héraðsdómslögmenn Málflutningsskrifstofa Bankastræti 12. Sími 18499.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.