Morgunblaðið - 11.12.1962, Side 13
Þriðjudagur 11. desember 1962
MORGVNBLAÐIÐ
13
EINS OG INN I MIEUUM
GOSMEKKINUM FRfl HEKIU
PÉTUR Ólafsson, forstjóri,
kom heim s.l. föstudags-
kvöld. I flugvélinni á leið-
inni skrifaði hann eftir-
farandi hugleiðingar um
Lundúnaþokuna:
ÉG SAT fastur í svarta þoíku
í Lundúnaborg undanfarna
fjóra daga og þóttist heppinn
að sleppa úr henni í morgun,
enda var hún treg til að sleppa
tökunum.
Það er raunar ekki aliveg
rétt að tala um Lundúnaþok-
una eingöngu sem þoku.
Enskumælandi menn kaila
hana reykjaþoku eða snr.og
(stytt úr smoke og fog). Þok-
an leggst yfir í kyrru, köldu
veðri, og síðan blandast í hana
reykur úr reykháfum, diesel-
gufur og benzíngufur úr ból-
um og öðrum farartækjum.
í þokunni undanfarna daga
eitraðist loftið svo, að það
varð meir en tíu sinnum mett-
aðra af brennisteinskennndu
lofti en undir venjulegum
kringumstæðum.
Loftið er banvænt fyrir
brjóstveikt fólk og hjartveikt.
Blöð og útvarp brýna fyrir
veikluðu fólki að halda sig
heima, opna ebki glugga og
helzt að liggja í rúminu. En
jafnvel þótt gluggar séu lok-
aðir, leitar mökkurinn inn.
Sendiherrann okkar í Lond-
on fékk í fyrradag heimsókn
um miðjan dag frá sendiiherra
hjónunum frá Kóreu. Á með-
an þau dvöldu á heimili hans
lék mökkurinn um loftið í
stofu sendiherrans.
I gærkvöldi, fimmtudags-
kvöld, varð mökkurinn verst-
ur. MacMillan forsætisráð-
herra sat fastur í þokunni á
heimili sínu, — komst hvergi.
En gamli Ohurohill lét sig
hafa það að fara til veizlu
í Savoyhótelinu. Hann sat þar
með gömlum klúbbfélögum í
tvær og hálfa klukkustund.
Hann fór í lyftunni í Savoy
í hjólastól, en gekk frá lyftu
dyrunum og út í bíl sinn reykj
andi stóran vindil. Ekki veit
ég hvort það hefur bætt mökk
inn.
Brezka útvarpið skýrði frá
því í gærkvöldi, að umferðar-
gæzlustjóri nokkur hefði ætl
að að fara að gefa skýrslu til
ákrifstofu sinnar, en þegar
til kom fann hann ekki götu-
símann sinn.
Fimm þúsund strætisvagnar
voru teknir úr umferð í gær-
kvöldi. Svo svartur var mökk-
urinn, að maður mátti gæta
sín að fara yfir götu. Bílarn-
ir óku með öllum ljósum, en
samt sem áður heyrði maður
í þeim áður en Ijósin sáust —
jafnvel þokuljósin. Maður sá
í raun og veru varla nefið á
sér. Og nefið á öðrum mönn-
um og konum var hulið, því
að á götum úti gengu menn
með trefla og klúta fyrir vit-
um sér. Nafnkunnur fslend-
ingur var á leiðinni heim til
sín í bílnum sínum. Með guðs
og góðra manna hjálp fann
hann götuna, sem hann bjó
í, eftir margra klukkustunda
akstur. En það gekk illa að
ramba á sjálft húsið. Hann
hafði látið kveikja á jólatré
við húsdyr sínar nokkxum
dögum áður. AÆ einskærri
heppni sá hann glytta í eins-
konar ljósþoku og það var
jólatréð. Hann var kominn
heim.
Bretai: segja að mökkurinn
hafi aldrei í sögunni verið
meiri en í gærkvöldi. Þetta
er athyglisvert vegna þess, að
síðast þegar svartur mökkur-
inn lagðist yfir London fyrir
10 árum, þá var byrjað að
gera ráðstafanir til lofthreins-
unar. Þessar ráðstgfanir hafa
verið í fullum gangi síðan.
Þær eru fólgnar í því að reynt
er að draga úr hvers konar
kyndingu, sem valdið getur
eiturlofti, þegar þokan leggst
yfir. Sérfræðingar telja, að
hægt verði á næstu 10 árum
að útiloka að mestu leyti
myndun eiturloftsins. Þetta
getur vel orðið, en sjálfir eru
Lundúnabúar tortryggnir í
þessu efni. Sjálf þokan held-
ur auðvitað áfram að sækja
London heim á sama hátt og
á dögum Diokens.
Bandaríkjamenn eiga að
sjálfsögðu sína sérfræðinga í
eiturþokumyndun, eins og í
öðru. Einn sérfræðingurinn,
og einihver sá færasti vestra,
flaug í gær upp á eigin spýt-
ur alla leið frá Los Angeles
til London til þess að gera
samanburð á eiturloftinu þar
og heima. En hann gat bara
ekki lent í London — vegna
þoku.
Á þremur dögum létu 106
menn lífið í London vegna
þokunnar. Fyrsta daginn á
annan tug manna, annan dag-
inn 37 menn og þriðja daginn
um 50 menn.
Um þrjátíu þúsund manns
starfa á flugvellinum í Lond-
on. Undir venjulegum kring-
umstæðum úir og grúir af
ferðamönnum frá öllum heims
álfum í hinum stóru salar-
kynnum flugvallarins. En á
þriðjudagskvöldið taldi ég
þar sex menn í hinum miklu
sölum. Hávaðinn þarna frá
hátölurunum yfirgnæfir allt
venjuiega. En þegar ég gekk
þarna um kvöldið heyrði ég
aðeins fótatak sjálfs mín.
En það var ekki aðeins á
flugvellinum, sem öll umferð
lagðist niður. Mörg skip, smá
og stór, hafa stöðvazt á Tham-
esánni, samtals 70 skip á leið
til London og 100 skip á leið
frá London. í einu skipanna
á Thamesánni eru 1000 far-
þegar á leið til Ástralíu og
hafa beðið um borð í þrjá
daga. Annað skip kom að
Englandsströnd á mánudaginn
frá Nýja Sjálandi og farþegar
þar hafa orðið að halda kyrru
fyrir, þar til í dag, eða í f jóra
daga.
Og hvað svo um blessaða
kaupmennina, sem komnir
voru í jólaskap? Forsvars-
menn stóru verzlunarhúsanna
í London skýrðu frá því, að
verzlun hefði þokudagana
dregizt saman um þriðjung.
En leikhúsin í vesturhverfum
borgarinnar voru vel sótt eins
og venjulega.
Mörg okkar höfum þekkt
Lundúnaþokuna úr bókum
Dickens, Edgars Wallace og
annarra mætra rithöfunda. í
raun er hún lygilegri en í
beztu skáldsögu. Hún er blátt
áfram ótrúleg. Mér fannst
helzt eins»og ég væri inni í
rniðjum gosmekkinum frá
Heklu, eins og við sáum hann
1947 og sést á öllum mynd-
um frá þeim tíma.
Þegar þokunni fór loks að
létta, eftir fjóra daga mátti
sjá stóra skara af örþreyttum
mönnum og konum á flugsföð-
inni í London. Fólk þetta hafði
beðið í herbergjum sínum í
marga daga, stundum var það
hallað út í flugstöð, þegar
einhverjar vonir glæddust um
þakulétti. En jafnóðum var
það sent heim, þegar vonirn-
ar brugðust. Og jafnoft varð
það að skipta um hótel. Hótel
herbergi voru dýrari en gull
þessa dagana.
Menn þurftu á öllu sínu
jafnaðargeði að halda, en
stundum vildi taumhaldið
bresta. En hvað þurfti þá að
gerast til þess að þokunni
létti Annað hvort þurfti
meiri sólarhita um miðdag-
inn en líklegt er að fáist í
desember, eða þá örlitla golu,
einhversstaðar að. Og loks í
gær gerðist undrið, golan kom
hægt, en sígandi.
Við fórum frá LOndon
MMMI.
Mukkan tvö, áttum að lenda
í Amsterdam kl. 3, en þar
stöðvaði „þokan okkur“ lend- !
ingu á síðustu stundu. Þá var
flogið til Brússel og komið
þangað kl. 4. Þar var beðið :
til kl. 12 á miðnætti. Oig svo
var flogið til Glasgow, og á
þeirri flugferð eru þessar lín
ur skrifaðar. Þangað eigum
viþ að koma kl. 2 í nótt. Og
heim einhvern tíma í fyrra-
málið.
En við erum ebki ilia sett,
hjá ágætri áhöfn Þorfinns
karlisefnis. En mér verður
hugsað til eins samferða-
mannsins okkar. Hann lagði
af stað frá meginlandinu á
mánudagin og gerði ráð fyrir
að vera kominn heim til sín í
Bandaríkjunum á miðvilku-
dag. En nái hann ebki tiA New
York fyrir hádiegi á laugar-
dag (sem ekki er útlit fyrir)
kemst hann ekki heim til sín
fyrr en á mánudag. Hann hef
ir þá verið eina viku með
konu og sex ára son „á flugi“
yfir Atlantshafið. Löng leið á
jólaföstu.
Þetta minnir mig á, er ég
hlustaði fyrir nokkrum dög-
um á umræður í neðri mál-
stofu brezka þingsins. Þar
skýrði flugmálaráðherrann,
Amery, frá samningum, sem
undirskrifaðir höfðu verið þá
um daginn um sameiginlega
smíði Frakka og Breta á nýrri
farþegaflugvél, sem á að geta
farið tvisvar sinnum hraðar
en hljóðið, eða á fjórum tím-
um yfir Atlantshafið. Ein-
hverjar helztu mótbárurnar
gegn þessu brezk-franska
fyrirtaíki, sem heyrðust í þing
inu voru á þá leið að þetfa
væri þýðingarlaust, vegna
þess að Bandaríkjamenn
myndu liklega smíða á sama e
tíma farþegaflugvél, sem gæti
farið þrisvar sinnum hraðar
en hljóðið.
Ef þessar hraðskreiðu flug- ;
vélar hefðu verið til í gær og
í fysradag hefðu þær reynzt
nákvæmlega jafn gagnslausar
í Lundiúnaþokunni og okkar
Flugfélagis- og Loftleiðavélar.
En hér er þó ekki sögð öll f
sagan.
Það furðulega gerðist í raun
og veru í fyrradag, að flug-
vél lenti í allri þokunni á
Lundúnaflugvelli. Þessi eina
flugvél var tilraunaflugvél og
var á vegum brezka flughers
ins. I þessari vél var verið
að prófa ný blindflugtæki,
sem þóttu í þessari tilraun
reynast hið bezta. Enn sem
komið er, er blindflug flogið
aðeins niður í 300 feta hæð,
en þá verður flugmaðurinn
að taka við stjórn og lenda
eftir þeim ljósum og leiðar-
merkjum, sem hann sér á flug
vellinum. Með nýju tækjunum
sem reynd voru í fyrradag, er h
hægt að fljúga blindflug allt 9
niður í það, að flugmaðurinn y
sjái 12—15 metra frá sér, eða r
í raun og veru þar til hjól I
vélarinnar nema við jörðu.
Þannig gæti það orðið, að I
kunningi minn, Bandaríkja- 1
maðurinn, gæti að 10 árum I
liðnum farið upp í flugvél í
blindsvarta þoku í London að
loknum hádegisverði og verið
kominn heim til sín í Banda-
ríkjunum, áður en farið er að
hella upp á kaffikönnuna
um miðjan dag.
PóL
Myndin er tekin um hádegið einn þokudaginn í Lonclon.
Akranesbótoi
fengu 7.750
tunnur
Akranesi, 10. des.
GOTT veður var á síldarmiðun-
um í nótt. Átba bátar héðan fengu
síld, 7.750 tunnur. Aflahæstur var
Haraldur með 1800, þá Höfrung-
ur I. 1100, Keilir 900, Sveinn
Guðmundsson og Náttfari 800
hvor, Sigrún 700 (nótin rifnaði
og missti hún meira af síld en
það var, sem náðist), Ver 650,
Skírnir 600 og Sigurður 400.
Skírnir var einn þessara báta
vastur í Jökuldjúpi og fékk stóra
síld. Hinir sjö voru allir fyrir
sunnan Eldey og fengu stóra
millisíld.
Ms Langjökull lestaði hér í gær
kvöldi 400 tonn af freðsíld. Höfr-
ungur II. bilaði í gær við ígang-
setningu vélarinnar, er hann
ætlaði út á veiðar. Þetta er dýr-
mætt stykki, sem biiaði, og verð-
ur hann að bíða í 2—3 vikur, þar
til nýtt kemur frá Kaupmanna-
höfn.
Komin er bræla úti fy.rir.
— Oddur.
Róm 6. des. (NTB-AP)
• Fulltr. Júgóslavíu á þingi
litalska kommúnistaflokksins
sem haldið er íRóm, Lazar
Kolisevski, mótmælti í dag
árásum kínverzka fullfrúans á
stjórn Júgóslavíu og Júgóslava
í heild.
11 útvarpstæhj-
um stolið í 2
innbrotum
AÐFARANÓTT sunnudags'var 11
útvarpstækjum stolið í tveim inn
brotum í Reykjavík. Verðmæti
þýfisins nemur 27 þúsund krón-
| um.
Fyrra innbrotið var að Laufás-
vegi 41, í viðtækjasöluna Radíó-
tónar. Þar var stolið 8 transistor-
tækjum af gerðinni Philips, Tele-
funken og Hitachi. Ennfremur
stærra tæki af Philipsgerð. Verð-
mætið er yfir 22 þúsund krónur.
Hitt innbrotið var í sýningar-
glugga að Freyjugötu 1. Rúðan
var brotin með steini. Stolið var
tveim tækjum af Standardgerð.
Verðmætið nemur um 5 þúsund
krónum.