Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 13
MiSvfkudagur 19. 'des. 1962 MORGZJN BL AÐItí 13 New Yorlk, lauigardag 15. des. FYRSTU snjóar, frost, kaldur gjóstur norðan frá Kanada. Fólk á þönum milli búða, sem eru að springa utan af óhemju vöru- birgðum. Jólasálmar í stórverzl- unum, prentaraverkfaU, blað- leysi, Kennedy hugleiðir skatt- iækun, stefnumót við Venus, nýr sjónvarpsgervihnöttur á lofti. Adlai Stevenson á í vök að verj- ast. Sumir spyrja viðkvæmnis- lega um snjóinn frá í fyrra. Aðr- ir láta sig meiru skipta þann snjó, sem nú fellur á dag þeirra og veg, og milljónirnar spora. • — Það er mikil guðsblessan að hafa fengið þessi fáu éi. Þau hreinsa örlítið laevi blandið stór- borgarloftið, sem árlega veldur þúsundum manna aldurtila og er stórbrotið og torleyst vanda- mál. Fólkið saknar blaðanna. í dag hefur prentaravenkfalll- ið í borginni staðið í rétta viku. Fulltrúar deiluaðila eru heldur evartsýnir á ssettir. N.ik. þriðju- Sigurður Bjarnason: „Venus hátt í vestri skín“ Skothríðin á Adlai Stevenson dag aetla þeir að ræðast við að nýju. Sex stærstu blöð New York Iborgar koma samtals út í 5,7 milljónum eintaka. Talið er að þau séu búin að tapa um sex xnilljónum dóllara á verkfallinu eða um 260 milljónum íslenzkra króna. Tuttugu þúsund prentarar eru frá verki. Síðasta prentaraverkfall í New York stóð tæpar þrjór vikur. ÍÞað var í desember árið 1958. Hætta er talin á að þetta verk- fall kunni að ríða tveimur blöð- um að fulllu fjárhagslega. Fólkið saknar blaðanna og út- gefendur missa af hinum gífur- legu auglýsingum fyrir jólin. Verkfallið bakar almenningi Skip kommúnisku n íkjanna annast Kúbuflutninga Mosfcva, 14. des. — NTB-Reuter Samkomulag náðist um það í dag milli fulltrúa stjórna Kúbu og Sovétríkjanna, að i nánustu framtíð skuli pólsk, austur-þýzk eða tékknesk skip annast flutn- inga milli hafna á Kúbu og Vest- ur-Evrópu. Flutninga til Kúbu frá hötfn- um í Norður-Afriku og Ítalíu munu sovézfc skip annast — og toks var ákveðið að því er Tass- fróttastofan rússneska hermir, að neiti ákip frá „auðvaldsríkjun- nm“, að flytja sytourfarma frá Kúbu, muni sovéak skip tatoa það að sér. LABUAN, Norður-Borneo, — 17 .des. — (NTB) — Seikirk lá- varður, umboðsmaður brezku stjórnarinnar í Suðaustur Asíu, tilkynnti í dag að uppreisnin í Brunei hafi verið brotin algjör- llega hiður, en eftir væri að „hreinsa til“ í nokkrum fyrri stöðvum uppireisnarmanna. Sagði lávarðurinn að bráðlega yrði unnt að senda heim brezku Ihermennina, sem fluttir voru til Norður Borneo í upphafi bylting ariunar. margvísleg óþægindi. Sjónvarp og útvarp reyna að bæta úr þeim eftir föngum með stóraukinnii fréttaþjónustu og auglýsingum. En það hrektour skammt. Leitohús fresta frum- sýningum og aðsókn að kvik- miyndahúsum og ýmiskonar sam- komustöðum þverr. Fólkið vant- ar hið vötoula og leiðbeinandi auga blaða sinna. Sjónvarp og útvarp geta ai- drei komið í stað dagblaða. Hið prentaða orð kexnst alltaf nær lesanda sínum en það orð, sem hljómar í eyrum hanis frá sjón- varpi og útvarpi. Þess vegna mun sjónvarpið heldur aldrei útrýma bókum og bóklestri. Það getur hinsvegar haft ómetanieg áhrif til þess að glæða bókmenntaá- huga og leiðbeina almenningi um val bóka, á svipaðan hótrt og útvarp ag blöð. Ótttinn við sjónvarpið er sumpart byggður á hjátrú, sumpart á skrítilegri tegund atf „snobberíi.“ Anniað mál er svo það, hvenæv við íslendingar hiöfum efni á því að eignaist okkar eigið sjónvarp, og hive mitoið otokur liggur á því. En auðvitað fáum við það, og eiguim að fá það, eins og önnur menmngiartæki, í fyllingiu tím- ans. Stefnumót við Venus. „Venus hátt í vestri skín“ kvað Örn Arnarson. Mér datt þessi ljóðlína hins ágæta skálds í hug í gærtovöldi þegar ég hlustaði á skilaboð „Mariner II,“ sem þá var stadidur í nágrenni Venusar, tiil okfcar, hérna á jörðinni. Þessi hljóðmerkd, sem vísindiamenn- irnir munu lesa úr og öðlast £if merkilega vitneskju koma 36 milljónir mílna utan úr geimn- um. Það hefur tekið „Mariner 11“ 109 daga að fara þessa leið. Stefnuimót amerískra vísindia- manna við Venus er tvímælalaust eitt mesta afrek, sem unnið hef- ur verið á sviði geimrannisókna. Undraheimar hafa verið opnaðir. Þekfctur vísindiamaður var nýlega spiurður að því, hvort 'hann teldi líklegt að sönniun feng izrt á næstunni fyrir mannlítfi á öðrum hnöttum. Kvaðst hann að sjálflsögðu etokert geta ful'l- yrt um það. Bn ef ein/hvers kon- ar skyni giaedidar lífverur fynd- uist á öðrum hnöttum miunidi ó- hætt að fullyrða að þær væru ófulltoommari en Jarðarbúar. Hversvegna? Vegma þesis, að ef þessar lítf- verur stæðu Jarðarbúum fraim- ar eða jafnfætiis mætti ætlia að þær hefðu þegar uppgötvað otok- ur og lífið á otokar hnetti. Það var Cölumibus, sem uppgötvaði Ameriku en etoki hinir frum- stæðu Rauðskinnóir Norður-Am- eriku, sem uppgötvuðu Evrópu, bætti vísindamaðurinn við. (Lát um svo vera). Hvað, sem menn segja um þessa röksemdafærslu, þá er það staðreymd að um þetta er verið að bollaleggja í dag. Vísindin hafa átt stefnumót við Venius og munu flá frá honum margvísleg- ar upplýsingar, sem kunna að valda aldaihvörfum í þrotlauisri leit inannsandans að nýrri þekto- ingu og skilningi á dulrúmum til verunnar. Þegar þetta er ritað er enn óvíst, hvort hinn nýi sjón- varps gervihnöttur Bandaríkj- anna muni fær um að endur- varpa um jólin sjónvarpsdagskrá miildi Evrópu og Ameríku, eins og honum hafði verið ætlað. En hann er komimn á sína réttú hraut uimhvérfis jörðu. • ★ Skothríðin á Stevenson. Undanfarnar vitour hefur stað- ið yfir svo að segja látlaus skot- hríð í blöðum og tímaritum um öftl Bandarikin á Adlai Steven- son aimbassador þeirra hjá Saxn einuðu þjóðunum fyrir afskipti hanis aí Kúbumálimu. Tilefnd þesisara árása er fyrst og fremst grein, sem tímaritið Evening Post birti, eftir þá Stewart Alsop og Charies Bart- lett. í grein þessari var Steveir- son satoaður um að hafa verið andvígur hinni skeleggu stefnu Kennedy forseta gagmvart eld- flaiugastöðvum Rússa á Kúbu. Jatfntframt var því haldið blákalt fram að Stevenson hefði veriJS reiðubúinn til þess að semja við Rússa um brottflutning tiltek- inna amerískra herstöðva erlend- is, gegn því að þeir hypjuðu sig burtu fiá Kúbu. Það var ennfremur haft eftir ónafngreimdri heimild, að Stev- enson hefði „viljað Munohen“, þ.e. uppgjöf fyrir Krúsjeff á svipaðan hátt og Ghamberlain fyrir Hitler 1938. Það, sem vakti e.t.v. mesta at- hygli á grein þessari og stað- hæfingum hennar var það, að annar höfundur hennar, Char- les Barlett er einkavinur for- setahjónanna og tíður gestur á heimili þeirra. Barlett lýsti því að vísu yfir, að fonsetinn væri ekki heimild hans. En það bætti ektoi miikið úr skák. Blöð og tímarit um þver og emdllöng Bandaríkin bergmáluðu frásögn Saturday Evening Post, og sum kröfðust þess að Stevenson segði tafarlaust af sér sendiherrastarf- inu hjá S.Þ. Sjálfur lýsti hann því yfir, að þessar fregnir um afstöðu hans til Kúbumálsims væru ailrangar og gensamlega úr lausu lofti gripnan. Hann hefði verið fylgjandi hafnbanninu á Kúbu og verið í öllu sammála Kennedy fonseta og aðgerðum hans gaignvart Rússum og Castro stjórninni. Þegar herferðin gegn Steven- son hafði staðið í nokkra daga ritaði fonsetinn honum vinarbréf, þar sem hann þatokaði honum mitoið og gott starf sem sendi- herra, „harmaði hinn óheppi- lega Styrr“ um hann og lýsti ytfir flullu trausti sínu á honum. Þrá'tt fyrir þetta heddur skratf- ið um aðstöðu sendiherrans á- fram. Ýmsir halda því fram, að Kennedy viilji undir niðri gjarn- an skipta um sendiherra hjá SÞ. Hann hafði aldrei fyrirgefið Stevenson að hann vildi ekfci mæla með sér sem varaforseta- efni í forsetakosningunum 1956. Það sé heldur etoki gleymt að Stevenson fékfcst etoki til þess að flytja aðal meðmælaræðuna með fram-boði Kennedys á flokks þingi Demokrata sumarið 1960. Um þetta verður að sjálflsögðu etokert fullyrt. Árásirnar á Adilai Stevenson hafa sennilega veiikt aðstöðu hans eitthvað í bili gagn- vart hans eigin þjóð. En meðal ful'ltrúa á þingi Sameiniuðu þjóð anna nýtur hann tvimælalaust mikils og almenns álits, etoki sízt meðal hinna nýju þjóða, sem Bandarílkin vidja gjarnan Hæna að sér og þurfa raunar mjög á að halda. if Frábær ræðumaður. Adlai Stevenson er sextíu og tveggja ára gamall, lögfræðing- ur að mennt og fyrrverandi ríkis stjóri í Illinois ríki. Hann var tvivegis frambjóða-ndi Demó- krata í forsetakosningunum, í bæði skiptin gegn Eisenhower hershöfðingja, sem var frambjóð andi Republikana. Eisenhower var þjóðhetja fyrir giftusamlega herstjórn sína í síðari heimsstyrj öldlinni. Baráttan gegn honurn hlaut því að verða mjög óhæg, enda sigraði Eisenhower í bæði skiptin með miklum atkvæða- mun. En Stevenson ávann sér mikda hylli víðsvegar um Banda ríkin, m.a. fyrir frábæra mælsku, andríki og gáfur. Þegar Kennedy myndaði stjórn sína var mjög rætt um það að Stevenson yrði utanríkisráð- herra hans. Áf því varð þó etoki. Hann var skipaður ambassador Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og hefur verið það síðan. Hetfur hann íbúð í turni Waldorf Astoria gistiiiússins og skriflstofur í sambyggimgu, sem Bamdaríkjastjórn hefur byglgt fyrir sendinefnd sína hjá SÞ. við United Nations Plaza. Adllai Stevenson tekur efcki oft tii máls á adlsherjarþiniginu. En þegar hann talar er hlustað vel á mál hans. Orðaforði ræðu hans er fjölskrúðugur, framburðurinn blæbrigðarífcur og lifandi, undir alda málfylgjunnar tilfinniniga- hlýja og sannfærimgakraftur. Honum eru kímniyrði mjög tiil- tælk og óragur vlð að skopast að sjáilifum sér í tækifærisræð- um. Þeir, sem þefckja Adllai Steven son telja það eitt höfuðeinfcenni hans, hversu hægt hann eigi með að sjá margar hliðar á hverju máli. Er það aðalsmerki viturra manna. En einmitt það telja and stæðingar hans að valdi honum oft hi'ki og óþörfum vangavelt- um þegar hann þarf að taka af- stöðu tiil stórmála. í fasi þessa margreynda og mikilhæfa stjórnmálamanns virð ist stundum bregða fyrir sér- kennilegum einmanaleik. Má vera að þar sannizt þá enn að „maðurinn er alltaf einn“, hvort sem hann stendur á tindi mann- virðinga og áhrifa eða á jafn- sléttu hversdagsleikans. S. Bj. Adlai Stevenson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.