Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 19. des. 1962 MORGTJ N BL AÐlh 17 Guðrún Jósepsdóttir Atvinna Þær stúlkur sem unnið hafa hjá okkur og ætla sér að vera í vetur snúi sér til skrifstofu félagsins í þessari viku. 3 til 4 vana sjómenn vantar enn á báta okkar. MEITILLINN H.F. Þorlákshöfn. Gillette Nýju Aristocrat rakvélasettin frá GILLETTE er falleg og nytsöm jólagjöf. Fást í helstu herrafataverzlunum ^ARNl CESTSSON Vatnsstíg 3 — Sími 17930. frá Völlum ÞANN 4. okt. sl. andaðist á heim- ili sínu í Reykjavík Guðrún Jósepsdóttir. Hún var bráðkvödd í rúmi sínu. Kvöldið áður var Jónas sonur hennar hjá henni, var hún þá á fótum eins og endranær og talaði við hann fram undir miðnætti, og virtist allvel hress. Annars hafði Guð- rún lengi kennt hjartasjúkdóms, svo þetta var ekki eins óvænt og virtist lítt kunnugum. Guðrún er Árnesingur, fædd að Uppsölum í Flóa 11. sept. 1887. Foreldrar Ástríður ólafs- dóttir og Jósep Snjólfsson, sem bjuggu á Uppsölum. Guðrún var yngst 9 systkina, sem upp kom- ust og ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til faðir hennar féll frá. Var með móð- ur sinni um nokkurt skeið á Ormsstöðum í Grímsnesi. En síð- ari uppeldisárin hjá séra Stefáni Stephensen, presti, Mosfelli, Grímsnesi, fram yfir fermingar- aldur eða til 17 ára aldurs. Eftir það fór Guðrún til Reykjavík- ur til dvalar og náms. Þau árin, sem Guðrún var í Reykjavík, var hún að mestu -leyti hjá þeim hjónum Reinhold Anderson klæðskera við hannyrðanám og útsaum, en lærði fatasaum hjá Guðmundi Sigurðssyni, klæð- skera. Að þessu loknu fór Guð- rún á Hússtjórnarskólann í Reykjavík, en honum stýrði þá Hólmfríður Gísladóttir. Þetta var þá eini skólinn, sem veitti stúlkum menntun í matreiðslu og heimilishaldi. Þetta sýndi vel áhuga Guðrúnar og dugnað, því þessi menntun var í raun og veru meiri héldur en margar dætur vel efnaðra bænda hlutu, hvað þá þær, sem urðu að sjá sér far- borða að öllu leyti. En þetta ein- kenndi Guðrúnu alla tíð. Hún setti markið hátt, gerði miklar kröfur til sjálfs sín, enda allt glæsilegt og smekklegt sem hún vann og lét frá sér fara. Sumarið 1908 kom þessi unga glæsilega kona að Völlum á Kjal- arnesi, bænum sem hún kenndi sig við æ síðan. Þar lifði hún sín beztu ár, þar gerði hún garð- inn frægan í beztu merkingu. Á Völlum bjó þá ekkjumaður, Jónas Sigurðsson. Hafði hann misst konu sína, Helgu Guð- mundsdóttur, fyrir nokkrum ár- um. Jónas var mikill ágætismað- ur. Hann bjó góðu búi. Byggði upp öll hús og bætti jörðina stórmikið. Hann var framúrskar- andi snyrtimaður, svo allt var með snilld sem hann lagði hönd að. Jónas á Völlum var einn af þeim fáu vegghleðslusnillingum, sem flestir sveitungar sóttust eftir að fá, ef eitthvað vandað og stórt átti að byggja, þar til stein- steypan ruddi þessari kunnáttu ©g list úr vegi. Jónas var um langt skeið oddviti og forgöngu- — Minning maður í framfara- og umbóta- málum sveitar sinnar og héraðs, og var allt í traustum og örugg- um hö’ndum, sem Jónas kom ná- lægt, hvort heldur var fjármál eða önnur trúnaðarstörf. Jónas átti einn son með konu sinni, Magnús. Hann var um fermingaraldur þegar móðir hans dó. Magnús var hjá föður sínum alla tíð, mikill myndar- maður og vel gefinn. Það lætur að líkum að Guðrún féll vel inn í anda heimilisins. Vallnaheimilið var því eitt af glæsilegustu heimilum í sveit- inni. Þau Guðrún og Jónas gift- ust 12. febrúar 1912. Þau eign- uðust 3 syni, Helga, Guðmund og Jónas. Sá síðasti var nýfædd- ur, þegar faðir þeirra dó 25. maí 1921 og bar nafn föður síns. Guðrún hélt áfram búskap eft- ir lát mannsins síns og ól upp alla syni sína á Völlum. Hún naut þar góðrar aðstoðar Magn- úsar, stjúpsonar síns, því hann var í raun og veru bæði fóstur- faðir og eldri bróðir bræðra sinna, enda mikil samheldni með þeim öllum. Þegar Guðrún kom að Völlum var ég ungur maður í Stardal hjá foreldrum minum. Jónas á Völlum hafði alltaf verið mikill vinur þeirra og var því sjaldnast sneitt þar hjá, þegar farið var niður með Esjunni, því þá lá þjóðvegurinn með bæjunum eins og alla tíð, þangað til bílarnir komu til sögunnar. Gixðrún á Völlum kunni vel að taka á móti gestum, hver sem í hlut átti, og hvernig sem á stóð. Hún var glöð og gestrisin, og allt sem hún veitti gestum var með mikl- um myndarbrag, meira en al- mennt gerðist. Þar var oft mikil gestanauð, m.a. vegna sveitar- stjórnarstarfa Jónasar. Guðrún kunni vel að gleðjast með unga fólkinú, hún var líka ung sjálf, enda fór það svo, að ungar stúlkur komu til hennar bæði til að læra hannyrðir og saumaskap. Það» var óhætt að treysta smekk hennar, hún lét ekkert frá sér fara nema af beztu gerð. Guðrún skildi líka vel þá sem erfitt áttu, og þeirra vegna stofn- aði hún kvenfélag 1909 í eystri hluta Kjalarness, sem hafði á stefnuskrá sinni: að rétta hjálp- arhönd þeim sem urðu fyrir sjúk dómum eða á annan hátt áttu erfiðar heimilisástæður. Þetta litla félag gat að vísu ekki miklu áorkað, en með því var hægt að sýna samúð og rétta bróðurhönd, án þess að það héti samskot eða önnur hjálp. Guðrún sýndi mik- inn kjark og stórhug þegar hún stofnaði þetta félag. Kvenfélög voru þá ekki mörg í landinu og þau fáu, sem til voru í sveitum, var sýnd tortryggni og háð: að kvenfólk væri að þessu brölti, eða að það væri gert í ábataskyni og yfirlæti. Þetta félag lifir nú samt, og hét síðar K.F. Lágafells- sóknar og er nú mannmargt, frjótt og öflugt ^g hefir mörgu góðu komið til leiðar. En stefnu- skráin, sem Guðrún setti því, stendur enn óhögguð. 1933 brá Guðrún búi á Völl- um og fór til Reykjavíkur með sonum sínum, sem fóru þá út í nám og sjálfstæða atvinnu, og lifði í skjóli þeirra eftir það. Guðrún á Völlum átti sterka og góða skapgerð. Hún var hrein- lynd, djörf og opinská, hélt vel á sínu máli og skoðunum í sam- ræðum, en þó létt og glöð. Hún var trygglynd og gleymdi eng- um gömlum vinum. Nutu þess sveitungar hennar eftir að hún flutti frá Völlum. Hún var frjáls- lynd og fylgdist vel með nýj- ungum og framförum unga fólks- ins, og hafði auga fyrir ölln sem fallegt var, þótt hún eltist sjálf. Henni tókst líka vel uppeldi sona sinna. Hún sýndi skilning og hefti ekki vilja þeirra, og uppskar rikulega, því þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð að gera að vilja hennar. Allir eru þeir kvæntir og búsettir í Reykja vík. Þegar hún þurfti með, gat sjálf ekki hugsað um sig vegna sjúkleika, sem oftar en einu sinni kom fyrir, var hún lang- dvölum á heimilum þeirra og naut góðrar aðhlynningar tengda dætra sinna, og einnig þess að kynnast sonarbörnum sínum. Of sjaldan hitti ég Guðrúnu eftir að hún fór frá Völlum, en nógu oft til þess að finna hvað hún var hlý og ánægð með heimili og hag sona sinna. Það veitti henni ómetanlega gleði og öryggi. Sjálf vildi hún vera út af fyrir sig og eins sjálfstæð og unnt var. Þetta tókst þeim og jafnframt var hún svo nærri þeim, þar sem þeir voru á vinnu- stað sínum, að þeir vissu um hverja hræringu hennar. Flest börn vilja foreldrum sínum vel og vilja líka gera allt sitt bezta. En ekki vita það allir sem ungir eru, að mesta gleði foreldra í ellinni er að vera sem næst börn um sínum í þess orðs beztu merk ingu. Guðrún bar gæfu til þess. Guðrún hafði beðið þess að hún yrði jörðuð í kyrrþey. Líka það var gert að hennar vilja. Hún var jarðsett að Lágafelli 12. okt. sl. við hlið manns síns. Ég sem þessar línur skrifa stend í þakkarskuld við Guðrúnu og Vallnaheimilið, þangað kom ég oft, og alltaf mér til gleði og góðs, og sveitin stendur í þakk- arskuld við alla, sem hafa skap- að góð og glæsileg heimili inn- an hennar. Því er það Guðrún, þótt seint sé, að ég kveð þig og þakka fyr- ir mína hönd, og samtíðarmenn þínir í sveitinni, sem þú kenndir þig við, kveðja þig með þökk og virðingu. Jónas Magnússon. HVAÐ ER FROST-BAN ? FROST-BAN er lögur sem notaður er til að úða inn í frystihólf á kæliskápnum og varnar því að ís setjist eins fljótt í hólfið og áður. brúsinn kostar aðeins kr: 93.50. FROST-BAN Hafnarstræti 1 — Sími 20455.. „ÐYRT SPAÖG“ Guðmundar Sigurussonar rennur út Aðalgagnrýnandi Morgunblaðsins, Sig. A. Magnússon segir um „Dýrt spaug“. Úr ritdómi í Mbl. 13/12. „Samt hefir hin ágæta hefð skopkvæðanna ekki alveg lagzt af, og sá maður sem bezt og dyggilegast hefir að henni hlúð síðustu árin er Guðmundur Sigurðsson. Er hann löngu landskunnur fyrir þessa iðju sína“. „Hann er jafnan til kvaddur þegar mikið þykir liggja við að rífa mannfundi uppúr alvöru og áhyggjum hins daglega peningakapphlaups eða koma útvarpshlustendum til að brosa“. Allri alvöru þarf að fylgja nokkurt gaman. HELGAFELLSBÓK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.