Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 24
Sementsnotkun innanlands virðist vaxandi hvert tonn af venjulegu sementi og 123 sh. eða 741,87 kr. fyrir hvert tonn af harðharðnandi sem enti. Alls hefur verksmiðjan flutt 40 þús. tonn út og fengið fyrir það um 25 millj. kr. brúttó í erlend- um gjaldeyri, þar af tæp 18 þús. tonn í ár og um 20 þús. tonn 1961. En þar sem sementsnotkunin inn anlands fer vaxandi, hefur stjórn Sementsverksmiðjunnar ekki tal ið rétt að binda meira magn á næsta ári. Sjá nánar -viðtal við Ásgeir Pétursson, form. stjórnar Sements verksmiðju ríkisins, á bls. 6, en hann er nú nýkominn heim frá London. Landlega Akranesi, 18. des. FYRRIHLUTA daigs var suð-austan stonmur ag hiaugasjór <?g því landilega hjá sjóimönnium. Klukkan 6 var hann kominn á sunnan og var hvass sem áð- ur. — Oddur. Drengirnir flugu út um gluggann MORGUNBLAOIf) náði í gær tali af einum farþeganna í áætl unarbílnum, sem steyptist út af Þrengslaveginum á laugar- dag. Sagði hann, að færðin hefði verið mjög slæm alla’ leið austur, flughált gler yfir öllu. Rétt áður en slysið varð, kom él eða bylgusa, og bætti það sízt úr. Slysið varð mjög skyndilega, og áttaði sig eng- inn á neinu fyrr en eftir á, en fólkið var mjög ringlað, meðan það var að komast út úr bilnum. Bíllinn flaug út af veginum á hálkunni og stakkst á nefið um það bil hálfri ann arri mannhæð fyrir neðan veg inn. Síðan valt bíllinn á hlið- ina. Við höggið hrökk fram- rúðan úr með umgerð og öllu saman. Fremst í bílnum sátu tveir bræður, 12 og 9 ára, en í næsta sæti m.a. drengur, sem varð þriggja ára á mánudag, sonur bílstjórans. Skipti það engum togum, að yngri bróðir inn í framsætinu þeyttist út gegnum framgluggann, en sá eldri festist í stýrinu. LiUi drengurinn fyrir aftan þá flaug út um gluggann og lenti í fangi þess, sem fyrr hentist út. Svo mikil ferð var á þeim, að þeir köstuðust talsvert fram fyrir bílinn og lentu þar í skafli. Var það mikil mildi, að þeir skyldu ekki verða undir- bílnum. Eins og frá var sagt í blaðinu i gær meiddust aUir meira eða minna, en enginn slasaðist alvarlega. Fólkið kast aðist til í bílnum og rúður brotnuðu. Skárust margir við það. Fólkið komst út úr bíln um og upp á veg. Hélt sumt af því þegar á læknisfund, enda var einn viðbeinsbrotinn og skorinn á höfði, en aðrir höfðu skorizt og marizt illa. — Allir eru sammála um það, að hér hafi engu mátt muna, að stórslys yrði. STJÓRN Sementsverksmiðju rík isins hefur gengið frá samningum við Cement Marketing Company Ltd. um 10 þús. tonna lágmarks- útflutning til Bretlands, en hugs anlegt er, að meira verði flutt út, ef Bretar óska þess og Sem- entsverksmiðjan verður aflögu- fær. Samið er um óbreytt verð frá því í fyrra. Fær verksmiðjan 112% shilling eða 678,54 kr. fyrir Mjólkurbíllinn 16 tíma á leiðinni Kirkjulbæjarklaustri, 18. des. HÉR hefur verið versta tíð undanfarna viku, skipzt á blota- byljir og norð-austan stormur með skafrenningi. Fénaður er allur kominn á gjöf og veldur því bæði óveður og hagleysi. Færð er mjög þung víða á vegum og t. d. var mjólkurbíllinn 16 tíma á leiðinni frá Vík í gær og þurfti að lokum að senda jarðýtu á móti honum suður í Land.brot og ýta snjónum af veg- inum, þar sem skaflarnir voru stærstir í dýpstu lautunum. — Fréttaritari. Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl., 61. K. M., í Tryggingastofnun ríkisins, er greiðslu fjölskyldu Iwhéfl Iw, M ■ A*fW|«a Cw.MIM AAWMA ■, .A f U.. I X. ■ 1 . . L, ! Y bóta hófst þar í gær. Sýnir hún ösina við afgreiðsluborðið, Lífeyristryggingar greiöa 30 millj. kr. í desember Fjölskyldubótagreiðslur til Reykvíkinga 16,4 milljónir kr. í jólamdnuðinum I GÆRMORGUN og allan dag- inn í gær var geysileg ös í Tryggingastofnun rikisins, en í gærmorgun hófst greiðsla á fjöl- Skyldubótum til handa fjölskyld- um, sem eiga eitt eða tvo börn, en þær munu vera nálægt 7000 í Reykjavík. — Samtals greiðir Try ggingastofnun ríkisins bætur lífeyristrygginga í desember í Reykjavik einni um 30 milljónir króna, og þar af liggja fyrir til greiðslu samtals 16,4 milljónir króna í fjölskyldubótum. Er hér um miklar fjárhæðir að ræða, sem fjölskyldur fá nú fyrir jólin. Eyjólfur Jónsson, skrifstofu- stjóri Tryggingastofnunarinnar, tjáði Mbl. í gær að með hverju barni væru árlega greiddar 3028 kr. Fjölskyldubætur til þeirra, sem eiga eitt eða tvö börn, eru greiddar ársfjórðungslega, þann- ig að þær fjölskyldur fá tiltölu- lega mest í desember. Bætur til þeirra, sem eiga þrjú börn og fleiri eru greiddar mánaðarlega, þannig að til þeirra er aðeins greiddur einn mánuður í desem- ber líkt og aðra mánuði. Allar útborganir á bótum líf- eyrisstrygginga nema nú um 30 milljónum króna í desember. — Eyjólfur sagði að ekki væri fylli- lega vitað hve greiðslurnar yrðu miklar úti á landi, en frá 20. nóvember til desemberloka væru umboðsmönnum úti á landi send- ar 55 milljónir króna til greiðslu í desember. Sagði Eyjólfur að bætur lífeyristrygginga alls 1962, þar með talin 7% hækkun á elli- og örorkulífeyri frá 1. júní, yrðu samtals um 500 milljónir króna. Eyjólfur sagði að lokum að nú lægju fyrir til greiðslu í fjöl- skyldubótum 16,4 milljónir kr. til handa Reykvíkingum, en þar væri með talið það, sem ósótt er frá fyrri mánuðum. Alþingí frestað 20. des. Forisætisréðherra, Ólafur Thors hefur lagt fram á Alþingi svo- hljóðandi tillögu tiil þingsálykt- unar: „Alþingi ályiktar að veita samþykki tiil þess, að fundum þinigsins verði frestað frá 20 des. 1962 eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvaitt saman á ný eiigi síðar en 29. jan. 1963.“ Síðustu fundir neðri og efri deildar voru haldnir í gær og óskuðu forsetar, Jóhann.Hafstein oig Sigúrður Ó. Ólafsson, þing- mönnurn gleðilegra jóla, góðrar heimkomu og að þeir mættu hit- ast heilir tiil starfs að nýju. Lúð- ví'k Jósefsson og Karl Kristjáns- son urðu fyrir svörum fyrir hönd þingmanna. Þökkuðu þeir hlý orð forseta og óskiuðu þeim og fjöl- skyldium þeirra gleðilegra jóla. Tóku aliþingismenn unddr árnað- aróskir þeirra með því að rísa úr sætum. Selfossi tvívegis siglt með neyðarstýri aftur lll hafna? EIMSKIPAFÉLAGSSKIPIÐ Sel- foss fór áleiðis til írlands frá Reykjavíkurlhöfn í fyrrakvöld. Undan Reykjanesi bilaði rafkerfi stýrisvélar, svo að skipið lét ekki að stjórn. Skipinu var snúið við til Reykjavíkur og þurfti að nota neyðarstýri, sem er aftast á skip inu. Selfoss kom á ytri-höfnina í fyrrinótt og fór dráttarbáturinn Magni á móts við skipið og að- stoðaði við siglinguna inn á höfn. Skoðun fór fram strax á stýr- isvél og hinu flókna rafkerfi ihennar, en skemmdir fundust ekki. Selfoss hélt svo aftur af stað í gærmorgun, en þegar skipið var komið út á Flóann bilaði stýrisvélin aftur. Skipinu var stýrt til hafnar aftur á sama .. hátt og fer nú fram niákyæm rannsókn á orsök um bilunarinnar. Virðist sem hennar verði fyrst vart, þegar skipið tekur að velta á rúmsjó. Selfoss átti að taka 1800 tonn af frystu kjöti í Dublin og flytja til New York. 10 þús. tonn af sem- enti til Englands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.