Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 21
Míðvikudagur 19. des. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
21
TILVALIN
JÓLAGJÖF
Hollenzkar
vattfóðraðar
nylon
úlpur
nýkomnar
í
stærðunum
8 ára
og upp úr
Marteinn Einarsson & Co.
Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816
FéSagsprentsmiðjan hf.
Flytur upp úr næstu áramótum starfsemi sína í
húseignir sínar nr. 10 við Spítalastíg hér í bænum.
Húseign prentsmiðjunnar við Ingólfsstræti verður
þá til leigu öll í heild eða einstakar hæðir, eftir því
sem um semst. Fyrirframgreiðsla á leigugjaldi væri
æskileg.
Tilboð óskast send til skrifstofu Félagsprentsmiðj-
unnar h.f. í Ingólfsstræti fyrir 15. janúar n.k.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.
— Minning
Framh. af bls. 6.
finnanlegri, þegar hann er horf-
inn. I>egar ég nú minnist Sverre,
koma mér í hug ljóðlínux hins
fræga landa hans Björnstjeme,
sem hann leggur i munn einn-
ar af söguihetjum sínum Árna þá
er ihann lítur yfir farinn veg, en
hún er einhvern veginn svona:
„Nú sé ég hið dýrasta af drottni
léð og dyggasta með sér að bera,
ekki að teljast þeim mestu með,
en maður í reynd að vera“. Falla
ljóðlínur þessar mætavel að lífs-
ferli Sverre.
Sverre fór á sjóinn um ferm-
ingu, fyrst á togara, síðan á dönsk
seglskip 1919 til 1921. Lauk loft-
skeytaprófi 1923. Var á togur-
um til 1932 er hann réðist til
Skipaútgerðar ríkisins, fyrst á
varðskipin síðan á Súðina og síð-
ast á Esju. Var búinn að vera 30
ár 'hjá Ríkisskip er hanin lézt.
Hann kvæntist 1932 ágætis konu,
Laufeyju Jónsdóttur frá Örlygs-
stöðum í Borgarfirði, en missti
hana árið 1954. Þau eignuðust 3
dætur, Ragnhildi gifta Birgi
Breiðfjörð arkitekt, Sjöfn gifta
Ingimundi Magnússyni bónda á
Bæ í Króksfirði og Hördísi 18
ára, sem enn er ógift og hélt
föður sínum heimíli.
Sverre var fæddur í Oslo son-
ur hjónanna Kristjáns og Karol-
inu Smitlh er fluttust til Hafnar-
fjarðar 1904, en þar byggði Kristj
án timburverksmiðju Reykdals.
Föður sinn missti Sverre 1929,
en móðir hans er enn á Mfi á 91.
aldursári. Systkini Sverre, Ósk-
ar og Axel pípulagningameist-
arar, Adólf fostjóri, Ásta gift
Haraldi Ólafssyni fyrrv. skip-
stjóra hjá Eimskipafélagi fslands
og Karen kaupkona. Öll búsett
hér í borg.
Ég vænti þess að ég megi fyr-
ir hönd allra starfsbræðra Sverre
og siglingafélaga flytja hans nán-
ustu okkar innlegustu samúðar-
kveðjur um leið og ég votta þeim
innilega hryggð okkar, og þá ekki
sízt hinni háöldruðu móður hans
ásamt yngstu dótturinni.
Jón Mattfoiasson.
Fyrstá fWW • ■■
óskalistanum ^JwJLttUTMJLm ilf
er ávallt: m |J|
Jólagjafir
Við bjóðum yður
stærra úrval af jóla-
gjöfum en nokkru
sinni fyrr.
Eingöngu þekktar og
vandaðar vörur:
Fjölbreytt
úrval í dömu-
og herra-úrum
Silturborðbúnaður og skartgripir
GEORG JENSEN Stálborðbúnaður
Gullvörur: allskonar innlendar og erlendar.
Silfur og Silfurplettvörur, ýmiss konar
Bing & Gröndol postulínsvörur
Stál og messing vörur, f jölbreytt úrval.
Skartgripir allskonar í bezta gull-doublé.
Gjörið svo vel og lítið inn.
Hverfisgötu 49 og Austurstræti 18.
sem ekki fellur lykkja á, komnir aftur.
Með góðri meðferð er hér um að ræða
margra vikna sokka.
Tösku & hanzkabúðin
Skólavörðustíg.
Rússneskar
Ijósmyndavélar
RAUÐA MOSKVA
Aðalstræti 1.