Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. des. 1962
i
Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefáns^on (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Matthías Johannessen.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
• Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
AÐ HAGNAST A
BLEKKINGUNNI
F’yrir skömmu ritaði Ólafur
Björnsson, prófessor,
„Vettvang" hér í blaðið.
Benti hann þar á, að sú hefð
að kenna stjórnmálastefnur
við hægri og vinstri ætti rót
sína að rekja til frönsku
stjombyltingarinnar og vitn-
aði til orða Max Eastmans,
sem sérstaklega hefur gert
þetta að umræðuefni. Síðan
segir:
„Niðurstaða Eastmans er
sú, að notkun þessara orða sé
nú orðin beinlínis villandi og
aðeins til þess fallin að glepja
fólki sýn, ef það vill gera sér
grein fyrir því, hvaða hug-
sjónir liggja að baki mismun-
andi stjórnmálastefnum.
Rökin fyrir þessari niður-
stöðu Eastmans er hin ger-
breytta merking þessara orða
frá því þau ruddu sér fyrst
til rúms á tímum frönsku
stjórnbyltingarinnar. Hann
bendir á það, sem drepið var
á í upphafi þessarar greinar,
að á þeim tíma voru þeir kall-
aðir vinstri menn, sem börð-
ust fyrir jafnréttis- og frels-
ishugsjónum frönsku stjórn-
byltingarinnar, en hægri
menn þeir, sem vörðu hið
gamla skipulag, einveldi kon-
ungs og forréttindi aðalsins.
Frelsi einstaklingsins var
hugsjón vinstri manna, en
forráð hinnar landföðurlegu
stjórnar, er segja skyldi ein-
staklingum fyrir verkum í
stóru og smáu, hægri stefna.“
Síðan er réttilega á það
bent, að merking þessara orða
hafi gjörsamlega snúizt við.
Nú nefna þeir inenn sig
vinstri menn, sem vilja ganga
sem lengst í því að skerða
frelsi einstaklingsins og
tryggja ofurvald ríkisvaldsins
— og þeim mun meiri vinstri
menn sem þeir vilja ganga
lengra í frelsisskerðingunni.
Hinir eru aftur á móti nefnd-
ir hægri menn, sem vilja
tryggja frelsi og réttindi ein-
staklingsins og koma í veg
fyrir ofurvald ríkisins.
1 niðurlagi greinar sinnar
bendir Ólafur Björnsson á
það, að æskilegt væri að orð-
hagir menn, sem þekkingu
hafa á því, sem raunverulega
slcilur hinar mismunandi
stjórnmálastefnur, spreyttu
sig á því að finna einhver
betri orð í stað vinstri og
hægri.
„Vinstri menn“ sem svo
nefna sig, hafa lengi notið
góðs af hinni 170 ára gömlu
merkingu þess orðs og notað
hana um allt aðra stefnu og
sjónarmið en upphaflega var
gert, eins og áður hefur ver-
ið á bent, Hér á landi er að
vísu svo komið, að orðið
„vinstri stefna“ hefur öðlazt
nokkum veginn rétta merk-
ingu, síðan „vinstri stjómin"
var við völd og menn kynnt-
ust úrræðaleysi hennar og
aumingjaskap.
Hitt er rétt, að hugtakarugl
ingur á borð við þennan er
ætíð hvimleiður, en auk þess
gerir hann erfiðari allar heil-
brigðar umræður um stjóm-
máL
AFSJAÐA
FL UGMANNSINS
17"ommúnistamálgagnið hef-
*■*■ ur undnfama dagá ráðizt
með heift að Sigurði Ólafs-
syni flugmanni, Er það í sam-
ræmi við aðra afstöðu þessa
blaðs, því að það getur auð-
vitað ekki með nokkru móti
þolað, að hann skyldi neita
að njósna fyrir húsbænduma
austan járntjalds. En af þessu
tilefni er rétt að rifja þetta
mál upp enn einu sinni.
Sigurður Ólafsson hafði
keypt flugvél í Tékkósló-
vakíu, sem reyndist hálf- eða
alónýt. Hann átti fullan rétt
á að fá bætur frá hendi selj-
anda, enda var honum lofað
þeim, og áttu þær að vera í
formi nýrrar vélar. En þegar
til átti að taka var neitað að
greiða bæturnar, nema Sig-
urður lofaði jafnframt að
gerast njósnari fyrir fjand-
menn íslenzka ríkisins.
Sigurður Ólafsson neitaði
að verða við þessari kröfu,
þótt hann gerði sér grein fyr-
ir því, að það gæti kostað
hann gjaldþrot og tjáði ís-
lenzkum yfirvöldum hvemig
komið værL
Út af fyrir sig er það rétt,
að vegna þeirrar afstöðu hans
einnar sér, hefði íslenzka rík-
ið ekki verið skuldbundið til
að greiða honum bætur. Hon-
um bar að fara þannig að.
En þegar það bætist við, að
hann var neyddur til að
kaupa flugvélina fyrir aust-
an járntjald vegna innflutn-
ingshafta og þar um slóðir er
rétturinn þannig í hávegum
hafður, sem menn vita, að
ogerningur var að sækja
INIasser einn studdi
málstað Indverja
INDVERSKA stjómin er
óánægð með árangur fund-
arins í Colombo á Ceylon.
Ráðamenn í Nýju-Dehli
höfðu vonazt til þess, að
hlutlausu löndin sex (Ceyl-
Nasser
on, Burma, Cambodia, Eg-
yptaland, Ghana og Indó-
nesía), sem ákveðið höfðu
að koma saman til að ræða,
hver yrði bezta leiðin til
að binda endi á landa-
mæradeilur Indlands og
Kína, myndu fordæma
árás Kínverja. Það fór
hins vegar á annan veg.
Þessi lönd virðast hafa tal-
ið vænlegast til lausnar að
líta báðar þjóðirnar sem
bræður og vini, er bera
þyrfti sáttarorð á milli.
Þegar frú Lakshmi Menon,
er gegnir embætti varainnan-
ríkisráðherra á Indlandi,
sneri heim úr för sinni til
Suðaustur-Asíu nýlega, kvart-
aði hún nokkuð undan því, að
vestrænar þjóðir virtust skilja
betur málstað Indverja, en
allmörg Afríku- og Asíulanda,
sem telja sig hlutlaus. Þegar
Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands, lýsti yfir því, að hann
væri reiðubúinn að láta Al-
þjóðadómstólinn fjalla um
landamæradeiluna, sagði Nor-
odom Sihanouk, prins frá
Cambodiu: „Ég minnist þess,
er Nehru skrifaði mér einu
sinni og sagðist leggja mikla
áherzlu á, að land mitt ætti
að reyna að leysa deilur sínar
við nágrannaríkin með samn-
ingum við þau lönd, í stað
þess að reyna að leysa þær á
alþ j óða vettvangi“.
Niðurstöður Colombofund-
arins, í tillöguformi, hafa nú
verið lagðar fyrir indverska
ráðamenn og verða einnig
lagðar fyrir valdhafana í Pek-
ing. Tillögurnar eru taldar
vera þannig, í aðalatriðum: í
norðausturhéruðunum megi
Indverjar sækja fram, allt að
McMahon-línunni, þó þannig,
að ekki sé sú lína dregin sam-
kvæmt því, sem Indverjar
vilja. Þannig á að semja sér-
staklega um stöðu Dhola og
Longju. Á miðsvæðinu skal
ástandið vera óbreytt, en í
Ladakh eiga Kínverjar að
draga sig um 20 km til baka,
inn fyrir þau svæði, sem þeir
gerðu kröfu til 1959. — Það
svæði, er þeir yfirgefa, skal
vera vopnlaust svæði, en
undir borgaralegri stjórn Kín-
verja og Indverja.
Á ráðstefnunni í Colombo
voru það Egyptar einir, sem
héldu fram þeirri kröfu, að
Kínverjar drægju sig til baka,
til þeirra vígstöðva, er þeir
héldu fyrir 8. september, áður
en samningar hæfust. Full-
trúar annarra ríkja vildu
ekki styðja þessa kröfu
Nehrus.
Ne Win, hershöfðingi, full-
trúi Burma, sem þegar hefur
samið við Kínverja um landa-
mæradeilu þá, er land hans
átti í við þá, var ákafur tals-
maður þess, að tillögur ráð-
stefnunnar yrðu á þann veg,
að Kínverjar gætu gengið að
þeim. Indónesar studdu þetta
sjónarmið.
Hættan, sem nú steðjar að
Indverjum — og indverskir
ráðamenn gera sér fulla grein
fyrir henni — er sú, að Kín-
verjar gangi að tillögunum,
sem samþykktar voru á Col-
ombofundinum. — Kínverjar
höfðu, eins og áður er kunn-
ugt, ákveðið að draga sig til
baka, þannig, að þeir fórna
engu þótt þeir fallist á niður-
stöður fundarins.
Indverjar geta hins vegar
ekki gengið að þeim, ef þeir
eiga að halda fast við yfirlýs-
ingu Nehrus, er hann lýsti því
yfir, að lágmarkskrafa Ind-
verja væri sú, að Kínverjar
drægju sig til baka til þeirra
staða, er þeir voru á fyrir 8.
september. Þannig er raun-
verulega búið að búa í hag-
inn fyrir stjórnmálasigur Kín-
verja, sem gæti haft mikil á-
hrif meðal þeirra þjóða, er
telja sig fylgja hlutleysi, ekki
sízt meðal slíkra þjóða í Asíu.
Þeirrar skoðunar hefur
gætt í Indlandi, að utanríkis-
ráðuneytinu hafi illa tekizt að
sannfæra „hlutiausar“ þjóðir
um réttmæti málstaðar Ind-
verja í landamæradeilunum.
Ýmsir sendimenn Asíu- og
Afríkjuríkja minna nú á, að
er fyrr hafi verið deilt á al-
þjóðasviðinu, þá hafi Nehru
ætíð mælt með viðræðum, án
þess að sett væru sérstök skil-
yrði. Það gætti jafnvel undr-
unar í indverska þinginu
Nehru
vegna þeirrar yfirlýsingar
Nehrus, að hann væri því
meðmæltúr, að Alþjóðadóm-
stóllinn fjallaði um landa-
mæradeiluna. Nehru vildi
ekki leysa Kasmírdeiluna á
þann hátt á sínum tíma.
(Observer — öll réttindi
áskilin)
seljenduma til sakar, er
augljóst, að íslenzka ríkið bsu:
að minnsta kosti siðferðilega
ábyrgð á tjóni Sigurðar.
Sjálfsagt var því að greiða
honum bætur úr ríkissjóði,
eins og meirihluti Alþingis
ákvað.
AFSTAÐA
MINNIHLUT ANS
Isambandi við mál Sigurðar
Ólafssonar flugmanns er
þess að gæta, að kommúnist-
inn í fjárveitinganefnd, Karl
Guðjónsson, stóð að flutningi
tillögunnar um að bæta hon-
um tjónið, þótt hann síðan
sæti hjá við endanlega af-
greiðslu.
Meirihluti kommúnistaþing
manna fylgdi fordæmi Karls
Guðjónssonar og sat hjá, en
leiðtogar flokksins greiddu
hins vegar atkvæði gegn til-
lögunni, og kepptust þeir Ein-
ar Olgeirsson og Lúðvík Jós-
efsson þannig um að sýna hús
bændum sínum fyrir austan
járntjald hollustu sína.
Ekki leynir sér heldur, að
ástæðan til þess að Moskvu-
málgagnið ræðst svo heiftar-
lega að þeirn, sem stóðu að
afgreiðslu þessa máls, er sú,
að þannig hyggst blaðið geta
náð sér niðri á Karli Guð-
jónssyni. Það var hann, sem
flutti tillöguna um að leysa
kommúnistaflokkinn upp, og
er nú hataður meira en nokk-
ur maður annar í röðum
kommúnista og allar aðgerðir
taldar réttmætar til að eyði-
leggja hann pólitískt.
Ekki skal fjölyrt um af-
stöðu kommúnista, en hitt er
hryggilegt, að Framsóknar-
menn skyldu ekki bera gæfu
til að standa sem einn mað-
ur að samþykkt þessarar sjálf
sögðu tillögu.