Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNBL4ÐIÐ Miðvikudagur 19. des. 1962 mgur Nýr sölusamningur Samtal við Ásgeir Péiursson sements við Breta ÁSGEIR Pétursson, sýslumaður, formadur stjórnar Sementsverk- smiðju ríkisins, kom heim í gær- kvöldi frá Löndon, þar sem hann annaðist ásamt dr. Jóni Vestdal, samninga við Cement Marketing I Company Ldt., um útflutning á Sementi frá Sementsverksmiðju ríkisins til Bretlandseyja. Blaðið náði tali af Asgeiri Péturssyni og spurði hann um hinn nýja samn- ing. Fer samtalið hér á eftir: Minna magn á næsta ári — Hvað var samið um mikið magn *í sementi til útflutnings? — Það var samið um 10 þús- und tonna lágmarksútflutning. Sementsverksmiðjan er m.ö.o. Skyld til þess, samkvæmt þess- Um nýja samningi, að selja og flytja til Bretlandseyja ekki minna magn en 10 þúsund tonn. Á hinn bóginn er hugsanlegt að meira verði flutt út, ef Bretar óska eftir meira magni og Sem- entsverksmiðjan verður aflögu- fær. — Var ekki flutt út meira magn en þetta í fyrra og á þessu ári? — JÚ, það voru flutt út um 20 tonn árið 1961 og tæp 18 þúsund tonn á þessu ári. — f hverju liggur það þá að xninna verður flutt út á næsta ári? — Þessi útflutningur byggist á Ásgeir Pétursson ,Breiðfirzkar sagnir* og ,Sögur Jesú‘ Bókaútgáfan Fróði hefir gefið út tvær bækur, aðra fyrir börn og hina fyrir fullorðna. Það eru Breiðfirzkar sagnir II eftir Berg- svein Skúlason. í þessu bindi Breiðfirzkra sagna segir lítið eitt frá Gerða-Móra, Júlíusi bónda í Litlanesi, fullhuganum Jóni Thor berg og Rauðasandsbola, Georg Jónassyni og Margréti í Rófu- búð, séra Eiríki Kúld og fleiri Breiðfirðingum. — Svo segir frá selveiði á Skálmarfirði, slark- sömum sjóferðum, átakanlegum slysförum, svipum, fyrirboðum o.fl. Hin bókin heitir Sögur Jesú. Er hún eftir Kaj Munk og þýdd af hr. Sigurbirni Einarssyni biskupi með myndum eftir Ragn hildi Ólafsdóttur. Dæimisögur Jesú eru barnslega einföld túlk- un á háleitum sannindum, perl- ur, sem börn hafa jafnan kunn- að að meta og tileinka sér en geta líka verið fullorðnum hugs- andi mönnum íhugumarefni. Þessi bók er góð gjöf handa börnum. því, að Sementsverksmiðjan af- kastar meiru en svarar notkun innanlands. Þessari yfirfram- leiðslu verður að koma í verð og það verður bersýnilega ekki gert nema með útflutningi. Nú hagar svo til að sementsnoktun innan- lands virðist fara vaxandi og er stjórn Sementsverksmiðjunnar þeirrar skoðunar að rétt sé að binda ekki meira magn á næsta ári til útflutnings en 10 þúsund tonn. Svo hagar einnig til að þetta magn hæfir einmitt inn- flytjendum í Bretlandi á næsta ári. — Hvað fær verksmiðjan fyrir sementið? — Fyrir þau tæplega 40 þús- und tonn, sem búið er að flytja út, hefur verksmiðjan fengið um 25 millj. kr. brúttó í erlendum gjaldeyri. Nú var samið um óbreytt verð frá því í fyrra, er við Helgi Þor- steinsson, framkvæmdastjóri, sömdum um verðið við Cement Marketing Company. Fær verk- smiðjan 112% shilling eða 678,54 kr. fyrir hvert tonn af venju- legu sementi og 123 sh eða 741,87 kr. fyrir tonnið af hraðharðnandi sementi c&f. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er það að einungis var um tvennt að velja. Loka verksmiðjunni hluta af árinu og stöðva framleiðsluna eða selja sementið úr landi. Rannsókn sýndi, að það var fjár- hagslega betri kostur fyrir verk- smiðjuna að flytja offramleiðsl- una út. Það verður að líta svo á, að kostnaður verksmiðjunnar við framleiðslu þessa magns sé ein- ungis hinn breytilegi kostnaður af framleiðslunni. Hitt var einnig þýðingarmikið og þarfnast tæp- lega langra útskýringa, að mjög óæskilegt hefði verið að þurfa að segja tugum manna upp vinnu hluta úr hverju ári. Þá er á það að lita að sem- entsútflutningurinn er okkur einnig gagnlegur með öðrum hætti en fjárhagslegum. f fyrsta lagi skapar þessi útflutningur talsverðan gjaldeyri. En hann skapar ennfremur reynslu fyrir starfslið verksmiðjunnar, eykur trú og traust á íslenzkum iðn- aði og á því er sannarlega ekki vanþörf. Það má benda á, að þessi útflutningur færir skipafé- lögum viðfangsefni og verður því m.a. til þess að styðja islenzkar siglingar. Þessi útflutningur hef- ur skapað jákvætt viðhorf, líf og starf. Það hefði sannarlega orðið óskemmtilegt að þurfa að loka verksmiðjunni. Að lokum kvaðst Ásgeir Pét- ursson ætla að gera nánari grein fyrir verðlagsmálum sements al- mennt á næstunni, þar sem skrif- að hefði verið um þau mál í blöðin og væri því beint tilefni til þess. Sverre Smíth - Minning Fæddur 23. júní 1902 Dáinn 10. desember 1962 I DAG er til moldar borinn Sverre Smifih loftskeytamaður á m.s. Esju. Það var snemma á þessu hausti, að ég var staddur vest- ur á Þingeyri við Dýrafjörð á leið suður og Es.ja kom þar. Ég fór um borð til þess að vit hvort ég gæti fengið far. Ég var ekki fyrr kominn upp á þilfarið en ég mætti Sverre og tók hann mér útfbreiddum örmum eins og ég væri nákominn ættingi. Ég yrði auðvitað að gista hjá honum, enda farrýmin fullskipuð. Um kvöldið tókum við tali saman og rifjuðum upp gömul kynni, enda gamlir starfs- og baráttubræður. Við vorum meðal stofnenda Fél. fsl. loftskeytamanna, höfðum ver- ið saman í stjóm þess og oft stað- ið saman í samningastappi og voru margir atburðir upprifjaðir úr þeim viðureignum. Já, margs var að minnast. Sverre sagði mér þá meðal ann ars söguna af því þegar árásin var gerð á Súðina í síðustu heims styrjöld og ein af byssukúlunum, sem fór í gegnum klefa hans, hafnaði í stoppinu á bakpúða sóf- ans, sem Sverre lá á, og hafði stefnt á mjóhrygg hans. Hefði púðinn ekki verið, hefði Sverre verið allur. Eins ef hann hefði ekki legið út af heldur setið. Ég sagði Sverre að nú væru 22 ár síðan ég hefði haldið til í þessu herbergi á Esjunni í Petsamo- förinni sællar minningar. Hvað Ásgeir skipstjóri hefði reynzt okk ur vel, sem teknir vorum til fanga við heimkomuna, og rekið vel erindi okkar við ríkisstjórnina til að fá okkur lausa. Þá sagði Sverre mér að hann hefði nú í sumar í fríinu sínu brugðið sér til Kaupmannahafnar að finna gamlan vin sinn Einar M. skip- herra fyrrverandi, sem Sverre hefði lengi siglt með á varðskip unum. Hann sýndi mér dunnhill- pípuna, sem Einar hafði gefið sér að skilriaði. Það andaði mikilli hlýju af þeirri minningu. Maður blátt áfram fann ylinn þegar rætt var um Einar, því Sverre var einn þeirra, sem var vinur fárra en þeim mun trygg- ari og betri þeim, sem hann tók. Það var líka gott að eiga hann fyrir vin og þá ekki siður sem samstarfsmann, skýr, einlægur og fastur fyrir. Alltaf minnast krakkarnir m/ínir sumir hans með miklum hlýhug, er hann v<ar að flytja þau til Patreksfjarðar í sveitina að Hvallátrum. „Hann Sverre“, sögðu þau, „það var eins og hann ætti í okkur hvert bein, alveg eins og hann væri pabbi okkar“. Þegar við í haust vor- um að rifja þetta allt saman upp óraði mig ekki fyrir því að svona skammt væri eftir og enn síður að það yrði hann, sem fyrr yrði til að ganga á fund feðra sinna. Þegar ég gekk frá borði, mælt- um við okkur mót að éui til að halda upp á 40 ára afmæli fél- ags okkar. Þeir endurfundir far- ast nú fyrir. Um heim okkar loftskeyta- manna, ljósvakann, berast nú ekki lengur merki Sverre og er þar mikils vant, því hann var flinkur loftsk eytamaður, skjót- ráður og orðfár. Það var ekki fyrr en við Sverre vorum búnir að starfa saman nokkurn tima að félagsmálum, að mér varð Ijóst hversu mikill mannkosta- maður hann var. Það er sann- arlega gott að eiga góðan vin, en söknuðurinn er þeim mun til- Framh. á bls. 21. • JÓLAKVEBJA TIL SVANDÍSAR Kona nokkur hringdi til Vel- vakanda og bað hann að skila kærri kveðju til Svandísar Jónsdóttur, sem les framhalds- söguna í þættinum „Við, sem heima sitjum“. Jafnframt var Velvakandi beðinn að óska henni gleðilegra jóla. Konan kvaðst fara þessa á leit vegna þess, að lestur Svandísar væri einstaklega vandaður án þess að vera þvingaður, málrómur- inn skínandi góður, og fram- burð hennar mættu margir leik ara hafa að fyrirmynd. Hann væri réttur, fallegur og tilgerð- arlaus. — Velvakandi kemur þessum skilaboðum áleiðis#neð ánægju, því að hann hefur sann færzt um það, að lestur Svan- dísar er með ágætum. — í sam bandi við þetta langar Vel- vakanda til þess að bæta við þðkkum til þeirra Sigurlaugar Bjarnadóttur og Engel Lund, sem ræddu saman í þessum þætti á fimmtudag. Það var skemmtilegt viðtal við þessa ágætu listakonu. • SKÓLAUSIR Á LÆKNABIÐSTOFUM Kona ein bað Velvakanda að minnast á þann sið, sem sífellt færðist í aukana, að fólk, sem þarf að bíða á biðstofum lækna, er beðið að skilja skóhlífar eða ytri skófatnað sinn eftir fyrir utan, til þess að óhreinka tepp- in ekki. Kvað hún þetta vera mjög óþægilegt fyrir kvenfólk, sem væri í kuldaskóm. Þá yrði það að ganga inn á sokkaleist- unum, en teppin væru mjög mishrein, eins og verða vill. Sagðist hún hafa orðið fyrir þeim leiðindum að lenda í orða- sennu á biðstofu við aðstoðar- stúlku læknis, sem krafðist þess, að hún sæti skólaus á skítugu teppi. Til þess að koma í veg fyrir slíkt, ætti að taka það fram við fólk, þegar það hring- ir og fær tíma hjá lækni, að það ætti að skilja skóna eftir fyrir utan. Þá væri þó hægt að taka með sér inniskó. • ÓÁFENGT VEIZLUVÍN- LÍKI Viggó Oddsson sendir Vel- vakanda þetta bréf: í blöðum og» víðar, fyrir tveim árum, vakti ég athygli á því, að erlendis væru fram- leiddir óáfengir veizludrykkir sem ætlað var að koma í stað áfengis og leysa gesti og gest- gjafa úr miklum vanda, þar sem vín eru á boðstólum, en oft eru ökumenn og ungt fólk meðal gesta og fleiri, sem^ekki ^mega neyta áfengis. Þessi „vín“ eða vínlíki eru t. d. vel þekkt í Svíþjóð og eru framleidd m. a. úr ávaxtasafa eða með sérstöfkum bragðefn- um, sum eru sett á kampavíns- umbúðir og eru hin glæsileg- asta veizluprýði en laus við þann ókost, er áfengi hefur. Núna munu nokkrir þessara veizludrykkja vera fáanl. í verzlun NLF. við Týsgötu og kostar „freyðivínið" 53 kr. heil flaskan. • LOFSVERT FRAMTAK Verzlunarstj. Náttúrulækn- ingafél. og innflytj. „vínanna“ eiga lof skilið fyrir og er þar glöggt dæmi um hvernig EIN- STAKIR áhugamenn reyna að ráða bót á einu atriði áfengis- vandans — með því að útvega þeim, sem ekki vilja eða mega neyta áfengis í samkvæmum, skaðlausan drykk, en staðgengil áfengisins og í nægilegá fram- bærilegum umbúðum. Vonandi verða þessi óáfengu vín vinsæl og mikil þjóðfélagsbót enda ekki vanþörf á, því sagt er að á fjórða hundrað ökumanna hafi verið staðnir að ölvunar- akstri á þessu ári. Viggó Oddsson”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.