Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 19. des. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
23
.Frelsi mest inn-
an fangabúðanna'
Heiftarleg árás á Sovelrikin
í nýju Biitingshefii
Gullþór rekinn í fjöru. Stýrishúsið og afíurmastrið er brotið af, skrokkurinn mikið skemmdur
Rafmagns-
eldun á
aðfanga-
dag
RAFMAGNSVEITA Reykja-
víkur vill beina þeirri ósk til
rafmagnsnotenda á orkuveitu
svæði hennar, að þeir leitist
við að dreifa notkun sinni á
lítið eitt lengri tíma á aðfanga
dag en títt er aðra daga.
Búast má við miklu álagi á
borgarkerfinu í Reykjavík og
í Kópavogskaupstað á tíma-
bilinu frá kl. 16—18 á að-
fangadag, en takast má að
forðast spennufall á götu-
strengjum, ef jólaeldun er
dreift á þrjá til fjóra tíma í
staðinn fyrir tvo.
Hægt er að auðvelda mjög
rafmagnseldun almennt, ef'
einstakir notendur sjá sér|
fært að nota afkastameiri |
suðutæki, svo sem bakar-
ofna, grill og stærstu suðu-'
hellu eldavélarinnar, áður en!
mesti álagstími hefst.
Rafmagnsveitan mun hafa |
vakt í geymsluhúsi sínu við i
Barónsstíg þennan dag til kl. (
22.00 til þess að aðstoða not-
endur, ef bilanir koma fyrir. I
Síminn er 24360.
Gullþdr hvarf úr
hðfn að næturlagi
Liggur brotinn í fjöru
VÉLBATURENN Gulliþór, GK
285, slitnaði frá hafnargarðin
um í Höfnum í slæmu veðri
snemma aðfaramótt þrtðji*-
dags. Báturinn var mannlaus
og rak undan straumi og aust
an átt út úr hafnarósnum,
sém er mjög þröngur.
Er Gulliþór var kominn út
úr höfninni snérist vindátt
meira til norðurs með þeim af
leiðingum, að hann rak á land
á milli Stafness og Básenda.
Ekki er vitað nákvæmlega á
hvaða tíma nætur eða morg-
uns þetta gerðist.
Þegar Gullþór rak á land
var hálffallinn sjór og allmik-
ið norð-vestan brim. Um
f jöru var hann því á þurru.
Gulliþór er allmikið brotinn,
farið af honum stýridhúsið og
afturmastrið, Skrokkurinn er
mikið skemmdur.
Gera má ráð fyrir því, að
báturinn hafi brotnað í spón
á flæðinu í gærkvöldi, því
mikið brim var.
Á staðnum er útgrynni og
fjaran stórgrýtt..
Duglegir krukkur
eða unglingor
öskast til að bera blaðið út
í eftirtalin hverfi:
Fjólugata — Laufásvegur
Gulllþór hefur verið gerður
út á dragnót að undanförnu.
Skipstjóri og eigandi er val-
geir Sveinsson, Merkinesi,
Höfnum.
Báturinn var smíðaður ár-
ið 1934 úr eik í Nyköibing.
Hann var um 20 tonn að
stærð.
— Kennedy
Framh. af bls. 1.
mjög þýðingarmiklir og árang-
ursríkir.
Kennedy svaraði og sagði m.a.
að hann væri ekki viss um að
heiminum hafi farið ýkja mikið
fram við fyrri fundi, en engu að
síður taldi hann viðræðurnar hafa
verið til mikils gagns.
Eins og fyrr er getið, hefjast
opinberar viðræður þeirra Kenne
dys og Macmillans á morgun. En
AFP fréttastofan franska segir
að leiðtogarnir muni ræðast eins-
lega við í dag. Meðan þær við-
ræður fara fram munu varnar-
málaráðherrar landanna, þeir
Thorneyeroft og McNamara einn
ig ræðast við. Er það í framhaldi
af viðræðum þeirra í London fyr
ir ráðherrafund Atlantshafs-
bandalagsins í París í síðustu
viku, en þar var aðal umræðu-
efnið fyrirætlun Bandaríkja-
manna um að hætta smíði Sky-
bolt-eldflauga.
-- XXX --
f fréttum frá Washington er frá
því skýrt að yfirmaður flughers
ins .Curtis LeMay hershöfðingi,
og fleiri yfirmenn varnarmála
þar hafi mælt gegn því að smíði
Skybolt eldflauga verði stöðvuð.
Segja þeir að fullgera megi eld
flaug þessa, svo framleiðsla geti
hafizt fyrir árslok 1964.
NÝLEGA er komið út nýtt
hefti af tímaritinu BIRTING-
UR, 3. og 4. hefti 1962. Fremst
í ritinu er grein eftir Björn Th.
Björnsson, er heitir „Úr ís-
lenzkri listsögu fyrri alda“.
Fylgja henni 16 myndasíður.
Þá eru 4 ljóð eftir Blas De
Otero í þýðingu Jóns Óskars,
kvæði eftir Þorstein frá Hamri
og Hannes Sigfússon, smásaga
eftir Jón frá Pálmholti, ljóð
eftir Évtúsénkó og Majakov-
skí í þýðingu Geirs Kristjáns-
sonar og umsögn um Rúss-
landsbók Almenna bókafélags
ins eftir Amór Hannibalsson.
Meginuppistaða þessa heftis
og það, sem mesta athygli vek-
ur, er löng og ýtarleg grein eft
ir Arnór Hannibalsson, sem
heitir „Þættir um list í Sovét“.
Höfundur hefur dvalizt lengi
í Sovétríkjunum, enda ber
greinin þess merki, að af
þekkingn er ritað. Greinarhöf
undur er mjög hvass og óvæg
inn í gagnrýni sinni, enda hef
ur ritstjórn þótt vissara að
taka sérstaklega fram í lok
greinarinnar, að endurprentun
hennar að einhverju eða öllu
leyti sé óheimil án leyfis rit
stjómar, þótt slíkur almenn-
ur varnagli sé þegar sleginn i
upphafi ritsins. Er hér um að
ræða eina mestu árás, sem
þekkzt hefur hér á landi, á
Sovétríkin og leiðtoga þeirra.
f upphafi greinarinnar segir
Arnór, að ritskoðun keisarans
hafi verið hemill á allt bók-
menntalíf í Rússlandi, þótt
hún kæfði aldrei lífsandann
úr bókmenntunum. Síðar
kemst hann að þeirri niður-
stöðu, að það hafi ritskoðunin
í Sovét hins vegar gert. Ekki
er að efa, að margt í grein
Arnórs eigi eftir að vekja
mikia athygli, eins og t.d. þær
setningar, sem hér verður vitn
að í:
„Handhafi valdsins, Josif
Stalín, varð voldugri en állir
keisarar Rússlands saman lagð
ir. Hann var og vitrari en keis
ararnir: Andstæðinga sína,
gamla bolsivikka og mennta-
menn, sendi hann aldrei í út-
legð. í Síberíu vom vopnin
smíðuð gegn keisaradæminu.
Josif Stalin notaði öruggari að
ferðir: Þá, sem hann lét ekki
slátra, lokaði hann bak við
gaddavír".
„Frelsi var í rauninni mest
innan fangabúðanna. Þar rikti
ekki ótti um handtöku, þar var
hægt að ræða frjálslega um
hvaðeina. Og því vom og
minni líkur fyrir því að nokkr
um yrði hleypt þaðan út eftir
því sem fjölgaði í þeim: Hefði
þeim 29 milljónum manna,
sem vom innan múranna, ver
ið blandað við samfélag manna
utan þeirra, hefði það haft
gerjun í för með sér, sem vald
hafamir vildu gjarnan vera
lausir við“.
„Hrúsjoff (= Krúsjeff) þarf
að sanna að fyrirrennari hans
hafi verið hinn versti óbóta-
maður (sem hann og óneitan
lega var) til þess að eiga auð-
veldara með að slá sjálfan sig
til riddara á sínum andstal-
inska stalínisma“.
Þá er höfundur mjög harð-
orður um ritskoðunina, sem
sé mun svæsnari en á dögum
zaranna, alræði ríkisvaldsins í
listum og meðferð þess á ýms
um beztu listamönnum Rúss-
land (t.d. Sostakovits, Maja-
kovski o. fl.). Að lokum spáir
höfundur: „Hver veit, nema
þeir (= Rússar) velti af sér
oki valdbeitingarinnar ..."
Dagsbrúnar-
fundur
ALMENNUR félagsfundur var
halddnn í Daigsbrún á þriðjudags
kvö'ld. Kosnir voru tveir menn
í uppstillinigarnefnd og einn í
kjörstjórn. Sdðan gaf formaður
yfirlit yfir styrktarsjóðinn og gat
þess, að stefnt væri að því, að
hann tæiki til starfa í janúar
1963. Nemiur sjóðurinn eftir hálft
ár rúmni milljón króna.
I>á skýrði formaður frá saimn-
ingamiáluim, en félagið hefur átt
tvo fundi með vinnuveitendum.
Engar formlegar kröfur hafa ver
ið lagðar fram. Varði formaður
mikluim tírna til að ráðast á
• • íjý
Húsaöan
VESTURGOTU 27.
R U B Y DÚBY DÚ, Sófasett unga fólksins
MCNffi, RÚBY DÚBY DÚ
stefnu ríkisstjórnarinnar í efna-
hagismálum og lagði þar til grund
vailar ræðu viðskiptamálaráð-
herra á Alþingi um kaupmátt
launa. Að ræðu formanns lok-
inni töiuðu þeir Halldór Briem,
Jóhann Sigurðsson, Karl Þórðar-
son og Jónmiunöur Jensson. Gagn
rýndiu þeir allir ræðuna. For-
manni til varnar töluðu tveir,
Björn Sigurbjörnsson og Guð-
mundur J. Guðmundisson.
Slæm misritun
ÞAU mistök urðu í blaðinu 1
gær í frétt um, að Hallvarður
Einvarðsson, vélstjóri, hafi orðið
bráðkvaddur, að hann var rang-
lega nefndur Einarsson og enn-
fremur, að hann var sagður á
bátnum Haraldi I. frá Akranesi,
en átti að vera Höfrungi I.
Morgunblaðið biður hlutaðeig-
endur afsökunar á þessum mis-
tökum.
BILABOMUIM
BLÖNDUHLÍÐ 3
Fáeinir tímar lausir fyrir
jól og milli jóla og nýjárs.
Ath. Kemisk hreinsun á
sæta-, topp- og hurðar-
áklæðum ef ó«kað er
BÍLABÓIMUN
BLÖNDUHLfÐ 3