Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNTtLAÐIÐ Fimmtudagur 20. des. 1962 Fjáriagafrumvarpið leigunefndirnar Leifur Sveinsson, lögfræðingur; Björn í Bæ sextugur NÆSTU daga er fyrirhugað að greiða atkvæði um fjárlaga- fruimvarpið fyrir árið 1963. Margt er ve! um frumvarpið, víðaist gætir sparnaðarviðleitni, en einn liður í 17. gr. frumvarpsins vek- ur þó óneitanlega furðu manna, svo eigi sé meira sagt. Er það 3. Mður II. kafla 17. gr. (tiil fólagsmiála); Húsaleigu- eftirlit, kr. 50.000.00. Nú er bunnugt, að gömlu húsaleigulögin (nr. 39. frá 7. apr íl 1943) gengu úr gild'i þann 14. maí 1953 alls staðar á landinu I MORGUNBLAÐINU þann 12. þ.m. birtist grein eftir Magnús Símonarson um útflutning síldar frá Grímsey og er Síldarútvegs- nefnd þar borin sökum um ár- ásir og misrétti og lótið að því liggja, að nefndin sé að koma í veg fyrir síldarsöltun í Gríms- ey. Forsendur þessara ásakana eru taldar þær, að Grímsey hafi ekki notið jafnréttis við aðra saltendur um útflutning síldar- innar. Vegn-a þess að hér er mjög (hallað réttu máli, telur Síldar- útvegsnefnd ástæðu til að birta staðreyndir málsins. Fyrir alllöngu hefir verið flutt út frá Grimsey, sú síld sem ætluð var á Sviþj óðarmarkað eða alls 1900 tunnur. Um afgreiðslu síld- ar á þann markað hefir söltun- arstöðin í Grímsey fengið sinn hlut rífiega, miðað við aðra salt- endur. Eftir liggja enn í Gríms- ey um 1300 tunnur af saltsíld og um 500 tunnur af annarri síld, aðallega kryddsíld. nema í Keflavík, þar sem Bæjar- stjórn Keflavíkur óskaði eftir á- framihaldandi gildi þeirra. í þeim lögium og síðari viðbótum við þau, lög nr. 56 frá 25. maí 1950 var kveðið á um skipan þriggja manna húsaleigunefnda, og átti Skv. því Húsaleigunefnd Reykjavíkur að vera þannig skip uð: einn tilnefndur af Leigjenda félagi Reykjavíkur, einn tillnefnd ur af Fasteignaeigendafél. Reykja vikur (nú Húseigendafélag Reykjavíkur) og loks formaður ar svo nefndin um leyfi til að við seljum síldina sjálfir fyrir all miklu meira verð en hún sjálf hefir samning uppá“. Tilefni þess ara ummæla. er sennilega það, að með bréfi dags. 6. des., eða einum degi síðar en greinin er rituð, sótti söltunarstöðin um leyfi til að breyta saltsíldinni í sykursíld með því að bæta í hana sykri og selja hana þannig til Svíþjóðar. En rétt er að geta þess hér að samkvæmt upplýs- ingum í því bréfi er verðið lægra en ekki hærra en það sem nefnd in hefur selt fyrir. Þessum til- mælum hafnaði Síldarútvegs- nefnd, þar sem síldina þairf að afgreiða í áðurgerða samninga nefndarinnar, enda greinarhöf- undi það augsýnilega ljóst, sem sjá má af því, að hann tekur fram að beiðninni hafi verið neit að, þó að sú ákrvörðun hafi ekki verið tekin fyrr en viku eftir að hann skrifar grein sína. (Frá Síldarútvegsnefnd) og húsa- nefndarinnar skipaður af Hæsta rétti. í>ar sem lög þessi eru nú af- numin, getur engin lögleg húsa- leigunefnd starfað nema í Kefla- vík. Húsaleigunefnd Reykjavók- ur, sem metið hefur húsnæði nú um langt skeið hér í bæ, virðist þvi hafa starfað án laga- heimildar og möt hennar verið marklaus. Mun nefnddn hafa taldð sig starfa skv. lögum um hámark húsaleigu, nr. 30, frá 4. febrúar 1052, en í þeim lögum eru eng- in áikvæði um skipan húsaleigu- nefndia, og er viðurkennt af em- bættismönnum jafnt sem þing- mönnum, að hreindega hafi gleymzt að afnema lögin um há- mark hiúsaleigu um leið og gömlu húsal'ei'gulögin. Húseigendafélaig Reykjavikur hefur nú ákveðið að eiga engan hlut að Húsaleigunefnd Reykja- víkur lengur. Hefur stjórn fé- lagsins tidkynnt fulltrúa sínum í nefndinni, Björgvin Sigurðs- synd hdl., um þessa ákvörðun og mun hann leggja niður störf sín 31. 12. 1962. Félagsmálaráðuneytinu og for- manni Húsaleigunefndar Rvíkur hefur einnig verið tilkynnt um ákvörðun þessa. Þar sem Leigj- endafólag Reykjavíkur er löngu dautt, og fulltrúa þess þar af leiðandi óheimil þátttaka í nefnd arstörfum, er Húsaleigunefnd Reykj avíkur þar með óstarfhæf og úr sögunni. Er því skorað á Alþingi, að fella fyrrgreinda fjárveitingu niður á fjárlagafrumvarpinu, því eigi mun það þykja hlýða að veita kr. 50.000.00 til Húsaleigu- nefndar Keflavíkur fyrir mats- störf. Enn fremur skora húseigend- ur á hið háa Alþingi að afnema þau siitur lagaákvæða um húsa- leigu, sem enn eru í gildi, þar sem þau eru óframikvœmanleg af ástæðum þeim, sem að framan greinir. Með því að bæta þannig úr gleymsku sinni, myndi löggjaf- inn sýna bæði sparnað og sann- girni í senn. Reykjavík, 18. desember 1962 Leifur Sveinsson EINN AF mætustu bændum í Skagafirði, Björn Jónsson hrepp- stjóri í Bæ á Höfðaströnd, er sextugur í dag. Björn hóf bú- skap að Bæ árið 1927, en hafði sex árum áður lokið búnaðar- prófi frá Hólum. Hann hefir tek ið mikinn þátt í félagsmálum sveitar sinnar og gegnt þar mörg um trúnaðarstörfum. í hrepps- nefnd sat hann t.d. í 30 ár og jafnlengi í stjórn búnaðarfélags hreppsins. Þá hefir hann og átt sæti í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga. Björn var einn af stofnendum Ungmennafélagsins 1918 og stund aði iþróttakennslu um nokkur ár. Er hann enn léttur á fæti og gefur ekki eftir mörgum, sem yngri eru. Kvæntur er Björn frændkonu sinni, Kristínu Kristinsdóttur og eiga þau sjö uppkomin börn, öll hin mannvænlegustu, og eitt fósturbarn hafa þau alið upp. Björn í Bæ befir verið frétta ritari Morgunblaðsins um all- langt skeið og hefir þar sem í öðrum störfum reynzt hinn traustastl. Hefir öll samvinna við hann verið mjög ánægjuleg. Hann hefir með hógværð sinni, skarpskyggni og drenglund unn ið sér aðdáun allra, og þvi meiri sem kynnin háfa verið lengri og nánari. Blaðið flytur honum og fjölskyldu hans beztu árnaðaróskir og vonast til þess að fá að njóta starfskrafta hans enn um fjölmörg ókomin ár. Sjómenn spila bridge og canasta Akranesi, 19. des. FORAÐSVEÐUR hefur verið hér mikið af deginum í dag. Kl. fjög uir spáði hann suð-suðvestaa hvassviðri með éljum. Sjómenn taka lífinu með ró, og margir spila bridge og can- asta. — Hér leggur hann á snarp ar hrynur og er byljóttur. — Oddur. Tónleikar VLADIMIR ASJKENAZf í Háskólabíó föstudaginn 21. des. 1962 kl. 21. Efnisskrá: Mozart: Sonata í B-dúr K-576. Schumann: Études Symphoniques Op. 13. V. Ovchinnikov: Choral, Prelude Fugue (1960). Ravel: Ondine Gibet. — Liszt: Mephistovalce. Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og Máli og menningr Athugasemd frá Síldarutvegsnefnd Saltsíldin er ætluð fyrir Rúss- landsmarkað og e<r skemmst frá því að segja, að þegar greinar- höfundur skrifaði grein sína, er honum fullkunnugt um, að síld- ina hefir ekki verið uinnt að flytja út, vegna þess að síldareigend- urnir í Grímsey höfðu þá enn eigi séð um tilskilda pökkun og mat síldarinnar, og þegar þetta er ritað, hafa verið metnar að- eins um 600 tunnur af þeirri saltsíld, sem í Grímsey liggur. Kryddsíldin er sölbuð fyrir finnskan markað. Enn er eftir að flytja út nær helming af Finn landssíldinni, þar af meginmagn jþeirrar kryddsíldar, sem þangað hefir verið seld. Allur samanburð ur um aðgreiðsluhlutföll Gríms- eyjar við Siglufjörð eða aðrar söltunarihafnir er því út í hött. í grein Magnúsar, sem dags. er í Grímsey 5. des. stendur þessi setning: „Til viðbótar þessu neit „Járnsmiður“ fær á baukinn „Útgerðarmaður" svarar „Járnsmiði“, sem hér skrifaði fyrir nokkrum dögum: „í dálkum Velvakanda fyrir stuttu var nokkuð rætt um við- gerðina á Esju og efnisskort járniðnaðarmanna. Skipaútgerð in sagði ástæðuna til þess að viðgerðin fer fram í Danmörku vera skort á vinnuafli, en „Járn smiðurinn" í Mbl. sagði hina raunverulegu ástæðu vera inn- flutningshömlur á járni og þá um leið efnisskort járniðnaðar- ins, þar sem 10% vinnustunda járniðnaðarmanna hér á landi færu til þess að vinna úr óhentugu efni. Vel má vera að eitthvað sé til í þessu hvoru tveggju, en ég leyfi mér að spyrja: Býr hér ekki eitthvað annað undir? Getur ekki vel hugsazt, að ís- lenzkir járniðnaðarmenn séu bara ekki vandanum vaxnir og geti ekki framkvæmt þessa við- gerð á viðunandi hátt að áliti ráðamanna? Hvað snertir erfiðleika járn iðnaðarins sökum þess, að ekki er frjáls innflutningur á smíða- járni og stáli, þá leyfi ég mér stórlega að efast. Hvar sem ég kem og hvert sem ég fer þessa dagana, þá blasa við mér fullar hillur verzlananna af glæsileg- um varningi, jólaskrautið er flutt inn í tonnatali, hjarðir af postulíniskúm og hvers kyns lúxusvarningi. Hvernig er svo hægt að trúa því að jafn mikils verð grein atvinnuveganna og járniðnaðurinn er, skuli vera afskipt í þessu góðæri og berjist við efnisskort rétt eins og nú væru tímar skömmtunar? Þarna hlýtur að vera um að ræða ein- hvern amlóðahátt járniðnaðar- mannanna sjálfra eða forvígis- manna þeirra, þeir virðast ekki kunna að sjá þessum málum sínum farborða fremur en þeir kunna ekki nægilega til verka til að geta unnið smáviðgerð á Esju. Annars vil ég að lokum segja þetta: Járnsmiðir og aðrir iðn- aðarmenn þurfa áreiðanlega ekki að kvarta. >eir virðast hafa fullar hendur fjár, full hús af vélum (sem þeir reynd- ar kunna ekki allar með að fara), og sem kosta milljóna hundruð og ekki er lágreist bankabyggingiri þeirra. Ú tgerðarmaður “. Velvakanda finnst ekki laust við, að ýmsar dylgjur séu 1 bréfi „Útgerðarmanns“, og ekki ólíklegt, að einhverjir vilji svara þeim. • Strætisvagnar frá höfninni um jólin Sjómaður kom að máli við Velvakanda og bað hann að koma þeirri hugmynd áleiðis, að um hátíðimar yrði strætisvagn látinn ganga frá Grandagarði og meðfram höfninni að Lækjar- torgi. Mjög langt væri fyrir marga sjómenn að komast á heimili sín, t. d. alla leið frá Grandagarði. Þar sem allir eru að flýta sér heim um jólin, væri ekki úr vegi að strætisvagn gengi þaðan t d. á klukkutúna fresti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.